i9 9900K vs i9 9900KF


Höfundur
mumialfur
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mán 17. Nóv 2008 10:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf mumialfur » Mán 07. Des 2020 12:43

Mér stendur til boða að kaupa i9 9900KF að utan kominn hingað heim á 80 þús, sem er svipað verð og i9 9900K kostar í Computer.is og Tölvutækni.

Hvorum mælið þið með ?

Ps. er með i5-9600K núna. Er þess virði að upgrade-a ??



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf SolidFeather » Mán 07. Des 2020 12:48

Ég myndi frekar taka K þar sem að hann er með innbyggðan enabled skjákjarna, en ekki KF.

Þannig að þetta er frekar glataður díll sem þér stendur til boða.
Síðast breytt af SolidFeather á Mán 07. Des 2020 12:49, breytt samtals 1 sinni.




RikkzY
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2018 22:53
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf RikkzY » Mán 07. Des 2020 12:52

Að fara úr 9600k í 9900k er ágætt stökk þar sem 9900k er 8/16 vs 6/6



Skjámynd

einar1001
Ofur-Nörd
Póstar: 200
Skráði sig: Fös 16. Sep 2016 19:45
Reputation: 24
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf einar1001 » Mán 07. Des 2020 13:05

Er 9900k þess virði þessa dagana fyrir 80þ ?


Örgjövi: AMD ryzen 7900x. Minni: 2x16GB 5600MHz. GPU: Palit GameRock 3080ti 12gb . HDDs&SSDs: 1.2TB HDD, 1TB HDD, 1tb m.2 SSD, 500gb 960 pro m.2 SSD. Móðurborð: ASRock X670E PRO RS. PSU: AX850W. skjáir: Asus 144Hz 3D 1080p 27", samsung g7 240hz 1440p qled 27", Samsung 144Hz 1440p 32".


Höfundur
mumialfur
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mán 17. Nóv 2008 10:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf mumialfur » Mán 07. Des 2020 13:14

einar1001 skrifaði:Er 9900k þess virði þessa dagana fyrir 80þ ?


Nei ætli það, nema hvað ef ég ætti að fara í 10th gen þá þyrfti ég að uppfæra móðurborðið líka.

Einhverstaðar las ég að KF örgjörvinn væri stabílli heldur en K og því betri í yfirklukkun.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 100
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf Dr3dinn » Mán 07. Des 2020 13:15

Ég er ekki seldur á þessa hugmynd. Miðað við verð á 10 línunni og nýju amd... 2 kjarnar og ekkert það mikið performance fyrir 80þ... nei pass.
(K er málið almennt)

Spara og bíða gæti verið málið og eyða örlítið meira í 5800x/5900x og nýtt móðurborð...eða 10900k þegar það vonandi lækkar einn daginn.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf addon » Mán 07. Des 2020 18:18

Eina ástæðan afhverju KF er til er útað hann er með disabled "skjákjarnann" (skjákortið á örranum) og á því að vera ódýrari
en af einhverjum ástæðum kostar hann yfirleitt það sama sem núllar algjörlega eina kostinn sem hann hafði... verðið
gæti gefið þér kannski auka 0,1 ghz í extreme overclock'i en það er meira sílíkon lottó en neitt annað




gustivinur
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Fös 03. Mar 2017 15:16
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf gustivinur » Mán 07. Des 2020 18:23

Þú misstir af blackfriday tilboðinu úti. Allstaðar var 9900k var að fara á 299 dollara


Kveðja Gústi

Intel 8700k @ 4.9 | Corsair 32 GB @ 3.6 | GTX 3080 gaming Trio | Corsair RM850x |


Gummiv8
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Þri 11. Des 2018 16:13
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf Gummiv8 » Mán 07. Des 2020 23:37

í leikjum ertu að fara sjá lítinn mun 5-10fps max kannski? svo lengi sem skjákortið er ekki að bottleneck-a, er með sama örgjörva og þú og var að íhuga að kaupa i9 á þessu blackfriday tilboði en hætti við, var komið heim á sirka 50-60þús á þessu tilboði
Fannst það eiginlega ekki þess virði, frekar að helda þessum í einhvern tíma og bíða eftir 11 eða 12gen

Svo er fínt boost að overclocka þennan i5 í 5ghz :)




Höfundur
mumialfur
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mán 17. Nóv 2008 10:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: i9 9900K vs i9 9900KF

Pósturaf mumialfur » Þri 08. Des 2020 00:49

Við vorum að hugsa það sama :)