Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:olihar skrifaði:Interesting, þannig að þegar ég keypti 100 BTC fyrir 500kr fyrir löngu síðan þá þarf ég að borga tæpar 34 milljónir ISK í skatt ef ég sel núna í dag. (verð svo reyndar að muna að draga þennan 500 kall frá þessum 34M)
Já, svo lækkar verðið á btc niður í 500 kr. á næsta ári og þú í sömu sporum og upphaflega en færð ekkert endurgreitt frá skattinum, svo hækkar þetta aftur á þarnæsta ári og þá færðu aðra rukkun .... jeehhhyy gaman!
Alls ekki svoleiðis sem þetta virkar...
Hvernig virka hlutabréfakaup annars? Ef ég kaupi í félagi A fyrir milljón og það hækkar um 100% á árinu ég sel og borga 20% af hagnaði og nota allan peningin til að kaupa í félagi B fyrir 1.8M það verður aftur 100% hækkun og ég greiði þá 20% af 1.8m króna gróðanum eða 360k fjárfesti svo árið eftir í félagi C 3.240.000 sem er allur peningurinn eftir skatt, nú verður bankahrun og verðbréfin þurrkast út og ég á 0 kr. á ég rétt á endurgreiðslu frá skattinum? Eða er þetta bara þannig að skatturinn tekur ef vel gengur en fokkjú ef ílla gegnur?
"Tap af sölu hlutabréfa er heimilt að draga frá hagnaði af sölu annarra hlutabréfa á sama ári."
https://www.rsk.is/media/rsk03/rsk_0319_2017.is.pdf
Ahhh ... "á sama ári" ...
Mættu vera rýmri reglur, t.d. 5 ár eða eins og með skattatap félaga, þar hefurðu 10 ár.