Vandamál með Warcraft 3


Höfundur
Pirate^
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 24. Apr 2004 21:05
Reputation: 0
Staðsetning: Selfoss
Staða: Ótengdur

Vandamál með Warcraft 3

Pósturaf Pirate^ » Lau 25. Des 2004 00:23

Ég er í smá vandræðum með að creata server í war3 :?
sko ég er með router en er búinn að opna fyrir port og svoleiðis og einnig búinn að fara í game port r some og setja það sama port og ég er með en virkar samt ekki að creata server :(
Gæti einhver hjálpað mér með þetta ?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 25. Des 2004 01:04

Það eru meiri líkur á því að við getum og viljum hjálpa þér ef að þú vandar uppsetninguna á bréfunum og lýsir vandamálinu betur :-/




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 25. Des 2004 03:02

lol, ef við snúum þessu yfir á einhvern sem hringir í þig til að finna einhvern stað: "Ég fór til vinstri og inn götuna og svo inn götuna sem ég átti að fara að öðrum gatnamótum, fór þar til vinstri en sundlaugin var ekki þar. Hvernig kemmst ég þangað frá staðnum sem ég er núna?"

Þessi þyrfti auðvitað að segja þér hvaða götur hann fór og á hvaða götu hann væri svo þú getir hjálpað honum.

Þú þarft að segja okkur hvaða port þú opnaðir og hvað þú gerðir nákvæmlega. Þú segist ekki geta creatað server, komu þá ekki einhver villuskilaboð? Eða gastu kannski creatað server, það bara kommst enginn inná hann? Eða eitthvað sem mér er ekki að detta í hug?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 26. Des 2004 01:58

¿ertu ad forwarda portinu a retta tolvu?


"Give what you can, take what you need."


ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Sun 26. Des 2004 15:50

gumol skrifaði:lol, ef við snúum þessu yfir á einhvern sem hringir í þig til að finna einhvern stað: "Ég fór til vinstri og inn götuna og svo inn götuna sem ég átti að fara að öðrum gatnamótum, fór þar til vinstri en sundlaugin var ekki þar. Hvernig kemmst ég þangað frá staðnum sem ég er núna?"


:lol: Þetta hljómar eins og stærðfræðidæmi úr stærðfræðibókinni sem ég er í í skólanum :lol:




Höfundur
Pirate^
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 24. Apr 2004 21:05
Reputation: 0
Staðsetning: Selfoss
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pirate^ » Mán 27. Des 2004 00:56

Ég get creatað, en það kemur/kemst enginn inná hann. Ég opnaði port 2412, ef þið eruð að spurja að því. En látið mig vita hvað það er sem þið þurfið að vita til þess að þið getið hjálpað mér.
Ég er nefnilega ekki sá fróðasti á tölvur :oops:.
Þegar ég opnaði port fór ég alveg nákvæmlega eftir þessum reglum http://www.deilir.is/instruct.php#3.1



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 27. Des 2004 13:27

hehe, tók ekki eftir þessu hjá þér fyrst, svo alltíeinu áttaði ég mig á því.... :D

Port 2412 er fyrir DC(enda leiðbeiningar á Deili miðaðar við það), þú átt að nota port 6112 fyrir Warcraft 3 :)

Endilega prófaðu það og láttu vita hvernig gekk. Ef það gekk ekki skaltu pósta hingað. (á þennan þráð)




Höfundur
Pirate^
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 24. Apr 2004 21:05
Reputation: 0
Staðsetning: Selfoss
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pirate^ » Mán 27. Des 2004 14:05

ég skal prufa það :lol: en get ég ekki verið með opið port fyrir deili og war3 á sama tíma ?



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 27. Des 2004 14:40

Pirate^ skrifaði:ég skal prufa það :lol: en get ég ekki verið með opið port fyrir deili og war3 á sama tíma ?
Jújú, það er ekkert mál. Bætir bara við War3 portinu einsog og í leiðbeiningunum og DC portið helst ennþá inni.




Höfundur
Pirate^
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 24. Apr 2004 21:05
Reputation: 0
Staðsetning: Selfoss
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pirate^ » Mán 27. Des 2004 16:01

hey þetta virkaði :lol: takk fyrir hjálpina :lol:




Siddi5
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 15:42
Reputation: 0
Staðsetning: Hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Siddi5 » Sun 16. Jan 2005 17:07

Default port er minni mig 3223 fyrir Warcraft 3 en þu getur svo sem haft

hvað sem er ef þú ferð í options, gameplay og fiktar i þvi.