Hvað er það helsta sem maður ætti að líta eftir þegar kemur að skjáum fyrir tölvuleikjaspilun?
Hef verið að skoða þetta en það er mikið um mismunandi svör, ég hef verið að spá hvort ég ætti að finna mér 24" 1440p, en ekki komist mikið lengra en það þar sem ég hef mjög takmarkað vit á svona löguðu.
Tölvuskjáir
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 2
- Skráði sig: Fim 10. Des 2020 01:39
- Reputation: 0
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuskjáir
Líta eftir Hz og svartíma (ms) fyrir leikjaspilun.
Benq eru með mjög góða skjái. Persónulega myndi ég fara í 240hz skjá í dag.
Benq eru með mjög góða skjái. Persónulega myndi ég fara í 240hz skjá í dag.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuskjáir
Ég hef mest pælt í þessu út frá skjám sem vinnutæki, svo m.v. að skjárinn hjá þér sé fastur á vegg eða á enda skrifborðs þá ef þú ert frekar nálægt með littla borðplötu (60-80 cm borðplötu) mæli ég með 24-27" skjá helst í 1440 upplausn, ef þú ert með 80 cm eða breiðari borðplötu er lágmark að vera með 27"-32" í 1440 upplausn eða eins og ég er með persónulega 40" skjá í 4K (ég hef ekki séð 32" í 4K í excel t.d. , en gæti trúað að hann virki ágætlega, textinn verður líklegast ekki of lítill)
Hinsvegar fyrir gaming er hægt að ganga út frá því sama nema þú keyrir væntanlega mest í 1080 upplausn, þar lítur 24" skjárinn best út og 27" er orðin ansi teygð. Skjárinn sem ég myndi mæla með í allt saman er 27" 1440 með háu refresh rate, þá færðu sennilega að meðaltali besta skjáinn í allt, skerpan og stærðin ættu þá að vera mjög þægileg.
Hinsvegar fyrir gaming er hægt að ganga út frá því sama nema þú keyrir væntanlega mest í 1080 upplausn, þar lítur 24" skjárinn best út og 27" er orðin ansi teygð. Skjárinn sem ég myndi mæla með í allt saman er 27" 1440 með háu refresh rate, þá færðu sennilega að meðaltali besta skjáinn í allt, skerpan og stærðin ættu þá að vera mjög þægileg.
Hlynur
Re: Tölvuskjáir
Ég er með einn svona: https://www.mii.is/vara/mi-curved-gaming-monitor-34/
Geggjað að vera með ultrawide. Mæli með.
Geggjað að vera með ultrawide. Mæli með.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1251
- Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
- Reputation: 99
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuskjáir
27" 1440p 144hz+ er alveg málið nema þú sért bara cs go spilari, þá er 1080p 24" 240hz málið, ég fékk mér t.d. um daginn lenovo 27" ips 165hz , ekkert spes ms en alveg þrusu góður, aðal vandamálið er að vera með nógu gott skjákort til að keyra þetta í 1440p í 165fps, þú gætir þurft að lækka gæðin til að nýta 165hz (ná 165fps), sem er ekki svo mikið vessen í 1080p nema með mjög gott skjákort
CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
-
- Kóngur
- Póstar: 6489
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuskjáir
Þetta fer rosalega mikið eftir því hvernig tölvuleiki þú ætlar að spila.
Ef þú ætlar í eitthvað eins og Tombraider eða aðra HDR leiki, þá myndi ég setja myndgæði og HDR í fyrsta sæti.
Ef þú ætlar í competitive leiki eins og CSGO, Apex Legends, PUBG, Overwatch, etc... þá er input lag og uppfærslutíðini eina sem skiptir máli. Reyna að komast í BenQ 144-240Hz.
Ef þú ætlar í stategy leiki eins og CIV, Cities Skylines og álíka, þá skiptir upplausn og stærð mestu máli.
Ef þú ætlar í eitthvað eins og Tombraider eða aðra HDR leiki, þá myndi ég setja myndgæði og HDR í fyrsta sæti.
Ef þú ætlar í competitive leiki eins og CSGO, Apex Legends, PUBG, Overwatch, etc... þá er input lag og uppfærslutíðini eina sem skiptir máli. Reyna að komast í BenQ 144-240Hz.
Ef þú ætlar í stategy leiki eins og CIV, Cities Skylines og álíka, þá skiptir upplausn og stærð mestu máli.
Síðast breytt af gnarr á Mán 26. Apr 2021 14:39, breytt samtals 1 sinni.
"Give what you can, take what you need."