Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Allt utan efnis

Höfundur
frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf frr » Fim 11. Feb 2021 16:30

Eflausta hafa mörg ykkar séð fréttir um þetta:

https://www.ign.com/articles/terraria-g ... d-re-logic

Viðkomandi veit ekki hvort/hvað hann gerði til að verðskulda þetta og missir mikið af gögnum/bíómyndum/öppum og pósti síðustu fimmtán árin.
Hefur þó öfugt við flesta aðra, tök á að svara í sömu mynt.

Því miður er þetta nokkuð algengt, fólki er sparkað út og engin ástæða gefin.
Það er ekki að sjá að þessi maður hafi póstað öfgafullum skoðunum, drullað yfir einhvern eða gefið út youtube myndskeið með höfundarréttrarvarðri tónlist. E.t.v. hefur einhver brotist inn í aðganginn hans, en maður myndi ætla að Google gæti sýnt því skilning.

Ég er a.m.k. farinn að hugsa mig tvisvar um, varðandi gagnaöryggi og notkun á google þjónustum.
Líklega borgar sig að hafa youtube aðgang tengt að öðru leiti ónotuðum google aðgangi, eins með keyptar bíómyndir.
Eins gott að takeout.google.com er til.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf einarhr » Fim 11. Feb 2021 16:49

Þetta er bara önnur hlið málsins


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf frr » Fim 11. Feb 2021 17:00

Ef þú lest þráðinn á Twitter, þá er erfitt að sjá hver hin umrædda "hin hlið" er.
Þetta byrjar með skilaboðum v. "brots" á youtube, sem samkvæmt skilaboðum er einungis aðvörun án frekari eftirmála, en þremur dögum seinna er lokað á allt.
Á Twitter sjást t.d. svör frá aðilum á vegum Youtube, gagnslaus ráð, o.fl, þ.a. þetta er ekki bara orð viðkomandi.
Hitt er, sama hvað mögulegt brot er, hvernig er hægt að verðskulda að missa allt og hafa ekkert tækifæri á ná í t.d. póstinn sinn?



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf Revenant » Fim 11. Feb 2021 17:05

Þetta er því miður áhættan að vera lénsmaður hjá bandarísku stórfyrirtæki.

Google er verst í þessum efnum því það er "engineering driven" fyrirtæki sem tímir ekki að hafa notendaaðstoð.
Miklu ódýrara að búa til gervigreind sem tekur ákvarðanir um að banna notendur þrátt fyrir að ákveðin prósenta sé röng jákvæð niðurstaða og hafa svo enga leið til að mótmæla þeirri ákvörðun.

Ég mæli með að fólk taki afrit af Google aðganginum sínum reglulega í gegnum takeout.google.com (það er m.a. hægt að skipuleggja þetta mánuði fram í tímann) þannig EF Google ákveður að vera í vondu skapi einn daginn þá verði skaðinn minni.

Minni líka á að margir nota Google aðganginn sinn sem auðkenningu á aðrar síður (oauth2 eða sem notendanafn í gegnum gmail addressu) þannig ef þú missir Google aðganginn þá missiru líka tenginguna við þær síður.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf mjolkurdreytill » Fim 11. Feb 2021 17:08

Það kæmi mér ótrúlega lítið á óvart ef þetta væri á endanum einhver lágt settur starfsmaður hjá Google að fara fram úr sjálfum sér.

Þessar fréttir eru samt 2ja og 3ja daga gamlar og google virðist ekki hafa svarað fyrirspurnum.




Höfundur
frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf frr » Fim 11. Feb 2021 18:04

mjolkurdreytill skrifaði:Það kæmi mér ótrúlega lítið á óvart ef þetta væri á endanum einhver lágt settur starfsmaður hjá Google að fara fram úr sjálfum sér.

Þessar fréttir eru samt 2ja og 3ja daga gamlar og google virðist ekki hafa svarað fyrirspurnum.


Raunar er þetta meir en þriggja vikna gamalt.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf steinarorri » Fim 11. Feb 2021 19:29

Konan mín lenti í þessu hjá Facebook eftir að fyrirtækisaðgangurinn hennar var hakkaður og kreditkortið notað til að kaupa víetnamskar auglýsingar. Í kjölfarið var henni hent af Facebook (bæði persónulegi aðgangurinn og fyrirtækið) og engin leið að nálgast myndir og önnur gögn sem sett voru þar inn.
Á endanum komust við í samband við data protection officer En Ég held að eina ástæðan fyrir því að það hafi verið mögulegt hafi verið vegna GDPR reglugerðarinnar.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf mjolkurdreytill » Fim 11. Feb 2021 19:32

Já og nei.

Andrew Spinks tísti fyrst um það á mánudaginn að hann hefði misst aðganginn sinn fyrir þremur vikum síðar.

Andrew Spinks (@demiloc) þann 8.febrúar skrifaði:My phone has lost access to thousands of dollars of apps on @GooglePlay
. I had just bought LOTR 4K and can't finish it. My @googledrive
data is completely gone. I can't access my @YouTube
channel. The worst of all is losing access to my @gmail
address of over 15 years.


IGN og Polygon fjölluðu um þetta samdægurs.

Business Insider og RockPaperShotgun fjölluðu um þetta á þriðjudaginn.

IGN, Polygon og Business Insider segjast öll hafa sent Google fyrirspurn vegna málsins og tveimur og þremur dögum síðar hefur Google ekki svarað, í það minnsta hefur engin fréttanna verið uppfærð vegna yfirlýsingar frá google.

https://www.polygon.com/2021/2/8/222722 ... locked-out
https://www.businessinsider.com/terrari ... ?r=US&IR=T




Höfundur
frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Einn forkólfum Terraria hent út af Youtube/Google

Pósturaf frr » Fim 11. Feb 2021 19:56

Sko, ég er að sjálfsögðu að vísa til þess hvenær hann lenti í þessum ógöngum, ekki hvenær þetta kom í fjölmiðlum.
Þ.e. bið eftir viðbrögðum Google tók meira en þrjár vikur.