Starlink


Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Starlink

Pósturaf Hizzman » Mán 26. Apr 2021 09:57

Vitið þið hvort Starlink hefur verið tekið í notkun á Íslandi? Erum við á þeirra þjónustusvæði? Er búnaðurinn löglegur á Íslandi?



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf brain » Mán 26. Apr 2021 10:12

Held ekki miðað við https://starlink.sx/

Þar sérðu svæðið sem þeir þjónusta



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf roadwarrior » Mán 26. Apr 2021 12:35

Við dettum inn á kerfið þeirra á næsta ári. Ættir að geta skráð áhuga þinn á betatesti hér á landi á síðunni þeirra




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf jonfr1900 » Þri 27. Apr 2021 01:20

Þeir eru ekki með tíðnileyfi á EES/ESB svæðinu. Það tekur tíma að fá slíkt á öllum Evrópska markaðinum. Þetta er annars slæm þjónusta og miklu hægara en 4G samband á Íslandi.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf Henjo » Þri 27. Apr 2021 02:11

jonfr1900 skrifaði:Þeir eru ekki með tíðnileyfi á EES/ESB svæðinu. Það tekur tíma að fá slíkt á öllum Evrópska markaðinum. Þetta er annars slæm þjónusta og miklu hægara en 4G samband á Íslandi.


4G er rusl, miklu verri þjónusta og hægara en Wifi'ið mitt.

edit stafsetning
Síðast breytt af Henjo á Þri 27. Apr 2021 02:12, breytt samtals 1 sinni.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf jonfr1900 » Þri 27. Apr 2021 04:23

Henjo skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þeir eru ekki með tíðnileyfi á EES/ESB svæðinu. Það tekur tíma að fá slíkt á öllum Evrópska markaðinum. Þetta er annars slæm þjónusta og miklu hægara en 4G samband á Íslandi.


4G er rusl, miklu verri þjónusta og hægara en Wifi'ið mitt.

edit stafsetning


WiFi er staðbundið og ferðast mun minni vegalengd en 4G merki. Hraðinn er samt mjög svipaður eða um 100Mbps á hver 20Mhz (LTE) miðað við WiFi n/ac staðla (802.11ac / 802.11n). Nýjustu uppfærslur á 4G færa hraðann nærri því að 200Mbps þegar LTE-A er notað.

Mesti hraði sem þú getur reiknað með að fá í gegnum Starlink er 200Mbps á mjög góðum degi. Annars er venjulegur hraði eitthvað á milli 50Mbps til 100Mbps að hámarki. Svo lengi sem það er ekki rigning eða snjókoma, þá versnar sambandið talsvert.

Starlink speeds are all over the map — here’s how the company is responding (Tom's guide)

Starlink mun nota Ku band (12 - 18Ghz), Ka band (26.5 - 40Ghz), E-band (60 - 90Ghz). Allt saman eru þetta veður viðkvæm tíðnisvið ef diskurinn er þeim stærri sem er notaður í móttöku eða sendingu fyrir internetið.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf Henjo » Þri 27. Apr 2021 13:27

Já ég veit að wifi og 4g er ekki á neinn hátt samanborið, var bara benda á að starlink er ekki endilega hannað til að replaca 4g. Heldur til að vera notað á þeim stöðum þar sem 4g er ekki til staðar.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf Dropi » Mið 28. Apr 2021 10:47

Þetta verður bylting fyrir flug og skipaferðir, en við erum með svo góðan fíber infrastrúktúr hér að almennir borgarar eru ekki að fara að kaupa þetta mikið hérlendis nema þú sért mikið uppi á hálendi og á fjöllum, þá verður hægt að skella þessu á þakið á bíl í framtíðinni. Þetta er brjáluð bylting miðað við verðið á almennu VSAT í commercial geiranum, sem ég þekki mjög vel í skipum, þar geta loftnetin kostað 3-5 milljónir og þjónustan 100-200 þús á mánuði þar sem þú deilir kannski 1-2Mb/s link með 10 öðrum skipum - með 10-40 kalla í áhöfn hvert um sig. Þó hefur það skánað eitthvað aðeins og menn farnir að fá meiri hraða en kostnaðurinn er stjarnfræðilegur og viðhaldið mikið og dýrt.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf appel » Mið 28. Apr 2021 11:04

Dropi skrifaði:Þetta verður bylting fyrir flug og skipaferðir, en við erum með svo góðan fíber infrastrúktúr hér að almennir borgarar eru ekki að fara að kaupa þetta mikið hérlendis nema þú sért mikið uppi á hálendi og á fjöllum, þá verður hægt að skella þessu á þakið á bíl í framtíðinni. Þetta er brjáluð bylting miðað við verðið á almennu VSAT í commercial geiranum, sem ég þekki mjög vel í skipum, þar geta loftnetin kostað 3-5 milljónir og þjónustan 100-200 þús á mánuði þar sem þú deilir kannski 1-2Mb/s link með 10 öðrum skipum - með 10-40 kalla í áhöfn hvert um sig. Þó hefur það skánað eitthvað aðeins og menn farnir að fá meiri hraða en kostnaðurinn er stjarnfræðilegur og viðhaldið mikið og dýrt.


Líka í löndum sem restricta internetið mikið, t.d. í Kína og þvíumlíkt löndum.


*-*


Mencius
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Reputation: 6
Staðsetning: 221 hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf Mencius » Mið 28. Apr 2021 16:39

Dropi skrifaði:Þetta verður bylting fyrir flug og skipaferðir, en við erum með svo góðan fíber infrastrúktúr hér að almennir borgarar eru ekki að fara að kaupa þetta mikið hérlendis nema þú sért mikið uppi á hálendi og á fjöllum, þá verður hægt að skella þessu á þakið á bíl í framtíðinni. Þetta er brjáluð bylting miðað við verðið á almennu VSAT í commercial geiranum, sem ég þekki mjög vel í skipum, þar geta loftnetin kostað 3-5 milljónir og þjónustan 100-200 þús á mánuði þar sem þú deilir kannski 1-2Mb/s link með 10 öðrum skipum - með 10-40 kalla í áhöfn hvert um sig. Þó hefur það skánað eitthvað aðeins og menn farnir að fá meiri hraða en kostnaðurinn er stjarnfræðilegur og viðhaldið mikið og dýrt.


Þegar að ég vann útá sjó þá fengum við svona net og það var 1mbps sem öll áhöfninn deildi, maður gat ekki notað messenger útaf þetta uppfærðist svo seint og illa. ég var að borga uþb 40-50 þús per mánaðartúr. svo datt þetta reglulega út en þetta var nú samt skárra en það var áður sem maður notaði sjópóst sem var eina leiðin að hafa samband við land ef maður var utan símasambands sem var flestir túrar. En skilst að þetta sé miklu betra í dag þá er verið að nota 3g-4g. en þetta verður alger bylting fyrir þessi svæði sem illa ná sambandi eða útá sjó


ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf Dropi » Mið 28. Apr 2021 16:45

Mencius skrifaði:Þegar að ég vann útá sjó þá fengum við svona net og það var 1mbps sem öll áhöfninn deildi, maður gat ekki notað messenger útaf þetta uppfærðist svo seint og illa. ég var að borga uþb 40-50 þús per mánaðartúr. svo datt þetta reglulega út en þetta var nú samt skárra en það var áður sem maður notaði sjópóst sem var eina leiðin að hafa samband við land ef maður var utan símasambands sem var flestir túrar. En skilst að þetta sé miklu betra í dag þá er verið að nota 3g-4g. en þetta verður alger bylting fyrir þessi svæði sem illa ná sambandi eða útá sjó

Pakkatap í þessu dóti er svakalega hátt þegar skýjað er og mikil alda, sérstaklega þegar menn fara langt norður fyrir þar sem öll tunglin eru við miðbaug og andrúmsloftið verður svo mikill þáttur. Svo ekki sé talað um 600ms roundtrip latency við bestu aðstæður, eða 900-1100ms eins og það gerist verst.

Starlink verður ekki bara brotabrot af verðinu, heldur hundraðfalt hraðara, stöðugra og með latency upp á 1/10 af því sem þekkist á sjó í dag. Þessar VSAT kúlur eru balanseraðar með gyro og mótorum, þær verða að horfa á einn punkt og snúa 1 meters breiðum disk akkúrat í rétta átt annars fer allt út. Starlink notar phased-array loftnet sem er stýrt rafrænt en ekki með mótorum, en það verður þó einhver mótor til að snúa því í grófa stefnu.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Toy-joda
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 25. Maí 2021 12:12
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Starlink

Pósturaf Toy-joda » Mið 26. Maí 2021 12:47

Hizzman skrifaði:Vitið þið hvort Starlink hefur verið tekið í notkun á Íslandi? Erum við á þeirra þjónustusvæði? Er búnaðurinn löglegur á Íslandi?

Ég var með forpöntun til gríns, og fékk staðfestingu fyrir rúman mánuð síðan. Ætti að vera hægt.


5800x/RTX4070ti
1600x/RTX2080