Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Skjámynd

AndriíklAndri
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mán 13. Maí 2019 13:22
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf AndriíklAndri » Mán 14. Des 2020 19:01

netkaffi skrifaði:Síminn er ekki brotinn enn. Sýnist hann ekkert meira breakable en Android símar, lol.

En hérna, er einhver staður þar sem ég get prófað Airpods? EarPods (s.s. víruðu heyrnatólin) tolla ekkert það vel í eyrunum á mér, og Airpods sniðið er næstum alveg eins. Vil prófa þau, s.s. hvort þau tolli, áður en ég opna umbúðirnar. Annars eru Airpods á sölu á svona 25.000 ópnað, kostar 26.995 í Elkó.


Mér finnst airpods tolla betur í eyrunum heldur en earpods sem fylgja alltaf með símunum. Earpods-in renna auðveldlega úr eyrunum mínum en það er allt öðruvísi með airpods, þau tolla mun betur heldur en earpods, allavega fyrir mig. Svo er líka virkilega þægilegt að geta skipað lög og pásað án þess að taka upp símann þinn. Hef átt airpods í c.a. 2 ár og þau eru örugglega bestu kaup sem ég hef gert á síðustu árum. Svo er batterí-lífið þeirra fáránlega gott, duga í alveg 8 klukkutíma af non-stop hlustun. Svo hendiru þeim í hulstrið og tekur enga stund að hlaða þau. Líka enga stunda að hlaða hulstrið. (myndi segja svona 5-10 mín)



Skjámynd

AndriíklAndri
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mán 13. Maí 2019 13:22
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf AndriíklAndri » Mán 14. Des 2020 19:05

Myndi samt passa mig á því ef þú ert að vinna í kringum málm, á verkstæði eða eih svoleiðis. Þá munu líklega flísar komast í hulstrið og seglast við það. Ég gerði þau mistök, alls ekki gaman að ná þeim úr.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf netkaffi » Mán 14. Des 2020 21:22

Hm, ok. Nokkuð spennandi.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1263
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf Njall_L » Mán 14. Des 2020 21:30

Tek undir ágæti Airpods, hef verið með þannig í vasanum í tvö ár og nota þau mjög mikið. Ég get sjálfur ekki notað Earpods, detta alltaf úr eyrunum og finnst þau óþæginleg en Airpods eru ekkert mál. Grunar að það sé vegna þess að Airpods eru svo létt og ekki með snúru sem togar þau niður.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf dori » Mán 14. Des 2020 21:45

Airpods tolla mun betur en Earpods þó svo þau séu svipuð í laginu þar sem það er aldrei nein snúra að toga í þau.

Hins vegar eru alveg einhverjir sem fá þau ekki til að virka fyrir sig og auðvitað mjög svekkjandi ef þú myndir lenda í því. Ég veit samt ekki um neinn stað sem leyfir að máta þetta. Finnst ólíklegt að þetta verði vesen, myndi bara prófa.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf frr » Mán 14. Des 2020 22:14

Sko, Ódýrustu iphone símarnir, SE, eru þokkaleg, samkeppnishæf kaup.
Það má heldur ekki gleyma því að örgjörvarnir eru hreint frábærir í CPU/GPU. Það vita kannski færri að þeir sökka í AI/ML í samanburði við það besta í Android heiminum, en það skiptir sennilega fáa máli.
Hraðinn gefur góða upplifun.
iPad, fyrir utan Pro línuna, eru frábær kaup, því það besta í Android er ekki eins hraðvirkt og dýrara.

Öfugt við það sem margir halda, þá er stýrikerið á eftir Android (og Windows Phone.....), en er svona að klóra í bakkann og er að nálgast það. T.d. tiles, það er splunkunýtt hjá Apple....
Einnig hefur aðgengi að skráarsvæðum, músasupport og Bluetooth tækjum skánað nokkuð og gera iPad nokkuð góðan kost með lyklaborði og jafnvel mús. Ekki af því að Apple elskar ykkur heldur vegna þess sem þið sjáið hvað er að gerast í dag með M1 og plön Apple. Þeir sáu að með því að kryppla tækin svona illilega voru þeir að skemma fyrir sjálfum sér líka.

Öryggi í Apple símum og iPad er þjóðsaga. Tölur sýna lítinn mun milli Android og IOS í gegnum árin.
Það er minna af góðum fríum öppum miðað við Android, en músík og video öpp eru almennt betri og virka betur vegna low latency audio, sem er lítið annað en klastur í Android.

Ef þið skoðið vandaðri rýni á nýjustu myndavélum Apple, þá eru þeir sennilega á toppnum í myndskeiðsupptöku. En það er engan veginn rétt fyrir ljósmyndir, þó sumir miðlar haldi því fram. Þrátt fyrir Lidar og aðra tækni.

Ég er með iPad (hef átt tvær Android spjaldtölvur áður) sem ég nota mikið og kann yfirleitt vel við, en Android síma. Skoðað vel iPhone síma fyrir stuttu, en keypti mér Android með SnapDragon 865. Nægur hraði, helmingi ódýrari sími með 108 MP myndavél. Dugar mér.

Apple gerir góðar (og yfirleitt of dýrar) vörur, en þeir bera ekki hag viðskiptavinarins fyrir brjósti. Right to repair er þverbrotið.
Ekki það að aðrir séu einhverjir englar, en...




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf netkaffi » Mið 16. Des 2020 15:59

dori skrifaði:Airpods tolla mun betur en Earpods þó svo þau séu svipuð í laginu þar sem það er aldrei nein snúra að toga í þau.

Hins vegar eru alveg einhverjir sem fá þau ekki til að virka fyrir sig og auðvitað mjög svekkjandi ef þú myndir lenda í því. Ég veit samt ekki um neinn stað sem leyfir að máta þetta. Finnst ólíklegt að þetta verði vesen, myndi bara prófa.

Þau tolla betur, það er satt. Eitthvað agnarsmár munur í hönnun og svo er ekki snúra. Er s.s. búinn að prófa þau, er þannig séð ekkert ósáttur. Alveg upplifun, gaman að fá að prófa svona fræga vöru. Gott sound í þeim. Var kúl ferli við að tengja þá. Hinsvegar ef ég halla mér á hlið detta þeir, og ef ég sný mér mjög hratt/af festingi. Sem er ókostur. Ég get hinsvegar leyst þetta með að vera með ennisband eða húfu sem láta þau tolla og þá detta þau ekki úr sama hvað. Ég er hvort sem er yfirleitt farinn að vera með húfu, og munar ekki um að hafa eitthvað ennisband.

Þetta er samt bara 2019 Airpods sem eru svona, er einhver búinn að prófa 2020 gerðina?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf dori » Fim 17. Des 2020 10:24

netkaffi skrifaði:
dori skrifaði:Airpods tolla mun betur en Earpods þó svo þau séu svipuð í laginu þar sem það er aldrei nein snúra að toga í þau.

Hins vegar eru alveg einhverjir sem fá þau ekki til að virka fyrir sig og auðvitað mjög svekkjandi ef þú myndir lenda í því. Ég veit samt ekki um neinn stað sem leyfir að máta þetta. Finnst ólíklegt að þetta verði vesen, myndi bara prófa.

Þau tolla betur, það er satt. Eitthvað agnarsmár munur í hönnun og svo er ekki snúra. Er s.s. búinn að prófa þau, er þannig séð ekkert ósáttur. Alveg upplifun, gaman að fá að prófa svona fræga vöru. Gott sound í þeim. Var kúl ferli við að tengja þá. Hinsvegar ef ég halla mér á hlið detta þeir, og ef ég sný mér mjög hratt/af festingi. Sem er ókostur. Ég get hinsvegar leyst þetta með að vera með ennisband eða húfu sem láta þau tolla og þá detta þau ekki úr sama hvað. Ég er hvort sem er yfirleitt farinn að vera með húfu, og munar ekki um að hafa eitthvað ennisband.

Þetta er samt bara 2019 Airpods sem eru svona, er einhver búinn að prófa 2020 gerðina?

Ég held að það sé enginn munur á laginu á "venjulegu" Airpods milli ára. Airpods pro eru náttúrulega allt öðruvísi í laginu og tolla betur hjá sumum en venjulegu (venjulegu tolla betur hjá mér samt).

Hvorug væri hægt að kalla activity heyrnartól þannig að ég myndi alltaf gera ráð fyrir því að þurfa að pikka þau upp við og við eða hafa eyrnaband eða svipaða lausn ef ég væri að fara að hreyfa mig eitthvað meira en létt skokk.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf netkaffi » Fim 17. Des 2020 14:36

Jú, AirPods eru einhverjum millimetrum stærri en EarPods, var að bera það saman í hendinni á mér. Og gúgla það. https://www.google.com/search?q=airpods ... an+earpods

"EarPods are a bit more round and AirPods are slightly more contoured." -- The Verge, Dec 20, 2016.



Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf mort » Fim 17. Des 2020 14:55

ég fékk mér Airpods pro - þvílík snilld. Er búinn að vera byggja og nota þá bara sem heyrnahlífar - heyri ekki í söginni eða brotvélinni ;) - verst þegar einhver ætlar að ná sambandi við mig og "læðist" upp að mér. Fjölskyldan er bara farin að hringja í mig þó svo þau séu í sama húsi. Hef bara bose QC35 til samanburðar en ég get ekki unnið með þau - svitna of mikið um eyrun.


---


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Er að fara eignast fyrsta iPhoninn minn + Airpods. Er eitthvað sem ég þarf að vita?

Pósturaf netkaffi » Fös 18. Des 2020 14:43

Já ok, verð að prófa það.

Btw, AirPods 3 nálgast.

"The report also seemingly re-confirms that the next AirPods will adopt the more stylish, practical and comfortable design of the AirPods Pro. That could account for a price increase, though it’s still looking like the AirPods 3 – or AirPods Pro Lite, as they might be named – will lack more high-end features like ANC and Spatial Audio.

That would fly in the face of other rumors we've heard of recently, which have the AirPods 3 pegged to have active noise cancellation and a “contextual audio system” that can detect potential hazards and either lower or mute audio in either earbud, depending on threat proximity. But there's a chance that the AirPods 3 could be a separate product to the AirPods Pro Lite.

Elsewhere, the report points towards a release date in the first half of 2021, which is consistent with previous leaks suggesting the AirPods 3 would release on March 21. It also notes that the AirPods 3 will once again use the H1 chip, the tiny audio processor Apple has previously included in the AirPods 2, AirPods Pro and AirPods Max."

https://www.tomsguide.com/news/airpods- ... s-bad-news