Kaupa áfengi frá útlöndum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Kaupa áfengi frá útlöndum?

Pósturaf kusi » Fim 17. Des 2020 08:55

Mér þykir úrvalið af viskýi og koníaki í vínbúðinni vera heldur dapurt og verðið auðvitað allt of hátt miðað við hvað maður fær. Flensupestin veldur því svo að maður fer ekkert til útlanda þar sem úrvalið og verðið er betra. Eftir eins árs þurrk er því orðið fremur dapurlegt á barnum. Því datt mér í hug hvort það væri gerlegt og þess virði að panta sér flöskur að utan.

Hafið þið reynslu af því? Var það hagstæðara? Hvaðan var þá pantað?



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kaupa áfengi frá útlöndum?

Pósturaf ZoRzEr » Fim 17. Des 2020 08:59

www.mastersofmalt.com

Hef pantað gin héðan gegnum árin. Mér hefur fundist útreikningur áfengisgjalds breytast eftir því hvaða aðili flytur þetta inn. FedEx eru hvað verstir í þeim málum og innheimta oft á tíðum hærra áfengisgjald en lög segja til um. DHL hafa reynst vel.

Síðan er frábær. Pantar og þetta er komið heim að dyrum eftir 2-3 daga. Borgar toll og áfengisgjald við afhendingu. Nóg er úrvalið og sanngjarnt verð.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


krani
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mán 09. Ágú 2010 19:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa áfengi frá útlöndum?

Pósturaf krani » Fim 17. Des 2020 10:48

Masters of malt. Ég hef aðallega notað hana



Skjámynd

Höfundur
kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa áfengi frá útlöndum?

Pósturaf kusi » Fim 17. Des 2020 11:59

Þessi Masters of malt síða er svakaleg og auðvelt að týnast þarna inni. Ég er hræddur um að ég verði að leggja í stóra pöntun.

Hvað verðið varðar er ég þó ekki viss um að þetta borgi sig ef varan er á annað borð til í Vínbúðinni. Bar til gaman saman Woodford Reserve. Hún kostar 9.499 kr. í vínbúðinni en 4.404 kr. á tilboði á Masters of Malt. Ég reiknaði með að sendingarkostnaðurinn væri 1.279 kr. sem væri ca. meðalgjald á flösku ef keyptar væru 4 flöskur. Áfengisgjaldið og VSK væri þá samtals 6.218 kr. og heildarverðið á flöskunni því komið í 11.901 kr. sem er nærri því 2.500 krónum hærra verð.

Á móti vegur auðvitað að þarna fást tegundir sem mann myndi annars bara dreyma um...



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Kaupa áfengi frá útlöndum?

Pósturaf ZoRzEr » Fim 17. Des 2020 12:50

kusi skrifaði:Þessi Masters of malt síða er svakaleg og auðvelt að týnast þarna inni. Ég er hræddur um að ég verði að leggja í stóra pöntun.

Hvað verðið varðar er ég þó ekki viss um að þetta borgi sig ef varan er á annað borð til í Vínbúðinni. Bar til gaman saman Woodford Reserve. Hún kostar 9.499 kr. í vínbúðinni en 4.404 kr. á tilboði á Masters of Malt. Ég reiknaði með að sendingarkostnaðurinn væri 1.279 kr. sem væri ca. meðalgjald á flösku ef keyptar væru 4 flöskur. Áfengisgjaldið og VSK væri þá samtals 6.218 kr. og heildarverðið á flöskunni því komið í 11.901 kr. sem er nærri því 2.500 krónum hærra verð.

Á móti vegur auðvitað að þarna fást tegundir sem mann myndi annars bara dreyma um...


Ég hef nær eingöngu keypt flöskur sem ekki fást í ríkinu hér heima. Hægt er að panta flest í gegnum ÁTVR og þeir geta oft útvegað flest.

Gin áhugamenn, þá er þessi svakaleg : https://www.masterofmalt.com/gin/hammer ... gin/?srh=1


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa áfengi frá útlöndum?

Pósturaf zurien » Fim 17. Des 2020 13:24

Masters of malt og The whiskey exchange, báðar góðar.
https://www.thewhiskyexchange.com/

Panta þar þegar ég get ekki sérpantað í gegnum vínbúðir.




zoil
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 14:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa áfengi frá útlöndum?

Pósturaf zoil » Fim 17. Des 2020 14:23

Mæli hiklaust með Master of Malt. Var að kaupa þaðan í seinustu viku og það kom 3 dögum seinna upp að dyrum!
Það er Whisky Santa jólaleikur í gangi þannig að þú býrð þér til account og setur eitthvað gott á óskalistann hjá þér og það eru strax einhverjar líkur á því að þú getir unnið! Ég var ekki búinn að setja neitt á listann hjá mér en það kom viskí flaska með sem gjöf frá þeim! Ég verslaði fyrir 90 pund hjá þeim (70 pund og 20 pund í sendingarkostnað) sem gerði 15000 c.a. og var rukkaður um 7000 kall hjá DHL en það var tollurinn fyrir auka flöskuna. Ég borgaði því 7k fyrir 1,15 lítra af áfengi.