Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Skjámynd

Höfundur
Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 24
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf Le Drum » Sun 04. Apr 2021 15:17

Gleðilega páska vaktarar.

Var að komast að því mér til hrellingar að routerinn sem ég er með er ekki með nógu mikið af portum til þess að tengja allar græjurnar sem ég er með, var nefnilega að auka við smá.

Þannig að mér datt í hug hvort ég gæti tengt afruglarann frá Símanum beint við ljósleiðaraboxið frá GR? Eða er málið að ná sér í switch?

Einhver sem veit eitthvað þarna úti?


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf KaldiBoi » Sun 04. Apr 2021 15:45

Minnir eth að port 3-4 á ljósleiðaraboxinu eru ætluð fyrir slíkt, myndi bara heyra í þínum ISP.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 337
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 111
Staða: Tengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf oliuntitled » Sun 04. Apr 2021 17:14

þú getur tengt myndlykilinn þráðlaust við routerinn ... ef þú ert ekki með nýjustu tegund af lykli þá geturu fengið honum skipt út í næstu verslun hjá þeim



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf BugsyB » Sun 04. Apr 2021 19:48

það eru bara myndlyklar frá vodafone sem fara í port 3 og 4 - en það mun breytast í Ágúst á þessu ári - átti að ske í febrúrar en tæknimenn hjá gr og símanum eru ekki þeir hröðustu .


Símvirki.


Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf Hizzman » Sun 04. Apr 2021 20:37

BugsyB skrifaði:það eru bara myndlyklar frá vodafone sem fara í port 3 og 4 - en það mun breytast í Ágúst á þessu ári - átti að ske í febrúrar en tæknimenn hjá gr og símanum eru ekki þeir hröðustu .


hvað gerist? verður mögulegt að tengja vodafone myndlykil við venjulegt internet nettengi?



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf BugsyB » Sun 04. Apr 2021 22:17

Hizzman skrifaði:
BugsyB skrifaði:það eru bara myndlyklar frá vodafone sem fara í port 3 og 4 - en það mun breytast í Ágúst á þessu ári - átti að ske í febrúrar en tæknimenn hjá gr og símanum eru ekki þeir hröðustu .


hvað gerist? verður mögulegt að tengja vodafone myndlykil við venjulegt internet nettengi?


Nei - verður mögulegt að nota myndlykla frá símanum í porti 3 og 4 og fá full service sem er ekki í boði á þeim núna á neti frá GR


Símvirki.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf appel » Sun 04. Apr 2021 22:19

Það er nánast full þjónustu í boði á internet tengdum myndlykli á hvaða neti sem er.


*-*

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf depill » Mán 05. Apr 2021 09:11

BugsyB skrifaði:það eru bara myndlyklar frá vodafone sem fara í port 3 og 4 - en það mun breytast í Ágúst á þessu ári - átti að ske í febrúrar en tæknimenn hjá gr og símanum eru ekki þeir hröðustu .


Svona til að taka blameið af GR. Þá eru myndlyklar Vodafone þróaðir af Sýn/Vodafone, þannig ekki að sakast við þá.

Ég veit ekki dagsetninguna enn veit að það stendur til að gera myndlykil Vodafone ( Samsung útgáfuna ) að þráðlausum. Þangað til er hægt að nota Apple TV, Android TV og Fire TV ( og síma og vefsjónvarp ). Ég til dæmis nota Apple TV sem "myndlykilinn" minn, virkar allt að 5 samtímastraumar svo þetta hentar mér bara ágætlega í stað myndlykils ( enn leigan virkar ekki, enn skiptir mig ekki máli )




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf Hizzman » Mán 05. Apr 2021 09:33

Verða Vodafone myndlyklarnir þá virkir í venjulegri internet tengingu? Það er bara pirrandi að þurfa að vera með þá í sérstakri netsnúru. Það þarf í reynd tvær netsnúrur að sjónvarpinu. Eða skítmix með splitter.
Síðast breytt af Hizzman á Mán 05. Apr 2021 09:34, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 337
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 111
Staða: Tengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf oliuntitled » Mán 05. Apr 2021 11:49

appel skrifaði:Það er nánast full þjónustu í boði á internet tengdum myndlykli á hvaða neti sem er.



Ekki nánast, það er komin full þjónusta ef þú tengir hann þráðlaust.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf depill » Mán 05. Apr 2021 12:33

Hizzman skrifaði:Verða Vodafone myndlyklarnir þá virkir í venjulegri internet tengingu? Það er bara pirrandi að þurfa að vera með þá í sérstakri netsnúru. Það þarf í reynd tvær netsnúrur að sjónvarpinu. Eða skítmix með splitter.


Það er hugmyndin. Enn hins vegar þú getur þetta alveg í dag. Ég til dæmis er með sjónvarpið mitt þar sem yrði ljótt að reyna koma netkapli að því, þess vegna er ég með Apple TV. Enn Android TV myndi alveg gera það sama. Til dæmis þetta https://elko.is/chromecast-me-google-tv-ccgoogletv. Enn já þessir Samsung lyklar eru með innbyggðu WiFi, svo er bara spurning hvenær. Veit það ekki.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf GuðjónR » Mán 05. Apr 2021 13:04

Eru þessir lyklar ekki börn síns tíma?
Allt komið í öpp og snjalltæki í dag væntanlega.



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf BugsyB » Lau 10. Apr 2021 18:35

oliuntitled skrifaði:
appel skrifaði:Það er nánast full þjónustu í boði á internet tengdum myndlykli á hvaða neti sem er.



Ekki nánast, það er komin full þjónusta ef þú tengir hann þráðlaust.



það er ekki rétt - færð ekki hd rásinar - 200 og uppúr


Símvirki.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf appel » Lau 10. Apr 2021 19:55

BugsyB skrifaði:
oliuntitled skrifaði:
appel skrifaði:Það er nánast full þjónustu í boði á internet tengdum myndlykli á hvaða neti sem er.



Ekki nánast, það er komin full þjónusta ef þú tengir hann þráðlaust.



það er ekki rétt - færð ekki hd rásinar - 200 og uppúr


Enda sagði ég "nánast". Er það ekki?

200 stöðvar eru gamaldags. Ef þú ert á lægra númeri þá ertu langlíklegast að fá HD merki nema fyrir einstaka stöðvar sem eru ekki í boði í HD hvortsemer.


*-*

Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afruglari Símans við ljósleiðara GR

Pósturaf BugsyB » Þri 13. Apr 2021 01:12

appel skrifaði:
BugsyB skrifaði:
oliuntitled skrifaði:
appel skrifaði:Það er nánast full þjónustu í boði á internet tengdum myndlykli á hvaða neti sem er.



Ekki nánast, það er komin full þjónusta ef þú tengir hann þráðlaust.



það er ekki rétt - færð ekki hd rásinar - 200 og uppúr


Enda sagði ég "nánast". Er það ekki?

200 stöðvar eru gamaldags. Ef þú ert á lægra númeri þá ertu langlíklegast að fá HD merki nema fyrir einstaka stöðvar sem eru ekki í boði í HD hvortsemer.


það er munr af stöð2 rás 3 og stöð 2 hd rásini - þeir taka hd straumin af til að viðhalda stöðuleika - ef þú tengir ml á vlan3 þá fer hann beint í tv kerfið hjá símanum framhjá "internetinu" annars fer hann út á internetið og fer mun lengri leið til að komast á rétta stað.


Símvirki.