Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf svavaroe » Fim 08. Apr 2021 11:01

Góðan dag.

Gæti vel verið að ég taki að mér freelance job fyrir erlent fyrirtæki, en jobbið verður hér innanlands.
Þetta verður örugglega nokkrum sinnum per mán, svona í fljótu bragði.
En ef ég fæ greitt fyrir mín verkefni bara beint inná reikning (Bank Transfer / SWIFT) er þetta eithvað sem ég þarf að standa skil á
og hafa einhverjar svaka áhyggur af eða ? Correct me if I'm wrong....
Ég meina, sér RSK að ég hafi fengið greitt að utan nokkrum sinnum og ætlar að rukka mig um eithva?

Þúsund þakkir.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf Klemmi » Fim 08. Apr 2021 11:22

Þetta er auðvitað skattskylt sem tekjuskattur, líkt og önnur laun, en hvort þú lendir í checki og vandræðum ef þú gefur þetta ekki upp er líklega bara lotterí.

Ef þetta er til lengri tíma og einhverjar upphæðir,þá myndi ég íhuga að stofna fyrirtæki í kringum þetta.




Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf Uncredible » Fim 08. Apr 2021 11:31

Þú þarft auðvitað að standa skil af öllum tekjum. Þú munt eflaust lenda í vandræðum með þetta í framtíðinni ef þetta eru miklar tekjur.

RSK Sér alltaf hvað þú átt mikinn pening á skattaframtalinu, ég myndi ætla ef að það sé einhvað misræmi á því að þú hljóti að hringja einhverja bjöllur.



Skjámynd

Höfundur
svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf svavaroe » Fim 08. Apr 2021 11:58

Takk fyrir svörin.
Hugsa að þetta sé ekkert neitt svakalegt fyrst, en auðvitað ef þetta fer að telja eithva að viti, þá að sjálfsögðu þarf ég að skoða og skrá þessa vinnu.
Ég meina, RSK gæti séð einhverjar millifærslur inná mig, en hvað veit hann svosem? ég gæti hafa selt eithvað drasl á netinu or some... :/




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf steinarorri » Fim 08. Apr 2021 12:05

Það fer allt eftir því hvað þetta eru miklar tekjur. Auðvitað á að greiða skatt af þessu en á móti kemur getur þú dregið ýmsan kostnað á móti skatti.
Ef tekjurnar eru umtalsverðar (man ekki upphæðina) þarftu að reikna þér endurgjald = þín mánaðarlaun og greiða af þeim tekjuskatt og borga í lífeyrissjóð, tryggingagjald ofl smotteri. Af afgangnum á svo að greiða einhvern skatt sem ég veit ekki hvað er hár en á móti þeirri upphæð geturðu dregið á móti símakostnað (kaup og rekstur), tölvukostnað, nettengingu, rekstrarkostnað á bifreið (ef við á), skrifstofuvörur osfrv osfrv.
Ef tekjurnar eru svo meira en kannski 3-4 milljónir á ári gæti borgað sig að stofna félag utan um það, það voru allavega ráðleggingar frá mínum endurskoðanda en ég myndi alltaf fá ráðgjöf frá slíkum og láta viðkomandi gera skattskýrsluna.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf brain » Fim 08. Apr 2021 12:09

Ertu viss um að fyrirtækið gefi þetta ekki upp sem laun ?



Skjámynd

Höfundur
svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf svavaroe » Fim 08. Apr 2021 12:10

brain skrifaði:Ertu viss um að fyrirtækið gefi þetta ekki upp sem laun ?

Nei alls ekki viss. Var að spyrjast fyrir rétt í þessu, sjáum hvaða svar ég fær.
Betra að hafa þetta alfarið á hreinu fyrst.



Skjámynd

Höfundur
svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf svavaroe » Fim 08. Apr 2021 13:14

steinarorri skrifaði:Það fer allt eftir því hvað þetta eru miklar tekjur. Auðvitað á að greiða skatt af þessu en á móti kemur getur þú dregið ýmsan kostnað á móti skatti.
Ef tekjurnar eru umtalsverðar (man ekki upphæðina) þarftu að reikna þér endurgjald = þín mánaðarlaun og greiða af þeim tekjuskatt og borga í lífeyrissjóð, tryggingagjald ofl smotteri. Af afgangnum á svo að greiða einhvern skatt sem ég veit ekki hvað er hár en á móti þeirri upphæð geturðu dregið á móti símakostnað (kaup og rekstur), tölvukostnað, nettengingu, rekstrarkostnað á bifreið (ef við á), skrifstofuvörur osfrv osfrv.
Ef tekjurnar eru svo meira en kannski 3-4 milljónir á ári gæti borgað sig að stofna félag utan um það, það voru allavega ráðleggingar frá mínum endurskoðanda en ég myndi alltaf fá ráðgjöf frá slíkum og láta viðkomandi gera skattskýrsluna.

Takk kærlega fyrir greinar góð svör. Met það mikils.



Skjámynd

Höfundur
svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf svavaroe » Fim 08. Apr 2021 13:16

Er mikill munur á að fá þessar EVRUR greiddar út á Paypal eða SWIFT færslu ? Þekkir einhver það ?




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf mjolkurdreytill » Fim 08. Apr 2021 13:32

Greiðir viðtakandi vegna SWIFT ?



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf g0tlife » Fim 08. Apr 2021 16:26

Gætir þú ekki verið með erlent kort og fengið greitt inn á það. Notar það til þess að kaupa mat o.s.fr. en launin þín til til þess að greiða reikninga?


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf GullMoli » Fim 08. Apr 2021 16:56

g0tlife skrifaði:Gætir þú ekki verið með erlent kort og fengið greitt inn á það. Notar það til þess að kaupa mat o.s.fr. en launin þín til til þess að greiða reikninga?


Veltur það ekki á landinu um hvort reikningsupplýsingunum sé deilt með skattayfirvöldum hér heima?


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf blitz » Fim 08. Apr 2021 16:58

Finnst nett skondið að menn séu casually að ræða möguleg skattsvik hérna.


PS4


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf Hizzman » Fim 08. Apr 2021 17:03

held að skattsvik séu sektuð 2x, þ.e. ef þú ættir að borga 1m, endaru á að borga 3m



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf GullMoli » Fim 08. Apr 2021 17:20

blitz skrifaði:Finnst nett skondið að menn séu casually að ræða möguleg skattsvik hérna.


Þetta er nú bara svo asnalega algengt og mikið fjallað um í fjölmiðlum, nokkurnvegin að verða almenn vitneskja. Kannski ekki alveg jafn algengt og iðnaðar-skattsvik, sem fer nú eflaust snarminnkandi með "Allir vinna" VSK endurgreiðslunni :D


Þekki persónulega til máls þar sem skatturinn var að spurjast fyrir um ákveðið margar milljónir sem hefðu verið millifærðar af reikning í Lúxemborg fyrir einhverjum árum síðan. Svarið sem dugði skattinum var nokkurnveginn "Peningnum var aflað í Lúxemborg fyrir þetta mörgum árum og kemur ykkur þar af leiðandi ekki við".

Mér skilst þó að það sé komið betra samstarf við Lúxemborg núna í dag varðandi upplýsingaskipti skattayfirvalda.

EDIT: Einstaklingurinn var vissulega staddur í Lúxemborg þegar peninganna var aflað, mjög mikilvægt að hafa það á hreinu.
Síðast breytt af GullMoli á Sun 11. Apr 2021 16:09, breytt samtals 2 sinnum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf jonfr1900 » Fös 09. Apr 2021 23:35

svavaroe skrifaði:Er mikill munur á að fá þessar EVRUR greiddar út á Paypal eða SWIFT færslu ? Þekkir einhver það ?


Ekki taka SWIFT færslu. Ef fyrirtækið er innan ESB/EES þá áttu að fá millifært með SEPA. Sú millifærsla tekur 1 virkan dag og kostar 700 kr hjá Landsbankanum (ég veit ekki hvað þetta kostar í hinum bönkunum).

Það er verra að eiga við PayPal þar sem þeir eru þekktir fyrir að loka reikningum ef stórar upphæðir fara að streyma þar inn upp úr þurru.

Hvað varðar skattahlutann. Þá þarftu að borga skatt í landinu þar sem launin eru greidd og hugsanlega einnig á Íslandi en það fer eftir tvísköttunarsamningum. Yfirleitt er hægt að draga greiddan skatt frá íslenska skattinum (hugsanlega). Annars þarftu að sækja um skattleysi í ríkinu sem þú færð launin greidd frá. Þú yrðir að hafa samband við skattinn varðandi tvísköttunarsamninga.

Ef þetta er í ESB. Þá gildir þetta hérna almennt.
EU taxpayers and cross-border tax issues




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf Hizzman » Lau 10. Apr 2021 08:37

jonfr1900 skrifaði:Hvað varðar skattahlutann. Þá þarftu að borga skatt í landinu þar sem launin eru greidd og hugsanlega einnig á Íslandi en það fer eftir tvísköttunarsamningum. Yfirleitt er hægt að draga greiddan skatt frá íslenska skattinum (hugsanlega). Annars þarftu að sækja um skattleysi í ríkinu sem þú færð launin greidd frá.


þetta gildir ef hann er launþegi hjá erlenda aðilanum. Ef hann vinnur sem verktaki og sendir reikning greiðir hann ekki skatt til erlenda ríkisins. Hann greiðir tekjuskatt og launatengd gjöld á Íslandi annað hvort sem einstaklingur í rekstri eða gegnum félag. ehf td.




Hammer
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 10. Apr 2021 08:38
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf Hammer » Lau 10. Apr 2021 08:50

Ég er kannski ekki sá besti fjármálaráðgjafi sem hægt er að finna, en mitt ráð er að leita uppi löggiltan endurskoðanda sem er tilbúinn að aðstoða. Gæti kostað einhverja þúsundkalla, en er samt skárri kostur en að lenda á höggstokknum hjá skattinum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf Viktor » Lau 10. Apr 2021 09:28

GullMoli skrifaði:Þekki persónulega til máls þar sem skatturinn var að spurjast fyrir um ákveðið margar milljónir sem hefðu verið millifærðar af reikning í Lúxemborg fyrir einhverjum árum síðan. Svarið sem dugði skattinum var nokkurnveginn "Peningnum var aflað í Lúxemborg fyrir þetta mörgum árum og kemur ykkur þar af leiðandi ekki við".


Þá þyrfti hann að búa í útlöndum.

Allar tekjur þeirra sem eru heimilisfastir á Íslandi eru skattskyldar á Íslandi óháð því hvort tekjurnar eru innlendar eða erlendar. Tekjur eru einnig skattskyldar í því ríki sem þeirra er aflað og því kunna þær að vera skattskyldar í tveimur ríkjum. Til að bregðast við mögulegri tvísköttun við þessar aðstæður hafa mörg ríki gert með sér tvísköttunarsamninga þar sem samið hefur verið um hvar skattleggja beri tekjurnar.

...

Þeir sem eru heimilisfastir á Íslandi eru skattskyldir af öllum sínum tekjum óháð því hvar teknanna er aflað og ber að gera grein fyrir þeim á skattframtali sínu. Þá ber þeim að gera grein fyrir öllum sínum eignum óháð staðsetningu, en eignastaða kann að hafa áhrif á útreikning bóta.


https://www.rsk.is/einstaklingar/skatts ... ylda/#tab2

Á eftirtöldum einstaklingum hvílir almenn/ótakmörkuð skattskylda hér á landi:

Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf depill » Lau 10. Apr 2021 10:05

Jæja þessi þráður er kominn út í vitleysu. Þú þarft ekkert endurskoðanda, enn bókari/endurskoðandi er ágætt.

Ef þetta verður reglulegt, stofnaðu fyrirtæki, skráðu þig á laungreiðandaskrá (sumir munu segja þér að sleppa ehf, enn ef þú ætlar að geta haft einhvern kostnað á móti ( tölvur, kaffivélar, skrifborð aðstaða ) þá er skatturinn hundleiðinlegur ( öfugt við þann til dæmis þýska ) við einstaklinga enn með ekkert ves við fyrirtæki ) og greiddu þér út laun.
https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-he ... dendaskra/ - (reglur um endurgjald er líka annað mjög heimskulegt á Íslandi, það er almennt viðurkennt í frumkvöðla heiminum að Rsk sé ekki að enforca endurgjaldi meðan það er ekki verið að greiða laun, enn lögin eru þarna, þannig ég hata þau, hins vegar eru viðurmiðunarreglunar það murki að ég myndi segja að tölvustörf geti farið í E(9) fyrsta starfsárið í stað A(9))

Ef þetta er undir 450.000 þá gefurðu þetta upp á skattaframtalinu 2021 ( árið 2022 ) og greiðir þá skatt af þessu.

Ef þú ert ekki að reyna svíkja undan skatti(ekki svíkja undan skatti) þá er þetta ekkert flókið og starfsmenn RSK eru meiri segja fáranlega nice að leiðbeina þér.

Edit: Starfsfólk Skattsins er líka fáranlega nice að gefa ráðgjöf um vafaatriði.
Síðast breytt af depill á Lau 10. Apr 2021 10:06, breytt samtals 1 sinni.




surgur
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fös 24. Jún 2016 15:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf surgur » Lau 10. Apr 2021 12:23

Mæli með að stofna ehf eða slf, fáðu greitt inná félagið og greiddu þér laun í gegnum félagið.

Getur þá sett umstang í kringum félagið sem kostnað á félagið sjálft.

Góður endurskoðandi er lykilatriði ( að mínu mati ) allavega fyrsta árið meðan þú ert að átta þig á hvernig þetta gengur fyrir sig.



Skjámynd

Höfundur
svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf svavaroe » Lau 10. Apr 2021 12:34

Kærar þakkir fyrir að svara þessu ítarlega. Ég hef þetta til hliðsjónar og skoða/hugsa mig um :)
Ég veit að RSK eru mjög liðlegir ef maður spyr eins og vitleysingur, þeir vilja gjarnann aðstoða mann.
Það er alls ekki markmið að svíkja neinn skatt, ég vildi bara spyrja og hafa þetta á hreinu. Vill hafa allt svona uppá borði og læri svo af því.

Þúsund þakkir!



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf Revenant » Lau 10. Apr 2021 17:32

Þú getur líka notfært þér fyrirtæki sem sjá um útreikning á staðgreiðslu, frádrátt vegna lífeyris og öðru því sem tilheyrir verktakagreiðslum.
Það kostar einhverja þúsundkalla á mánuði en getur verið þægilegt ef þú vilt ekki standa sjálfur í því bixi.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf GullMoli » Sun 11. Apr 2021 07:28

Sallarólegur skrifaði:
GullMoli skrifaði:Þekki persónulega til máls þar sem skatturinn var að spurjast fyrir um ákveðið margar milljónir sem hefðu verið millifærðar af reikning í Lúxemborg fyrir einhverjum árum síðan. Svarið sem dugði skattinum var nokkurnveginn "Peningnum var aflað í Lúxemborg fyrir þetta mörgum árum og kemur ykkur þar af leiðandi ekki við".


Þá þyrfti hann að búa í útlöndum.

Allar tekjur þeirra sem eru heimilisfastir á Íslandi eru skattskyldar á Íslandi óháð því hvort tekjurnar eru innlendar eða erlendar. Tekjur eru einnig skattskyldar í því ríki sem þeirra er aflað og því kunna þær að vera skattskyldar í tveimur ríkjum. Til að bregðast við mögulegri tvísköttun við þessar aðstæður hafa mörg ríki gert með sér tvísköttunarsamninga þar sem samið hefur verið um hvar skattleggja beri tekjurnar.

...

Þeir sem eru heimilisfastir á Íslandi eru skattskyldir af öllum sínum tekjum óháð því hvar teknanna er aflað og ber að gera grein fyrir þeim á skattframtali sínu. Þá ber þeim að gera grein fyrir öllum sínum eignum óháð staðsetningu, en eignastaða kann að hafa áhrif á útreikning bóta.


https://www.rsk.is/einstaklingar/skatts ... ylda/#tab2

Á eftirtöldum einstaklingum hvílir almenn/ótakmörkuð skattskylda hér á landi:

Þeim sem heimilisfastir eru hér á landi.
Þeim sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutningsdag.
Þeim sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar.
Síðast breytt af GullMoli á Sun 11. Apr 2021 07:30, breytt samtals 2 sinnum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Freelance f. Erlent fyrirtæki ?

Pósturaf DabbiGj » Sun 11. Apr 2021 13:39

Þetta er mjög einfalt
Þú ert verktaki hjá þessu fyrirtæki og greiðir þá skatta og gjöld sem þú berð hér á landi
Þú þarft að borga lífeyri, tryggingagjald, tekjuskatt og útsvar.

Ef að þetta er eitthvað minniháttar að þá myndi ég ekki mæla með því að stofna EHF í kringum starfsemina nema að þú sért að fjárfesta í einhverjum búnaði eða eignum í kringum reksturinn.

Það er meira umhald um EHF og það eru háar sektir sem fylgja því að leggja ekki fram t.d. ársreikninga og að standa skil á öllum gjöldum.

Reiknaðu með að 50% fari í skatta og gjöld þegar að þú ert að verðleggja vinnuna þína.

Ef þú ert ekki pottþéttur í bókhaldinu fáðu einhvern í bókhaldið og það margborgar sig.