Elko og ábyrgðarmál
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
Eina leiðin sem ég sé fyrir ELKO til þess að komast hjá því að ábyrgjast stór tæki í styttri tíma en 5 ár er að selja þau tildæmis sem "LG CX OLD Sjónvarp með 2 ára endingartíma".
Það er ekkert hægt að segja eftirá að þetta sé sjónvarp sem endist ekki nema í circa 2 ár ef það er ekki selt sem slíkt til að byrja með.
Það er ekkert hægt að segja eftirá að þetta sé sjónvarp sem endist ekki nema í circa 2 ár ef það er ekki selt sem slíkt til að byrja með.
"Give what you can, take what you need."
Re: Elko og ábyrgðarmál
Varðandi mikið af þessum tækjum er heldur ekki erfitt að færa rök fyrir því að þau eigi að endast í 5+ ár, þar sem mörg stærri heimilistæki s.s. þvottavélar, þurkarar, ísskápar ofl. eru með límmiðum á sýningareintökunum og pakkningum þar sem talað er um 5-7 ára ábyrgð frá framleiðanda.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
gnarr skrifaði:Eina leiðin sem ég sé fyrir ELKO til þess að komast hjá því að ábyrgjast stór tæki í styttri tíma en 5 ár er að selja þau tildæmis sem "LG CX OLD Sjónvarp með 2 ára endingartíma".
Það er ekkert hægt að segja eftirá að þetta sé sjónvarp sem endist ekki nema í circa 2 ár ef það er ekki selt sem slíkt til að byrja með.
Akkúrat, það eru einmitt rökin mín fyrir nefndinni, hefði það legið fyrir þá hefði ég haft val og sleppt því að kaupa tækið. Ég benti á að fyrst þeir telja þrjú ár eðlilegan endingartíma þá ættu þeir að setja upp skilti í OLED deildinni þar sem það kemur fram, þar með fría þeir sig ábyrgð með því að upplýsa viðskiptavininn, enda ber þeim að gera það samkvæmt 16. grein neytendalaganna.
Sennilega er þetta svona af því að þeir græða mest á því að moka þessu út og bjóða svo 50% afsl. af nýjum tækjum þegar kúnninn kemur pirraður til baka með þriggja ára tækið sitt, vitandi það að fæstir nenna að standa í svona málaferlum sem tekur marga mánuði. Það er einmitt þessi hegðun sem ég visa til þegar ég segi að Elko stendur ekki með viðskiptavinum sínum.
-
- Kóngur
- Póstar: 6399
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 465
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Oculus rift umræðan
gnarr skrifaði:worghal skrifaði:málið er að þetta er orðatrick.
5 ára ábyrgðin er ekki orðuð sem ábyrgð heldur kvörtunarréttur en ætti að halda sama gildi.
þannig þegar þú spyrð hvort það sé ekki 5 ára ábyrgð á dýrum og langlífari raftækjum, þá færðu alltaf nei.
Þetta er ekkert gífurlega flókið.lög nr.48/2003 27. gr. skrifaði:Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Frestir skv. 1. og 2. málsl. eiga ekki við ef um er að ræða galla skv. g-lið 2. mgr. 15. gr.
Ekki miskilja það sem ég sagði, enda er ég ekki að afsaka þetta, finnst bara eins og það sé verið að reyna að fela sig bakvið orða leik, sérstaklega eftir að ég spurðist fyrir um 5 ára ábyrgð á stærri, dýrari og langlífari raftæki og fékk svarið "nei, bara 5 ára kvörtunarréttur" oftar en einusinni.
Klemmi skrifaði:Varðandi mikið af þessum tækjum er heldur ekki erfitt að færa rök fyrir því að þau eigi að endast í 5+ ár, þar sem mörg stærri heimilistæki s.s. þvottavélar, þurkarar, ísskápar ofl. eru með límmiðum á sýningareintökunum og pakkningum þar sem talað er um 5-7 ára ábyrgð frá framleiðanda.
þegar ég var að versla mér þvottavél fyrir nokkrum árum þá spurðist ég einmitt út í þessar 7-10 ára ábyrgðir á þeim og svarið var að það átti eingöngu við um mótorinn.
Síðast breytt af worghal á Fim 29. Apr 2021 16:59, breytt samtals 1 sinni.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
Elko er skítabúlla!
Verslaði LG Oled sjónvarp fyrir 4 árum og starfsmaðurinn laug varðandi afslátt og tók út tryggingu í staðinn. Tækið eitthvað gallað og þá kom í ljós engin trygging. Búið að segja upp starfsmanni (aðrir starfsmenn sögðu mér sögur að hann seldi hvað sem er hvernig sem er), fór með tækið á verkstæði sem Elko sagði mér að fara á, þeir neituðu að gefa mér skýrslu heldur hringdu í verslunarstjóra. Fékk svo að vita að tækið væri ekki tryggt og ekkert hægt að gera. Ég fór þá í framkvæmdarstjóra og eftir að hann talaði við verslunarstjóra þá mætti ég fá eitthvern special afslátt af nýju tæki ef ég fer í gegnum heimilistrygginguna.
Hef ekki verslað við þá síðan.
Verslaði LG Oled sjónvarp fyrir 4 árum og starfsmaðurinn laug varðandi afslátt og tók út tryggingu í staðinn. Tækið eitthvað gallað og þá kom í ljós engin trygging. Búið að segja upp starfsmanni (aðrir starfsmenn sögðu mér sögur að hann seldi hvað sem er hvernig sem er), fór með tækið á verkstæði sem Elko sagði mér að fara á, þeir neituðu að gefa mér skýrslu heldur hringdu í verslunarstjóra. Fékk svo að vita að tækið væri ekki tryggt og ekkert hægt að gera. Ég fór þá í framkvæmdarstjóra og eftir að hann talaði við verslunarstjóra þá mætti ég fá eitthvern special afslátt af nýju tæki ef ég fer í gegnum heimilistrygginguna.
Hef ekki verslað við þá síðan.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
g0tlife skrifaði:Elko er skítabúlla!
Verslaði LG Oled sjónvarp fyrir 4 árum og starfsmaðurinn laug varðandi afslátt og tók út tryggingu í staðinn. Tækið eitthvað gallað og þá kom í ljós engin trygging. Búið að segja upp starfsmanni (aðrir starfsmenn sögðu mér sögur að hann seldi hvað sem er hvernig sem er), fór með tækið á verkstæði sem Elko sagði mér að fara á, þeir neituðu að gefa mér skýrslu heldur hringdu í verslunarstjóra. Fékk svo að vita að tækið væri ekki tryggt og ekkert hægt að gera. Ég fór þá í framkvæmdarstjóra og eftir að hann talaði við verslunarstjóra þá mætti ég fá eitthvern special afslátt af nýju tæki ef ég fer í gegnum heimilistrygginguna.
Hef ekki verslað við þá síðan.
Heimilistrygginguna?
Hún coverar tjón en ekki bilanir, ekki nema verslunarstjórinn hafi verið að hvetja þig til tryggingasvika?
En þetta með „afsláttinn“ er eitthvað sem þeir beita óspart fyrir sig til að koma sér hjá fimm ára reglunni.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
GuðjónR skrifaði:g0tlife skrifaði:Elko er skítabúlla!
Verslaði LG Oled sjónvarp fyrir 4 árum og starfsmaðurinn laug varðandi afslátt og tók út tryggingu í staðinn. Tækið eitthvað gallað og þá kom í ljós engin trygging. Búið að segja upp starfsmanni (aðrir starfsmenn sögðu mér sögur að hann seldi hvað sem er hvernig sem er), fór með tækið á verkstæði sem Elko sagði mér að fara á, þeir neituðu að gefa mér skýrslu heldur hringdu í verslunarstjóra. Fékk svo að vita að tækið væri ekki tryggt og ekkert hægt að gera. Ég fór þá í framkvæmdarstjóra og eftir að hann talaði við verslunarstjóra þá mætti ég fá eitthvern special afslátt af nýju tæki ef ég fer í gegnum heimilistrygginguna.
Hef ekki verslað við þá síðan.
Heimilistrygginguna?
Hún coverar tjón en ekki bilanir, ekki nema verslunarstjórinn hafi verið að hvetja þig til tryggingasvika?
En þetta með „afsláttinn“ er eitthvað sem þeir beita óspart fyrir sig til að koma sér hjá fimm ára reglunni.
Það vantar nú eitthvað í þessa sögu
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:g0tlife skrifaði:Elko er skítabúlla!
Verslaði LG Oled sjónvarp fyrir 4 árum og starfsmaðurinn laug varðandi afslátt og tók út tryggingu í staðinn. Tækið eitthvað gallað og þá kom í ljós engin trygging. Búið að segja upp starfsmanni (aðrir starfsmenn sögðu mér sögur að hann seldi hvað sem er hvernig sem er), fór með tækið á verkstæði sem Elko sagði mér að fara á, þeir neituðu að gefa mér skýrslu heldur hringdu í verslunarstjóra. Fékk svo að vita að tækið væri ekki tryggt og ekkert hægt að gera. Ég fór þá í framkvæmdarstjóra og eftir að hann talaði við verslunarstjóra þá mætti ég fá eitthvern special afslátt af nýju tæki ef ég fer í gegnum heimilistrygginguna.
Hef ekki verslað við þá síðan.
Heimilistrygginguna?
Hún coverar tjón en ekki bilanir, ekki nema verslunarstjórinn hafi verið að hvetja þig til tryggingasvika?
En þetta með „afsláttinn“ er eitthvað sem þeir beita óspart fyrir sig til að koma sér hjá fimm ára reglunni.
Það vantar nú eitthvað í þessa sögu
Það sem vantar er að Elko vildi meina að þetta væri tjón og mér að kenna sem var ekki rétt. Ég sagði að þetta væri galli eða þá tjón frá framleiðslu sem kom ekki ljós strax sem Elko viðurkenndi ekki. Starfsmanni var sagt upp störfum vegna fleirri mála skv. starfsmönnum Elko Lindunum. Sami starfsmaður laug um lýsingu og verð. Ég endaði að fá 66.001 kr endurgreiddar og 15.000 kr fyrir vesenið þar sem tækið gat ekki gert hluti sem hann talaði um strax eftir kaup. Þessi galli eða tjón frá framleiðslu kom svo í ljós löngu seinna. Verkstæðið sem ég fór á hét Öreind og ég fékk aldrei skýrslu um greiningu þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ég þurfti að keyra aftur í Elko fara inn, horfa á starfsmann hringja í yfirmann til þess að fá að vita greininguna og niðurstöðu.
Hafði svo samband við framkvæmdarstjóra sem fór eitthvað í málið. Verslunarstjóri heyrði svo í mér og bauð mér að fá mega afslátt af nýju tæki ef ég færi í gegnum tryggingarnar. Ég sagði framkvæmdarstjóranum frá þessu og að þetta væru svik. Hann svaraði mér ''Eftir að hafa rætt við verslunarstjóra og þjónustustjóra, þá tel ég heppilegast að þú leitir til þriðja aðila, t.d. kærunefndar Neytendastofu''. 'Eg gerði það en þar dó málið því mér var sagt að þetta væri rosalega loðið og ég hafði ekki tíma til að standa í þessu og hreinlega gafst upp á þessum bardaga.
Hefði ég ekki pælt í neinu þá hefði ég aldrei gripið Elko eða starfsmaninn sem var sagt upp með þennan 66.001 kr. Á öll þessi samskipti en þá og það er ekkert smá þreytandi að fara á móti svona risa keðju. Ekki smá mikið waste of time að þurfa berjast við vegg.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
g0tlife skrifaði:Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:g0tlife skrifaði:Elko er skítabúlla!
Verslaði LG Oled sjónvarp fyrir 4 árum og starfsmaðurinn laug varðandi afslátt og tók út tryggingu í staðinn. Tækið eitthvað gallað og þá kom í ljós engin trygging. Búið að segja upp starfsmanni (aðrir starfsmenn sögðu mér sögur að hann seldi hvað sem er hvernig sem er), fór með tækið á verkstæði sem Elko sagði mér að fara á, þeir neituðu að gefa mér skýrslu heldur hringdu í verslunarstjóra. Fékk svo að vita að tækið væri ekki tryggt og ekkert hægt að gera. Ég fór þá í framkvæmdarstjóra og eftir að hann talaði við verslunarstjóra þá mætti ég fá eitthvern special afslátt af nýju tæki ef ég fer í gegnum heimilistrygginguna.
Hef ekki verslað við þá síðan.
Heimilistrygginguna?
Hún coverar tjón en ekki bilanir, ekki nema verslunarstjórinn hafi verið að hvetja þig til tryggingasvika?
En þetta með „afsláttinn“ er eitthvað sem þeir beita óspart fyrir sig til að koma sér hjá fimm ára reglunni.
Það vantar nú eitthvað í þessa sögu
Það sem vantar er að Elko vildi meina að þetta væri tjón og mér að kenna sem var ekki rétt. Ég sagði að þetta væri galli eða þá tjón frá framleiðslu sem kom ekki ljós strax sem Elko viðurkenndi ekki. Starfsmanni var sagt upp störfum vegna fleirri mála skv. starfsmönnum Elko Lindunum. Sami starfsmaður laug um lýsingu og verð. Ég endaði að fá 66.001 kr endurgreiddar og 15.000 kr fyrir vesenið þar sem tækið gat ekki gert hluti sem hann talaði um strax eftir kaup. Þessi galli eða tjón frá framleiðslu kom svo í ljós löngu seinna. Verkstæðið sem ég fór á hét Öreind og ég fékk aldrei skýrslu um greiningu þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ég þurfti að keyra aftur í Elko fara inn, horfa á starfsmann hringja í yfirmann til þess að fá að vita greininguna og niðurstöðu.
Hafði svo samband við framkvæmdarstjóra sem fór eitthvað í málið. Verslunarstjóri heyrði svo í mér og bauð mér að fá mega afslátt af nýju tæki ef ég færi í gegnum tryggingarnar. Ég sagði framkvæmdarstjóranum frá þessu og að þetta væru svik. Hann svaraði mér ''Eftir að hafa rætt við verslunarstjóra og þjónustustjóra, þá tel ég heppilegast að þú leitir til þriðja aðila, t.d. kærunefndar Neytendastofu''. 'Eg gerði það en þar dó málið því mér var sagt að þetta væri rosalega loðið og ég hafði ekki tíma til að standa í þessu og hreinlega gafst upp á þessum bardaga.
Hefði ég ekki pælt í neinu þá hefði ég aldrei gripið Elko eða starfsmaninn sem var sagt upp með þennan 66.001 kr. Á öll þessi samskipti en þá og það er ekkert smá þreytandi að fara á móti svona risa keðju. Ekki smá mikið waste of time að þurfa berjast við vegg.
Það er ekkert grín að berjast við marghausa risa, Festi (Elko) velti 86 milljörðum á síðasta ári, það er enginn einn eigandi heldur vex þetta eins og ólæknandi krabbamein.
Ekki skrítið að seðlabankastjóri tali um hagsmunahópa sem ráði og stjórni hér öllu og eftirlitsstofnanir séu of veikar til að standa í lappirnar gegn þeim.
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
Er þá ekki lærdómurinn af þessari reynslu.... ekki kaupa rán dýr tæki og hlusta ekki á sölumenn?
Þá er maður ekki að glenna út analinn til að vera tekinn í þurrt.
Þá er maður ekki að glenna út analinn til að vera tekinn í þurrt.
-
- has spoken...
- Póstar: 189
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
Keypti Philips OLED í apríl 2019 og var að taka eftir því að það voru 2-3 pixlar sem voru hvítir þegar ég var að horfa á þætti á netflix, ákvað að skoða betur og sá að alveg heill hellingur af sub pixels eru dauðir efst í tækinu, aðallega bláir og grænir en nánast enginn rauður á sama svæðinu. Fékk að vita að þetta er mögulega í ábyrgð. Kemur í ljós í næstu viku þegar ég kemst loks með tækið í viðgerð.
Edit: var reyndar ekki keypt í Elko, en vildi samt bæta þessu við í umræðuna um ábyrgðarmál.
Edit: var reyndar ekki keypt í Elko, en vildi samt bæta þessu við í umræðuna um ábyrgðarmál.
Síðast breytt af Póstkassi á Fim 06. Maí 2021 15:08, breytt samtals 1 sinni.
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Reputation: 22
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Oculus rift umræðan
GuðjónR skrifaði:DabbiGj skrifaði:Elko eru glataðir, ég er nýbúinn að standa í stappi við þá eftir að ísskápur sem ég verslaði hjá þeim bilaði, ég greindi bilunina og bað um að þeir myndu þjónusta viðgerðina.
Ég bý á Selfossi og þurfti að eyða næstum því heilum degi í símanum og að senda Elko skilaboð varðandi hvernig ég get sótt ábyrgðina og fengið þetta viðgert og á meðan hefur frystirinn í ískápnum verið bilaður og það var ekki beint geggjað að lenda í þessu vikuna sem ég var að fara erlendis í nokkrar vikur og geta ekki átt neitt í frystinum á meðan að ég væri í sóttkvi.
Svo á endanum er ég settur í samband við þjónustustjóra hjá Elko og hann segir mér að það sé bara tveggja ára ábyrgð á raftækjum og ég verð hálf kjafstopp, ég enda á því að fá viðgerðarmann í viðgerðina sem kostar 19 þúsund krónur sem ég borga sjálfur glaður vitandi að ég þarf aldrei aftur að eiga við Elko eða versla við þá.
Ég keypti OLED sjónvarp á rúma hálfa milljón, þegar tækið var nýskriðið yfir tveggja ára ábyrgðina þá nánast dó skjárinn, rauði liturinn í miðjunni er ónýtur og þar með skjárinn ónýtur. ELKO viðurkennir ekki að um galla sé að ræða og fimm ára kvörtunarrétturinn eigi ekki við. Í raun ganga þeir lengra með því að fullyrða að ef bilun kemur fram sex mánuðum eftir kaup þá sé það kaupanda að sanna að um galla sé að ræða. Og ef þið haldið að ég sé að skálda þetta þá á ég þessa fullyrðingu í tölvupósti frá þeim.
En á sama tíma og þeir viðurkenna ekki galla þá buðu þeir mér 50% afslátt á nýju tæki að eigin vali, þar með eru þeir í raun að viðurkenna ábyrgð án þess að vilja axla fulla ábyrð, 14. janúar sendi ég svo erindi á Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem hefur málið til skoðunar.
Svona lítur myndin út í tækinu, konan í miðjunni er græn í framan en allt rautt og gult verður grænt.
Þetta finnst þeim í ELKO eðlilegt og fimm ára kvörtunarrétturinn eigi bara alls ekkert við.
Elko fær tækið ekki í ábyrgð frá framleiðanda.
Elko veit ekkert hvernig þú hefur farið með tækið.
Elko stendur við 2 ára ábyrgð eins og þeim ber skylda til.
Elko býður 50% afslátt af nýju tæki þrátt fyrir að það sé utan ábyrgðar.
Elko er með 22% framlegð af vörusölu.
Söluverð án vsk af 500 þúsund kr sjónvarpi er 403 þúsund
Álagning er 89 þúsund
Kostnaðarverð vöru er 314 þúsund
Ef að Elko selur þér annað samskonar tæki með 50% afslætti þá tapar elko um 23 þúsund kr.
Ef að Elko bætir þér sjónvarpið án hjálpar frá framleiðanda þá tapar elko 539 þúsund kr.
Ég fer aftur í punktana hér fyrir ofan:
Elko fær tækið ekki í ábyrgð frá framleiðanda.
Elko veit ekkert hvernig þú hefur farið með tækið.
Mér finnst alltaf jafn sérstök þessi umræða um verðlagningu á spjallborði sem er fullt af forriturum sem selja sig út á töxtum sem eru farnir að nálgast lögfræðingataxta. Það sem mér finnst bara út í hött er svo þessi póll að verslanirnar sem mega ekkert setja á vörur og eiga jafnvel að selja hluti á kostnaðarverði vegna þess að "einhverjir aðilar úti í heimi gera það" eigi svo að bera ábyrgð á vörunum langt fram yfir ábyrgð framleiðanda.
Síðast breytt af kallikukur á Fös 07. Maí 2021 13:19, breytt samtals 1 sinni.
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
Re: Oculus rift umræðan
kallikukur skrifaði:Ég fer aftur í punktana hér fyrir ofan:
Elko fær tækið ekki í ábyrgð frá framleiðanda.
Elko veit ekkert hvernig þú hefur farið með tækið.
Mér finnst alltaf jafn sérstök þessi umræða um verðlagningu á spjallborði sem er fullt af forriturum sem selja sig út á töxtum sem eru farnir að nálgast lögfræðingataxta. Það sem mér finnst svo bara út í hött er svo þessi póll að verslanirnar sem mega ekkert setja á vörur og eiga jafnvel að selja hluti á kostnaðarverði vegna þess að "einhverjir aðilar úti í heimi gera það" eigi svo að bera ábyrgð á vörunum langt fram yfir ábyrgð framleiðanda.
Það er rökvilla hjá þér að taka annars vegar hluta af notendum spjallborðsins, forritara á góðum launum, og láta svo eins og það sé sami hópur sem finnist að verslanir megi ekkert leggja á vörur. Ég veit ekki til þess að þetta sé sami hópurinn, hefur einmitt fundist eins og það sé þessi hópur hér sem hoppi til varnar verslana þegar nýgræðingarnir koma hér inn og kvarta yfir því að fá ekki skjákort á sama verði og af Amazon.
Annars er erfitt að vorkenna raftækjaverslunum fyrir að einhverjir nokkrir sæki rétt sinn og neyði þá til að uppfylla skyldur sínar gagnvart íslenskum neytendalögum. Það hefur ítrekað verið úrskurðað að það sé 5 ára ábyrgð á þeim vörum sem um ræðir í þessum þræði, og að verslunum beri að bæta þá galla.
Elko, og eigandi þess Festi, hefur reglulega verið að skila góðum hagnaði, og ég efast um að ef að þeir myndu fara á hausinn af því að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af vörum sem bila utan ábyrgðartíma framleiðanda en innan tímaramma íslenskra neytendalaga. Ef það hefur hins vegar þau áhrif á reksturin að hann sé ekki sjálfbær, þá verða þeir bara að hækka álagninguna.
Það er nú þannig að yfirleitt eru það neytendur sem borga á endanum fyrir bætta þjónustu, þar á meðal ábyrgðarþjónustu, og í því felst samtrygging. Ég er alveg til í að borga auka 5% fyrir vöru ef ég get verið viss um að ég fái mína lögbundnu 5 ára ábyrgð án vandræða. Hins vegar virðist það ekki vera stefnan hjá Elko, heldur frekar að reyna að selja þér auka tryggingu sem coverar bilanir og tjón, og þeir vilja því að vissu leyti að þú sért að tvítryggja þig, því neytandinn þekkir ekki sinn rétt.
Síðast breytt af Klemmi á Fös 07. Maí 2021 13:38, breytt samtals 1 sinni.
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Reputation: 22
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Oculus rift umræðan
Klemmi skrifaði:kallikukur skrifaði:Ég fer aftur í punktana hér fyrir ofan:
Elko fær tækið ekki í ábyrgð frá framleiðanda.
Elko veit ekkert hvernig þú hefur farið með tækið.
Mér finnst alltaf jafn sérstök þessi umræða um verðlagningu á spjallborði sem er fullt af forriturum sem selja sig út á töxtum sem eru farnir að nálgast lögfræðingataxta. Það sem mér finnst svo bara út í hött er svo þessi póll að verslanirnar sem mega ekkert setja á vörur og eiga jafnvel að selja hluti á kostnaðarverði vegna þess að "einhverjir aðilar úti í heimi gera það" eigi svo að bera ábyrgð á vörunum langt fram yfir ábyrgð framleiðanda.
Það er rökvilla hjá þér að taka annars vegar hluta af notendum spjallborðsins, forritara á góðum launum, og láta svo eins og það sé sami hópur sem finnist að verslanir megi ekkert leggja á vörur. Ég veit ekki til þess að þetta sé sami hópurinn, hefur einmitt fundist eins og það sé þessi hópur hér sem hoppi til varnar verslana þegar nýgræðingarnir koma hér inn og kvarta yfir því að fá ekki skjákort á sama verði og af Amazon.
Annars er erfitt að vorkenna raftækjaverslunum fyrir að einhverjir nokkrir sæki rétt sinn og neyði þá til að uppfylla skyldur sínar gagnvart íslenskum neytendalögum. Það hefur ítrekað verið úrskurðað að það sé 5 ára ábyrgð á þeim vörum sem um ræðir í þessum þræði, og að verslunum beri að bæta þá galla.
Elko, og eigandi þess Festi, hefur reglulega verið að skila góðum hagnaði, og ég efast um að ef að þeir myndu fara á hausinn af því að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af vörum sem bila utan ábyrgðartíma framleiðanda. Ef það hefur hins vegar þau áhrif á reksturin að hann sé ekki sjálfbær, þá verða þeir bara að hækka álagninguna.
Það er nú þannig að yfirleitt eru það neytendur sem borga á endanum fyrir bætta þjónustu, þar á meðal ábyrgðarþjónustu, og í því felst samtrygging. Ég er alveg til í að borga auka 5% fyrir vöru ef ég get verið viss um að ég fái mína lögbundnu 5 ára ábyrgð án vandræða. Hins vegar virðist það ekki vera stefnan hjá Elko, heldur frekar að reyna að selja þér auka tryggingu sem coverar bilanir og tjón, og þeir vilja því að vissu leyti að þú sért að tvítryggja þig, því neytandinn þekkir ekki sinn rétt.
Ég er inn á hinum og þessum borðunum og hvergi eru verðlagningarumræður jafn algengar og hér. Að sjálfsögðu eru ekki allir hér inni forritarar en ég myndi nú veðja á að starfheitið forritari sé algengast meðal notenda og hlutfallið svipað í umræðum.
Ábyrgðin er alltaf að fara lengra og lengra yfir á hendur fyrirtækjanna en á sama tíma hefur ákall um góð verð (sambærileg við útlönd) aldrei verið hærra.
Þessar kvaðir á ábyrgð langt fram yfir framleiðandaábyrgð verða náttúrulega bara til þess að verð hækkar og rekstur á verslunum hérlendis flækist - ofan á það bætist hærri kostnaður á nánast öllum stigum rekstursins miðað við erlendis.
Af hverju á verslun sem býður upp á mjög góða almenna þjónustu (nokkrar verslanir, netverslun, heimsendingarþjónustu, hægt að skila innan 30 daga o.s.frv.) að tapa gríðarlegum fjárhæðum vegna þess að sjónvarp sem einhver ákveður að kaupa bilar utan ábyrgðar?
Jú að sjálfsögðu má segja að það eigi að skipta því út til að halda í kúnnan og skapa sér gott orðspor - en þá kemur að spurningunni, myndir þú veðja á að þessi 539 þúsund kr. sem það kostar þig skili sér í góðri auglýsingu og/eða framtíðarkaupum sem að skila álagningu umfram þessa upphæð? (sala upp á 3 milljónir + m/vsk)
Bara að taka það fram að ég hef fulla trú á því að það á alltaf að lenda málum sem hægt er að lenda svo að allir séu kátir. Mér finnst bara þessi ábyrgðarumræða vera komin í eitthvað sem bara meikar engan sens þegar málin eru skoðuð báðum megin frá.
Síðast breytt af kallikukur á Fös 07. Maí 2021 14:03, breytt samtals 1 sinni.
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
Re: Oculus rift umræðan
kallikukur skrifaði:Af hverju á verslun sem býður upp á mjög góða almenna þjónustu (nokkrar verslanir, netverslun, heimsendingarþjónustu, hægt að skila innan 30 daga o.s.frv.) að tapa gríðarlegum fjárhæðum vegna þess að sjónvarp sem einhver ákveður að kaupa bilar utan ábyrgðar?
Jú að sjálfsögðu má segja að það eigi að skipta því út til að halda í kúnnan og skapa sér gott orðspor - en þá kemur að spurningunni, myndir þú veðja á að þessi 539 þúsund kr. sem það kostar þig skili sér í góðri auglýsingu og/eða framtíðarkaupum sem að skila álagningu umfram þessa upphæð? (sala upp á 3 milljónir + m/vsk)
Bara að taka það fram að ég hef fulla trú á því að það á alltaf að lenda málum sem hægt er að lenda svo að allir séu kátir. Mér finnst bara þessi ábyrgðarumræða vera komin í eitthvað sem bara meikar engan sens þegar málin eru skoðuð báðum megin frá.
Það sem þú virðist ekki átta þig á, er að þetta er ekki spurning um goodwill, verslunin er einfaldlega í órétti með að bæta ekki úr göllum sem tilkynntir eru innan 5 ára frá því að vöru er veitt viðtaka, á þeim hlutum sem ætlaður er verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti. Það er búið að úrskurða um að sjónvörp, fartölvur, þvottavélar o.fl. falli undir það.
Lög um neytendakaup skrifaði:Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.
Ef þér finnst þetta ósanngjarnt, þá verður þú að berjast fyrir lagabreytingu, en ekki fyrir því að fólk hætti að sækja lögbundinn rétt sinn.
Síðast breytt af Klemmi á Fös 07. Maí 2021 14:28, breytt samtals 1 sinni.
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Reputation: 22
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Oculus rift umræðan
Klemmi skrifaði:kallikukur skrifaði:Af hverju á verslun sem býður upp á mjög góða almenna þjónustu (nokkrar verslanir, netverslun, heimsendingarþjónustu, hægt að skila innan 30 daga o.s.frv.) að tapa gríðarlegum fjárhæðum vegna þess að sjónvarp sem einhver ákveður að kaupa bilar utan ábyrgðar?
Jú að sjálfsögðu má segja að það eigi að skipta því út til að halda í kúnnan og skapa sér gott orðspor - en þá kemur að spurningunni, myndir þú veðja á að þessi 539 þúsund kr. sem það kostar þig skili sér í góðri auglýsingu og/eða framtíðarkaupum sem að skila álagningu umfram þessa upphæð? (sala upp á 3 milljónir + m/vsk)
Bara að taka það fram að ég hef fulla trú á því að það á alltaf að lenda málum sem hægt er að lenda svo að allir séu kátir. Mér finnst bara þessi ábyrgðarumræða vera komin í eitthvað sem bara meikar engan sens þegar málin eru skoðuð báðum megin frá.
Það sem þú virðist ekki átta þig á, er að þetta er ekki spurning um goodwill, verslunin er einfaldlega í órétti með að bæta ekki úr göllum sem tilkynntir eru innan 5 ára frá því að vöru er veitt viðtaka, á þeim hlutum sem ætlaður er verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti. Það er búið að úrskurða um að sjónvörp, fartölvur, þvottavélar o.fl. falli undir það.Lög um neytendakaup skrifaði:Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.
Ef þér finnst þetta ósanngjarnt, þá verður þú að berjast fyrir lagabreytingu, en ekki fyrir því að fólk hætti að sækja lögbundinn rétt sinn.
Ég átta mig fyllilega á því að þetta gæti verið eitthvað sem hægt er að "sækja sinn rétt" á - mér finnst það bara út í hött.
Ég skil svona langa ábyrgð á vörum sem t.d. þarfnast innbyggingar í innréttingar (eða annað slíkt sem leiðir til verulegs kostnaðar af hálfu kaupanda) en mér finnst sjónvörp og önnur svona raftæki ýta mörkum á lagasetningunni út fyrir velsæmd.
Úti er farið sömu leið og elko býður upp á, þ.e. að bjóða upp á tryggingu og þá er þessu skipt út no questions asked - þannig getur samanburður á verði verið sanngjarnari og neytendum býðst þá val á því hvort það spari peninginn og taki sénsinn eða tryggi sig. Með öðrum orðum, neytandinn fær að ráða.
Síðast breytt af kallikukur á Fös 07. Maí 2021 14:46, breytt samtals 1 sinni.
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
Re: Elko og ábyrgðarmál
GuðjónR skrifaði:g0tlife skrifaði:Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:g0tlife skrifaði:Elko er skítabúlla!
Verslaði LG Oled sjónvarp fyrir 4 árum og starfsmaðurinn laug varðandi afslátt og tók út tryggingu í staðinn. Tækið eitthvað gallað og þá kom í ljós engin trygging. Búið að segja upp starfsmanni (aðrir starfsmenn sögðu mér sögur að hann seldi hvað sem er hvernig sem er), fór með tækið á verkstæði sem Elko sagði mér að fara á, þeir neituðu að gefa mér skýrslu heldur hringdu í verslunarstjóra. Fékk svo að vita að tækið væri ekki tryggt og ekkert hægt að gera. Ég fór þá í framkvæmdarstjóra og eftir að hann talaði við verslunarstjóra þá mætti ég fá eitthvern special afslátt af nýju tæki ef ég fer í gegnum heimilistrygginguna.
Hef ekki verslað við þá síðan.
Heimilistrygginguna?
Hún coverar tjón en ekki bilanir, ekki nema verslunarstjórinn hafi verið að hvetja þig til tryggingasvika?
En þetta með „afsláttinn“ er eitthvað sem þeir beita óspart fyrir sig til að koma sér hjá fimm ára reglunni.
Það vantar nú eitthvað í þessa sögu
Það sem vantar er að Elko vildi meina að þetta væri tjón og mér að kenna sem var ekki rétt. Ég sagði að þetta væri galli eða þá tjón frá framleiðslu sem kom ekki ljós strax sem Elko viðurkenndi ekki. Starfsmanni var sagt upp störfum vegna fleirri mála skv. starfsmönnum Elko Lindunum. Sami starfsmaður laug um lýsingu og verð. Ég endaði að fá 66.001 kr endurgreiddar og 15.000 kr fyrir vesenið þar sem tækið gat ekki gert hluti sem hann talaði um strax eftir kaup. Þessi galli eða tjón frá framleiðslu kom svo í ljós löngu seinna. Verkstæðið sem ég fór á hét Öreind og ég fékk aldrei skýrslu um greiningu þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ég þurfti að keyra aftur í Elko fara inn, horfa á starfsmann hringja í yfirmann til þess að fá að vita greininguna og niðurstöðu.
Hafði svo samband við framkvæmdarstjóra sem fór eitthvað í málið. Verslunarstjóri heyrði svo í mér og bauð mér að fá mega afslátt af nýju tæki ef ég færi í gegnum tryggingarnar. Ég sagði framkvæmdarstjóranum frá þessu og að þetta væru svik. Hann svaraði mér ''Eftir að hafa rætt við verslunarstjóra og þjónustustjóra, þá tel ég heppilegast að þú leitir til þriðja aðila, t.d. kærunefndar Neytendastofu''. 'Eg gerði það en þar dó málið því mér var sagt að þetta væri rosalega loðið og ég hafði ekki tíma til að standa í þessu og hreinlega gafst upp á þessum bardaga.
Hefði ég ekki pælt í neinu þá hefði ég aldrei gripið Elko eða starfsmaninn sem var sagt upp með þennan 66.001 kr. Á öll þessi samskipti en þá og það er ekkert smá þreytandi að fara á móti svona risa keðju. Ekki smá mikið waste of time að þurfa berjast við vegg.
Það er ekkert grín að berjast við marghausa risa, Festi (Elko) velti 86 milljörðum á síðasta ári, það er enginn einn eigandi heldur vex þetta eins og ólæknandi krabbamein.
Ekki skrítið að seðlabankastjóri tali um hagsmunahópa sem ráði og stjórni hér öllu og eftirlitsstofnanir séu of veikar til að standa í lappirnar gegn þeim.
Ég hef aðeins jákvætt viðhorf til Elko en skil bæði sjónarmiðin mjög vel í þessum umræðum.
Ég hef vissulega ekki lent í svona bilunum á raftækjum út fyrir tvö árin á öllum þeim dýru LG tækjum sem ég hef fjárfest í (reyndar hjá Raflandi).
Er kannski ekki rétti aðilinn til að tjá mig um þjónustuna hjá þeim.
Þegar þú kaupir þér 500.000 kr sjónvarp hefurðu ákveðnar væntingar um líftíma og gæði samanborið við ódýra sjónvarpið sem kostar 100.000 kr.
Ég held að númer 1,2 og 3 sé að reyna ná sáttum frá báðum hliðum þar sem báðir aðilar ganga nokkuð sáttir frá borði. Það er enginn sem nennir að standa í biluðu tæki, hvað þá út fyrir tvö árin.
Túlkunin á þessari fimm ára reglu er mjög víðtæk og þarf að endurskrifa/bæta og gera hana skýrari bæði fyrir seljendur og kaupendur.
Hægt er að deila um hana endalaust þegar kemur að raftækjum. Í upphafi voru lögin skrifuð til að auka rétt kaupanda á nýbyggingum fasteigna gagnvart stóru verktökunum..
Fordæmi eru vissulega til frá kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa á ýmsum málum en hafa skal í huga að þetta eru aðeins álit og þurfa þau ekkert endilega að endurspegla niðurstöðu allra sambærilegra mála.
þetta er ekki dómstóll sem getur skikkað seljendur til að fara eftir niðurstöðum álitsins. Ég myndi samt túlka það sem hagsmuni seljanda að hlýða þeim "úrskurðum" ef þeir fá álit þeim í óhag. Auðvitað geta koma upp miklir ágreiningar sem dómstólar verða síðan að greiða úr ef kaupandi vill fara með málið lengra.
Það er mjög flott fagmenntað fólk að vinna í þessum nefndum og má alveg gera ráð fyrir að þeira álit megi endurspegla úrskurð dómstóla.
Það er mjög jákvætt að þessi nefnd sé til og sé sponseruð af ríkissjóð og það sé greiður aðgangur að henni fyrir einstaklinga óháð efnahagi (líkt og FÍB o.s.f.).
Það eru ekki allir tilbúin að spreða í lögfræðing útaf raftækjum
GuðjónR, hvenær verður málið tekið fyrir af nefndinni? Athyglisvert að sjá hvað verður. Stend með þér í þessu
kallikukur skrifaði:
Úti er farið sömu leið og elko býður upp á, þ.e. að bjóða upp á tryggingu og þá er þessu skipt út no questions asked - þannig getur samanburður á verði verið sanngjarnari og neytendum býðst þá val á því hvort það spari peninginn og taki sénsinn eða tryggi sig. Með öðrum orðum, neytandinn fær að ráða.
Þetta þykir mér athyglisvert og vekur mig til umhugsunar að segja já við næstu svona tryggingu.
Verandi starfandi við ábyrgðarmál í meira en 5 ár þá finnst mér merkilegt ef tryggingarfélögin hérna heima gúddera að greiða fyrir gölluð tæki ("No Questions asked".
Ef satt reynist getur neytandinn lítið annað en fagnað því og greitt þessa tryggingu með glöðu geði. Væri ekki best fyrir Elko að hækka verðið á vörunum um það sem nemur tryggingargjaldinu og boðið uppá framlengda ábyrgð sem staðalbúnað?
Kannski er ég að misskilja þetta frá þér, endilega leiðrétta mig ef svo er.
Síðast breytt af gunni91 á Fös 07. Maí 2021 15:01, breytt samtals 6 sinnum.
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Reputation: 22
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
kallikukur skrifaði:
"Úti er farið sömu leið og elko býður upp á, þ.e. að bjóða upp á tryggingu og þá er þessu skipt út no questions asked - þannig getur samanburður á verði verið sanngjarnari og neytendum býðst þá val á því hvort það spari peninginn og taki sénsinn eða tryggi sig. Með öðrum orðum, neytandinn fær að ráða."
Þetta þykir mér athyglisvert og vekur mig til umhugsunar að segja já við næstu svona tryggingu.
Verandi starfandi við ábyrgðarmál í meira en 5 ár þá finnst mér merkilegt ef tryggingarfélögin hérna heima gúddera að greiða fyrir gölluð tæki ("No Questions asked".
Ef satt reynist getur neytandinn lítið annað en fagnað því og greitt þessa tryggingu með glöðu geði. Væri ekki best fyrir Elko að hækka verðið á vörunum um það sem nemur tryggingargjaldinu og boðið uppá framlengda ábyrgð sem staðalbúnað?
Kannski er ég að misskilja þetta frá þér, endilega leiðrétta mig ef svo er.
Já félagi minn datt á hjólinu sínu og fartölvan á bakinu á honum fór vægast sagt illa - hann fór með hana í Elko og þau skiptu henni út ekkert mál út af því að hann keypti trygginguna.
Það sem ég er í raun að gagnrýna er að lögin eru þannig að Elko og aðrar verslanir eru þá í raun neyddar til þess að vera með þessa tryggingu á ákveðnum vörum. Þetta eru höft sem að erlendar verslanir búa ekki við og því verður verðsamanburður erfiðari.
Mér finnst að verslanir eigi að hafa frelsið til þess að ráða því hvort þau bjóði upp á þetta sem aukagjald og þá lægra vöruverð eða sem innifalið og þá hærra vöruverð. Þá er þetta bara markaðssetningarmál - ef þú keyrir á verðum þá keyrir þú á verðum, ef þú keyrir á þjónustu þá keyrir þú á þjónustu - allir vinna.
Síðast breytt af kallikukur á Fös 07. Maí 2021 15:36, breytt samtals 1 sinni.
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
Re: Elko og ábyrgðarmál
Það á ekki að vera val að fara eftir lögum.
Fyrirtæki eiga ekki að vera að ljúga að fólki um ábyrgð og letja fólk til að sækja rétt sinn.
Það er eðlilegt að búast við því að heimilistæki sem kosta hundruði þúsunda endist í 30 mánuði
Það eru lög sem segja til um hver ábyrgðin er og það er siðlaust af fyrirtækjum og einstaklingum að reyna að villa til um fyrir fólki með þessi mál og eru beinlínis svik.
Það er ekki neinn að kvarta yfir álagningu heldur er verið að kvarta yfir því að fyrirtæki sinna ekki lögbundinni skyldu sinni við að þjónusta vörur sem þær selja með og græða duglega á
Fyrirtæki eiga ekki að vera að ljúga að fólki um ábyrgð og letja fólk til að sækja rétt sinn.
Það er eðlilegt að búast við því að heimilistæki sem kosta hundruði þúsunda endist í 30 mánuði
Það eru lög sem segja til um hver ábyrgðin er og það er siðlaust af fyrirtækjum og einstaklingum að reyna að villa til um fyrir fólki með þessi mál og eru beinlínis svik.
Það er ekki neinn að kvarta yfir álagningu heldur er verið að kvarta yfir því að fyrirtæki sinna ekki lögbundinni skyldu sinni við að þjónusta vörur sem þær selja með og græða duglega á
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
gunni91 skrifaði:GuðjónR, hvenær verður málið tekið fyrir af nefndinni? Athyglisvert að sjá hvað verður. Stend með þér í þessu
Ég sendi erindi 14. janúar 2021, gagnaöflun stóð yfir frá 22. janúar til 5. mars en þá hófst formleg úrvinnsla.
Þeir segja að úrskurður mun liggja fyrir innan 90 daga frá því að úrvinnslu líkur. Í dag eru 65 dagar frá því að úrvinnslu lauk og niðurstaða á því að liggja fyrir innan 35 daga eða í allra síðasta lagi 6. júní. Þá er þetta kvörtunarferli búið að taka hálft ár. Þetta er það sem stóru fyrirtæki treysta á, þ.e. að almenningur nenni ekki að standa í tímafreku ferli og taka slaginn.
Enda viðurkenna þau aldrei fordæmisgildi svona úrskurða.
Þetta mál er t.d. mjög líkt, þó tækið mitt sé margfalt dýrara og því væntanlega ríkari krafa um endingu:
https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 6-2013.pdf
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Oculus rift umræðan
kallikukur skrifaði:Ef að Elko bætir þér sjónvarpið án hjálpar frá framleiðanda þá tapar elko 539 þúsund kr.
Ertu til í að útskýra þessa stærðfræði eitthvað nánar?
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Reputation: 22
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Oculus rift umræðan
machinefart skrifaði:kallikukur skrifaði:Ef að Elko bætir þér sjónvarpið án hjálpar frá framleiðanda þá tapar elko 539 þúsund kr.
Ertu til í að útskýra þessa stærðfræði eitthvað nánar?
Ég gerði mistök.
Setti inn heildar kostnað Elko utan álagningu.
Rétt tala er 225 þúsund sem er kostnaðarverð á einu stykki mínus álagningu.
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
- Reputation: 22
- Staðsetning: grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
DabbiGj skrifaði:Það á ekki að vera val að fara eftir lögum.
Fyrirtæki eiga ekki að vera að ljúga að fólki um ábyrgð og letja fólk til að sækja rétt sinn.
Það er eðlilegt að búast við því að heimilistæki sem kosta hundruði þúsunda endist í 30 mánuði
Það eru lög sem segja til um hver ábyrgðin er og það er siðlaust af fyrirtækjum og einstaklingum að reyna að villa til um fyrir fólki með þessi mál og eru beinlínis svik.
Það er ekki neinn að kvarta yfir álagningu heldur er verið að kvarta yfir því að fyrirtæki sinna ekki lögbundinni skyldu sinni við að þjónusta vörur sem þær selja með og græða duglega á
Það stendur hvergi í lögum að sjónvörp eigi að bera 5 ára ábyrgð.
Þessi lög voru sett á sem hattur yfir fasteignaviðskipti, klæðingar á húsum og þess háttar (skilst mér).
Húsklæðningar eru til dæmis oft með ábyrgð upp á 10-20-30 jafnvel 50 ár í útlöndum. Hér heima gæti myndast sú stemming að þeir sem selja húsklæðningar ákveði að selja þær ábyrgðarlaust vegna veðurfars. Í þessu tilviki þá er þessi reglugerð frábær og verndar neytendur að einhverju leyti frá miklum kostnaði við að skipta út klæðningu sem ekki er í ábyrgð. Sömuleiðis þurfa þá seljendur að kynna sér klæðningarnar mjög vel áður en þeir koma með vöru á markað enda væri það þeim dýrt að selja drasl sem ekki þolir veðurfarið. Fyrir seljanda að athuga hvort um galla sé að ræða er einfalt enda er það í raun bara festingin á klæðningunni sem þarf að vera í lagi.
Sjónvörp eru yfirleitt ekki með meira en 1 ár í ábyrgð frá framleiðanda - reglugerðin er því ekki til að jafna stöðu íslenskra neytenda við neytendur annars staðar. Ofan á þetta er mun erfiðara að ákveða hvort um sé að ræða galla á sjónvarpi enda er sjónvarpið mun viðkvæmara en klæðningin - hvernig var hitastigið þar sem sjónvarpið var notað, sullaðist eitthvað á sjónvarpið, datt eitthvað á það, var rafmagnsflökt o.s.frv.
Í þessu tilviki finnst mér þetta ekki vera spurning um "stóru gráðugu fyrirtæking sem níðast á litla neytendanum" eins og umræðan er rosalega oft - þvert á móti er hér neytandinn að ætla sér réttindi sem eru verulega ósanngjörn. Elko hefur engu logið enda segja þeir hvergi að það sé 5 ára ábyrgð á tækinu. Sjónvarp sem kostar hundruði þúsunda ætti auðvitað að endast vel en stundum er verð ekki 100% mælikvarði á endingu - framleiðandinn er jú bara með 1 ára ábyrgð og það hlýtur að segja þér eitthvað.
(Að því sögðu þá er ég ekki að segja að Guðjón sé að gera eitthvað rangt - kerfið býður upp á að taka svona mál fyrir og fair play to you - það sem ég er að segja að það þarf að skerpa mörkin á þessari línu í neytendalögum)
i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
Nú er ég forvitinn, hvernig veistu kostnaðarverðið hjá ELKO? Ertu starfsmaður þar?kallikukur skrifaði:Rétt tala er 225 þúsund sem er kostnaðarverð á einu stykki mínus álagningu.
Það er hvorki minnst á sjónvörp né utanhússklæðningar í lögunum heldur almennt orðað að ef hlutum er ætluð lengri ending en 5 ár...kallikukur skrifaði:Það stendur hvergi í lögum að sjónvörp eigi að bera 5 ára ábyrgð.
Þessi lög voru sett á sem hattur yfir fasteignaviðskipti, klæðingar á húsum og þess háttar (skilst mér).
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Elko og ábyrgðarmál
kallikukur skrifaði:
Sjónvörp eru yfirleitt ekki með meira en 1 ár í ábyrgð frá framleiðanda - reglugerðin er því ekki til að jafna stöðu íslenskra neytenda við neytendur annars staðar.
Við skulum hætta að draga svona tölur út úr rassgatinu til þess að afvegaleiða umræðuna. Það hefði tekið þig minni tíma að Google þetta en að skrifa þetta.
T.d listi yfir ábyrgðir á Samsung sjónvörpum (notabene þá eru flest þessi lönd með lögbundna 2 ára ábyrgð). Við fáum okkar sjónvörp í gegnum nordic markaðinn og þar er algilt að þau séu með 2 ára ábyrgð.
Bretland - 5 ár
Danmörk - 2 ár eða lengur
Noregur - 2ár eða lengur
Svíðþjóð - 2 ár eða lengur
Holland - 2 ár eða lengur
Þýskaland - 2 ár eða lengur
Síðast breytt af Pandemic á Mán 10. Maí 2021 09:51, breytt samtals 1 sinni.