Jarðskjálftar...
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Svona er jarðskjálftakortið með yfirförnu jarðskjálftunum.
- Viðhengi
-
- Jarðskjálftavirkni Reykjanes - Krýsuvík 27-02-2021 2333utc.png (820.61 KiB) Skoðað 7042 sinnum
Re: Jarðskjálftar...
Var að finna fyrir einum góðum fyrir 2 minutum(00:19) maður er bara pínu smeykur núna.
PC: AMD Ryzen 8700F - Asrock Radeon 7700XT Challenger
PS5
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Brimklo skrifaði:Var að finna fyrir einum góðum fyrir 2 minutum(00:19) maður er bara pínu smeykur núna.
Þessi var nú líklega ekki minni en 5,7 skjálftinn um daginn.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5617
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1066
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Hef ekki fundið fyrir neinum skjálftum heima hjá mér. Fann ekki þennan kl 00:19
uppfært: hann var víst um 4,3 þessi 00:19.
uppfært: hann var víst um 4,3 þessi 00:19.
Síðast breytt af appel á Sun 28. Feb 2021 00:29, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
appel skrifaði:Hef ekki fundið fyrir neinum skjálftum heima hjá mér. Fann ekki þennan kl 00:19
Ég er í Reykjanesbæ og maður fann eiginlega bylgjuna fara í gegnum húsið, mjög skrítið. Heyrði samt engan hvin eða slíkt á undan.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Skv. fyrstu tölum segja þeir að þetta hafi nú bara verið 4,3 skjálfti. Á bágt með að trúa því en treysti mælunum og fræðingunum.
Re: Jarðskjálftar...
falcon1 skrifaði:Skv. fyrstu tölum segja þeir að þetta hafi nú bara verið 4,3 skjálfti. Á bágt með að trúa því en treysti mælunum og fræðingunum.
Kominn upp í 5.1 núna
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Re: Jarðskjálftar...
Getur eiginlega ekki tekið mark á þessum tölum fyrr enn eftir svona 10-15 mínútum eftir að þær birtast.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Ég er að sjá í fréttum að dýpi jarðskjálftanna er farið úr 8 km og er núna komið í 5 km á síðustu dögum. Þetta er mjög áhugaverð þróun.
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð (Rúv.is)
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð (Rúv.is)
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Hérna er interferogram af breytingum á spennusviðinu á Reykjanesskaga. Þetta er ekki gott sýnist mér á þessari mynd. Fengið héðan á Twitter.
- Viðhengi
-
- interferogram Reykjanes peninsula 28-02-2021.jpg (347.67 KiB) Skoðað 6893 sinnum
Re: Jarðskjálftar...
Brimklo skrifaði:Var að finna fyrir einum góðum fyrir 2 minutum(00:19) maður er bara pínu smeykur núna.
Engin ástæða til að vera smeykur.
Gos er ólíklegt og þótt til þess kæmi er ekki líklegt að það yrði til mikilla vandræða.
Þessi 6,5 skjálfti sem þeir eru að spá í Brennisteinsfjöllum yrði vissulega scary, en húsin okkar þola það, fyrir utan kannski örfá eldgömul og illa byggð.
Bara spurning um að huga að innanbúi, annað ekki.
Ég er bara amatör, en þetta er samt að koma beint frá Páli Einars og Magga Tuma.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Hér er graf af öllum skjálftunum sem hafa átt sér stað yfir líklegast 48 tíma tímabil. Frá föstudagsmorgni til sunnudagsmorguns.
Grafið sýnir dýpi skjálfta, 3 eða stærri, í þeirri röð sem skjálftarnir urðu.
Re: Jarðskjálftar...
mikkimás skrifaði:Brimklo skrifaði:Var að finna fyrir einum góðum fyrir 2 minutum(00:19) maður er bara pínu smeykur núna.
Engin ástæða til að vera smeykur.
Gos er ólíklegt og þótt til þess kæmi er ekki líklegt að það yrði til mikilla vandræða.
Þessi 6,5 skjálfti sem þeir eru að spá í Brennisteinsfjöllum yrði vissulega scary, en húsin okkar þola það, fyrir utan kannski örfá eldgömul og illa byggð.
Bara spurning um að huga að innanbúi, annað ekki.
Ég er bara amatör, en þetta er samt að koma beint frá Páli Einars og Magga Tuma.
'ólíklegt' í þessu samhengi hefur varla neina merkingu, hvað er verið að tala um hér? Á morgun, næstu 10 ár, næstu hundrað ár? 10%, 1% eða 0.001%. Mér finnst bara skrítið og ófaglegt þegar vísindamenn og stjórnmálamenn reyna að slá á áhyggjur með því að segja að eitthvað sé 'ólíklegt'.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Hizzman skrifaði:'ólíklegt' í þessu samhengi hefur varla neina merkingu, hvað er verið að tala um hér? Á morgun, næstu 10 ár, næstu hundrað ár? 10%, 1% eða 0.001%. Mér finnst bara skrítið og ófaglegt þegar vísindamenn og stjórnmálamenn reyna að slá á áhyggjur með því að segja að eitthvað sé 'ólíklegt'.
Hefur "ólíklegt" einhvern tíma einhverja merkingu að þínu mati?
Orðið merkir bara að það séu (mun) minni líkur en meiri á því að atburður eigi sér stað, en þú vissir það örugglega.
Líkindin byggja á því hvað hefur átt sér stað nú þegar og hvað er að gerast núna en ekki á því hvað mögulega gæti átt sér stað í fjarlægðri framtíð byggt á atburðum sem hafa ekki átt sér stað eða eru ekki að gerast.
Re: Jarðskjálftar...
Hizzman skrifaði:'ólíklegt' í þessu samhengi hefur varla neina merkingu, hvað er verið að tala um hér? Á morgun, næstu 10 ár, næstu hundrað ár? 10%, 1% eða 0.001%. Mér finnst bara skrítið og ófaglegt þegar vísindamenn og stjórnmálamenn reyna að slá á áhyggjur með því að segja að eitthvað sé 'ólíklegt'.
'Ólíklegt' í þessu samhengi þýðir bara 'ólíklegt á næstunni í ljósi þess að ekki eru neinar vísbendingar um að neinn katastrófískur atburður sé á leiðinni'.
'Á næstunni' þýðir svo 'ekki alveg næstu 10.000 ár' því ólíklegt er talið að svo langt tímabil verði goslaust á Reykjanesskaganum.
Með fullri virðingu, það sem er ófaglegt er annars vegar að ala á áhyggjum og kvíða vegna katastrófísks atburðar sem er ólíklegur til að raungerast, og hins vegar að festa sérstaka tölu á líkur þess atburðar.
Líkurnar verða ekkert mikið nákvæmari en 'líklegt' eða 'ólíklegt'.
Re: Jarðskjálftar...
mjolkurdreytill skrifaði:
Grafið sýnir dýpi skjálfta, 3 eða stærri, í þeirri röð sem skjálftarnir urðu.
Erfitt að ská trend, en væri gaman að sjá trendlínu í gegn, gæti verið örlítið að aukast grynnri skjálftar.
Ég hefði frekar kosið að hafa núllið efst, og það myndi vaxa niður á við. Mér þætti það auðlesnara þannig.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Það er ekki að sjá neinar óróabreytingar á SIL stöðvum á Reykjanesinu. Hérna er vefsíða Veðurstofunnar með óróamælingum. Ef að tíðni 0.5Hz til 1.0Hz fer af stað, þá er kvika farin af stað. Það hefur ekki ennþá gerst en það útilokar ekki að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum með því að flæða inn á dýpi, sem er þá meira en 7 km dýpi. Þó svo að jarðskjálftar séu að mælast á um 5 km dýpi þessa stundina.
Síðast breytt af jonfr1900 á Sun 28. Feb 2021 14:49, breytt samtals 1 sinni.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
Ég skipti þessu upp í hópa eftir stærð frá og til með talið.
1) 3,0 - 3,3 n = 68
2)3,4 - 3,8 n = 34
3)3,9 - 4,3 n = 5
4) 4,4 - 5,2 n = 5 (síðasti hópurinn er bara rest)
Stóri skjálfti gærmorgunsins er t.d. nr 42
Hádegisskjálftar föstudagsins eru horfnir þar sem þetta eru bara síðustu 48 tímar. En þið getið svo sem séð þá á fyrri myndinni.
P.S. Leitnilína fyrir þessa dreifingu hefur ekki sérstaklega háa fylgnitölu og er ekki sérstaklega gagnleg og því er ég ekki að eltast við að setja hana inn.
Það væri áhugaverðara að bera hrinuna núna saman við hrinurnar í október og janúar á síðasta ári. Hef bara ekki gögnin og finn þau ekki í fljótu bragði.
Getið fundið skjálftatölur síðastliðinna 48 tíma hér.
https://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgo ... view=table
Síðast breytt af mjolkurdreytill á Sun 28. Feb 2021 16:36, breytt samtals 1 sinni.
Re: Jarðskjálftar...
mjolkurdreytill skrifaði:Það væri áhugaverðara að bera hrinuna núna saman við hrinurnar í október og janúar á síðasta ári. Hef bara ekki gögnin og finn þau ekki í fljótu bragði.
Kóði: Velja allt
http://hraun.vedur.is/ja/viku/{}/vika_{:02}/listi
t.d.
Kóði: Velja allt
http://hraun.vedur.is/ja/viku/2020/vika_40/listi
Vona þetta hjálpi.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
thorhs skrifaði:mjolkurdreytill skrifaði:Það væri áhugaverðara að bera hrinuna núna saman við hrinurnar í október og janúar á síðasta ári. Hef bara ekki gögnin og finn þau ekki í fljótu bragði.Kóði: Velja allt
http://hraun.vedur.is/ja/viku/{}/vika_{:02}/listi
t.d.Kóði: Velja allt
http://hraun.vedur.is/ja/viku/2020/vika_40/listi
Vona þetta hjálpi.
Þetta eru allir skjálftar á landinu á þessum tíma.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 958
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Jarðskjálftar...
mjolkurdreytill skrifaði:thorhs skrifaði:mjolkurdreytill skrifaði:Það væri áhugaverðara að bera hrinuna núna saman við hrinurnar í október og janúar á síðasta ári. Hef bara ekki gögnin og finn þau ekki í fljótu bragði.Kóði: Velja allt
http://hraun.vedur.is/ja/viku/{}/vika_{:02}/listi
t.d.Kóði: Velja allt
http://hraun.vedur.is/ja/viku/2020/vika_40/listi
Vona þetta hjálpi.
Þetta eru allir skjálftar á landinu á þessum tíma.
Hnitin á þeim eru þarna með.