Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf jonsig » Lau 27. Feb 2021 20:35

sælir

Hvernig eru kortin ykkar að virka ? Ég sjálfur hef verið með 6800xt og 3060Ti og hafði 3060ti til viðmiðunnar sem er ekki alveg fair og er 6800xt algert monster í samanburði. En með Rt on í t.d. shadow of the tomb raider þá verður 6800xt svipað fubar.

Annars er ég virkilega ánægður með þessa AsRock útfærslu sem kísillinn seldi mér. Það er mjög hljóðlátt og ekkert coil whine nema doom ethernal sé að keyra í 300fps+ rugli :)

Hvernig er 6900xt að virka með Raytracing, hefði maður átt að splæsa í þannig eða bíða eftir t.d. 3080ti ?



Skjámynd

Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Haraldur25 » Lau 27. Feb 2021 20:43

Ég er með 6800xt red devil og það er svaðalefa öflugt.
Er að spila wow, kingdom come, destiny 2 með allt í ultra og er með 150-250 fps í þeim.

Hef ekkert út á AMD að setja með þessa gpu línu.
Finnst einnig radeon software alveg höfuð og herðar betra en geforce exp.

3080ti? Verður eitthvað point með það. Þeir sem græða á þeim eru það ekki 3D forritagæjar?

Græðir ekkert á þeim í leikjaspilun eða hefðbundna vinnu.


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO


emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf emil40 » Lau 27. Feb 2021 20:45

ég er með 6800 red dragon er mjög ánægður með það :)


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf jonsig » Lau 27. Feb 2021 20:53

Mér finnst þetta ray tracing töff en það setti 3060ti alveg á hliðina :( langar ekki að fórna raster performance fyrir ray tracing. Síðan er talað um að flestir console leikir eru að verða optimized fyrir big navi fljótlega.. verður það ekki bad news fyrir nvidia?



Skjámynd

Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Haraldur25 » Lau 27. Feb 2021 22:29

jonsig skrifaði:Mér finnst þetta ray tracing töff en það setti 3060ti alveg á hliðina :( langar ekki að fórna raster performance fyrir ray tracing. Síðan er talað um að flestir console leikir eru að verða optimized fyrir big navi fljótlega.. verður það ekki bad news fyrir nvidia?


Mér persónulega finnst þetta ray tracing ekki þess virði, gerir lítið í leikjum , fólk bara hyper þetta upp.

Raytracing eftir 4-5 ár það er að segja ef þeir ætla að halda áfram að vinna í henni ( Nvidia og AMD), þá getur við byrjað að tala saman um að það skipti máli :D


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO

Skjámynd

Gummzzi
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Þri 27. Apr 2010 19:28
Reputation: 11
Staðsetning: VilltaVestrið
Staða: Tengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Gummzzi » Lau 27. Feb 2021 22:48

Ég bind miklar vonir við 6700xt sem er væntanlegt. Stefni á nýtt build fjótlega og vona að nokkur kort rati í hillurnar hérna heima.
68/6900 eru aðeins of dýr fyrir budduna mína. Er að vonast til að 6700xt keyri 1440p temmilega, á mi 34'' freesync skjánum sem ég var að panta.



Ryzen 5 5600x︱be quiet! dark rock 4︱RAM: 16 GB @3600MHz ︱1TB M.2 NVMe SSD
ASRock B550M-Steel Legend︱Red Devil RX 6700XT︱Be quiet! Pure Power 11 700w︱be quiet pure base 500
Mi Curved Gaming Monitor 34"

Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Reputation: 35
Staða: Tengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Atvagl » Sun 28. Feb 2021 00:41

Ég er með Asus TUF 3080 kort og það er umtalsvert heitara og háværara en ég bjóst við. Þetta er reyndar fyrsta top-tier kortið sem ég prófa, ég var með Strix 970 þar á undan, sem er einstaklega hljóðlátt og kalt.
Performance er bara eins og í blautustu draumum samt - Doom Eternal í 300+ fps, BO:CW keyrir eins og draumur líka.

Svo er ég farinn að spara það að kveikja á ofninum því herbergið hitnar svo af kortinu!


|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf jonsig » Sun 28. Feb 2021 09:17

Atvagl skrifaði:Ég er með Asus TUF 3080 kort og það er umtalsvert heitara og háværara en ég bjóst við. Þetta er reyndar fyrsta top-tier kortið sem ég prófa,


Verður 10Gb Vddr ekki vandamál ? Skil ekki af hverju 6800xt var ekki með sama magn af steam processorum/cuda

Ef ég sé eftir eitthverju þá er það að splæsa 184k í eitthvað sem ég nota 5klst í viku tops. Og þá í Quake 4 , C&c generals :dontpressthatbutton
Síðast breytt af jonsig á Sun 28. Feb 2021 09:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf audiophile » Sun 28. Feb 2021 10:36

Ég er búinn að vera með 5700XT núna í 2ár og elska það. Ef ég væri að uppfæra færi ég í 6800XT. Raytracing heillar mig ekki neitt eins og það er í dag. Gefum því nokkur ár í viðbót og þá verður það kannski "must have".


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Reputation: 35
Staða: Tengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Atvagl » Sun 28. Feb 2021 12:04

jonsig skrifaði:
Atvagl skrifaði:Ég er með Asus TUF 3080 kort og það er umtalsvert heitara og háværara en ég bjóst við. Þetta er reyndar fyrsta top-tier kortið sem ég prófa,


Verður 10Gb Vddr ekki vandamál ?


Ég er bara að spila í 1440p eins og er og hef ekkert alltof miklar áhyggjur af VRAM. Ef til þess kemur að 10Gb bottlenecki mig á næstu 3 árum er ég viss um að einhver Vaktari verði tilbúinn að taka kortið af mér á sanngjörnu verði \:D/

Þá getur maður uppfært í 4000 series eða jafnvel skipt í rauða liðið.
Annars er DLSS líka óttalegt beast sem gæti sparað manni vram í þyngstu leikjunum á næstu árum.


|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ


Robotcop10
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 19. Maí 2018 06:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Robotcop10 » Sun 28. Feb 2021 12:05

Atvagl skrifaði:Ég er með Asus TUF 3080 kort og það er umtalsvert heitara og háværara en ég bjóst við. Þetta er reyndar fyrsta top-tier kortið sem ég prófa, ég var með Strix 970 þar á undan, sem er einstaklega hljóðlátt og kalt.
Performance er bara eins og í blautustu draumum samt - Doom Eternal í 300+ fps, BO:CW keyrir eins og draumur líka.

Svo er ég farinn að spara það að kveikja á ofninum því herbergið hitnar svo af kortinu!

Ég hélt að Asus Tuf væri með þeim betru 3080 varðandi kælingu, hvaða temp ertu að sjá þegar þú ert að keyra leiki ?



Skjámynd

Ingisnickers86
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Þri 06. Des 2016 07:38
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Ingisnickers86 » Sun 28. Feb 2021 12:08

jonsig skrifaði:Ef ég sé eftir eitthverju þá er það að splæsa 184k í eitthvað sem ég nota 5klst í viku tops. Og þá í Quake 4 , C&c generals :dontpressthatbutton


Hahaha, talandi um overkill :sleezyjoe


Kveðja,

Ingisnickers


Ryzen 5800X | Vengeance LPX 16 GB @ 3.6 | Red Devil 6950 XT | 250 GB Evo 960 | 1 TB Evo 850 | 2 TB WD Red | B450 Mortar Max | RM750x | Silencio S400 | 32" Odyssey G7 |

Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Reputation: 35
Staða: Tengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Atvagl » Sun 28. Feb 2021 12:17

Robotcop10 skrifaði:Ég hélt að Asus Tuf væri með þeim betru 3080 varðandi kælingu, hvaða temp ertu að sjá þegar þú ert að keyra leiki ?


Mmm það er kannski ekki endilega hitastigið sjálft á kortinu, heldur hversu mikill hiti dumpast úr tölvunni í herbergið.
Kortið er í svona 70-75 undir álagi, en það hitnar vel í kolunum undir borðinu!


|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf upg8 » Sun 28. Feb 2021 12:37

jonsig skrifaði:Mér finnst þetta ray tracing töff en það setti 3060ti alveg á hliðina :( langar ekki að fórna raster performance fyrir ray tracing. Síðan er talað um að flestir console leikir eru að verða optimized fyrir big navi fljótlega.. verður það ekki bad news fyrir nvidia?

DirectX 12 Ultimate eru sömu ray tracing APIs fyrir Xbox Series og PC með Ray tracing capable skjákort, þar með talið nVIDIA. Það sem er mesta hindrunin í framtíðinni er tregða Intel til að taka upp PCIe 4 stuðning á móðurborðum en Direct Storage mun nýtast í ýmsa leiki í framtíðinni en það er helsti kosturinn við nýju leikjatölvurnar hversu hröð gagnageymsla er á þeim og hægt að nota PCIe4 NVMe sem nokkurskonar viðbótar vinnsluminni og þar er nauðsynleg meiri bandvídd en flestar gaming PC tölvur eru með


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


kapttan
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Sun 29. Nóv 2020 15:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf kapttan » Sun 28. Feb 2021 15:43

Eg er med rx 6090 XT , og tad er mjog fraberrt kort ;)




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 28. Feb 2021 20:38

jonsig skrifaði:...

Ef ég sé eftir eitthverju þá er það að splæsa 184k í eitthvað sem ég nota 5klst í viku tops. Og þá í Quake 4 , C&c generals :dontpressthatbutton


Prísaðu þig sælan, þú ert þá laus við sóa akkúrat þeim peningum í kellingar & áfengi :)



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf jonsig » Sun 28. Feb 2021 21:05

Sinnumtveir skrifaði:
jonsig skrifaði:...

Ef ég sé eftir eitthverju þá er það að splæsa 184k í eitthvað sem ég nota 5klst í viku tops. Og þá í Quake 4 , C&c generals :dontpressthatbutton


Prísaðu þig sælan, þú ert þá laus við sóa akkúrat þeim peningum í kellingar & áfengi :)


Ég er ekki laus við konu útgjöld :crazy




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 28. Feb 2021 23:09

jonsig skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
jonsig skrifaði:...

Ef ég sé eftir eitthverju þá er það að splæsa 184k í eitthvað sem ég nota 5klst í viku tops. Og þá í Quake 4 , C&c generals :dontpressthatbutton


Prísaðu þig sælan, þú ert þá laus við sóa akkúrat þeim peningum í kellingar & áfengi :)


Ég er ekki laus við konu útgjöld :crazy


Að ógleymdum George Best skólanum: "I spent a lot of money on booze, birds and fast cars. The rest I just squandered." :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf GuðjónR » Mán 01. Mar 2021 09:28

jonsig skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
jonsig skrifaði:...

Ef ég sé eftir eitthverju þá er það að splæsa 184k í eitthvað sem ég nota 5klst í viku tops. Og þá í Quake 4 , C&c generals :dontpressthatbutton


Prísaðu þig sælan, þú ert þá laus við sóa akkúrat þeim peningum í kellingar & áfengi :)


Ég er ekki laus við konu útgjöld :crazy

Konan þín hefur væntanlega tekjur?



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf jonsig » Mán 01. Mar 2021 22:26

GuðjónR skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er ekki laus við konu útgjöld :crazy

Konan þín hefur væntanlega tekjur?


Jú, og mínar tekjur. :nerd_been_up_allnight




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Sinnumtveir » Þri 02. Mar 2021 02:34

jonsig skrifaði:sælir

...

Hvernig er 6900xt að virka með Raytracing, hefði maður átt að splæsa í þannig eða bíða eftir t.d. 3080ti ?


Frést hefur að Super-resolution / ray-tracing stuðningur á AMD sé handan við hornið og þéttist á næstu vikum og mánuðum.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf Dr3dinn » Þri 02. Mar 2021 09:45

*EDITED*

Bíð spenntur eftir þessum kortum og ætla að kaupa mér þau en rant:

"
Ég ætla bíða til sumars að kaupa mér þessi kort, finnst verðlagning alveg út úr heiminum hér á Íslandi (óháð bíðtímum / afhendingartíma / skorti)

Listaverð og verðlagning

6800 580usd (73.660) - verð hérlendis lægst:149.500 hæst 179.995
6800xt 650usd (82.550) - verð hérlendis lægst 179.500 hæst 219.995
6900 1000usd (127.000) - verð hérlendist lægst 229.500 hæst 299.995

USD 127
"

Alveg óháð gjöldum, vsk eða álagningu þá er ekki hægt að sannfæra mig um þessa útreikninga :)
-veit af scalping og skorti

Grunar að maður þurfi að kaupa þetta úti og jafnvel sækja vöruna en þetta eru nokkrir flugmiðar í milligjöf.
Síðast breytt af Dr3dinn á Þri 02. Mar 2021 09:53, breytt samtals 1 sinni.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf jonsig » Þri 02. Mar 2021 12:16

6800xt er reyndar ódýrast á 185k þeir hafa ekki uppfært verðið því þeir eru bara að afgreiða 30mann biðlista.

Svo er ekki beint hægt að leggja radeon referance kortin að jöfnu við Asrock 6800xt thaichi/phantom með há binnaðan GPU og viðbótar 1x slot bara fyrir stærri kælingu

Svo eru þetta MSRP verð sem þú miðar við,, ekki alveg að fljúga núna.
Síðast breytt af jonsig á Þri 02. Mar 2021 12:19, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 02. Mar 2021 13:56

ef ray tracing er eitthvað sem þú villt nota þá ferðu í nvidia.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla ykkar af sexy kortum eins og 6800xt/6900xt ?

Pósturaf jonsig » Mið 03. Mar 2021 09:13

DaRKSTaR skrifaði:ef ray tracing er eitthvað sem þú villt nota þá ferðu í nvidia.


Samt varla það XD,, þyrfti helst að vera RTX3090 til að það sé nokkurnvegin í lagi.