Skjákort


Höfundur
Oldman
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 27. Nóv 2020 00:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Skjákort

Pósturaf Oldman » Mán 28. Des 2020 18:44

Ég er nú að pæla í að fá mér RTX 3070 og það er bara ekkert til nema Palit 3070 Gaming Pro er eitthvað var í þessi Palit kort?




Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Reputation: 72
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort

Pósturaf Dóri S. » Mán 28. Des 2020 18:54

3070 er bara 3070... Sílikonið er framleitt af Nvidia, þetta notar Nvidia rekla og Nvidia er með einhverjar kvaðir á hönnun þessara korta. Svo það er held ég bara kælingin sem þú þarft að pæla í. Palit Gaming Pro er víst með ágætis kælingu og innan eðlilegra marka þegar kemur að hávaða. Þú ert með 2 ára ábyrgð á þessu svo ég myndi ekki pæla neitt of mikið í því hvað kortið heitir.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort

Pósturaf jonsig » Mán 28. Des 2020 19:49

Er einmitt með RTX3060Ti, með þessari triple ugly kælingu. En hún mok virkar.
Palit/Gainward batteríið hefur oft verið stærsti gpu framleiðandinn. Svo þeir eru ekki beint no-name ef þú heldur það.

Allir chipparnir frá Nvida eru framleiddir með 8nm samsung framleiðslutækni.

Mitt gaming pro oc kort keyrir á sama hita og referance kortið frá nvidia, samt er búið að uppá á því power limit um 20% og yfirklukka aðeins. Og nota Dr.Mos í VRM á gpu, sem er impressive fyrir þá sem hata coil whine t.d.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1263
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort

Pósturaf Njall_L » Mán 28. Des 2020 19:57

Mjög sáttur með mitt 3060TI Gainward kort. Gainward og Palit er sama súpan.

Var sjálfur smá efins þar sem maður heyrir lítið um þessa framleiðendur því þeir eru bara í boði í Evrópu og Asíu en ekki í USA. Ég myndi sjálfur kaupa mitt kort aftur ef til þess kæmi.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort

Pósturaf jonsig » Mán 28. Des 2020 20:05

Þessi design af cooler sem op er að pæla í er alveg head on við ASUS tuf í rtx3080 comparison, þá held ég að þetta sleppi ágætlega. Veit ekki með hávaða samt. En ég er sáttur við hitatölurnar á mínu 3060ti.
Eini munurinn á 3080 gaming pro coolernum og á þeim sem eru á 3060ti/3070 er ein viðbótar hitapípa í hitasökklinum. Svo það ætti að vera hægt að taka mark á þessu grafi.

https://www.kitguru.net/wp-content/uplo ... /temps.png



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Skjákort

Pósturaf SolidFeather » Mán 28. Des 2020 20:31

Ég er búinn að vera með Palit 1080 GameRock í ca. 4 ár og það er fínt, ég myndi kaupa Palit kort aftur.

Það reyndar bilaði ein viftan á því en strákarnir í dalnum vou ekki lengi að redda þvi.