Blikur á lofti í vaxtamálum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Fim 15. Apr 2021 12:16

Seðlabankastjóri sagðist í gær vonsvikinn yfir því hve verðbólgan væri há um þessar mundir, gengishækkun síðasta árs væri gengin til baka en verðhækkanir af hennar völdum hins vegar ekki og það væri að þrýsta upp verðbólgunni, svo bætti hann við að ef það yrðu ekki verðlækkanir í takt við gengislækkanir þá yrðu stýrisvextir hækkaðir og þarf með húsnæðislánin okkar.

Er ekki nógu slæmt fyrir okkur sem þegna landins og neytendur hér á þessari eyju að þurfa að búa við eitt hæsta verðlag á hnettinum og í ofanálag háa vexti í samhengi við önnur lönd heldur þurfum við að taka á okkur refsingu fyrir það sem aðrir gera okkur? Ef seljendur innflutningsvara skila ekki til baka gengislækkunum þá þurfum við að greiða óþarflega hátt verð fyrir vöruna og í ofanálag að þurfa sætta okkur við hærri vexti af lánunum okkar af því að þeirra þjófnaður þrýstir upp verðbólgunni. Álíka og senda nágrannann í fangelsi fyrir glæp sem þú fremur.

Ég var að skoða gengisskráningu Seðlabankas, dollarinn kostar núna 126.8 kr. en kostaði á þessum degi fyrir ári síðan 142.4 kr. sem er um 11% lækkun. Á þessum tíma í fyrra kostaði Zero 10 X rafskútan hjá NOVA 185. þúsund en kostar í dag 215. þúsund sem er 16% hækkun en ef við tökum gengislækkun inn í jöfnuna þá má segja að hækkunin sé um 27% og ef við mínusum 4% verðbólgu frá til að gæta sanngirnis þá er þetta samt 23% hækkun umfram verðlag.

Hvað er að?




KRASSS
Ofur-Nörd
Póstar: 205
Skráði sig: Þri 07. Nóv 2017 02:15
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf KRASSS » Fim 15. Apr 2021 12:29

Kannski timi til kominn að færa sig í fasta vexti aður en það er of seint



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Revenant » Fim 15. Apr 2021 12:36

Þú gleymir að það var líka launahækkun í janúar útaf lífskjarasamningunum sem var upp á 15-20þúsund minnir mig.

Það auðvitað smyrst ofan á gengislækkanir.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf appel » Fim 15. Apr 2021 12:46

held að vaxtahækkanir verði litlar, alls ekki farið úr 0,75% í 5%, heldur frekar kannski hækkað í 1%.


*-*

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Lexxinn » Fim 15. Apr 2021 12:47

Þetta gæti sviðið verandi nýbúinn að kaupa fyrstu eign og enn í skóla.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Fim 15. Apr 2021 12:50

KRASSS skrifaði:Kannski timi til kominn að færa sig í fasta vexti aður en það er of seint
Það er svo sem aldrei of seint, en ég held það sé útséð með frekari vaxtalækkanir því miður.

Revenant skrifaði:Þú gleymir að það var líka launahækkun í janúar útaf lífskjarasamningunum sem var upp á 15-20þúsund minnir mig.
Það auðvitað smyrst ofan á gengislækkanir.
Geri mér grein fyrir því, hækkandi vöruverð kallar á hærri laun svo þú getir keypt vöruna sem aftur hækkar vöruna ennþá meira. Það þarf að skera á hnútinn. Við fáum aldrei heilbrigt fjármálakerfi fyrr en við losnum við krónuna sem er krabbameinið eða festum gengi hennar við stærri og stöðugri miðla.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2990
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf gunni91 » Fim 15. Apr 2021 12:53

Lexxinn skrifaði:Þetta gæti sviðið verandi nýbúinn að kaupa fyrstu eign og enn í skóla.


Það er númer 1,2 og 3 að vera kominn inná markaðinn, fasteignir eru sennilega ekkert að fara lækka í verði næstu 2-3 árin.
Ef þú ert stressaður fyrir hækkun myndi ég fara beint í fasta vexti. Sumir bankar/lífeyrissjóðir bjóða uppá að gera skilmálabreytingu en þá sleppurðu við að greiða lántökugjöldin.

appel skrifaði:held að vaxtahækkanir verði litlar, alls ekki farið úr 0,75% í 5%, heldur frekar kannski hækkað í 1%.


Já þetta er allt spurning... Því miður eru bankarnir með belti og axlabönd í þessum málefnum. Breytilegir vextir hafa fylgt stýrivöxtum en...
Þeir geta breytt föstu vöxtunum án þess að gefa frá sér "raunverulegar" forsendur fyrir því og erum við neytendurnir sem þurfum að sjálfsögðu borga.

Það er athyglisvert að bæði ÍSB og Arion hafa mjög nýlega gefið út hagspá fyrir næstu misseri og spá báðir bankarnir að verðbólga muni lækka þetta árið. Það má alveg búast við því að vextir muni hækka sem kemur svosem lítið á óvart ef við skoðum óverðtryggða vexti sl. 30 ár. Ef Stýrivextir hækka er ekkert óeðlegt að verðbólga hækki samhliða því að einhverju leyti..
Vonandi hefur fólkið sem hefur sprengt sig í formi endurfjármögnunar eða upgreidað í stærri íbúðir, að lánin munu alltaf hækka á einhverjum tímapunkti.

Sjálfur er ég með breytilega vexti hjá Arion en ég ætla aðeins að bíða með að breyta þar sem ég hef voða lítinn áhuga á 1 % uppgreiðslugjaldi ef ég vill færa mig næstu þrjú árin.

https://www.vb.is/frettir/verdbolga-hja ... -4/167893/
https://www.arionbanki.is/themes/arionb ... 1-2023.pdf
Síðast breytt af gunni91 á Fim 15. Apr 2021 12:56, breytt samtals 2 sinnum.




KRASSS
Ofur-Nörd
Póstar: 205
Skráði sig: Þri 07. Nóv 2017 02:15
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf KRASSS » Fim 15. Apr 2021 13:17

GuðjónR skrifaði:
KRASSS skrifaði:Kannski timi til kominn að færa sig í fasta vexti aður en það er of seint
Það er svo sem aldrei of seint, en ég held það sé útséð með frekari vaxtalækkanir því miður.

Eins og gunni91 sagði þá eru bankarnir að hækka fasta vexti án þess að koma með ástæðu, á meðan þeir lækka breytilegu vextina um 0.1-0.3%, fyrir mér flaggar þetta einhverju innanhús chatti um að þeir eru að reyna sækjast eftir fleirum til að taka breytilega og á meðan eru þeir að stækka bilið á föstu vöxtunum þannig að fólk sem eru í breytilegu mun ekki einu sinni hugsa sig tvisvar að færa sig í fasta vexti(plús þtta 1% uppgreiðslugjalds rán)

Þannig jú það getur verið seint að grípa mögulegri betri kost í framtíðinni, en á sama tíma er þetta rosalega persónubundið.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Lexxinn » Fim 15. Apr 2021 13:29

gunni91 skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Þetta gæti sviðið verandi nýbúinn að kaupa fyrstu eign og enn í skóla.


Það er númer 1,2 og 3 að vera kominn inná markaðinn, fasteignir eru sennilega ekkert að fara lækka í verði næstu 2-3 árin.
Ef þú ert stressaður fyrir hækkun myndi ég fara beint í fasta vexti. Sumir bankar/lífeyrissjóðir bjóða uppá að gera skilmálabreytingu en þá sleppurðu við að greiða lántökugjöldin.


Hreint út sagt hef ég engar rosalegar áhyggjur, var bara vonast þetta myndi haldast í ca 10 mánuði í viðbót.
Upphaflega var alltaf planið að kaupa eign á bilinu sept'21-jan'22 en ákváðum bara að drífa okkur inn á markaðinn til að enda ekki á að kaupa svipaða eign og við gerðum í dag 5-10% dýrari. Sé ekki fyrir mér að fólk sem er að safna nái að halda í við hækkanir á markaðinum nú til dags.

Varðandi föstu vextina sé ég ekki fyrir mér að breytilega vexti hækka úr 3,3% í 4,3 eða 4,7% eins og bankinn bauð í staðinn svo ég held áfram að dansa á línunni.
Síðast breytt af Lexxinn á Fim 15. Apr 2021 17:27, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf nidur » Fim 15. Apr 2021 15:37

Ekki gleyma því að flutnings- og hráefniskostnaður hefur hækkað út af covid.

Seðlabankinn neyðist til þess að stíga varlega til jarðar með vaxtahækkanir út af fjölda nýrra lána sem hafa verið gefin út seinasta árið, örugglega margir sem spenntu bogann aftur.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf falcon1 » Sun 18. Apr 2021 21:25

Mér finnst þetta undarlegt þegar seðlabankastjóri sagði bara síðast í síðasta mánuði að hann byggist við að vextirnir héldust lágir á þessu ári. Það er dáldið eins og einhver hafi gripið í spotta.

Mér finnst líka stórundarlegt að það sé svona mikil verðbólga þegar ein meginstoð í efnahagskerfinu er rústir einar vegna COVID og margar afleiddar atvinnugreinar í sárum. Vissulega eitthvað genginu að kenna en samt sem áður finnst mér það ekki nógu góð skýring.

Það er eitthvað verið að spila með okkur finnst mér... Seðlabankinn þarf að gæta sín betur núna í vaxtahækkunum þar sem lánasamsetning heimilanna er gjörbreytt! Ef þeir fara of skart í vaxtahækkanir þá gæti það endað með mörgum heimilum í rúst ofaná allt annað.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Sun 18. Apr 2021 21:58

falcon1 skrifaði:Það er eitthvað verið að spila með okkur finnst mér... Seðlabankinn þarf að gæta sín betur núna í vaxtahækkunum þar sem lánasamsetning heimilanna er gjörbreytt! Ef þeir fara of skart í vaxtahækkanir þá gæti það endað með mörgum heimilum í rúst ofaná allt annað.

Ekki nema það sé markmiðið, þá geta hrægammarnir eignast heimili fólks á brunaútsölu eins og gerðist eftir bankahrunið. Þá voru það gengistryggð lán og verðtryggingin sem fór ílla með tugþúsundir íslendinga, kannski verða óverðtryggðu vextirnir næsta ponzi scam stjórnvalda?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3170
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 18. Apr 2021 22:19

GuðjónR skrifaði:
falcon1 skrifaði:Það er eitthvað verið að spila með okkur finnst mér... Seðlabankinn þarf að gæta sín betur núna í vaxtahækkunum þar sem lánasamsetning heimilanna er gjörbreytt! Ef þeir fara of skart í vaxtahækkanir þá gæti það endað með mörgum heimilum í rúst ofaná allt annað.

Ekki nema það sé markmiðið, þá geta hrægammarnir eignast heimili fólks á brunaútsölu eins og gerðist eftir bankahrunið. Þá voru það gengistryggð lán og verðtryggingin sem fór ílla með tugþúsundir íslendinga, kannski verða óverðtryggðu vextirnir næsta ponzi scam stjórnvalda?


Eins og ég les hlutina, betra að taka lengra lán og hafa efni á afborgunum og búast við Verðbólgu og vaxtahækkunum á einhverjum tímapunkti.
Óverðtryggð lán eru ekkert safe gagnvart verðbólgu.


Just do IT
  √


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jonfr1900 » Sun 18. Apr 2021 23:58

Allir þeir sem eru með verðtryggð lán, breytir ekki öllu fyrir hverju eru í vandræðum eftir árið 2023 og þeir sem munu sleppa við vandræðin eru þeir sem eru með óverðtryggð lán. Þrátt fyrir vaxtahækkanir upp á við á þeim lánum þá eru þau lán samt betri vegna þess að í verðtryggðum lánum hækkar höfuðstóllinn sem nemur vextir + verðbólga í hverjum mánuði. Í óverðtryggðum lánum þá lækkar höfuðstólinn við hverja greiðslu* og það til lengri tíma er ódýrara þrátt fyrir örlítið hærri greiðslu vegna hærri vaxta í hverjum mánuði.

*Þetta fer aðeins eftir því hvaða kerfi afborgana er notað hversu þetta gerist.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 618
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Dr3dinn » Mán 19. Apr 2021 08:26

Vissu ekki flestir að svona lágt vaxtastig myndi ekki halda áfram endalaust?

Það mikil munur á föstum vöxtum og breytilegum þessa stundina, sé ekki að það borgi sig að festa vexti, ef það þarf 2-3x hækkanir til að ná föstu vöxtunum (sem geta verið 2ár þannig séð).

Ég er sammála mörgum hér að lána mál heimilina breytustu mjög í þessu "lágvaxta umhverfi" - venjulegt fólk að kaupa hús á 100 milljónir plús með 70%+ skuldsetningu....það þarf víst að bera sjálft ábyrgð á þeirri ákvörðun, ef þau missa eignir sínar.......
En það virðist alltaf vera vilji hjá ríkinu að aðstoða þá sem taka óskynsamar ákvarðanir, sbr. hrunið/110% leiðin/Sigmundargjöfin/umboðsmaður skuldara og frysting lána/niðurfelling. Kannski tóku sumir bara sjensinn?

Aðrir punktar:
Allt sem heitir raftæki hefur hækkað, það reikna margir með þessum hækkunum á t.d. bílum á næstunni. Almennur vöruskortur á semiconductors og fleiri components mun leiða til hækkuna óháð íslensku græðginni. (getiðið skoðað útskýringar myndband hjá linus í einföldu máli - áætlar skort til 2023)

Annars eru mörg fyrirtæki hérlendis sem tryggja sig í upphafi árs í gjaldeyrismálum, því skipta sveiflur þau fyrirtæki ekki máli. (gengi 1.jan eða xxxx, gildir út árið og viðkomandi fjármálafyrirtæki hirðir hagnað/tap gjaldeyrisviðskiptanna)

Svara ekki dónalegum commentum til baka.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GullMoli » Mán 19. Apr 2021 08:42

Það er einmitt ekki nóg að vera eingöngu með óverðtryggt lán, það verða að vera fastir vextir líka ef þú vilt verja þig gegn óvissu framtíðarinnar, þar sem breytilegu vextir eru bara hækkaðir til þess að covera verðbólgu + stýrivexti. IMO er núna tíminn til að festa vexti ef þið eruð með breytilegt, seðlabankinn er bókstaflega að segja það.. mér skilst að bankarnir séu búnir að hækka fasta vexti eitthvað en annars er oft takmarkaður fyrirvari.

Dr3dinn skrifaði:sé ekki að það borgi sig að festa vexti, ef það þarf 2-3x hækkanir til að ná föstu vöxtunum (sem geta verið 2ár þannig séð).


Á meðan þú bíður með að festa vextina þá hækka þeir bara, svo loks þegar þú ákveður að skipta þá ertu fastur með þessa hærri vexti í 2-5 ár. Í staðin fyrir að festa núna og vera með bestu föstu vexti sem sést hafa í lengri tíma í 2-5 ár og vera áhyggjulaus í bili.

Sömuleiðis eins og jonfr1900 segir, þá finnst mér jafnar greiðslur ekki heillandi því (eins og ég skil þetta) þá byrjarðu á því að borga vextina og endar svo á því að borga höfuðstólinn.. á meðan með jöfnum afborgunum þá ertu alltaf að borga niður af sjálfum höfuðstólnum og þú sérð afborganirnar lækka um hver einustu mánaðarmót. Alveg extra nice að greiða aukalega inná þannig lán og sjá svo hver munurinn verður á næstu afborgun :)

EDIT: Við þetta má bæta að það eru bókstaflega neikvæðir vextir á flestum innlánsreikningnum ef miðað er við verðbólgu, margfalt betri "ávöxtun" að greiða inná húsnæðislánið (eða frekar önnur lán ef þau eru til staðar).
Síðast breytt af GullMoli á Mán 19. Apr 2021 08:49, breytt samtals 2 sinnum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 618
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Dr3dinn » Mán 19. Apr 2021 09:04

GullMoli skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:sé ekki að það borgi sig að festa vexti, ef það þarf 2-3x hækkanir til að ná föstu vöxtunum (sem geta verið 2ár þannig séð).


Á meðan þú bíður með að festa vextina þá hækka þeir bara, svo loks þegar þú ákveður að skipta þá ertu fastur með þessa hærri vexti í 2-5 ár. Í staðin fyrir að festa núna og vera með bestu föstu vexti sem sést hafa í lengri tíma í 2-5 ár og vera áhyggjulaus í bili.


Það eru ekki allir að fara festa vexti, Ísland er svo breytilegt land að festa í vexti þarf ekki alltaf að vera draumurinn.

Margir hafa brennt sig á að festa of snemma eða of seint og borgað hundruðu þúsunda til að lagafæra slíkar ákvarðanir. (uppgreiðslugjöld)

Ég átti efni á að borga af láninu með 7% vöxtum, ég á efni á því með 3%, ef það hækkar upp í 4 eða 4,5% breytir það gjörsamlegu engu. Það er í 3,3% hjá landsbankanum og fer örugglega þá í 3,5-3,7, sem er bara allt í lagi. Meðan fastir vextir eru 4,25% og við vitum ekki neitt hvernig þetta þróast. Ef covid heldur áfram og verðbólga hækkar, þá gætu lánin hækkað...en ef allir verða bólusettir og gjaldeyrir fer að streyma inn í landið þá gæti þetta alveg lækkað aftur.

Þetta er bara gamble/veðmál og sumir eiga ekki að stunda þau ef þeir finna fyrir öll smáhreyfingum (hence fastir vextir) / svipað og með hlutabréf ef menn missa svefn við að hlutabréfin sín lækki um 10-20% þá eiga þeir líklegast ekki að taka þátt í markaðnum. (hence hlutabréfasjóðir/skuldabréf)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Plushy » Mán 19. Apr 2021 09:04

GullMoli skrifaði:Það er einmitt ekki nóg að vera eingöngu með óverðtryggt lán, það verða að vera fastir vextir líka ef þú vilt verja þig gegn óvissu framtíðarinnar, þar sem breytilegu vextir eru bara hækkaðir til þess að covera verðbólgu + stýrivexti. IMO er núna tíminn til að festa vexti ef þið eruð með breytilegt, seðlabankinn er bókstaflega að segja það.. mér skilst að bankarnir séu búnir að hækka fasta vexti eitthvað en annars er oft takmarkaður fyrirvari.

Dr3dinn skrifaði:sé ekki að það borgi sig að festa vexti, ef það þarf 2-3x hækkanir til að ná föstu vöxtunum (sem geta verið 2ár þannig séð).


Á meðan þú bíður með að festa vextina þá hækka þeir bara, svo loks þegar þú ákveður að skipta þá ertu fastur með þessa hærri vexti í 2-5 ár. Í staðin fyrir að festa núna og vera með bestu föstu vexti sem sést hafa í lengri tíma í 2-5 ár og vera áhyggjulaus í bili.

Sömuleiðis eins og jonfr1900 segir, þá finnst mér jafnar greiðslur ekki heillandi því (eins og ég skil þetta) þá byrjarðu á því að borga vextina og endar svo á því að borga höfuðstólinn.. á meðan með jöfnum afborgunum þá ertu alltaf að borga niður af sjálfum höfuðstólnum og þú sérð afborganirnar lækka um hver einustu mánaðarmót. Alveg extra nice að greiða aukalega inná þannig lán og sjá svo hver munurinn verður á næstu afborgun :)

EDIT: Við þetta má bæta að það eru bókstaflega neikvæðir vextir á flestum innlánsreikningnum ef miðað er við verðbólgu, margfalt betri "ávöxtun" að greiða inná húsnæðislánið (eða frekar önnur lán ef þau eru til staðar).


Þannig ef ég er með verðtryggt lán á ég þá að reyna endurfjármagna í óverðtryggt ASAP? og festa vextina?



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GullMoli » Mán 19. Apr 2021 10:20

Dr3dinn skrifaði:
GullMoli skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:sé ekki að það borgi sig að festa vexti, ef það þarf 2-3x hækkanir til að ná föstu vöxtunum (sem geta verið 2ár þannig séð).


Á meðan þú bíður með að festa vextina þá hækka þeir bara, svo loks þegar þú ákveður að skipta þá ertu fastur með þessa hærri vexti í 2-5 ár. Í staðin fyrir að festa núna og vera með bestu föstu vexti sem sést hafa í lengri tíma í 2-5 ár og vera áhyggjulaus í bili.


Það eru ekki allir að fara festa vexti, Ísland er svo breytilegt land að festa í vexti þarf ekki alltaf að vera draumurinn.

Margir hafa brennt sig á að festa of snemma eða of seint og borgað hundruðu þúsunda til að lagafæra slíkar ákvarðanir. (uppgreiðslugjöld)

Ég átti efni á að borga af láninu með 7% vöxtum, ég á efni á því með 3%, ef það hækkar upp í 4 eða 4,5% breytir það gjörsamlegu engu. Það er í 3,3% hjá landsbankanum og fer örugglega þá í 3,5-3,7, sem er bara allt í lagi. Meðan fastir vextir eru 4,25% og við vitum ekki neitt hvernig þetta þróast. Ef covid heldur áfram og verðbólga hækkar, þá gætu lánin hækkað...en ef allir verða bólusettir og gjaldeyrir fer að streyma inn í landið þá gæti þetta alveg lækkað aftur.

Þetta er bara gamble/veðmál og sumir eiga ekki að stunda þau ef þeir finna fyrir öll smáhreyfingum (hence fastir vextir) / svipað og með hlutabréf ef menn missa svefn við að hlutabréfin sín lækki um 10-20% þá eiga þeir líklegast ekki að taka þátt í markaðnum. (hence hlutabréfasjóðir/skuldabréf)


Skil vel að uppgreiðslugjaldið flækist fyrir, persónulega er ég með lán hjá Lífeyrissjóði þar sem eini kostnaðurinn við endurfjármögnun eða lántökugjaldið sem er 40-70k.

Sammála því að þetta er ákveðið veðmál og sömuleiðis því að fólk eigi að hafa greiðslugetu til að greiða töluvert hærri vexti núna.

Ástæðan fyrir því að ég tel vera kominn tími til að festa vexti núna:

  • Vextir hafa aldrei verið lægri
  • Seðlabankinn segir verðbólgu vera að hækka of mikið og ætli því að hækka stýrivexti fari það ekki að breytast (sénsinn að verslanir fari að lækka verðið)
  • Ef við förum að ná tökum á Covid og ferðamenn fara að streyma inn til landsins, þá mun Seðlabaninn hækka stýrivexti þar sem efnahagslífið verður komið í betra lag
  • Vextir eru nú þegar farnir að hækka, mögulega vegna verðbólgu eða þá bankinn að spá fram í tímann vegna óvissu

Kannski er þetta rangt, og auðvitað hægt að bíða með þetta og njóta lægri breytilegri vaxta lengur.
Ég var amk að endurfjármagn fyrir 2 vikum og líður vel með það.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jericho » Mán 19. Apr 2021 11:01

Plushy skrifaði:Þannig ef ég er með verðtryggt lán á ég þá að reyna endurfjármagna í óverðtryggt ASAP? og festa vextina?


Er almennt verið að bjóða upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum? Minn lífeyrissjóður býður a.m.k. ekki upp á slíkt (a.m.k. ekki út lánstímann)
Síðast breytt af jericho á Mán 19. Apr 2021 11:02, breytt samtals 1 sinni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf hagur » Mán 19. Apr 2021 11:13

jericho skrifaði:
Plushy skrifaði:Þannig ef ég er með verðtryggt lán á ég þá að reyna endurfjármagna í óverðtryggt ASAP? og festa vextina?


Er almennt verið að bjóða upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum? Minn lífeyrissjóður býður a.m.k. ekki upp á slíkt (a.m.k. ekki út lánstímann)


Bara fastir vextir til 3-5 ára max.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf depill » Mán 19. Apr 2021 12:17

Crystal ball ohh crystal ball. Shit mér finnst svona svo leiðinlegt, man þegar ég festi vextina í 5,7% og taldi mig vera gera frábæra hluti ( var reyndar ekki það mikið mál að bakka heldur ) og svo með kvíðann yfir því hvert þetta var að fara og allt þetta.

Þetta vaxtaálag bankanna er nottulega helsjúkt ( hvað við borgum háa vexti enn þann daginn í dag ) og óstöðugleikinn og það þurfi alltaf að buffera.

Það "góða" við þetta allt saman er að Íslendingar hafa verið að húrra sér yfir óverðtryggð lán, sem þýðir að þegar Seðlabankinn ákveður að breyta vöxtum munu vexti breytast fljótt og ráðstöfunartekjur flestra skuldandi Íslendinga dragast saman mjög hratt sem á samkvæmt fræðunum að minnka þennslu og ýta verðbólgu niður. Þannig vonandi verða þetta bara litlar hreyfingar, þegar þær gerast.

Annars er þetta bara svo þreytt ástandi á Íslandi, að það skuli sífellt vera svona mikil óvissa um hvernig vextir o.s.frv. skuli vera.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf dadik » Mán 19. Apr 2021 13:59

jonfr1900 skrifaði:Allir þeir sem eru með verðtryggð lán, breytir ekki öllu fyrir hverju eru í vandræðum eftir árið 2023 og þeir sem munu sleppa við vandræðin eru þeir sem eru með óverðtryggð lán. Þrátt fyrir vaxtahækkanir upp á við á þeim lánum þá eru þau lán samt betri vegna þess að í verðtryggðum lánum hækkar höfuðstóllinn sem nemur vextir + verðbólga í hverjum mánuði. Í óverðtryggðum lánum þá lækkar höfuðstólinn við hverja greiðslu* og það til lengri tíma er ódýrara þrátt fyrir örlítið hærri greiðslu vegna hærri vaxta í hverjum mánuði.

*Þetta fer aðeins eftir því hvaða kerfi afborgana er notað hversu þetta gerist.


Þetta er ekki rétt hjá þér. Þú borgar alltaf vextina um hver mánaðmót af verðtryggðu láni. Það er bara verðbótaliðurinn sem leggst við höfuðstólinn.


ps5 ¦ zephyrus G14


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jonfr1900 » Mán 19. Apr 2021 15:06

dadik skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Allir þeir sem eru með verðtryggð lán, breytir ekki öllu fyrir hverju eru í vandræðum eftir árið 2023 og þeir sem munu sleppa við vandræðin eru þeir sem eru með óverðtryggð lán. Þrátt fyrir vaxtahækkanir upp á við á þeim lánum þá eru þau lán samt betri vegna þess að í verðtryggðum lánum hækkar höfuðstóllinn sem nemur vextir + verðbólga í hverjum mánuði. Í óverðtryggðum lánum þá lækkar höfuðstólinn við hverja greiðslu* og það til lengri tíma er ódýrara þrátt fyrir örlítið hærri greiðslu vegna hærri vaxta í hverjum mánuði.

*Þetta fer aðeins eftir því hvaða kerfi afborgana er notað hversu þetta gerist.


Þetta er ekki rétt hjá þér. Þú borgar alltaf vextina um hver mánaðmót af verðtryggðu láni. Það er bara verðbótaliðurinn sem leggst við höfuðstólinn.


Breytir engu.

What Everybody Should Know About Icelandic Lending | Jacky Mallett | TEDxReykjavik (YouTube)
Síðast breytt af jonfr1900 á Mán 19. Apr 2021 15:07, breytt samtals 1 sinni.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf dadik » Mán 19. Apr 2021 15:25

Það er verið að benda þér á að þú veist ekki hvernig afborganir af verðtryggðun lánum skiptast niður. Í stað þess að taka þessu eins og maður og viðurkenna mistökin (og vanþekkinguna) bregstu við með að pósta einhverju videoi.

https://youtu.be/oL9LQqw_JXM | Admitting Mistakes and Wrongs


ps5 ¦ zephyrus G14