DAB útvörp


Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

DAB útvörp

Pósturaf Hizzman » Mið 28. Apr 2021 17:58

Ég tek eftir að græjubúðir á Íslandi eru að bjóða útvörp með DAB, (elko td)

Er verið að senda DAB eða er það á leiðinni?




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf vatr9 » Mið 28. Apr 2021 18:55

Hef líka velt þessu fyrir mér. Þögnin um DAB á Íslandi er ærandi :)
Maður veltir því fyrir sér hvort þessi tækni sé að verða fórnarlamb netsins eins og BlueRay diskar.
Eru netsendingar ástæðan fyrir því að DAB er ekki að fá meiri útbreiðslu. Eða er engin knýjandi þörf af því að stöðvarnar eru ekki svo margar.
Svo er þetta sjálfsagt líka spurning um kostnað.
Veit svo sem ekki kostnaðarmuninn á FM sendi vs. DAB sendi.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf jonsig » Mið 28. Apr 2021 18:59

Síðast þegar ég vissi var aðeins sent út rondó á DAB í tilraunaskyni




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf vatr9 » Mið 28. Apr 2021 19:03

Gerðu það einu sinni sýnist mér en líklega hættir skv. þessari síðu.
https://www.ruv.is/i-umraedunni/slokkt- ... -reykjavik



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf oliuntitled » Mið 28. Apr 2021 19:31

Samblanda af því að netið á ferðinni er orðinn sjálfsagður hlutur og að færri og færri nenna að hlusta á útvarp yfir höfuð ?
Hef átt núverandi bíl í 10 ár og er með bluetooth á tækinu í bílnum, hef ekki viljand stillt á útvarpið á því í 10 ár



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf appel » Mið 28. Apr 2021 23:25

Ætli svona uppbygging sé ekki of dýr miðað við fólksfjöldann hér, og dreifbýlið fyrir utan höfuðborgarsvæðið.

Flestir hafa aðgang að fínu farsímaneti og geta spilað allt í gegnum netið, þannig að það er engin þörf á þessu.

Ég veðja allavega á að svona kerfi muni aldrei koma hér, og að FM kerfið verði rekið áfram óbreytt eins lengi og hægt er þar til allt færist í internet. Það er tilgangslaust að fara leggja niður FM kerfið og byggja upp DAB kerfi aðeins til að sjá 95% nota internet streymi eftir 10 ár hvortsem er.


*-*


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf jonfr1900 » Fim 29. Apr 2021 03:53

Það var ákveðið að nota ekki DAB/DAB+ á Íslandi. Þótti of dýrt og var ákveðið að þetta væri millilausn. DAB+ er hinsvegar í notkun á hinum Norðurlöndum og því eru seld DAB+ útvörp á Íslandi.

Sjá nánar hérna (pdf, Póst og Fjarskiptastofnun). Einnig nánar hérna.

Stefan með notkun tíðnisviða á Íslandi frá 2019 til 2025 er að finna hérna (pdf, Póst og Fjarskiptastofnun)
Síðast breytt af jonfr1900 á Fim 29. Apr 2021 04:00, breytt samtals 2 sinnum.




agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf agust1337 » Fim 29. Apr 2021 08:25

Ég var einmitt að spá í þessu þegar ég keypti útvarp frá Ali í bílinn (án DAB/DAB+), það virðist ekki ná að taka tíðnina hérna og streyma því án þess að detta alltaf út


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf jonfr1900 » Fim 29. Apr 2021 19:18

agust1337 skrifaði:Ég var einmitt að spá í þessu þegar ég keypti útvarp frá Ali í bílinn (án DAB/DAB+), það virðist ekki ná að taka tíðnina hérna og streyma því án þess að detta alltaf út


Kína virðist nota sama FM band og Íslandi (87,5 - 108,0).




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf arons4 » Fim 29. Apr 2021 20:01

agust1337 skrifaði:Ég var einmitt að spá í þessu þegar ég keypti útvarp frá Ali í bílinn (án DAB/DAB+), það virðist ekki ná að taka tíðnina hérna og streyma því án þess að detta alltaf út

Algent í bílaútvörpum að þegar kveikt er á TA stillingunni að útvörp séu að detta út, TA er notað í stærri löndum til að útvarpa umferðaviðvörunum sem yfirtaka venjulega spilun þegar viðvaranirnar koma, sum lélegri bílaútvörp geta stundum túlkað suðið á þeirri tíðni sem viðvörun.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf thrkll » Fim 29. Apr 2021 23:43

Langar að lauma einni spurningu hérna akkúrat á hinum pólnum.

Hefur einhver keypt lítið og nett langbylgjuútvarp hér á landi nýlega? Og hvernig er að hlusta á Gufuskála á því? Ég keypti helvíti gott Tecsun PL310ET tæki um daginn. Næ fullt af erlendum stöðvum á stutt- og miðbylgjunni en gengur ekkert að hlusta á gufuna.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf jonfr1900 » Fös 30. Apr 2021 00:09

Ég á Sony útvarp með langbylgju og það virkar vel. Sýnist að þetta útvarp sem þú notar sé að nota Bandaríska tíðniplanið fyrir langbylgjuna sem er öðruvísi en tíðniplanið fyrir langbylgjuna í Evrópu.




agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf agust1337 » Fös 30. Apr 2021 10:14

arons4 skrifaði:
agust1337 skrifaði:Ég var einmitt að spá í þessu þegar ég keypti útvarp frá Ali í bílinn (án DAB/DAB+), það virðist ekki ná að taka tíðnina hérna og streyma því án þess að detta alltaf út

Algent í bílaútvörpum að þegar kveikt er á TA stillingunni að útvörp séu að detta út, TA er notað í stærri löndum til að útvarpa umferðaviðvörunum sem yfirtaka venjulega spilun þegar viðvaranirnar koma, sum lélegri bílaútvörp geta stundum túlkað suðið á þeirri tíðni sem viðvörun.


Takk, ætla að tjékka á þessu


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf thrkll » Fös 30. Apr 2021 13:49

jonfr1900 skrifaði:Ég á Sony útvarp með langbylgju og það virkar vel. Sýnist að þetta útvarp sem þú notar sé að nota Bandaríska tíðniplanið fyrir langbylgjuna sem er öðruvísi en tíðniplanið fyrir langbylgjuna í Evrópu.


Hvernig Sony tæki er það? Á þessu Tecsun tæki sem ég er með er hægt að stilla 9 khz / 10 khz tíðnibil, sem er mismunandi í Evrópu og BNA. Ertu að tala um það eða annað? Ég næ alveg að hlusta á Gufuskála en gæðin eru hrikaleg. Ég á 50 ára gamalt sovéskt transistor útvarp sem spilar langbylgjuna svona 10 sinnum betur.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf jonfr1900 » Fös 30. Apr 2021 13:53

thrkll skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ég á Sony útvarp með langbylgju og það virkar vel. Sýnist að þetta útvarp sem þú notar sé að nota Bandaríska tíðniplanið fyrir langbylgjuna sem er öðruvísi en tíðniplanið fyrir langbylgjuna í Evrópu.


Hvernig Sony tæki er það? Á þessu Tecsun tæki sem ég er með er hægt að stilla 9 khz / 10 khz tíðnibil, sem er mismunandi í Evrópu og BNA. Ertu að tala um það eða annað? Ég næ alveg að hlusta á Gufuskála en gæðin eru hrikaleg. Ég á 50 ára gamalt sovéskt transistor útvarp sem spilar langbylgjuna svona 10 sinnum betur.


Þetta hérna tæki sem Sony framleiðir ekki lengur.

Sony ICF-SW11 12-band World Band Radio (Amazon)




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf JReykdal » Mán 03. Maí 2021 10:19

Ekki vera að eyða tíma í Langbylgjuna. Hún er á útleið (ef hún er ekki þegar farin).


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: DAB útvörp

Pósturaf thrkll » Mán 03. Maí 2021 11:40

JReykdal skrifaði:Ekki vera að eyða tíma í Langbylgjuna. Hún er á útleið (ef hún er ekki þegar farin).


Held að það sleppi alveg að eyða tíma í langbylgjuna, miðað við þá botnlausu vitleysu sem ég eyði tíma mínum í. :face

RÚV rekur tvö langbylgjumöstur á Gufuskálum og Eiðum en rekstur langbylgjunnar er hluti af öryggishlutverki RÚV í almannavörnum.

Það hefur mikið verið skoðað hvað gæti komið í stað langbylgjunnar síðastliðin ár en það er engin augljós lausn. Með tilliti til neyðarstjórnunar er ekki hægt að tryggja upplýsingagjöf til almennings með ljósleiðara/4G/GSM né með FM/DAB. Skammdrægar útvarpsútsendingar ná ekki að dekka landið og hvað þá miðin. Ljósleiðari og framlenging hans í 4G kerfinu byggja á of mörgum veikum hlekkjum til að hægt sé að treysta á kerfið.

Eftir óveðrið í des 2019 virðast þessi mál aðeins hafa komist upp á borð. Algjört fjarskiptaleysi varð mjög víða og allt í köku.