Myndlykill Símans - Forrita Logitech fjarstýringu

Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Myndlykill Símans - Forrita Logitech fjarstýringu

Pósturaf arnarj » Mán 04. Jan 2021 21:13

Er með myndlykil frá Símanum (stendur DIW387 UHD Siminn Sagemcom undir honum) og er að reyna að fá Logitech Harmony One fjarstýringu til að virka með honum. Hefur einhver hér náð að fá Logitech fjarstýringu til að virka með þessum myndlykli?
Ég er búinn að vera að fikta mig áfram og ég einfaldlega fæ Logitech fjarstýringu ekki til að virka en hún virkar með öllum öðrum tækjum. Gagnagrunnur finnur módelnúmerið Sagemcom DIW387 og DIW387 UHD án árangurs. Ég prófaði einnig að láta Logitech fjarstýringuna læra á einstakar skipanir og þrátt fyrir að komast í gegnum það ferli með eðlilegum hætti virkar fjarstýringin ekki þegar á reynir.




wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill Símans - Forrita Logitech fjarstýringu

Pósturaf wicket » Þri 05. Jan 2021 00:49

Hefur alltaf virkað hjá mér, bæði á gömlu Harmony fjarstýringuna sem ég var með fyrir mörgun árum og nýju núna.

Gamlar Síma fjarstýringar virka á nýja myndlykla og gamlar á nýja myndlykla þannig að þú ættir að geta sett inn gömlu týpuna sem að ég hef alltaf verið með inni. Eina sem ég þurfti að mappa sjálfur var að komast aftur á heimaskjáinn, tók 2 sek.

Set inn skjáskot svo að þú sjáir týpunúmerið.

Screenshot_20210105-004615.png
Screenshot_20210105-004615.png (460.59 KiB) Skoðað 1110 sinnum
Síðast breytt af wicket á Þri 05. Jan 2021 00:50, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Myndlykill Símans - Forrita Logitech fjarstýringu

Pósturaf arnarj » Þri 05. Jan 2021 11:26

wicket skrifaði:Hefur alltaf virkað hjá mér, bæði á gömlu Harmony fjarstýringuna sem ég var með fyrir mörgun árum og nýju núna.

Gamlar Síma fjarstýringar virka á nýja myndlykla og gamlar á nýja myndlykla þannig að þú ættir að geta sett inn gömlu týpuna sem að ég hef alltaf verið með inni. Eina sem ég þurfti að mappa sjálfur var að komast aftur á heimaskjáinn, tók 2 sek.

Set inn skjáskot svo að þú sjáir týpunúmerið.


Snillingur, takk kærlega fyrir þetta leysti málið. Þurfti að remappa nokkra takka til að fá perfect virkni :)