Verð á bílum

Allar tengt bílum og hjólum

kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf kjartanbj » Lau 27. Mar 2021 21:43

Ég er á mínum nýja bíl nr 2, alveg kominn með ógeð af því að eyða í viðgerðir og gera við bíla, vill bara að þetta sé í lagi og að það sé hægt að treysta á þá , Keypti mér nýjan Skoda Superb 2017 Seldi hann siðan og keypti gamlan bráðabirgða bíl og þurfti náttúrulega að gera við hann og vesenast , Keypti siðan í fyrra nýja Teslu Model 3 , sá all skemmtilegasti bíll sem ég hef átt og bara allt annað líf , þurfa aldrei að fara á bensín stöð lengur eða láta skipta um olíu eða neitt svona vesen, er síðan í ábyrgð ef eitthvað bilar.

Ef það hefði ekki komið Covid þá væri ég að keyra á milli Selfoss og Reykjavíkur daglega í vinnu 100km+ á dag og sparnaðurinn er gríðarlegur í kostnaði
er búin að keyra hann á einu ári 17þ km og kostnaðurinn við það er ca 45-50þ í stað þess að ég var að eyða 13þ á viku á bílinn sem ég var með á undan honum sem var gamall SantaFe dísil




ABss
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf ABss » Sun 28. Mar 2021 00:12

Við hjónin keyptum nýjan bíl fyrir um átta árum sem við eigum enn. Alls engar 7-8 milljónir, tæplega helmingurinn af því. Á þeim tíma keyrðum við mjög mikið, sérstaklega konan mín, og þá reglulega yfir heiðar við ansi misjöfn skilyrði. Það kom því ekkert annað til greina en að hún fengi öruggan, góðan og stöðugan bíl. Hann hefur lítið sem ekkert bilað og get ég gert við allt það sem hefur komið upp á og kemur til með að geta komið uppá. Þjónustuna á bílnum hef ég séð sjálfur um. Hann hefur því varla kostað okkur annað en upphaflegt verð + smur + dekk. Hann mengar það lítið að bifreiðagjöld eru nær engin. Kaskótryggingu höfðum við fyrstu árin, svo sagði ég henni upp.

Í dag er bíllinn í fínu lagi, á amk annað eins eftir þrátt fyrir að vera keyrður tæplega 200þ km. Aftur á móti er hann tiltölulega ódýr í endursölu, ætli raunhæft mat væri ekki um 600k?

Það er erfitt að finna praktískari en jafnframt jafn þægilegri og öruggan kost.

Þrátt fyrir að við stöndum enn betur fjárhagslega í dag kemur ekki til greina að kaupa nýjan bíl í dag, en fyrir því eru svo sem fleiri en ein ástæða. Ef ekkert annað væri á döfinni, svo sem barneignir og frekari fasteignadótarí, myndi ég vel skoða það að fá mér bíl sem væri skemmtilegri og jafnvel nýr.

Btw, bílalán mega hoppa upp í rassgatið á sér. Þau læt ég vera og mæli eindregið með að þið gerið slíkt hið sama.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 28. Mar 2021 06:56

Margir áhugaverðir punktar komið hérna fram.
Ef fólk hefur efni á að versla sér nýjan bíl og staðgreiða þá er það hið besta mál. Hins vegar erfiðara að réttlæta að taka lán fyrir bíl (sérstaklega nýjum bíl) því þú ert bæði að borga vexti af láni og verðgildi á bílnum hrapar í verði meðan þú notar hann.


Just do IT
  √

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf Danni V8 » Sun 28. Mar 2021 14:07

Ég hef ekki ennþá lagt í að kaupa nýjan bíl. Hef oftast verið á 7-10 ára bílum og á alltaf einhverja eldgamla með.

Ég er mikill bílaáhugamaður þannig ég hlakka alltaf til þess tíma þegar ég hef efni á að gera keypt nýjan úr kassanum en þegar það verður þá verður það líka ekki þessi venjulegi vísitölu bíll, heldur verða það mjög óskynsöm kaup og ég mun eflaust kasta 1-2 milljónum í ruslið við það að keyra bílinn út af planinu hjá umboðinu, en mér verður alveg sama.

Ég á núna fjóra bíla.

1998 árgerð af Hondu, 1999 og 2001 árgerð af BMW og svo 2017 árgerð af Polo. Ég eyði meira í það á mánuði að geta geymt tvo af þessum bílum inni heldur en bensínið á Polo-inn kostar á mánuði.

Ekkert af þessu meikar sense fjárhagslega, en mér er alveg sama. Þetta er það sem ég vil gera. Vinir mínir sem eru bílaáhugamenn skilja þetta vel, en á sama tíma fá þeir nánast áfall þegar ég segi þeim að ég eyddi hátt í 400þús kr í PC tölvuna mína

Og þegar tíminn kemur sem ég mun hafa efni á að kaupa bílinn sem ég vil, nýjan úr kassanum, eiga tölvu vinir mínir eftir að fá áfall yfir því að ég hafi týmt því hahaha


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf Hrotti » Sun 28. Mar 2021 16:29

Danni V8 skrifaði:Ég á núna fjóra bíla.

1998 árgerð af Hondu, 1999 og 2001 árgerð af BMW og svo 2017 árgerð af Polo. Ég eyði meira í það á mánuði að geta geymt tvo af þessum bílum inni heldur en bensínið á Polo-inn kostar á mánuði.


Hvernig Honda er þetta fyrst hún fær að vera í hlýjunni yfir veturinn? :)


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf urban » Sun 28. Mar 2021 17:10

Hrotti skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Ég á núna fjóra bíla.

1998 árgerð af Hondu, 1999 og 2001 árgerð af BMW og svo 2017 árgerð af Polo. Ég eyði meira í það á mánuði að geta geymt tvo af þessum bílum inni heldur en bensínið á Polo-inn kostar á mánuði.


Hvernig Honda er þetta fyrst hún fær að vera í hlýjunni yfir veturinn? :)

ertu viss um að það séu ekki báðir bimmarnir ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf Danni V8 » Mán 29. Mar 2021 21:20

Hrotti skrifaði:Hvernig Honda er þetta fyrst hún fær að vera í hlýjunni yfir veturinn? :)


Þetta er Civic 1,5 hatchback ekinn 27þus km frá upphafi :D eina ástæðan fyrir því að hann fær að vera inni annars er þetta ekkert merkilegur bíll.
urban skrifaði:ertu viss um að það séu ekki báðir bimmarnir ?


Hehe annar bimminn er algjört fjós. Á hann bara því ég tými ekki að henda honum og fæ ekki neitt fyrir að selja.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf Hlynzi » Sun 16. Maí 2021 19:11

Ég er nú bara með 2 stk. 2005 árg. af Honda CR-V , þar sem ég hef lítinn áhuga á að kaupa glænýjann bíl og tapa öllu í afföllum fyrir "meint" þægindi að bíllinn bili ekki. Mig munar lítið að missa bílinn í 1-2 daga á ári þegar það þarf að gera eitthvað og hvað þá skjótast með bílinn í smurningu, ef ég nenni viðgerðum og veður er gott redda ég því nú sjálfur stundum.

Ég er í það minnsta laus við afföll, þeir eyða jú 10,5L/100 km innanbæjar enda eru þetta frekar stórir og þungir bílar (með sjálfvirku 4WD kerfi, keyrir oftast í framdrifi nema þegar meira grip er sett í afturdrifið líka), ég hef aldrei þurft sendiferðabíl þegar ég hef verið að ferja stærri hluti þar sem þeir passa inní bíl (skrifborðsplötur og fl.)

Síðan vil ég hafa þetta skuldlaust, langar ekki að vera að borga 20% álag bara til að hafa hlutinn aðeins nýrri og er búinn að færa þá í lágmarks tryggingar, þar sem kaskó borgar sig aldrei til lengri tíma.


Hlynur


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf Dr3dinn » Sun 16. Maí 2021 20:30

Fer alfarið eftir launum, þetta er ekki fjárfesting, þetta er meiri eyðsla/neysla.
-nema til þess eins að komast í vinnu að sjálfsögðu.

Getum öll búið í blokk eða tekið strætó, bara val fyrir marga að gera það ekki. (ekki alla ath)

Sumir kaupa skjákort á 400-500þ...aðrir eyddu 50þ.....aðrir eyða 5-6mkr í stað 3mkr í bíll, fer bara eftir tekjum. Engin rétt leið eða röng, fer allt eftir fjárhag hvers og eins. Ég kaupi bíla á mikið en myndi aldrei kaupa 3090, svo dæmi sé tekið. Svo munu alltaf einhverjir væla yfir bruðli annarra það er bara lífið.

Held að málefnahliðin sé tæmt að vissu leyti í þessum þræði. :)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


kristo_124
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 08. Jún 2018 11:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf kristo_124 » Sun 16. Maí 2021 21:27

Getur hugsað þetta öðruvísi líka, kostar mig svipað mikið í rekstrarkostnaði á mánuði að eiga skoda superb 1.6 tdi og það mun koma til með að kosta mig að eiga splunkunýja teslu með 80% láni. Myndi frekar vera á nýjum bíl frekar en næstum 10 ára gömlum ef það kostar mig jafn mikið. Afföllin af rsfmagnsbíkum virðast frekar ráðast af drægninni og hagkvæmni. Svo hleð ég frítt í vinnunni og það er augljóst að ragmagnið er framtíðin í bílamálum.

Fyrir utan allt þetta að þá er búin að vera bylting í öryggi bíla síðastliðin 4 ár.
Síðast breytt af kristo_124 á Sun 16. Maí 2021 21:29, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf urban » Sun 16. Maí 2021 21:58

öryggið eitt og sér ætti nú alveg að vera nóg til þess að fá fólk til þess að fara af 20 ára bílum á yngri bíla.
Síðan alfarið annað hvort að það kaupi sér nýjan úr kassanum eða 1-3 ára gamlan, hvort að það kaupi 2 milljóna eða 8 milljóna króna bíl.

En ef að þið eruð með fjölskylduna ykkar í bíl, eða eruð sá aðili sem að sér henni fyrir mat og húsnæði, þá ættu allir að endurskoða það að vera á gömlum druslum.
Nenni síðan ekki að hlusta á það að þið séuð svaka öruggir bílstjórar, ég treysti engum betur en sjálfum mér í umferðinni, ef að ég væri einn þar, þá sæji ég ekki tilgang að setja á mig bílbelti.
En ég treysti hinum vitleysingunum bara mjög takmarkað.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf kjartanbj » Sun 16. Maí 2021 22:26

Ég borga svipað í afborgun af Teslunni hjá mér eins og ég hefði verið að borga í rekstur á ódýrari bíl , slepp við bensín/dísil kostnað sem var stundum rúmlega 50þ á mánuði fyrir covid þegar ég var að keyra 100km á dag til vinnu, slepp við smur uppá 15-20þ á 7-10þ km fresti , bifreiðagjöld lægri og margt fleira , plús hann er í ábyrgð og fæ lánsbíl á meðan ef hann bilar , svo er bara svo miklu skemmtilegra og þægilegra að keyra nýjan bíl



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf urban » Sun 16. Maí 2021 22:47

kjartanbj skrifaði:Ég borga svipað í afborgun af Teslunni hjá mér eins og ég hefði verið að borga í rekstur á ódýrari bíl , slepp við bensín/dísil kostnað sem var stundum rúmlega 50þ á mánuði fyrir covid þegar ég var að keyra 100km á dag til vinnu, slepp við smur uppá 15-20þ á 7-10þ km fresti , bifreiðagjöld lægri og margt fleira , plús hann er í ábyrgð og fæ lánsbíl á meðan ef hann bilar , svo er bara svo miklu skemmtilegra og þægilegra að keyra nýjan bíl


Ég var samt mjög hissa á því þegar að ég sá að konan þín fékk annan bíl um dagin að það hefði ekki verið önnur tesla :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf kjartanbj » Sun 16. Maí 2021 23:35

urban skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Ég borga svipað í afborgun af Teslunni hjá mér eins og ég hefði verið að borga í rekstur á ódýrari bíl , slepp við bensín/dísil kostnað sem var stundum rúmlega 50þ á mánuði fyrir covid þegar ég var að keyra 100km á dag til vinnu, slepp við smur uppá 15-20þ á 7-10þ km fresti , bifreiðagjöld lægri og margt fleira , plús hann er í ábyrgð og fæ lánsbíl á meðan ef hann bilar , svo er bara svo miklu skemmtilegra og þægilegra að keyra nýjan bíl


Ég var samt mjög hissa á því þegar að ég sá að konan þín fékk annan bíl um dagin að það hefði ekki verið önnur tesla :)



haha, það verður seinna bara , það þarf fyrst að vinna sig út úr þessu Covid veseni, betra hafa vinnu ef maður ætlar að kaupa nýja bíla




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf DabbiGj » Mán 17. Maí 2021 00:31

Ef að menn vilja komast á milli á sem ódýrastan máta labba þeir eða hjóla.

Fæst nennum við því þanniga ð við kaupum okkur bíla til að komast hratt og örruglega á milli staða í skjóli fyrir veðri og vindum.
Alveg einsog sumir hér kaupa sér dýrari tölvur vill fólk eiga góða bíla sem eru þægilegir, skemmtilegir í akstri og vekja aðdáun

Sjálfur er ég með 3 bíla á heimilinu ( ég og konan erum 2 í heimili )

Nýjan Renault Zoe sem ég skipti út fyrir toyota aygo sem ég nota í snatt og að keyra í vinnuna, er með myndavélum, android auto og allskonar þægindum ásamt því að þurfa aldrei að fara á bensínstöð sem er mikill tímasparnaður

35" MMC pajero sem er að detta í 150.000km og ég fer hugsanlega að endurnýja

44" nissan patrol sem er keyrður til tunglsins og baka, endurbyggður, skipt um mótor og endalaus peningahít og ég eyði eitthvað í kringum tveimur milljónum á ári í varahluti, viðgerðir og dekk

Allir bílarnir þjóna mér vel og sinna sínu hlutverki á sinn hátt, það er ekki möguleiki fyrir mig að taka strætó til að komast til vinnu og á sinn hátt þjóna bílarnir mér sem fjárfesting til að flytja mig um á örrugan hátt og koma mér til vinnu og að tapa dagslaunum afþví að bíldruslan fer ekki í gang eða dekkin eru það léleg að ég treysti mér ekki til að keyra á milli er lélegur business.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Verð á bílum

Pósturaf stefhauk » Mán 17. Maí 2021 10:21

Ég keypti nýjan bíl úr kassanum 2017 ekkert ýkja dýr bíll en var þó á tæpar 2.8 með afslætti.
Var að borga ca 50-60 þús á mánuði af láninu sem var ekkert svakalegt en þetta var áður en ég keypti mér íbúð. Myndi ekki vilja bæta þessu ofaná húsnæðislánið í hverjum mánuði í dag.

Seldi bílinn 2 árum seinna með ca milljóna tapi og staðgreiddi 2013 árg af Skoda Octavia og aldrei verið sáttari með bíl.

Hugsa að ég myndi ekki versla mér nýjan bíl aftur án þess að geta staðgreitt hann enda ekkert að því að eiga notaðan bíl.

Væri hinsvegar til í að eyða pening í bíl í framtíðinni og kaupa mér gamlan BMW E30 en það væri þá keypt sem áhugamál en ekki einhvern bíl sem ætti bara koma mér frá A-B.