audiophile skrifaði:appel skrifaði:Þetta er allt svona á Íslandi.
Ef þú ert að kaupa í retail á Íslandi þá ertu að borga fyrir kostnað að vera með þá verslun, húsnæði, starfsmannakostnað og annan rekstrarkostnað. Þetta smyrst ofan á vöruverðið.
T.d. getur þú pantað Oculus Quest 2 beint á oculus.com á 52 þús kr íslenskar krónur komið í fangið á þér eftir 3 daga. En ef þú kaupir á elko.is þá kostar það 80 þús. Sama græjan, 28 þús munur, eða 53% hærra verð!
Held að fólk geri sér nefnilega ekki grein fyrir hvað kostar að reka verslun þar sem fólk getur gengið inn og prófað og fiktað í öllu og þurfa að standa undir 2ára ábyrgð þegar flestir framleiðendur taka bara fyrsta árið. Eftirkaupaþjónusta kostar alveg helvítis helling og fyrirtæki taka á sig mikinn kostnað varðandi gallaðar eða hin ýmsu"viðskiptavinur er sannfærður um að varan sé gölluð" mál.
Ég get að mörgu leiti tekið undir þetta hjá þér og er sjálfur talsmaður þess að fólk versli innanlands þó það kosti aðeins meira.
Að því sögðu þá er þetta of mikill verðmunur, 256GB tækið kostar 100 þúsund hjá Elko meðan það kostar 70 þúsund heimkomið á þremur dögum með öllum gjöldum að utan.
Hvað ábyrgðarmálin varðar þá verð ég að segja að því miður þá er Elko með allt á hælunum í þeirri deild. Stefnan þeirra virðist vera sú að viðurkenna hvorki tveggja ára lögbundna ábyrgð né fimm ára kvörtunarrétt heldur sé sönnunarbyrgðin alfarið hjá kaupanda sex mánuðum eftir kaupin. Fólk getur því alveg eins pantað hlutina að utan eins og að kaupa af Elko.