Sælir
Nú eru rafíþrótta æfingar að byrja hjá okkur og við erum búin að redda okkur 5 stóla sem landsbankinn gaf okkur. Nú vantar okkur önnur 5 stykki frekar svona ASAP.
Hafiði einhverjar hugmyndir hvaða fyrirtæki eru líkleg í að styrkja okkur um skrifborðstóla, bara eitthvað sem virkar og er ekki að hrynja í sundur.
Svo auðvitað ef þið eruð með skrifborðstól sem að er bara fyrir hjá ykkur og langar ykkur að losna við hann megiði hafa samband við mig.
Við höfum verið að bjarga okkur með svona litla Ikea plast stóla á fyrstu æfingum en fáum margar kvartanir eftir nokkra mín spil hvað það er óþægilegt að spila svo þetta er bara ekki í boði
Hver getur styrkt okkur skrifborðstóla??
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 920
- Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
- Reputation: 28
- Staða: Ótengdur
Re: Hver getur styrkt okkur skrifborðstóla??
Búnir að kíkja í góða hirðirinn? Alltaf eitthvað til þar
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hver getur styrkt okkur skrifborðstóla??
Er ekki hægt að labba um og chekka á fyrirtækjum sem liggja hugsanlega á svona ? Vorum að henda 3x í síðustu viku hjá okkur sem voru búnir að vera í geymslu lengi og þótt þeir væru í fínu lagi.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 390
- Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Re: Hver getur styrkt okkur skrifborðstóla??
Ég á einn voða fínan Ikea stól sem er gefins gegn því að vera sóttur.
Eins og þessi á myndinni nema með örmum. Pm ef það er eitthvað.
Eins og þessi á myndinni nema með örmum. Pm ef það er eitthvað.
Re: Hver getur styrkt okkur skrifborðstóla??
Hirzlan, Sýrusson, Penninn...
Bara prófa að biðja um styrk
Bara prófa að biðja um styrk