3070 eða 3080

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

3070 eða 3080

Pósturaf emil40 » Mið 03. Feb 2021 14:31

eru einhverjir með 3070 eða 3080 kort á lausu ?


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


Clayman
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Mán 17. Jún 2019 11:55
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf Clayman » Mið 03. Feb 2021 17:28

Síðast breytt af Clayman á Mið 03. Feb 2021 17:29, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 7 3800x - B550 Aorus Elite - RTX 3070 Gigabyte Aorus Master - Corsair 16gb@3600mhz - Corsair h100i - Corsair MP600 M.2 - Corsair RM850X - Corsair 4000D


Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf Brimklo » Mið 03. Feb 2021 18:09

Clayman skrifaði:https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ihlutir/Skjakort/1_856.action?manus=274&priceFrom=100000&priceTo=150000

https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 757.action

https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 792.action

Hér stendur að þeir eigi eitt Gigabyte 3070 Gaming og 5 stk af Vision...


Þeir auglýstu þetta á Instagram, var ekki lengi að næla mér í 1stk


Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.

PS5

Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.


soring
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 02. Apr 2013 08:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf soring » Mið 03. Feb 2021 21:22

Ég er (kannski) á biðlista hjá Tölvulistanum og er drullu fúll að hafa misst af þessu. Fór (kannski) á lista hjá þeim í fyrir eitthvað um 2-3 vikum og hringdi í þá í gær og upplifði eitthvað furðulegasta símtal ársins. Spurði þá hver staðan væri, hvort þeir ættu von á einhverjum sendingum, bara til að fá tilfinnigu fyrir því hvernig áraði hjá þeim. Sölumaðurinn vissi ekkert, ekki hugmynd um hvort þær ættu von á einhverju eða hvort eitthvað væri á leiðinni eða hve mikið.
Ég spyr svolítið út í þetta og hann ber fyrir sig Covid og "pólitík".

Covid hefur alveg klárlega einhver áhrif en þau áhrif ættu nú aðalega að snúast að sendingartíma, ég á amk í litlum erfiðleikum með að panta vörur frá EU og US án þess að það taki of langan tíma eða að ég viti ekki hvar allt er á leiðinni. Ég skil ekki fyrir mitt litla hvaða pólitík ætti að þvælast fyrir innkaupum á Nvidia 30X0 kortum, að mér vitandi eru engar innanríkis né milliríkjadeilur sem ættu að standa í vegi fyrir innflutningi til Íslands. Það er greinilegt að þessi starfsmaður veit ekkert um innkaup á þessum skjákortum þannig að ég ákveð að spyrja hvort ég sé ekki ennþá örugglega á listanum hjá þeim, umræddur starfsmaður var sko ekkert að nenna því, spurði mig hvort ég hefði gefið upp síma og email (sem ég gerði ásamt kt) og þá væri ég örugglega á lista. Frábær þjónusta!!. Ég breyti um taktík og spyr hann hvort ég geti fengið að vita hvar í röðinni ég er, já nei, það er sko ekki gefið upp og polítíkin var aftur ástæðan.

Þetta kurteisis símtal til TL, til þess eins að forvitnast um stöðu á innflutningi korta í þeirri von um að stýra væntingum mínum breyttist fljótt í samtal við einhvern sem hljómaði eins og hann væri með álpappírshatt hinum megin á línunni og kenndi Covid og pólitík um skort á Nvidia kortum... dafuq...

Mikil ósköp langar mig að finna skjákortið hjá einhverjum öðrum en Tölvulistanum núna. Hvað annað er sambærilegt og Asus TUF OC eða Strix OC kortin (3080)
Síðast breytt af soring á Mið 03. Feb 2021 21:34, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf emil40 » Mið 03. Feb 2021 21:55

ég veit að tölvutek fá sendingu á morgun með 3070 kortum amk gæti verið eitthvað fleira, ég er sjálfur á biðlista eftir 3080 korti hjá kísildal.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf Alfa » Fim 04. Feb 2021 08:28

soring skrifaði:Sölumaðurinn vissi ekkert, ekki hugmynd um hvort þær ættu von á einhverju eða hvort eitthvað væri á leiðinni eða hve mikið.
Ég spyr svolítið út í þetta og hann ber fyrir sig Covid og "pólitík".


Veit ekki alveg hvort þú sért búin að kanna þetta mikið en prufaðu að finna 3080 á stórum retailerum í USA t.d Newegg og Amazon, OUT OF STOCK heldurðu að það sé ekki ástæða fyrir því? Heldurðu að litlar verslanir norður í rassgati séu að fá kort í massavís ef það er ekki einu sinni til í USA. Ég var á lista hjá TL seint 2020 og fékk kort á ca mánuði og taldi mig mjög heppinn. Ástandið er en verra núna þar sem erfitt er að fá flugsendingar frá Kína vegna m.a já Covid ! Að geta lítið svarað fyrir listann get ég ekki sagt til um, veit bara að það virkaði fyrir mig að vera þolinmóður.

Kísildalur virðist ganga best að redda kortum en það eru bara ekki brönd sem ég hef persónulega áhuga á.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf SolidFeather » Fim 04. Feb 2021 09:13

Það hafa líka verið að detta inn kort hjá tölvutek, aðalega 3070 en eitt og eitt 3080.

Er ekki málið að fara í custom loop :guy :guy

https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 793.action

Annars var ég skráður á biðlista fyrir 3080 hjá TL á útgáfudegi 3080, en það hefur greinilega dottið uppfyrir fyrst að Alfa kom seinna inn og fékk kort :guy :guy :guy



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf Alfa » Fim 04. Feb 2021 09:20

SolidFeather skrifaði:Annars var ég skráður á biðlista fyrir 3080 hjá TL á útgáfudegi 3080, en það hefur greinilega dottið uppfyrir fyrst að Alfa kom seinna inn og fékk kort :guy :guy :guy


Ég var það reyndar líka, fékk held ég meira segja kort sem annar hætti við minnir mig.

En ég mæli nú samt með að menn sendi þeim allavega póst til að sjá hvernig staðan er, en ég veit hún er ömurleg, það þarf ekki að skoða marga youtube review rásir til að sjá það ! Einnig ef þið skoðið hvaða skjákort eru bara yfirleitt til þá er lítið til á lager, á t.d. TL og Tölvutek.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight


soring
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 02. Apr 2013 08:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3070 eða 3080

Pósturaf soring » Fim 04. Feb 2021 09:40

SolidFeather skrifaði:Annars var ég skráður á biðlista fyrir 3080 hjá TL á útgáfudegi 3080, en það hefur greinilega dottið uppfyrir fyrst að Alfa kom seinna inn og fékk kort :guy :guy :guy

Traustvekjandi.

Vatnskælda kortið er svalt, en það kostar líklega meira en 3090 kortið þegar kostnaður á loop'i og nýjum kassa og nýju parketi er tekið inn í myndina.
Síðast breytt af soring á Fim 04. Feb 2021 09:41, breytt samtals 1 sinni.