dadik skrifaði:Það er verið að benda þér á að þú veist ekki hvernig afborganir af verðtryggðun lánum skiptast niður. Í stað þess að taka þessu eins og maður og viðurkenna mistökin (og vanþekkinguna) bregstu við með að pósta einhverju videoi.
https://youtu.be/oL9LQqw_JXM | Admitting Mistakes and Wrongs
Gangi þér bara vel með þitt verðtryggða lán. Þú þarft á því að halda. Hérna er annars þetta sett svona upp í reiknivél Landsbankans. Það eina sem er óraunhæft þarna í verðtryggðaláninu er að verðbólgan sé stöðug 4,3% allan lánstímann. Það bara gerist ekki og eru sveiflur í verðbólgu frá -1,0% og upp í 6,0% á Íslandi flest góð ár. Ég kann hagfræði og það eru kominn aðeins meira en 10 ár síðan allt hrundi í verðtryggðum lánum og kerfið þarf að leiðrétta sig aftur og á Íslandi er það gert með efnahagskreppu sem varir í nokkur ár með hárri verðbólgu eins og farið er að sjást núna. Á þessum tíma fer fullt af fólki í hausinn vegna þess að það nær ekki að halda í við hækkandi afborganir af verðtryggðu lánunum.
Ég hef séð svona afneitun á staðreyndum áður og þeir sem viðhafa þær svona afneitun hafa alltaf rangt fyrir sér.