Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Gúrú » Sun 22. Feb 2015 13:46

Færi þetta af söluþræðinum.

viewtopic.php?f=11&t=64410
Hér er upphaf málefnisins.

Notandi kemur og verðleggur tölvu sem er aldrei 45 þúsund króna virði (nema einhver verðmeti W8 license á 20k? Gerir það einhver?)
á 45 þúsund krónur. Þar sem við erum ekki á bland heldur á Vaktinni minntist ég á að þessi tölva væri ekki 45 þúsund króna virði að mínu mati.

GuðjónR, sem er nú búinn að vera meðlimur og rekstraraðili Vaktarinnar í mörg ár og ætti að vita betur, gagnrýnir það að
ég segi mitt mat á tölvunni og segir seinna í þræðinum að það skipti engu máli hvað mér finnist um verð tölvunnar
þar sem ég sé ekki kaupandinn.

Hann breytir síðan lýsinguni á Til Sölu - Tölvuvörur undirborðinu úr "VARÚÐ: Verðlöggur - farðu varlega í verðlagningu."
sem hefur verið þar alla tíð yfir í
Bannað er að skipta sér af verðlagningu nema þess sé óskað af seljanda.


Þar með er tilgangur Vaktarinnar að mínu mati að hálfu leyti farinn. Ekki er lengur neinn vettvangur
á Íslandi þar sem venjulegt fólk getur keypt og selt tölvuvörur án þess að hægt sé að svindla á því vegna fáfræði sinnar með okri.

Ég kveð hér með Vaktina að sinni og spyr ykkur: Er einhver sem vill að þetta sé svona?
Þá fyrir utan kidda sem er auðvitað nógu klár til að láta ekki svindla á sér og alveg sama um að verja eðlilega fólkið.


Modus ponens

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 13:51

Gúrú skrifaði:Ég kveð hér með Vaktina að sinni...

Við sjáumst í næsta stríði :)
viewtopic.php?f=46&t=64533



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Gunnar » Sun 22. Feb 2015 14:09

Alla tíð hefur það verið þannig að við pössum uppá að fólk okri ekki á öðrum á þessu spjalli og höfum það bakvið eyrað að vera ekki of grófir í verðlagningunni.
Auðvitað hafa komið upp skipti sem einhver er of grófur í löggustarfinu en þá er hann oftast leiðréttur mjög snögglega af öðrum vökturum.
Finnst það full gróft að loka allveg á það þar sem það var mjög góður partur af þessu samfélagi.
Oft komu einhverjir tappar að með sömu auglýsingu frá bland og vildu sama verð fyrir tölvuna og þeir keyptu fyrir 2 árum. Þá kom oft hiti í þráðinn hans og hann var snöggur að fara eitthvert annað, en eins og í þræðinum sem Gúrú commentar á veit sá maður augljóslega ekki hvað hann á að verðleggja tölvuna enda nýr á vaktinni og geri þá grein fyrir því að hann viti ekki fullkomlega hversu fljótt tölvuhlutir rýrna í verði.
Mér finnst þetta skref afturábak en það er bara ég.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 14:17

Gunnar skrifaði:Alla tíð hefur það verið þannig að við pössum uppá að fólk okri ekki á öðrum á þessu spjalli og höfum það bakvið eyrað að vera ekki of grófir í verðlagningunni.
Auðvitað hafa komið upp skipti sem einhver er of grófur í löggustarfinu en þá er hann oftast leiðréttur mjög snögglega af öðrum vökturum.
Finnst það full gróft að loka allveg á það þar sem það var mjög góður partur af þessu samfélagi.
Oft komu einhverjir tappar að með sömu auglýsingu frá bland og vildu sama verð fyrir tölvuna og þeir keyptu fyrir 2 árum. Þá kom oft hiti í þráðinn hans og hann var snöggur að fara eitthvert annað, en eins og í þræðinum sem Gúrú commentar á veit sá maður augljóslega ekki hvað hann á að verðleggja tölvuna enda nýr á vaktinni og geri þá grein fyrir því að hann viti ekki fullkomlega hversu fljótt tölvuhlutir rýrna í verði.
Mér finnst þetta skref afturábak en það er bara ég.



Við getum ekki gert ráð fyrir að allir seljendur séu svindlarar og okrara og allir kaupendur séru þroksaheftir og láti bjóða sér hvað sem er.
Dæmi, ég seldi í síðasta mánuði Renault Kangoo sem ég hafði átt síðan 2005, ég setti 1290k á bílinn en það verð var gjörsalega út úr kú, okur , glæpur siðleysi hefði kannski einhver sagt, ég vissi samt vel að hann færi aldrei á 1290.
Ég keypti bílinn á 1600k fyrir 10 árum. Bíllinn fór svo á 1000k slétt eftir "prútt"... hvað hefði gerst ef ég hefði sett 1000k á hann í upphafi?
Það hefði enginn keypt hann á 1000k, tilboðin hefðu öll endað í 800k max.

Verðlöggur eru ágætar upp að vissu marki, en þegar þær gera lítið annað en að skemma sölurþráð eftir söluþráð með "sérþekkingu" sinni þá þarf að endurskoða tilgang þeirra og það er akkúrat það sem ég er að gera núna.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Moldvarpan » Sun 22. Feb 2015 14:24

Þetta þykir mér stórt skref afturábak, því miður.

Það hefur mjög oft gerst að notendur verðleggja hluti sína alltof hátt, og svo eftir vinsamlegar ábendingar þá er verðið lagfært og hluturinn selst hratt og örugglega.

Þetta er ekki lengur verðvaktin ef það má ekki tjá sig um verðið, það segir sig sjálft.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63510
Dæmi, þessi frábæri einstaklingur byrjaði með verðin sín í hærri kantinum, eftir nokkrar ábendingar og smá umræðu ákvað hann að uppfæra verðin.
Þá fór allt á skrið, og ég keypti af honum til að mynda einn íhlut. Ég hefði aldrei gert það hefði hann verið fastur á sýnu upprunalega verði.

Og með þetta dæmi þitt Guðjón, þá finnst mér það hrylllingur að hugsa til þess ef menn ætla að fara stunda samskonar viðskipti með tölvuíhluti eins og bíla.




benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf benediktkr » Sun 22. Feb 2015 14:43

Er ekki bara kominn timi til að stofna nytt solu spjallborð?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 14:43

Moldvarpan skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63510
Dæmi, þessi frábæri einstaklingur byrjaði með verðin sín í hærri kantinum, eftir nokkrar ábendingar og smá umræðu ákvað hann að uppfæra verðin.
Þá fór allt á skrið, og ég keypti af honum til að mynda einn íhlut. Ég hefði aldrei gert það hefði hann verið fastur á sýnu upprunalega verði.

Gott dæmi, en hann hefði hvort sem er lækkað því engin hefði keypt á þessum verðum.
Verð notaðra hluta er aldrei hærra en það sem fólk er tilbúið að greiða fyrir þá.
Það er ekki verið að banna fólki að gera "dónatilboð" á vefnum, alls ekki.
Bara það að það er óþarfi að segja t.d. "hey, þetta skjákort sem þú vilt fá 50k fyrir er sko ekki 50k virði! þú ert heppin ef þú færð 40k" ...
Ef sá sem sagði þetta hefði áhuga á skjákortinu þá mætti hann alveg segja, "þetta kort er að mínu mati ekki 50k virði! ég býð 40k"



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Viktor » Sun 22. Feb 2015 15:02

45000 kr. fyrir þessa tölvu er náttúrulega ekkert nema djók og já, þetta er stórt skref aftur á bak.

Þetta er pakki upp á kannski 10-20þ., ef einhver vill kaupa gamla og úrelda tölvu með 2x160GB diskum sem líklega eru að fara að hrynja eftir ekki svo langan tíma.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 15:10

Sallarólegur skrifaði:45000 kr. fyrir þessa tölvu er náttúrulega ekkert nema djók og já, þetta er stórt skref aftur á bak.

Þetta er pakki upp á kannski 10-20þ., ef einhver vill kaupa gamla og úrelda tölvu með 2x160GB diskum sem líklega eru að fara að hrynja eftir ekki svo langan tíma.


Það er nefninlega málið, ef það er "djók" þá situr hann uppi með vélina og engin kaupir.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Viktor » Sun 22. Feb 2015 15:12

GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:45000 kr. fyrir þessa tölvu er náttúrulega ekkert nema djók og já, þetta er stórt skref aftur á bak.

Þetta er pakki upp á kannski 10-20þ., ef einhver vill kaupa gamla og úrelda tölvu með 2x160GB diskum sem líklega eru að fara að hrynja eftir ekki svo langan tíma.


Það er nefninlega málið, ef það er "djók" þá situr hann uppi með vélina og engin kaupir.


Ekki ef hann nær að plata fólk sem veit ekki betur, sem er það sem "verðlöggur" eru að reyna að koma í veg fyrir :(


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Tesy » Sun 22. Feb 2015 15:23

viewtopic.php?f=57&t=62619

Hérna er svo dæmi um strák sem keypti tölvu af bland á 85 þúsund og kemur inn á vaktin, spyr og fær að vita að tölvan sé ekki nema um 30-35þ kr virði og segist ætla að kíkja inn á vaktin næst áður en hann fer að kaupa sér eitthvað tölvutengt.

Einnig hef ég ekki séð neinn kommenta með þessu nýju reglu (Fyrir utan Guðjón), einungis á móti. Vaktin er gjörsamlega búin að missa aðal tilgang síðunnar.




steiniofur
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf steiniofur » Sun 22. Feb 2015 15:27

Mér finnst þetta vera skref í vitlausa átt.

Það er ekki "móralskt morðtilræði" að segja "þetta verð er allt of hátt að mínu mati"

Að þessi athugasemd útheimti svo reglubreytingar finnst mér út í hött.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 15:29

steiniofur skrifaði:Mér finnst þetta vera skref í vitlausa átt.

Það er ekki "móralskt morðtilræði" að segja "þetta verð er allt of hátt að mínu mati"

Að þessi athugasemd útheimti svo reglubreytingar finnst mér út í hött.

hehehehe þessi athugasemd gerði það nú ekki, þetta var bara skot á Gúru.
Þetta á sér mun lengri aðdraganda.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf gRIMwORLD » Sun 22. Feb 2015 15:33

Ég get skilið hvað GuðjónR er að fara með þetta en oftar en ekki hafa söluþræðir snúist upp í röfl á milli "verðlögga" sem auðvitað skemmir söluþráðinn. Ef seljandi ætlaði sér að hafa allt ferlið opið og í þræðinum þá er frekar erfitt að þurfa að lesa í gegnum allt röflið um verðlagningu ýmissa hluta og samanburð á benchmarki til að sjá tilvonandi kaupanda inn á milli.

Tek þó líka undir með þeim sem gagnrýna þessa breytingu harðlega. Ég sjálfur hef kynnt Vaktina sem nær öruggan stað til að versla notaða hluti, einmitt af því að seljendur komast ekki upp með okur. Við erum ekki rekstraraðilar Vaktarinnar en mér finnst að meðlimir sem stunda þetta spjall á hverjum degi, og hafa gert svo í mörg ár, eigi að hafa rétt á því að koma að þessari breytingu. Sumum finnst hún of langt gengin, öðrum er slétt sama og enn aðrir kannski ánægðir. Þegar fólk fær að taka þátt í þróun á svona samfélagi þá hugsar það hugsanlega betur um það sjálft.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf methylman » Sun 22. Feb 2015 16:12

Svo lengi sem þráðurinn er merktur "verðlöggur bannaðar" þá er þetta bara eðlilegt. Notandinn veit þá að því að hugsanlega er seljandinn að reyna að fá meira fyrir hlutinn en raunvirði, og verður ef til vill gagnrýnni á það verð sem sett er upp. En það er alveg sjálfsagt að banna verðlöggur á söluþræði, en seljandinn verður að vera tilbúinn að taka við dónatilboðum á þráðinn.


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf jonsig » Lau 09. Jan 2021 09:29

Hvað varð um þessa stefnu ? Þetta er ágætis pæling sem hefur verið að krauma þarna 2015 og þessi Guru bannaður ?

Þessar verðlöggur á vaktinni eru orðnar alltof kurteisar, það er verið að selja eld gömul skjákort á topp verðum. Væntanlega til einhverra sem vita ekki betur.



Skjámynd

Höfundur
Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Gúrú » Lau 09. Jan 2021 12:33

Skv. GuðjónR sjálfum var ég bannaður að rangri sök því ég átti skv. honum bara að fá tveggja daga bann fyrir að skrifa "bump" á þræði (í mótmælaskyni). Ég veit ekki hvort það er rétt því ég skráði mig inn og það stóð að ég væri varanlega bannaður og fékk engin samskipti um að þetta væri tveggja daga bann. Ég fann út síðar að það hefði skv. honum verið framlengt í varanlegt bann útaf aðgerðum einhvers annars einstaklings sem hann hélt að væri ég af óútskýrðri ástæðu.

Ég væri til í að fá þá útskýringu ásamt almennri útskýringu á hegðun hans á þessum dögum sem um ræðir því ég hef aldrei skilið hana. Hann laug ansi miklu sér í hag og mér í óhag bæði rétt áður en og rétt eftir að ég var bannaður.


Modus ponens


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf pepsico » Lau 09. Jan 2021 12:36

P.S. Ég hef verið hér frá því ca. 2 mánuðum eftir að ég var varanlega bannaður. Í fyrstu bara til að stunda viðskipti með tölvuíhluti, en síðar hóf ég aftur að hjálpa fólki með íhlutaval í tölvur, ýmsa tæknilega aðstoð, og verðlagningu á notuðum íhlutum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Klemmi » Lau 09. Jan 2021 13:59

jonsig skrifaði:Hvað varð um þessa stefnu ? Þetta er ágætis pæling sem hefur verið að krauma þarna 2015 og þessi Guru bannaður ?

Þessar verðlöggur á vaktinni eru orðnar alltof kurteisar, það er verið að selja eld gömul skjákort á topp verðum. Væntanlega til einhverra sem vita ekki betur.


Ekki það að ég hafi fylgst með öllum þráðum, en hef almennt ekki tekið eftir einhverjum svakalegum verðum.

Það væri samt alveg ráð að söluþræðir yrðu ekki sýnilegir strax, heldur þyrftu jonsig stimpilinn, þar sem þú myndir verðleggja hlutina.
Allir aflgjafar sem ekki má rekja til Seasonic verða líklega á 0kr, eða að seljandi þurfi að borga með þeim, og öll skjákort lækka um 50% þegar ný lína er tilkynnt, óháð framboði.



Skjámynd

Haraldur25
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Sun 08. Nóv 2015 15:00
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Haraldur25 » Lau 09. Jan 2021 14:18

Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Hvað varð um þessa stefnu ? Þetta er ágætis pæling sem hefur verið að krauma þarna 2015 og þessi Guru bannaður ?

Þessar verðlöggur á vaktinni eru orðnar alltof kurteisar, það er verið að selja eld gömul skjákort á topp verðum. Væntanlega til einhverra sem vita ekki betur.


Ekki það að ég hafi fylgst með öllum þráðum, en hef almennt ekki tekið eftir einhverjum svakalegum verðum.

Það væri samt alveg ráð að söluþræðir yrðu ekki sýnilegir strax, heldur þyrftu jonsig stimpilinn, þar sem þú myndir verðleggja hlutina.
Allir aflgjafar sem ekki má rekja til Seasonic verða líklega á 0kr, eða að seljandi þurfi að borga með þeim, og öll skjákort lækka um 50% þegar ný lína er tilkynnt, óháð framboði.


Ég hló upphátt =D>


Cosmos C700M--AMD 5900X--Asus Strix x570-E--6800XT Red Devil limited-- Seasonic Prime Platinum 1300W-- Samsung 840 SSD 126gb- Samsung NVME 980 pro 512gb-- Teamgroup NVME 1TB--G Skill 3200Mhz CL 14 2x8 GB- EKWB 360 AIO

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Lau 09. Jan 2021 17:22

Gúrú skrifaði:Ég væri til í að fá þá útskýringu ásamt almennri útskýringu á hegðun hans á þessum dögum sem um ræðir því ég hef aldrei skilið hana. Hann laug ansi miklu sér í hag og mér í óhag bæði rétt áður en og rétt eftir að ég var bannaður.

Þú ert í raun að svara spurningunni þinni sjálfur hérna.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Lau 09. Jan 2021 17:23

pepsico skrifaði:P.S. Ég hef verið hér frá því ca. 2 mánuðum eftir að ég var varanlega bannaður.

...þér er sem sagt fyrirmunað að fara eftir reglunum.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Hrotti » Lau 09. Jan 2021 17:29

Haraldur25 skrifaði:
Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Hvað varð um þessa stefnu ? Þetta er ágætis pæling sem hefur verið að krauma þarna 2015 og þessi Guru bannaður ?

Þessar verðlöggur á vaktinni eru orðnar alltof kurteisar, það er verið að selja eld gömul skjákort á topp verðum. Væntanlega til einhverra sem vita ekki betur.


Ekki það að ég hafi fylgst með öllum þráðum, en hef almennt ekki tekið eftir einhverjum svakalegum verðum.

Það væri samt alveg ráð að söluþræðir yrðu ekki sýnilegir strax, heldur þyrftu jonsig stimpilinn, þar sem þú myndir verðleggja hlutina.
Allir aflgjafar sem ekki má rekja til Seasonic verða líklega á 0kr, eða að seljandi þurfi að borga með þeim, og öll skjákort lækka um 50% þegar ný lína er tilkynnt, óháð framboði.


Ég hló upphátt =D>


X2 :megasmile


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Aimar
/dev/null
Póstar: 1421
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Reputation: 33
Staðsetning: 201
Staða: Tengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf Aimar » Lau 09. Jan 2021 18:52

Sælir.

Ég hef verið hérna á vaktinni í langan tíma, mjög langan tíma.

Hérna eru mín 2 cent.

Mér finnst vaktin vera að fara að missa það sem hún hafði . Einhver kom með vöru og setti fram verðhumynd eða ekki. Vaktarar setja fram fallega og af VIIRÐINGU sitt mat á það hvort of hátt er eða of lágt er of skotið. Eftir 1-3 athugasemdir, þá vissu menn hvað var í boði. Þráður hjá viðkomandi var ekki skemmdur með hinum og þessum sem vildu koma sinni sérstöku skoðun að. (sem skipti ekki neinn máli, hvað þá sölumann).

Í dag finnst mér þræðir fyllast af persónulegum skoðunum og þráðaránum ákveðinna manna. Seljandi hefur ekki neinn áhuga á þessum skoðunum og alls ekki kaupandi. Ég á ekki falleg eða uppbyggileg orð fyrir þessa umræðu, aðra en að biðja menn/konur um að anda áður en skrifað er á söluþræði annara. Sá sem er að selja vill ekki fá neinar athugasemdir aðrar en þær sem snúa að verði eða hugmyndum sem hjálpa við að selja vöruna.

Stundum er til vara sem er vinsæl þá hlýtur hún að seljast á hærra verði en er eðlilegt og engin önnur eftirspurn er til staðar. Stundum er vara selt á undirverði, því einhverjum vantar pening eða nóg til af þeirri vöru. Engin eftirspurn.

Ég er eftir yfir 10 ár hérna inni frekar farinn að tala í pm, til að losna við þráðarán eða athugasendir sem skipta ekki máli.

Allavegana gleðilegt árið og megi þetta ár vera betra í samskiptum.
Síðast breytt af Aimar á Lau 09. Jan 2021 20:16, breytt samtals 1 sinni.


GPU: AMD Radeon™ RX 7900 XT - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frelsi til að okra á Vaktinni 2015-

Pósturaf GuðjónR » Lau 09. Jan 2021 19:05

Aimar skrifaði:Sælir.

Ég hef verið hérna á vaktinni í langan tíma, mjög langan tíma.

Hérna eru mín 2 cent.

Mér finnst vaktin vera að fara að missa það sem hún hafði . Einhver kom með vöru og setti fram verðhumynd eða ekki. Vaktarar setja fram fallega og af VIIRÐINGU sitt mat á það hvort of hátt er eða of lágt er of skotið. Eftir 1-3 athugasemdir, þá vissu menn hvað var í boði. Þráður hjá viðkomandi var ekki skemmdur með hinum og þessum sem vildu koma sinni sérstöku skoðun að. (sem skipti ekki neinn máli, hvað þá sölumann).

Í dag finnst mér þræðir fyllast af persónulegum skoðunum og þráðaránum ákveðinna manna. Seljandi hefur ekki neinn áhuga á þessum skoðunum og alls ekki kaupandi. Ég á ekki falleg eða uppbyggileg orð fyrir þessa umræðu, aðra en að biðja menn/konur um að anda áður en skrifað er á söluþræði annara. Sá sem er að selja vill ekki fá neinar athugasemdir aðrar en þær sem snúa að verði eða hugmyndum sem hjálpa við að selja vöruna.

Stundum er til vara sem er vinsæl þá hlýtur hún að seljast á hærra verði en er eðlilegt og engin önnur eftirspurn er til staðar. Stundum er vara selt á udnirverði, því einhverjum vantar pening eða nóg til af þeirri vöru. Engin eftirspurn.

Ég er eftir yfir 10 ár hérna inni frekar farinn að tala í pm, til að losna við þráðarán eða athugasendir sem skipta ekki máli.

Allavegana gleðilegt árið og megi þetta ár vera betra í samskiptum.


Ég er mjög sammála þessu.