Jarðskjálftar...

Allt utan efnis

jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf jonfr1900 » Lau 24. Apr 2021 02:45

Miðað við nýjustu fréttir þá mun eldgosið væntanlega vera í marga mánuði ef ekki ár.



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf daremo » Lau 24. Apr 2021 03:19

jonfr1900 skrifaði:Miðað við nýjustu fréttir þá mun eldgosið væntanlega vera í marga mánuði ef ekki ár.


Var þetta ekki alveg vitað frá fyrsta degi?
Man eftir að á meðan jarðskjálftanir stóðu yfir fjölluðu fréttirnar um að það væri algent að eldgos á Reykjanesskaganum stæðu yfir í allt að 20 ár.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf jonfr1900 » Lau 24. Apr 2021 03:46

daremo skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Miðað við nýjustu fréttir þá mun eldgosið væntanlega vera í marga mánuði ef ekki ár.


Var þetta ekki alveg vitað frá fyrsta degi?
Man eftir að á meðan jarðskjálftanir stóðu yfir fjölluðu fréttirnar um að það væri algent að eldgos á Reykjanesskaganum stæðu yfir í allt að 20 ár.

Þetta skiptist niður í eldgosahrinur með hléum og síðan stök eldgos þar inn á milli. Það er ekki algengt á Íslandi vegna landreks á flekanum að eldgos vari í 20 ár. Það er reyndar mjög sjaldgæft og ég held að það hafi aldrei gerst síðan land byggðist en það var eitthvað um eldgos sem voru mjög löng strax eftir að ísöld lauk fyrir aðeins meira en 12.000 árum síða en lengd þeirra eldgosa er ekki þekkt og þar eru tímalengdir sem eru nefndar ekkert annað en ágiskanir.

Eldgosið í Eldgjá (Katla) stóð í 4 ár og þá komu upp 20 rúmkílómetrar af hrauni. Það er líklega lengsta eldgos á Íslandi. Hérna er vandamálið að Katla gerir þetta á rúmlega 1000 ár fresti grunar mig, en það vantar rannsóknir á þessu atriði. Ég veit ekki afhverju þetta gerist reglulega í Kötlu og ég veit ekki afhverju þetta hefur ekki verið rannsakað meira eða almennt. Katla var einnig með stórgos árið 920 sem er 14 árum á undan stórgosinu 934. Þannig að goshlé segir ekki alltaf til um stærð eldgosa.

Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um? (Vísindavefurinn)




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf jonfr1900 » Mán 26. Apr 2021 18:02

Þegar eldgosinu líkur í Fagradalsfjalli þá er mjög líklegt að jarðskjálftar hefjist aftur. Það gæti orðið smá hlé þarna á milli atburða í einhverja mánuði.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf jonfr1900 » Þri 27. Apr 2021 17:32

Það rýkur hressilega upp úr jörðinni við hliðina á gígnum sem þarna gýs. Þetta er vefmyndavél Morgunblaðsins (þessi fer mjög líklega á endanum undir hraun).

Það rýkur og gýs.
2021-04-27 (10).png
2021-04-27 (10).png (1.98 MiB) Skoðað 1985 sinnum




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf vatr9 » Þri 27. Apr 2021 18:50

Björn Steinbekk byrjaður með beina útsendingu á youtube. Á að standa yfir í alla nótt.
https://www.youtube.com/watch?v=dqg_tJtMbRk




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf jonfr1900 » Sun 02. Maí 2021 02:05

Það virðist sem að það sé kominn nýtt stig í eldgosinu. Núna koma miklir gosstrókar á milli þess sem eldgosið dettur alveg niður.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf jonfr1900 » Mán 10. Maí 2021 23:38

Mig er farið að gruna að þarna sé að myndast ný eldkeila. Svipuð og Öræfajökull og Snæfellsjökull. Hvort að ég hef rétt fyrir mér verður að koma í ljós. Það mun þó gjósa mjög lengi þarna.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jarðskjálftar...

Pósturaf jonfr1900 » Mán 24. Maí 2021 22:27

Þá eru jarðskjálftarnir byrjaðir aftur. Ég mældi þennan jarðskjálfta og sýndist þetta vera flekaskjálfti sem varð líklega til vegna vökvaþrýstings sem er þá mjög líklega kvika sem er á ferðinni í Brennisteinsfjöllum. Þarf ekki að valda eldgosi eins og er en er vísbending um framtíðina.

Þetta er væntanlega byrjun á nýjum kafla í eldgosa og jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga.

Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu (Rúv.is)