Verð á bílum
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Verð á bílum
Ég veit um marga sem eru til í og hafa keypt nýja bíla á alveg 7-8 milljónir, vinnufélagar og aðrir.
Maður verður gáttaður á þessum tölum og að menn séu tilbúnir að eyða þetta miklu í bílskrjóð. Ég á bara mína '99 toyotu og aldrei sáttari. Skil ekki hví það þarf að eyða svona miklu í að komast milli A og B.
Hvað finnst ykkur? Eruði til í að eyða svona miklu?
Maður verður gáttaður á þessum tölum og að menn séu tilbúnir að eyða þetta miklu í bílskrjóð. Ég á bara mína '99 toyotu og aldrei sáttari. Skil ekki hví það þarf að eyða svona miklu í að komast milli A og B.
Hvað finnst ykkur? Eruði til í að eyða svona miklu?
*-*
Re: Verð á bílum
Já því miður. Ég er einmitt að bíða eftir mínum fjórða nýja bíl. Veit ekki afhverju ég geri þetta, vitandi nákvæmlega hversu miklu fjármunum ég er að henda. Eini kosturinn er að vita að ég þarf ekki að henda peningum í viðgerðir í örfá ár og jú, ég mun eiga glænýjan bíl sem enginn annar er búinn að menga með nærveru sinni
-
- spjallið.is
- Póstar: 419
- Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
- Reputation: 44
- Staðsetning: 815
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
langtima sparnaður, þeir sem eru á betri launum finna ekki mikið fyrir þessu og þetta borgar sig fljótt upp hjá sumum. Svo er ekki svo glötuð hugmynd að spara sér í auka ár og fá sér bara nýja teslu eða hvað sem er og vera bara sáttur. Svo er það líka smekkur. Sumir fíla betur gamla bíla og finnst gaman að fikta í bílum. Sumir vilja græjur sem nýjir bílar koma með.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
appel skrifaði:Ég veit um marga sem eru til í og hafa keypt nýja bíla á alveg 7-8 milljónir, vinnufélagar og aðrir.
Maður verður gáttaður á þessum tölum og að menn séu tilbúnir að eyða þetta miklu í bílskrjóð. Ég á bara mína '99 toyotu og aldrei sáttari. Skil ekki hví það þarf að eyða svona miklu í að komast milli A og B.
Hvað finnst ykkur? Eruði til í að eyða svona miklu?
Hef "átt" 3 nýja bíla úr "kassanum" en þá var ég starfsmaður hjá Heklu og mér bauðst bíll á góðum kjörum í kaupleigu en myndi aldrei setja svona mikinn pening í bíl þar sem þeir eru eins og tölvubúnaður og falla frekar hratt í verði. Er núna á 2010 árgerð af Chervolett Aveo sem er keyrður 85þ og ég fékk hann á 250 þús og hann dugir okkur, hef keypt jeppling og jeppa og það er bara vitleysa nema þú eigir bensínstöð varðandi jepplinginn og bílaaðstöðu ef þú átt jeppa.
Þetta er bara tæki fyrir mig að fara frá A til B eins og þú segir en auðvita þarf maður að hugsa vel um þessar druslur og þær eru nokkuð ódýrar í viðhaldi.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Ég lít á þetta sem pjúra óþarfa kostnað að spreða svona í bíl. Mér er nokkuð sama hvernig bíl ég er á svo lengi sem hann kemur mér milli A og B og er ekki með vesen. Það eru 3 ár í að bíllinn minn nær forn-bíla aldri og það eru alveg líkur á að hann geri það. Keypti hann 18 ára nýjan og hann er búinn að vera gjöfull í endingu og kostnaði. Hef getað notað peninga í að kaupa mér fínni íbúð og svona. Á meðan eru aðrir í kringum mig búnir að skipta um bíl kannski 5-6x á sama tímabili með tilheyrandi höggi á pyngjuna.
En svo er maður doldið að upplifa fordóma að ég eigi ekkert að vera keyra um á svona druslu, ég eigi bara að kaupa mér Teslu, etc etc... jafnvel frá móður minni sem er nú ansi passasöm með budduna
En svo er maður doldið að upplifa fordóma að ég eigi ekkert að vera keyra um á svona druslu, ég eigi bara að kaupa mér Teslu, etc etc... jafnvel frá móður minni sem er nú ansi passasöm með budduna
*-*
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
- Reputation: 105
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Fyrsti bíllinn minn var á sirka 110þús, næsti á 360þús..Eiginlega sami bíll bara með betri vél og er voðalega sáttur með hann.
Ég myndi persónulega aldrei eyða 7mil - 8mil fyrir bíl, sem lengi og hann er "snöggur", ódýr og kemur mér frá A til B þá er ég nógu sáttur.
Þetta eru basically bara eins og farsímar að mínu mati, sem lengi og hann getur hringt, SMS-að og spilað tónlist þá er ég nógu sáttur.
Ég myndi persónulega aldrei eyða 7mil - 8mil fyrir bíl, sem lengi og hann er "snöggur", ódýr og kemur mér frá A til B þá er ég nógu sáttur.
Þetta eru basically bara eins og farsímar að mínu mati, sem lengi og hann getur hringt, SMS-að og spilað tónlist þá er ég nógu sáttur.
Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II
-
- Kóngur
- Póstar: 6398
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
ég fór úr 99 lancer í 2015 golf og bensín sparnaðurinn miðað við akstur var meiri en ég er að borga í lánið
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Verð á bílum
Bíll er ein versta fjárfesting sem þú getur gert, ég myndi alltaf reyna að kaupa lítið notaðan bíl frekar en glænýjan. Ég skil samt upp að vissu marki þá sem kaupa nýjan bíl, það er ákveðin tilfinning sem fylgir því að eiga glænýjan bíl og ákveðin þægindi að þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur af bilunum og fleiru.
-
- Geek
- Póstar: 800
- Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
fer bara mikið eftir hvað fólk vill og hvað það hefur á milli handana,, ég t.d borgaði 7.7m fyrir minn bíl.
hljómar sem mikið en þetta eru bara peningar.
hljómar sem mikið en þetta eru bara peningar.
I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless
Re: Verð á bílum
Fyrir mér er þetta peningasóun, en fer eftir fólki. Ef einhver er á góðum launum og hefur vel efni á að versla sér nýjan bíll þá flott, go for it.
En mér finnst fátt sorglegra en að sjá fólk sem er kannski ekki alveg það skarpasta þegar það kemur að þessu og er að kaupa sér ekki endilega nýlegan bíll heldur bara ópraktíska bíla. 17 ára guttar að kaupa sér 10-15 ára gamla BMW bíla sem bila eftir þrjá mánuði og þeir hafa varla efni að kaupa bensín á bíllinn, hvað þá að láta laga hann.
bah!
En mér finnst fátt sorglegra en að sjá fólk sem er kannski ekki alveg það skarpasta þegar það kemur að þessu og er að kaupa sér ekki endilega nýlegan bíll heldur bara ópraktíska bíla. 17 ára guttar að kaupa sér 10-15 ára gamla BMW bíla sem bila eftir þrjá mánuði og þeir hafa varla efni að kaupa bensín á bíllinn, hvað þá að láta laga hann.
bah!
Re: Verð á bílum
Fólk er bara að kaupa sér hamingju þegar það kaupir dýran bíl.
Þetta er það sem lífið snýst um. Leitin að hamingju.
Dýrir og flottir bílar færa sumu fólki hamingju, en annað fólk fær hamingjuna sína annars staðar.
Launaseðíllinn skiptir engu máli held ég.
Þetta er það sem lífið snýst um. Leitin að hamingju.
Dýrir og flottir bílar færa sumu fólki hamingju, en annað fólk fær hamingjuna sína annars staðar.
Launaseðíllinn skiptir engu máli held ég.
Síðast breytt af daremo á Lau 27. Mar 2021 02:22, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Nope, myndi ekki kaupa mér nýjan bíl. Afföllin við það eitt að keyra bílinn út af bílasölu eru það mikil.
Myndi annað hvort kaupa mér nokkra ára gamlan bíl eða hræódýran A til B bíl.
Er kominn með nett ógeð að taka strætó þessa dagana en veskið kvartar minna. Ef það kemur af því að ég versli mér bíl á næstunni verður það eflaust ódýr Yaris.
Myndi annað hvort kaupa mér nokkra ára gamlan bíl eða hræódýran A til B bíl.
Er kominn með nett ógeð að taka strætó þessa dagana en veskið kvartar minna. Ef það kemur af því að ég versli mér bíl á næstunni verður það eflaust ódýr Yaris.
Just do IT
√
√
Re: Verð á bílum
Manager1 skrifaði:Bíll er ein versta fjárfesting sem þú getur gert, ég myndi alltaf reyna að kaupa lítið notaðan bíl frekar en glænýjan. Ég skil samt upp að vissu marki þá sem kaupa nýjan bíl, það er ákveðin tilfinning sem fylgir því að eiga glænýjan bíl og ákveðin þægindi að þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur af bilunum og fleiru.
Þarna er einmitt algengur misskilningur á ferð. Bílar eru neysluvara en ekki fjárfesting.
En það þarf einhver að kaupa nýja bíla svo við hin getum keypt notaða. En það að kaupa bíla getur verið hobby hjá mörgum eða stöðutakn.
Svo er ákveðið öryggi í því að vera á nýjum bíl. Myndi ekki vilja lenda í slysi á 99 Lancer sem er örugglega að hrynja í sundur vegna ryðs... Já og margir sem eyða miklum tíma í bílnum sínum svo að vilja líða vel á meðan farið er frá a til b er mjög skiljanlegt.
Síðast breytt af Predator á Lau 27. Mar 2021 09:46, breytt samtals 1 sinni.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Er að sumu leiti sammála; myndi ekki kaupa nýjan bíl á næstu árum, frekar 2-3 ára sem hefur tekið á sig mestu afföllin. Annars finnst mér verð á bílum hafa snarhækkað síðustu ár. Ég veit reyndar að mengunartaxtar spila þar mikið inn í.
Við keyptum 2 ára bíl í fyrra því von var á fyrsta barninu. Eigum þá 2005 sparibauk sem fékk 5 stjörnur í EuroNCAP á sýnum tíma og núna einnig 2018 jeppling sem fékk 5 stjörnur í EuroNCAP það árið, það er aukið öryggi í því að sitja hærra uppi sem er meðal annars ástæða fyrir jeppling.
Ef svo ólíklega vill til að við lendum í óhappi, þá vil ég ekki þurfa að líta aftur og hugsa til þess að útkoman hefði mögulega verið önnur í nýrri bíl.
Annars hef ég mjög gaman að því að keyra og það sem bætir upplifunina eru bílar með skemmtilega akstureiginleika, nýlegheit, ýmsan lúxus og svo ég tali nú ekki um góðar hljómflutningsgræjur. Svipað og við viljum góða upplifun í tölvunni eða í einhverju öðru áhugamáli.
Við keyptum 2 ára bíl í fyrra því von var á fyrsta barninu. Eigum þá 2005 sparibauk sem fékk 5 stjörnur í EuroNCAP á sýnum tíma og núna einnig 2018 jeppling sem fékk 5 stjörnur í EuroNCAP það árið, það er aukið öryggi í því að sitja hærra uppi sem er meðal annars ástæða fyrir jeppling.
Ef svo ólíklega vill til að við lendum í óhappi, þá vil ég ekki þurfa að líta aftur og hugsa til þess að útkoman hefði mögulega verið önnur í nýrri bíl.
Annars hef ég mjög gaman að því að keyra og það sem bætir upplifunina eru bílar með skemmtilega akstureiginleika, nýlegheit, ýmsan lúxus og svo ég tali nú ekki um góðar hljómflutningsgræjur. Svipað og við viljum góða upplifun í tölvunni eða í einhverju öðru áhugamáli.
Síðast breytt af GullMoli á Lau 27. Mar 2021 12:05, breytt samtals 3 sinnum.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16575
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Predator skrifaði:Þarna er einmitt algengur misskilningur á ferð. Bílar eru neysluvara en ekki fjárfesting.
Þar greinir mönnum á
- Viðhengi
-
- Screenshot 2021-03-27 at 13.48.23.png (1.69 MiB) Skoðað 4666 sinnum
Re: Verð á bílum
Keypti nýjan bíl 2016.
Góður bíll þá, góður bíll nú, og óendanlega betri sem sá sem ég átti.
En kikkið við að eiga nýjan bíll var fljótt að fjara út og samviskubitið að taka við.
Góður bíll þá, góður bíll nú, og óendanlega betri sem sá sem ég átti.
En kikkið við að eiga nýjan bíll var fljótt að fjara út og samviskubitið að taka við.
Re: Verð á bílum
Þrír bílar á heimilinu, meðalaldur 11 ár, 2002, 2011 og 2017.
Eknir samtals innan við 200þ. km. þó Poloinn minn frá 2011 sé einn 120þ. km.
Heildarvermæti c.a 3,2 milljónir.
Vil fyrir alla muni forðast að taka lán og veðja frekar á eintök sem eru lítið ekin og vel við haldið.
Eknir samtals innan við 200þ. km. þó Poloinn minn frá 2011 sé einn 120þ. km.
Heildarvermæti c.a 3,2 milljónir.
Vil fyrir alla muni forðast að taka lán og veðja frekar á eintök sem eru lítið ekin og vel við haldið.
Re: Verð á bílum
Ég keypti tæplega 2 ára Skoda Octaviu á gengistryggðu láni árið 2004. Kláraði að borga bílinn 10 árum síðar. Hann fór í pressu í vetur. Staðgreiddi 10 ára gamlan metanbreyttan Hyundai i10 á 350.000 í staðinn. Aldrei aftur bílalán!
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 312
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Tengdur
Re: Verð á bílum
Ég er einmitt að panta mér nýjan bíl núna sem kostar 10 milljónir. Er núna að fara í jeppling (Volvo XC60) eftir að hafa keypt nýjan Kia Optima SW 2017. Mig langaði í jeppling núna til þess að geta komist eitthvað aðeins lengra heldur en Kian. Geri mér grein fyrir því að það eru til mun ódýrari nýjir jepplingar en þetta. En mér finnst Volvoinn bara flottur Þetta verður fjórði bíllinn sem ég kaupi nýjan. Hef alltaf verið meðvitaður um það að maður er ekki að fara að græða á þessum bílakaupum. En mér finnst eiginlega alltaf betra að kaupa nýjan bíl heldur en notaðann. Þá fæ ég bílinn alltaf eins og ég vill hafa hann.
Erum reyndar líka með 2007 módel af BMW 320D sem frúin notar í vinnuna. Erum bara búin að eiga hann í rúmt hálft ár en hann hefur samt kostað helling í viðgerðir þrátt fyrir að vera keyrður lítið miðað við aldur (130þ km).
Erum reyndar líka með 2007 módel af BMW 320D sem frúin notar í vinnuna. Erum bara búin að eiga hann í rúmt hálft ár en hann hefur samt kostað helling í viðgerðir þrátt fyrir að vera keyrður lítið miðað við aldur (130þ km).
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Fer þetta ekki bara eftir tekjum hvers og eins?
Ef fólk vill nýjan bíl er kannski ekki mikill munur á að eyða 5 eða 7 milljónum ef þú færð stærri bíl sem hentar betur.
Ég man fyrir nokkrum árum þegar gengi krónunnar hækkaði, var verið að setja meira á notaða BMW X5 F15 á Bilasolur.is en þeir kostuðu nýjir frá umboðinu.
Fyrir suma munar engu hvort þeir kaupi nýjan eða notaðann, þó það muni nokkrum milljónum.
Ég kaupi blöndunartæki á 12K en sumir kaupa blöndunartæki á 100K.
Ég kaupi list fyrir 10K á ári en aðrir kaupa málverk á 1-2 milljónir.
That’s life
Ef fólk vill nýjan bíl er kannski ekki mikill munur á að eyða 5 eða 7 milljónum ef þú færð stærri bíl sem hentar betur.
Ég man fyrir nokkrum árum þegar gengi krónunnar hækkaði, var verið að setja meira á notaða BMW X5 F15 á Bilasolur.is en þeir kostuðu nýjir frá umboðinu.
Fyrir suma munar engu hvort þeir kaupi nýjan eða notaðann, þó það muni nokkrum milljónum.
Ég kaupi blöndunartæki á 12K en sumir kaupa blöndunartæki á 100K.
Ég kaupi list fyrir 10K á ári en aðrir kaupa málverk á 1-2 milljónir.
That’s life
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 287
- Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Ég keypti mér splunku nýjann bíl úr kassanum í fyrra, ég ætlaði aldrei að kaupa nýjan bíl, hef átt umþb 10 bíla og aldrei borgað yfir 150k og flestir bílarnir voru undir 100k og þeir duguðu allir vel.
En síðan sá ég bíl á 3 mil nýr og gat sett verðlausan bíl upp í og fengið 500k afslátt þar sem ég gat keyrt drusluna til þeirra
Þetta var auðveld ákvörðun þar sem gamli bíllinn eyddi 13l/100km en sá nýji 5.3l/100km og ég eyddi umþb 70k í bensín á mánuði
Þannig ég er í raun að spara mér með því að kaupa nýjan bíl á bæði viðgerðar og bensínkostnaði, síðan er bara auka lúxus á að vera á nýjum bíl
held að ef fólk eigi efni á dýrum bíl mun fólk örugglega kaupa dýran bíl.
En síðan sá ég bíl á 3 mil nýr og gat sett verðlausan bíl upp í og fengið 500k afslátt þar sem ég gat keyrt drusluna til þeirra
Þetta var auðveld ákvörðun þar sem gamli bíllinn eyddi 13l/100km en sá nýji 5.3l/100km og ég eyddi umþb 70k í bensín á mánuði
Þannig ég er í raun að spara mér með því að kaupa nýjan bíl á bæði viðgerðar og bensínkostnaði, síðan er bara auka lúxus á að vera á nýjum bíl
held að ef fólk eigi efni á dýrum bíl mun fólk örugglega kaupa dýran bíl.
Síðast breytt af danniornsmarason á Lau 27. Mar 2021 17:58, breytt samtals 1 sinni.
Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |
Re: Verð á bílum
Sé ekkert að því að kaupa nýjann bíl, ert laus við viðhald og óþarfa kostnað næstu 3+ árin. Ef það er hægt að stgr nýjann bíl, afhverju ekki? Ert þá væntanlega með launin sem svara þá lúxus lífinu.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Fyrsti bíllinn minn var ódýr drusla (Lada Samara sem ég sakna enn).
Síðan þá hef ég alltaf bara keypt nýja bíla, og hef alltaf átt þá í circa áratug og svo þegar ég öðlaðist smá peningavit, borgað lánið niður.
Svo í nokkur og þónokkur ár á ég viðhaldslítinn bíl í góðu standi, allt þar til kominn er tími á eitthvað major viðhald og þá skipti ég
Og af því ég fæddist og ólst upp í Lödum svo mér dugar beisikk A til B bílar.
Við feðgar erum á no frills Aygo núna. Eg get in theory klárað að borga hann niður innan við ári frá kaupum og átt hann þá áhyggjulaust í.. hvað.. 7 ár og svo þá næstu ár þar á eftir í bílahugleiðingum fyrir næstu 10 árin.
Svo þú veist. Peningalega séð er hægt að diskútera hvort þetta borgi sig.
En það hjálpar þessu fyrirkomulagi mínu auðvitað staðreyndin að eg er frekar boring manneskja
Síðan þá hef ég alltaf bara keypt nýja bíla, og hef alltaf átt þá í circa áratug og svo þegar ég öðlaðist smá peningavit, borgað lánið niður.
Svo í nokkur og þónokkur ár á ég viðhaldslítinn bíl í góðu standi, allt þar til kominn er tími á eitthvað major viðhald og þá skipti ég
Og af því ég fæddist og ólst upp í Lödum svo mér dugar beisikk A til B bílar.
Við feðgar erum á no frills Aygo núna. Eg get in theory klárað að borga hann niður innan við ári frá kaupum og átt hann þá áhyggjulaust í.. hvað.. 7 ár og svo þá næstu ár þar á eftir í bílahugleiðingum fyrir næstu 10 árin.
Svo þú veist. Peningalega séð er hægt að diskútera hvort þetta borgi sig.
En það hjálpar þessu fyrirkomulagi mínu auðvitað staðreyndin að eg er frekar boring manneskja
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Verð á bílum
Ætli það sé ekki hægt að heimfæra þetta yfir á tölvubúnaðinn sem notendur hér spreða í?
Margir mundu nú ekki verða neitt voðalega sammála því að eyða 200k+ í tölvuna sína á hverju ári - sérstaklega miðað við suma sem kaupa alltaf nýjasta skjákortið og örrann og fara þá með tap upp á 300k á ári kannski.
Margir mundu nú ekki verða neitt voðalega sammála því að eyða 200k+ í tölvuna sína á hverju ári - sérstaklega miðað við suma sem kaupa alltaf nýjasta skjákortið og örrann og fara þá með tap upp á 300k á ári kannski.
Re: Verð á bílum
Þetta er auðvitað alltaf smekksatriði, held að flestir hér fyrir ofan séu búnir að tækla flest "point of view"
Sem starfsmaður bílaumboðs þá hvet ég að sjálfsögðu alla til að kaupa nýja bíla
Sem starfsmaður bílaumboðs þá hvet ég að sjálfsögðu alla til að kaupa nýja bíla
Síðast breytt af gunni91 á Lau 27. Mar 2021 21:22, breytt samtals 1 sinni.