jonfr1900 skrifaði:Það er spurning hvort að þetta "litla" eldgos sé að fara að breytast í mjög stórt eldgos. Það gæti verið eitthvað að gerast á miklu dýpi sem sést ekki á mælum. Það þarf ekki mikið að gerast djúpt í jarðskorpunni svo að flæðið upp þar aukist mikið frá því sem það er í dag enda er það djúpflæðið sem stjórnar framgangi þessa eldgoss.
Ef það verður mikil breyting. Þá ætti sú breyting að koma fram eftir 1 til 12 klukkutíma í fyrsta lagi. Gæti samt tekið lengri tíma þar sem það er vonlaust að vera með góða vissu í þessu.
Einhver ástæða fyrir því að halda að þetta muni gerast, m.v. að það liggja engin gögn eða mælingar fyrir sem benda til þess? Og hvernig breytingu sérðu fyrir þér?
Maður sér hins vegar alveg greinilega hvernig spýjurnar úr nýju sprungunni stækka með hverjum klukkutímanum sem líður.