Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf falcon1 » Mán 29. Mar 2021 11:16

Sælir Vaktarar,

ég er að verða búinn með allt geymsluplássið á tölvunni sem ég er að nota og þarf að minnsta kosti að uppfæra það vel á næstunni. Ég fór hinsvegar að spá í hvort að maður ætti að skella sér á nýja tölvu, þessi gamla er orðin 9 ára gömul en keyrir ennþá flest forrit vel en hún gæti verið hraðvirkari þegar maður er í myndbandagerð (full-hd) og ég efast um að hún myndi ráða mikið við 4k myndbandavinnslu. Gamla er með Intel i5-3570K @ 3.4GHz örgjörva. Ég er reyndar hissa á hvað hún hefur dugað mér lengi og vel fram að þessu. :)

Tölvan er notuð mest í mynd- og hljóðvinnslu.

Hvað segið þið, er eitthvað vit í því að auka við geymslumagnið gömlu í staðinn fyrir að uppfæra í nýja tölvu fljótlega?

Ég hef ekkert pælt í þessu lengi þannig að ég er alveg dottinn út úr tengslum við hvað er gott/best í dag í tölvukaupum.
Síðast breytt af falcon1 á Mán 29. Mar 2021 11:19, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf Njall_L » Mán 29. Mar 2021 11:24

Fyrst þú ert farinn að finna fyrir takmörkunum með núverandi vélbúnaði er það alveg góð hvatning til að endurnýja tölvuna, að undanskyldu skjákorti miðað við markaðinn í dag.

Miðað við þá vinnslu sem þú lýsir, mynd- og hljóðvinnsla, er sennilega best fyrir þig að skoða Ryzen 5000 örgjörva, nóg af vinnsluminni og hraða gagnageymslu.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf gnarr » Mán 29. Mar 2021 11:29

Þetta eru í rauninni 2 ótengd vandamál.

Geymslupláss er yfirleitt flutt milli tölva hvort eð er, og gamlir staðlar fyrir tengingar á diskum eru studdir lengi.
Hvað ertu með mikið pláss í dag? Það er yfirleitt mjög auðvelt að bæta bara við einum disk í viðbót í vélina.

Hvað varðar að byggja nýja vél í myndbandagerð, þá myndi ég alltaf mæla með að gera vél með eins mörgum kjörnum, eins miklu minni og eins stóru skjákorti og peningarnir þínir leifa.

Hvað viltu eyða miklum pening í nýja vél? Hvaða forrit ertu að nota? Ertu bara að klippa, eða ertu að gera VFX í AE eða álíka forritum?

AMD Ryzen línan + hellingur af RAM + Nvidia kort með helling af CUDA klikkar yfirleitt ekki, en það er bara spurning hvar skynsemis/peninga mörkin liggja.
Síðast breytt af gnarr á Mán 29. Mar 2021 11:29, breytt samtals 1 sinni.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf falcon1 » Mán 29. Mar 2021 16:38

Njall_L skrifaði:Fyrst þú ert farinn að finna fyrir takmörkunum með núverandi vélbúnaði er það alveg góð hvatning til að endurnýja tölvuna, að undanskyldu skjákorti miðað við markaðinn í dag.

Er skjákortið ekki eins mikilvægt og var í gamla daga? :)




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf falcon1 » Mán 29. Mar 2021 16:45

gnarr skrifaði:Þetta eru í rauninni 2 ótengd vandamál.

Geymslupláss er yfirleitt flutt milli tölva hvort eð er, og gamlir staðlar fyrir tengingar á diskum eru studdir lengi.
Hvað ertu með mikið pláss í dag? Það er yfirleitt mjög auðvelt að bæta bara við einum disk í viðbót í vélina.

Hvað varðar að byggja nýja vél í myndbandagerð, þá myndi ég alltaf mæla með að gera vél með eins mörgum kjörnum, eins miklu minni og eins stóru skjákorti og peningarnir þínir leifa.

Hvað viltu eyða miklum pening í nýja vél? Hvaða forrit ertu að nota? Ertu bara að klippa, eða ertu að gera VFX í AE eða álíka forritum?

AMD Ryzen línan + hellingur af RAM + Nvidia kort með helling af CUDA klikkar yfirleitt ekki, en það er bara spurning hvar skynsemis/peninga mörkin liggja.

Ég kaupi yfirleitt vél sem ég býst við að endist í sirka 10 ár, gamla er að nálgast það óðfluga en er samt ótrúlega spræk miðað við aldur. Ég reyndar er ekkert í neinum tölvuleikjum í henni þannig að kannski myndi sjást á henni ef ég myndi reyna það. :)

Ég er með sirka 9TB pláss og það er svona 10-15% eftir af því á gömlu. Allar disktengingar eru í notkun.

Max budget væri svona í kringum 300 þúsund krónur.

Helstu forrit sem ég er að nota er Photoshop, Capture One Pro, Cyberlink PowerDirector (færi kannski meira í Adobe Premier ef myndbandsvinnslan fer á flug), Sibelius (nótunaskrift), Reaper (hljóðvinnsla), Native Kontakt (tónlist)

Ekki mikið að gera 3d módel eða effecta í AE hingað til.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf Njall_L » Mán 29. Mar 2021 17:30

falcon1 skrifaði:
Njall_L skrifaði:Fyrst þú ert farinn að finna fyrir takmörkunum með núverandi vélbúnaði er það alveg góð hvatning til að endurnýja tölvuna, að undanskyldu skjákorti miðað við markaðinn í dag.

Er skjákortið ekki eins mikilvægt og var í gamla daga? :)

Vissulega mikilvægt en spurning hvernig gengur að finna kort á lager þessa mánuðina


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf falcon1 » Mán 29. Mar 2021 17:36

Njall_L skrifaði:
falcon1 skrifaði:
Njall_L skrifaði:Fyrst þú ert farinn að finna fyrir takmörkunum með núverandi vélbúnaði er það alveg góð hvatning til að endurnýja tölvuna, að undanskyldu skjákorti miðað við markaðinn í dag.

Er skjákortið ekki eins mikilvægt og var í gamla daga? :)

Vissulega mikilvægt en spurning hvernig gengur að finna kort á lager þessa mánuðina

Já, er orðinn mikill skortur?




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf falcon1 » Mið 31. Mar 2021 12:49

Hvaða MOBO mynduð þið mæla með?




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf falcon1 » Fös 02. Apr 2021 23:04

Hversu miklu betri eru örgjörvar í dag miðað við þann örgjörva (Intel i5-3570K @ 3.4GHz) sem er í gömlu tölvunni? Mér hefur sýnst að það hafi hægst á þróuninni síðustu ár en kannski bara vegna þess að ég hef verið sáttur og ekki fylgst vel með þróuninni. :D




SverrirH
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2020 10:15
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra diska eða kaupa nýja tölvu?

Pósturaf SverrirH » Lau 03. Apr 2021 14:58

falcon1 skrifaði:Hversu miklu betri eru örgjörvar í dag miðað við þann örgjörva (Intel i5-3570K @ 3.4GHz) sem er í gömlu tölvunni? Mér hefur sýnst að það hafi hægst á þróuninni síðustu ár en kannski bara vegna þess að ég hef verið sáttur og ekki fylgst vel með þróuninni. :D


Hér geturu td. séð samanburð á þínum núverandi og ódýrasta af 5000 seríunni frá AMD og dýrasta frá 3000 seríunni
https://www.cpubenchmark.net/compare/In ... 3859vs3598

Munurinn á single-threaded frammistöðu er ekki svo svakalegur, en mesta bætingin undanfarin ár hefur held ég verið með því að fjölga kjörnum:
Þeir frá single thread score: 2045, 3380 og 2745

Svo eru þeir með "CPU Mark": 4919, 22192 og 39246
Þetta CPU mark er meðaltal 8 prófa sem þú getur lesið um hér: https://www.cpubenchmark.net/cpu_test_info.html

Held það sé ekki spurning að þú myndir finna fyrir töluverðri bætingu í myndbandagerð. Ég held þú myndir fá mest út úr því að kaupa þér CPU með fleiri kjörnum heldur en hraðari tíðni ef þú ert fyrst og fremst að nota tölvuna fyrir vinnu en ekki leiki.