Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Nú bý ég í nokkuð stóru fjölbýli hér í smáranum í Kópavogi og hefur maður verið að fylgjast með hverju fellihýsinu, tjaldvagni,hjólhýsi,kerru, húsbílum og álíka tækjum fjölga fyrir utan blokkina.
Tel ég t.d. 8 frístundartæki komin fyrir utan húsið og þar á meðal kerrur uppá grasi og húsbíla það stóra að þeir passa ekki í eitt stæði.
Er líka vinsælt að leggja hjólhýsum í annað hvert stæði og passar meðalstór bíll ekki þar á milli vegna breiddar tækjana.
Ekki nema um 500m frá okkar húsi er geymsluplan á vegum Kópavogsbæjar sem er hugsað fyrir svona tæki og eru tugir af vögnum þar.
Eftir að ég sendi kurteisislega fyrirspurn á aðila húsfélagsins þar sem mér var mætt með skætingi og kjaft þar sem þau kannast sko aldrei við að þetta hafi truflað neinn og aldrei í 20 ára sögu hússins hefur vantað bílastæði fyrir utan og því ætti ég að hætta þessum pælingum
Notabene hélt ég lítið barna afmæli síðastliðinn sunnudag þar sem heilir þrír bílar fundu sér stæði fyrir utan húsið (42 stæði eru í heildina)
Restin af fólkinu þurfti að leggja fjær.
Hefur einhver ykkar átt í svona deilum og leyst með minna veseni ? Eftir stutta google leit fann ég ekkert augljóst um að þetta sé bannað en þó las ég að fólk hafi endað í málaferli og unnið þessar deilur.
Tel ég t.d. 8 frístundartæki komin fyrir utan húsið og þar á meðal kerrur uppá grasi og húsbíla það stóra að þeir passa ekki í eitt stæði.
Er líka vinsælt að leggja hjólhýsum í annað hvert stæði og passar meðalstór bíll ekki þar á milli vegna breiddar tækjana.
Ekki nema um 500m frá okkar húsi er geymsluplan á vegum Kópavogsbæjar sem er hugsað fyrir svona tæki og eru tugir af vögnum þar.
Eftir að ég sendi kurteisislega fyrirspurn á aðila húsfélagsins þar sem mér var mætt með skætingi og kjaft þar sem þau kannast sko aldrei við að þetta hafi truflað neinn og aldrei í 20 ára sögu hússins hefur vantað bílastæði fyrir utan og því ætti ég að hætta þessum pælingum
Notabene hélt ég lítið barna afmæli síðastliðinn sunnudag þar sem heilir þrír bílar fundu sér stæði fyrir utan húsið (42 stæði eru í heildina)
Restin af fólkinu þurfti að leggja fjær.
Hefur einhver ykkar átt í svona deilum og leyst með minna veseni ? Eftir stutta google leit fann ég ekkert augljóst um að þetta sé bannað en þó las ég að fólk hafi endað í málaferli og unnið þessar deilur.
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
vesley skrifaði:Nú bý ég í nokkuð stóru fjölbýli hér í smáranum í Kópavogi og hefur maður verið að fylgjast með hverju fellihýsinu, tjaldvagni,hjólhýsi,kerru, húsbílum og álíka tækjum fjölga fyrir utan blokkina.
Tel ég t.d. 8 frístundartæki komin fyrir utan húsið og þar á meðal kerrur uppá grasi og húsbíla það stóra að þeir passa ekki í eitt stæði.
Er líka vinsælt að leggja hjólhýsum í annað hvert stæði og passar meðalstór bíll ekki þar á milli vegna breiddar tækjana.
Ekki nema um 500m frá okkar húsi er geymsluplan á vegum Kópavogsbæjar sem er hugsað fyrir svona tæki og eru tugir af vögnum þar.
Eftir að ég sendi kurteisislega fyrirspurn á aðila húsfélagsins þar sem mér var mætt með skætingi og kjaft þar sem þau kannast sko aldrei við að þetta hafi truflað neinn og aldrei í 20 ára sögu hússins hefur vantað bílastæði fyrir utan og því ætti ég að hætta þessum pælingum
Notabene hélt ég lítið barna afmæli síðastliðinn sunnudag þar sem heilir þrír bílar fundu sér stæði fyrir utan húsið (42 stæði eru í heildina)
Restin af fólkinu þurfti að leggja fjær.
Hefur einhver ykkar átt í svona deilum og leyst með minna veseni ? Eftir stutta google leit fann ég ekkert augljóst um að þetta sé bannað en þó las ég að fólk hafi endað í málaferli og unnið þessar deilur.
sko, stærsta vandamálið er að við íslendingar kunnum ekki á bílaplön, hvorki á plönum fjölbýla eða plönum fyrirtækja.
þetta endar alltaf sem eitthvað villt vestur og enginn nennir að labba tvö auka skref.
ég efast um að þú gætir náð því í gegn og ég veit ekki hvernig kópavogsbær höndlar bílaplön fjölbýlishúsa, en samkvæmt 29.gr umferðalaga þá er þetta ákvæði nokkuð áhugavert.
29gr. Umferðalaga skrifaði:Veghaldari eða eftir atvikum landeigandi getur, að höfðu samráði við lögreglu, bannað stöðu eftirvagna, báta, húsbíla og annarra svipaðra tækja á götum og almennum bifreiðastæðum sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu.
Síðast breytt af worghal á Mán 10. Maí 2021 23:27, breytt samtals 2 sinnum.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Ég ætla að viðurkenna að ég er ekki 100% viss um hvað nákvæmlega þú ert að spyrja um.
Nú geri ég ráð fyrir því að bílastæðið við fjölbýlishúsið sé bara eins og öll önnur bílastæði fjölbýlishúsa.
Þ.e.a.s. bílastæðið er sameign húsfélagsins. Sem þýðir að húsfélagið eða stjórn þess er eini aðilinn sem getur gert eitthvað í bílastæðamálunum.
Mögulega gætirðu fundið aðalfundargerðir húsfélagsins og athugað hvort einhver hafi fengið eitthvað samþykkt á aðalfundi sem hentar þér. Annars er líklegast eina leiðin fyrir þig að bíða eftir næsta aðalfundi og setja málið á dagskrá þar.
En ég held að stjórnin sé í fullum rétti að segja þér að hafa þig hægan.
Kópavogsbær hefur enga lögsögu yfir bílastæðinu eða hvernig er lagt þar (mér vitandi). Það getur verið að það sé kvöð/reglur/lög á eigendum stærri bíla að leggja ökutækjunum á sérstökum stæðum.
En ég held að þú getir alveg gleymt þessu ef þú vinnur ekki kosningu á aðalfundi. Bílastæði og húsfundir eru oft algert jarðsprengjusvæði.
Nú geri ég ráð fyrir því að bílastæðið við fjölbýlishúsið sé bara eins og öll önnur bílastæði fjölbýlishúsa.
Þ.e.a.s. bílastæðið er sameign húsfélagsins. Sem þýðir að húsfélagið eða stjórn þess er eini aðilinn sem getur gert eitthvað í bílastæðamálunum.
Mögulega gætirðu fundið aðalfundargerðir húsfélagsins og athugað hvort einhver hafi fengið eitthvað samþykkt á aðalfundi sem hentar þér. Annars er líklegast eina leiðin fyrir þig að bíða eftir næsta aðalfundi og setja málið á dagskrá þar.
En ég held að stjórnin sé í fullum rétti að segja þér að hafa þig hægan.
Kópavogsbær hefur enga lögsögu yfir bílastæðinu eða hvernig er lagt þar (mér vitandi). Það getur verið að það sé kvöð/reglur/lög á eigendum stærri bíla að leggja ökutækjunum á sérstökum stæðum.
En ég held að þú getir alveg gleymt þessu ef þú vinnur ekki kosningu á aðalfundi. Bílastæði og húsfundir eru oft algert jarðsprengjusvæði.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
mjolkurdreytill skrifaði:Ég ætla að viðurkenna að ég er ekki 100% viss um hvað nákvæmlega þú ert að spyrja um.
Nú geri ég ráð fyrir því að bílastæðið við fjölbýlishúsið sé bara eins og öll önnur bílastæði fjölbýlishúsa.
Ég vitna þar í einn pistil frá mbl sem talar um svona mál.
Eigendum er óheimilt að leggja undir sig sameiginleg bílastæði. Eigandi getur ekki eignast sérstakan eða aukinn rétt til sameignar á grundvelli hefðar. Óheimilt er að nota einkastæði til að geyma þar annað en skráð ökutæki.
En ég mun seint rífast yfir þessu á húsfundi þar sem fólki er nógu illa við mig eftir að ég gerði upp íbúðina
Að fá hávaðakvartanir yfir því að ég var að parketleggja kl 14 á virkum degi því einn íbúi er vanur að leggja sig þá.
Eða í þær heilu 15 mínútur sem ég fræsti lögn í gólf þá barst kvörtun því íbúi heyrði ekki í sjónvarpinu á meðan því stóð. Held það sé tapaður slagur.
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Það er bara þannig að aðeins "skráð ökutæki" mega leggja í þessi bílastæði fjölbýlishúsa, venjulega.
Ætli "skráð ökutæki" sé ekki öllu ökutæki á númeraplötum. Kerrur geta t.d. verið með númeraplötur og sumir húsvagnar.
En það er ábyrgð húsfélagsins að framfylgja þessu.
Ætli "skráð ökutæki" sé ekki öllu ökutæki á númeraplötum. Kerrur geta t.d. verið með númeraplötur og sumir húsvagnar.
En það er ábyrgð húsfélagsins að framfylgja þessu.
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
vesley skrifaði:En ég mun seint rífast yfir þessu á húsfundi þar sem fólki er nógu illa við mig eftir að ég gerði upp íbúðina
Að fá hávaðakvartanir yfir því að ég var að parketleggja kl 14 á virkum degi því einn íbúi er vanur að leggja sig þá.
Eða í þær heilu 15 mínútur sem ég fræsti lögn í gólf þá barst kvörtun því íbúi heyrði ekki í sjónvarpinu á meðan því stóð. Held það sé tapaður slagur.
á hvaða elliheimili varstu að flytja inn á?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
worghal skrifaði:vesley skrifaði:En ég mun seint rífast yfir þessu á húsfundi þar sem fólki er nógu illa við mig eftir að ég gerði upp íbúðina
Að fá hávaðakvartanir yfir því að ég var að parketleggja kl 14 á virkum degi því einn íbúi er vanur að leggja sig þá.
Eða í þær heilu 15 mínútur sem ég fræsti lögn í gólf þá barst kvörtun því íbúi heyrði ekki í sjónvarpinu á meðan því stóð. Held það sé tapaður slagur.
á hvaða elliheimili varstu að flytja inn á?
Knúsaðu nágrannana þína Worghal, ef þér er svonalagað ókunnugt.
Lífið væri svo ljúft ef það væru ekki nágrannar.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Þetta er eitthvað sem húsfélagið þarf að taka ákvörðun um. Ef stæðunum er ekki skipt á milli íbúða þá er lítið sem þú getur gert í þessu nema að biðja um að taka þetta upp á húsfundi.
Ég held að þetta sé ekki rétt. Það mega bara skráð ökutæki nota vegi og bílastæði í eigu ríkis og sveitafélaga. Það má geyma hvað sem er á einkalóðum.
appel skrifaði:Það er bara þannig að aðeins "skráð ökutæki" mega leggja í þessi bílastæði fjölbýlishúsa, venjulega.
Ætli "skráð ökutæki" sé ekki öllu ökutæki á númeraplötum. Kerrur geta t.d. verið með númeraplötur og sumir húsvagnar.
En það er ábyrgð húsfélagsins að framfylgja þessu.
Ég held að þetta sé ekki rétt. Það mega bara skráð ökutæki nota vegi og bílastæði í eigu ríkis og sveitafélaga. Það má geyma hvað sem er á einkalóðum.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Fjöleignarhúsalögin segja að óheimilt sé að nota sameiginlega lóð til annars en hún er ætluð. Samkvæmt því eru bílastæði helguð bílum, bílum í venjulegri notkun. Bílastæði eru ekki til að geyma t.d. óskráða bíla, bílhræ, kerrur og tól til lengri tíma.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1212096/
*-*
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Þetta er bara lífið í fjölbýlishúsi! Það þarf að gera MARGAR málamiðlanir. Ónæði, hjólhýsi, drasl(fólk/hlutir), grillreykur osfv. Þetta er bara partur af pakkanum. Þetta er ódýrara en sérbýli en kostar rétt hugarfar.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Er þetta blokkin við lindinar? alveg við Pizzuna?
Alveg ferlega mikið af ferðavögnum þarna
Alveg ferlega mikið af ferðavögnum þarna
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Sallarólegur skrifaði:appel skrifaði:Fjöleignarhúsalögin segja að óheimilt sé að nota sameiginlega lóð til annars en hún er ætluð. Samkvæmt því eru bílastæði helguð bílum, bílum í venjulegri notkun. Bílastæði eru ekki til að geyma t.d. óskráða bíla, bílhræ, kerrur og tól til lengri tíma.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1212096/Í húsreglum skulu vera ákvæði um afnot sameiginlegra bílastæða.
Sem sagt, húsfélagið ákveður reglur sem eiga að gilda um bílastæði í sameign.
Síðast breytt af Viktor á Þri 11. Maí 2021 10:56, breytt samtals 1 sinni.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 637
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Þetta eru BÍLAstæði en ekki geymslusvæði fyrir ferðavagna. Getur talað við húseigendafélagið varðandi næstu skref.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 213
- Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
- Reputation: 29
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Guð minn almáttugur hvað ég er ánægður að vera búinn að selja mína íbúð í fjölbýli og kaupa mér einbýli.
Að vera í fjölbýli er ekkert nema fck vesen. Sorry en ég skil þig bara mjög vel. Eiginlega ástæðan afhverju ég og konan settum í 5 gír í sparnað til að geta keypt eitthvað betra fyrir okkur og börnin okkar.
Persónulega er ég sammála þér að þessi aukatalæki eigi ekki heima þarna.
Að vera í fjölbýli er ekkert nema fck vesen. Sorry en ég skil þig bara mjög vel. Eiginlega ástæðan afhverju ég og konan settum í 5 gír í sparnað til að geta keypt eitthvað betra fyrir okkur og börnin okkar.
Persónulega er ég sammála þér að þessi aukatalæki eigi ekki heima þarna.
Síðast breytt af Haraldur25 á Þri 11. Maí 2021 11:18, breytt samtals 1 sinni.
Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Ég veit hvað svona getur verið pirrandi, fólk í fjölbýli er ekkert endilega tillitsamara en næsti ruddi sem tuddast í veg fyrir þig í umferðinni.
Nákvæmlega ástæða þess að ég gafst upp og flutti í einbýli.
Nákvæmlega ástæða þess að ég gafst upp og flutti í einbýli.
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Haraldur25 skrifaði:Guð minn almáttugur hvað ég er ánægður að vera búinn að selja mína íbúð í fjölbýli og kaupa mér einbýli.
Að vera í fjölbýli er ekkert nema fck vesen. Sorry en ég skil þig bara mjög vel. Eiginlega ástæðan afhverju ég og konan settum í 5 gír í sparnað til að geta keypt eitthvað betra fyrir okkur og börnin okkar.
Persónulega er ég sammála þér að þessi aukatalæki eigi ekki heima þarna.
Þetta er svakalega mismunandi eftir svæðum, hvernig þetta var skipulagt. T.d. verst í miðbænum þar sem hverfið var skipulagt áður en einkabíllinn varð til, svo svona kringum 1960 þá var kannski bara gert ráð fyrir 1 bíl per fjölskyldu. Svo kannski kringum 1990-2000 þá var gert ráð fyrir nóg af stæðum ofanjarðar fyrir utan fjölbýli, sérð það í grafarvogi, lindum, salahverfi o.s.frv.
Ég bjó í bökkunum breiðholti sem var skipulagt 1960-1970, og það var gert ráð fyrir max 1 bíl per íbúð. Það náttúrulega er þannig í dag að það er barist um stæðin þar, og ef maður kemur heim úr vinnu eftir 17:00 þá er ekkert stæði laust. Svo flutti ég í lindirnar kóp og það er alltaf stæði laust, nóg af þeim.
Reyndar er reykjavíkurborg byrjuð að skipuleggja þannig að fólk eigi ekki bíl ("bíllaus lífsstíll") og maður sér í nýlega byggðum fjölbýlishúsum að það vantar stæði. Alveg fáránlegt.
*-*
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 213
- Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
- Reputation: 29
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
appel skrifaði:Haraldur25 skrifaði:Guð minn almáttugur hvað ég er ánægður að vera búinn að selja mína íbúð í fjölbýli og kaupa mér einbýli.
Að vera í fjölbýli er ekkert nema fck vesen. Sorry en ég skil þig bara mjög vel. Eiginlega ástæðan afhverju ég og konan settum í 5 gír í sparnað til að geta keypt eitthvað betra fyrir okkur og börnin okkar.
Persónulega er ég sammála þér að þessi aukatalæki eigi ekki heima þarna.
Þetta er svakalega mismunandi eftir svæðum, hvernig þetta var skipulagt. T.d. verst í miðbænum þar sem hverfið var skipulagt áður en einkabíllinn varð til, svo svona kringum 1960 þá var kannski bara gert ráð fyrir 1 bíl per fjölskyldu. Svo kannski kringum 1990-2000 þá var gert ráð fyrir nóg af stæðum ofanjarðar fyrir utan fjölbýli, sérð það í grafarvogi, lindum, salahverfi o.s.frv.
Ég bjó í bökkunum breiðholti sem var skipulagt 1960-1970, og það var gert ráð fyrir max 1 bíl per íbúð. Það náttúrulega er þannig í dag að það er barist um stæðin þar, og ef maður kemur heim úr vinnu eftir 17:00 þá er ekkert stæði laust. Svo flutti ég í lindirnar kóp og það er alltaf stæði laust, nóg af þeim.
Reyndar er reykjavíkurborg byrjuð að skipuleggja þannig að fólk eigi ekki bíl ("bíllaus lífsstíll") og maður sér í nýlega byggðum fjölbýlishúsum að það vantar stæði. Alveg fáránlegt.
Já skil þig. Ég var í fjölbýli í mosó, byggt 1989.
Þar var 1 og hálft stæði á hverja eign.
Síðast breytt af Haraldur25 á Þri 11. Maí 2021 12:14, breytt samtals 1 sinni.
Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Húsfélagið ræður þessu ekki. það er sér "lóðafélag" fyrir allar blokkirnar sem sér um þessi mál.
Þessi einstaklingur sem þú hafðir samband við er greinilega með húsbíl/tjaldvagn etc. sem hann er með á bílastæðinu sjálfur og vill ekki fara með hann á tilgert bílastæði.
Þetta þarf að ræða á fundi lóðafélagsins (sem er einmitt í kvöld) og ræða þetta þar. Það er gert á hverju ári og alltaf einhver leiðindi og nánast slagsmál.
Til að vera með sérmerkt stæði þarf það stæði að vera þinglýst inni í íbúðinni þinni (og því fm af íbúðinni). Allir mega því leggja hvar sem þeir vilja og mörg farartæki ef þeim listir (nema tekið sé fram hversu mörg stæði hver íbúð á rétt á á tilteknu bílastæði við hús)
Þessi einstaklingur sem þú hafðir samband við er greinilega með húsbíl/tjaldvagn etc. sem hann er með á bílastæðinu sjálfur og vill ekki fara með hann á tilgert bílastæði.
Þetta þarf að ræða á fundi lóðafélagsins (sem er einmitt í kvöld) og ræða þetta þar. Það er gert á hverju ári og alltaf einhver leiðindi og nánast slagsmál.
Til að vera með sérmerkt stæði þarf það stæði að vera þinglýst inni í íbúðinni þinni (og því fm af íbúðinni). Allir mega því leggja hvar sem þeir vilja og mörg farartæki ef þeim listir (nema tekið sé fram hversu mörg stæði hver íbúð á rétt á á tilteknu bílastæði við hús)
Computer: CPU: Intel Core i5 13600K, MOBO: B760 I Gigabyte B760I Aorus Pro AX WiFi ITX DDR5, RAM: 32GB kit (2x16GB) DDR5 6000 MHz,
GPU: Gigabyte GeForce® RTX 3070 Gaming OC, HDD: 500gb 970 evo plus m.2 ssd, Case: In-Win A1,
Monitor: Samsung C32JG50 1440p 144Hz 32"
Server: PR2100, 2x4TB WD RED
GPU: Gigabyte GeForce® RTX 3070 Gaming OC, HDD: 500gb 970 evo plus m.2 ssd, Case: In-Win A1,
Monitor: Samsung C32JG50 1440p 144Hz 32"
Server: PR2100, 2x4TB WD RED
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
appel skrifaði:Reyndar er reykjavíkurborg byrjuð að skipuleggja þannig að fólk eigi ekki bíl ("bíllaus lífsstíll") og maður sér í nýlega byggðum fjölbýlishúsum að það vantar stæði. Alveg fáránlegt.
Þekkir þú hvaða stefnu Kópavogur er með, eða hvernig þau eru að skipuleggja?
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
jericho skrifaði:appel skrifaði:Reyndar er reykjavíkurborg byrjuð að skipuleggja þannig að fólk eigi ekki bíl ("bíllaus lífsstíll") og maður sér í nýlega byggðum fjölbýlishúsum að það vantar stæði. Alveg fáránlegt.
Þekkir þú hvaða stefnu Kópavogur er með, eða hvernig þau eru að skipuleggja?
Bílastæðakjallarar. Það virðist vera normið í dag. Það er ekkert byggt í dag nema stór fjölbýli með bílakjallara.
*-*
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Alveg glötuð stefna í Reykjavík, ekkert byggt nánast nema fjölbýlishús og allt sem þéttast, ekki furða að það hafi borist yfir 9000 umsóknir um 170 lóðir hér á Selfossi.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Gorgeir skrifaði:Húsfélagið ræður þessu ekki. það er sér "lóðafélag" fyrir allar blokkirnar sem sér um þessi mál.
Þessi einstaklingur sem þú hafðir samband við er greinilega með húsbíl/tjaldvagn etc. sem hann er með á bílastæðinu sjálfur og vill ekki fara með hann á tilgert bílastæði.
Þetta þarf að ræða á fundi lóðafélagsins (sem er einmitt í kvöld) og ræða þetta þar. Það er gert á hverju ári og alltaf einhver leiðindi og nánast slagsmál.
Til að vera með sérmerkt stæði þarf það stæði að vera þinglýst inni í íbúðinni þinni (og því fm af íbúðinni). Allir mega því leggja hvar sem þeir vilja og mörg farartæki ef þeim listir (nema tekið sé fram hversu mörg stæði hver íbúð á rétt á á tilteknu bílastæði við hús)
Akkúrat fundur í kvöld?
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Besta ákvörðun ever er að fá www.rekstrarumsjon.com í þessi mál, allir senda ábendingar til þeirra og þau koma þeim áfram til stjórnar eða annarra íbúa eftir því sem við á EÐA svara viðkomandi um atriðið, hvaða leiðir eru honum færar til umkvörtunar eða breytinga ef ekkert annað er í boði.
Hef verið í stjórnum húsfélaga og lóðafélaga og á a.m.k. tvö eintök af "formaður húsfélagsins" sem fólki hefur þótt fyndið að gefa mér.
Aðal atriðið er að stjórn félagsins er ekki lögregla og á ekki að sinna eftirliti með íbúum og hegðun þeirra, allt er í raun heimilt nema það sé sérstaklega bannað.
Að leggja hjólhýsi í eitt stæði í sameign yfir sumartímann er almennt heimilt nema hús/lóðafélag hafi bannað það. Sá aðili er ekki að slá eign sinni á stæðið, hann er að hagnýta þessa sameiginlegu auðlind sem hann hefur aðgang að og er heimilt að nota.
En að leggja einu ökutæki í tvö stæði er óheimilt og ef það fer út fyrir stæðið er fyrir annarri umferð eða veldur hættu, þá er það atriði sem þarf að athuga sérstaklega.
En svona nágrannamál eru allt of oft HELL, ég er svo heppinn að nágranninn og ég sammæltumst um að saga neðanaf vegg svo að kettirnir okkar gæti flakkað hættulaust milli svala.
Eins og það er erfitt að eiga slæma granna þá er algjört yndi að eiga góða granna.
Hef verið í stjórnum húsfélaga og lóðafélaga og á a.m.k. tvö eintök af "formaður húsfélagsins" sem fólki hefur þótt fyndið að gefa mér.
Aðal atriðið er að stjórn félagsins er ekki lögregla og á ekki að sinna eftirliti með íbúum og hegðun þeirra, allt er í raun heimilt nema það sé sérstaklega bannað.
Að leggja hjólhýsi í eitt stæði í sameign yfir sumartímann er almennt heimilt nema hús/lóðafélag hafi bannað það. Sá aðili er ekki að slá eign sinni á stæðið, hann er að hagnýta þessa sameiginlegu auðlind sem hann hefur aðgang að og er heimilt að nota.
En að leggja einu ökutæki í tvö stæði er óheimilt og ef það fer út fyrir stæðið er fyrir annarri umferð eða veldur hættu, þá er það atriði sem þarf að athuga sérstaklega.
En svona nágrannamál eru allt of oft HELL, ég er svo heppinn að nágranninn og ég sammæltumst um að saga neðanaf vegg svo að kettirnir okkar gæti flakkað hættulaust milli svala.
Eins og það er erfitt að eiga slæma granna þá er algjört yndi að eiga góða granna.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
Ég hef ágæta reynslu af þessu, og eiga við frekjur og dólga.
Ég losnaði við nokkur hjólhýsi og drasl fyrir utan hjá mér með að athuga borgarvefsjá og sjá að hluti "stæðanna" voru í eigu sveitarfélagsins. Þegar það uppgvötaðist voru þau fljót að hverfa og sveitarfélagið fljótt að bregðast við og setja límmiða á allt dótið sem var pirrandi.
Hinsvegar ef bílastæðin tilheyra sameign einhverra húsa og húsfélagið fubar, þá geturu ekki gert neitt nema það sé að leka olía eða eitthvað drasl úr þessu og tilkynna til umhverfisstofnunnar. Stundum hafa húsfélög bara þinglýstan afnotasamning af bílastæðum við borgina, þá er líklega ekkert vesen að láta sveitarfélagið pönkast í þeim.
Ég losnaði við nokkur hjólhýsi og drasl fyrir utan hjá mér með að athuga borgarvefsjá og sjá að hluti "stæðanna" voru í eigu sveitarfélagsins. Þegar það uppgvötaðist voru þau fljót að hverfa og sveitarfélagið fljótt að bregðast við og setja límmiða á allt dótið sem var pirrandi.
Hinsvegar ef bílastæðin tilheyra sameign einhverra húsa og húsfélagið fubar, þá geturu ekki gert neitt nema það sé að leka olía eða eitthvað drasl úr þessu og tilkynna til umhverfisstofnunnar. Stundum hafa húsfélög bara þinglýstan afnotasamning af bílastæðum við borgina, þá er líklega ekkert vesen að láta sveitarfélagið pönkast í þeim.
Síðast breytt af jonsig á Þri 11. Maí 2021 18:20, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fjölbýli og hjólhýsi. Hvað skal gera ?
vesley skrifaði:Eigendum er óheimilt að leggja undir sig sameiginleg bílastæði. Eigandi getur ekki eignast sérstakan eða aukinn rétt til sameignar á grundvelli hefðar. Óheimilt er að nota einkastæði til að geyma þar annað en skráð ökutæki.
Þú ert að vitna í lög um fjöleignahús, það er ekki vitlaust að athuga þau og aðra kafla sem vitnað er í þar. Því þau eru eru hafin yfir einhverja fýlupúka og meðvirkla í húsfélaginu.