Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum


Höfundur
svampur
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 24. Nóv 2020 22:04
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf svampur » Mið 02. Des 2020 12:09

Sælir

Ég keypti mér tölvuskjá hjá Tölvulistanum núna á Cyper monday tilboði. https://tl.is/product/tuf-gaming-245-fhd-240hz-ips-leikjaskjar-m-displayhdr Ég keypti þennan skjá á rúmlega 76 þúsund og fékk svo þessi skilaboð frá þeim í dag.

Sæll ,

Skjárinn sem þú pantaðir er því miður sýningareintak.

Skjárinn lýtur vel út og allar pakkningar + snúrur fylgja með.

Ef þú hefur áhuga á því þá get ég sett hann á 69.995kr og endurgreitt þér mismuninn.

Endilega láttu mig vita hvað þig langar að gera

Mér langaði bara að forvitnast um hvort þetta séu eðlileg vinnubrögð. Þar að segja að selja skjá og svo senda eftir á að skjárinn sé sýningareintak.
Þessir skjár var einnig á tilboði hjá att.is og kostaði aðeins 1500 kr meira þar. Núna er ég búinn að missa af því ásamt öllum öðrum tilboðum sem voru á Cyper monday. Mér persónulega finnst mjög lítið að fá rúmlega 6.000 kr afslátt fyrir að kaupa sýningareintak en ef enga reynslu á því.

Hvað finnst ykkur?
Síðast breytt af svampur á Mið 02. Des 2020 12:11, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Reputation: 36
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf stinkenfarten » Mið 02. Des 2020 12:32

kannski voru skjáarnir uppseldir og þessi einn sem var sýningareintak var sá eini sem var eftir. ég sé eiginlega ekkert það slæmt við þetta, 6000kr. afsláttur er alveg fínt.


með bíla og tölvur á huganum 24/7


sulta
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 22:35
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf sulta » Mið 02. Des 2020 12:38

Frekar leiðinlegt að lenda í þessu. Hefði haldið að þeir þyrftu að láta þig fá nýjan skjá. En er í rauninni að fá 20 þúsund krónu afslátt miðað við verðið í dag, er það ekki frekar eðlilegur sýningavöru afsláttur? Spurning hvað neytendastofa hefur að segja um svona.

"Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Verðlækkun verður þannig að felast í því að seljandi bjóði vöru á lægra verði en hann selur sams konar vöru venjulega á. Hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það myndi slíkt brjóta í bága við ákvæði lagagreinarinnar."
https://www.neytendastofa.is/neytendur/ ... og-tilbod/

Er svona sýningarvara alltaf seld á þessu verði? Ertu þá nokkuð að fá afslátt.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Lexxinn » Mið 02. Des 2020 12:42

stinkenfarten skrifaði:kannski voru skjáarnir uppseldir og þessi einn sem var sýningareintak var sá eini sem var eftir. ég sé eiginlega ekkert það slæmt við þetta, 6000kr. afsláttur er alveg fínt.


+1 á þetta og það hlýtur að vera valmöguleiki fyrir þig að fá endurgreiðslu ef þú ert ekki sáttur.

Ef þú stekkur á sýningareintakið ferðu vissulega að skoða það fyrst og spyrð hve lengi það hafi staðið uppi og hvort hann hafi verið mikið í gangi eða bara staðið unplugged



Skjámynd

stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Reputation: 36
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf stinkenfarten » Mið 02. Des 2020 12:48

Lexxinn skrifaði:
stinkenfarten skrifaði:kannski voru skjáarnir uppseldir og þessi einn sem var sýningareintak var sá eini sem var eftir. ég sé eiginlega ekkert það slæmt við þetta, 6000kr. afsláttur er alveg fínt.


+1 á þetta og það hlýtur að vera valmöguleiki fyrir þig að fá endurgreiðslu ef þú ert ekki sáttur.

Ef þú stekkur á sýningareintakið ferðu vissulega að skoða það fyrst og spyrð hve lengi það hafi staðið uppi og hvort hann hafi verið mikið í gangi eða bara staðið unplugged


já, það er líka mjög gott að spurja um hvað þú ert að kaupa ef það er sýningareintak. kannski var einhvað að því og þess vegna kusu þau þetta sem sýningareintak.


með bíla og tölvur á huganum 24/7

Skjámynd

Hjaltifr123
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 24. Sep 2020 14:45
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Hjaltifr123 » Mið 02. Des 2020 13:04

Finnst þetta persónulega frekar lélegt. Láta ekki vita af því fyrir fram og sérstaklega leiðinlegt þar sem þú hefðir getað keypt hann glænýjan í kassanum (líklega frekar en sýningareintak) annars staðar. Ég myndi ekki taka hann ef hann hefur verið í gangi hjá þeim til lengri tíma nema að fá meira slegið af verðinu.

Ef hann hann var ekki í sambandi/gangi og lítur annars vegar vel út og ekki rispaður eða álíka þá er þetta fínt og ég myndi ekki pæla í því.


i7 7700K [4.8GHz] - NH-D15 - GTX 980 Ti - Gigabyte Z270 K3 - Vengeance LPX 16GB 3000MHz


Höfundur
svampur
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 24. Nóv 2020 22:04
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf svampur » Mið 02. Des 2020 13:12

sulta skrifaði:Frekar leiðinlegt að lenda í þessu. Hefði haldið að þeir þyrftu að láta þig fá nýjan skjá. En er í rauninni að fá 20 þúsund krónu afslátt miðað við verðið í dag, er það ekki frekar eðlilegur sýningavöru afsláttur? Spurning hvað neytendastofa hefur að segja um svona.

"Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Verðlækkun verður þannig að felast í því að seljandi bjóði vöru á lægra verði en hann selur sams konar vöru venjulega á. Hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það myndi slíkt brjóta í bága við ákvæði lagagreinarinnar."
https://www.neytendastofa.is/neytendur/ ... og-tilbod/

Er svona sýningarvara alltaf seld á þessu verði? Ertu þá nokkuð að fá afslátt.


Áhugaverður punktur, ætla að athuga þetta.




Höfundur
svampur
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 24. Nóv 2020 22:04
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf svampur » Mið 02. Des 2020 13:15

Hjaltifr123 skrifaði:Finnst þetta persónulega frekar lélegt. Láta ekki vita af því fyrir fram og sérstaklega leiðinlegt þar sem þú hefðir getað keypt hann glænýjan í kassanum (líklega frekar en sýningareintak) annars staðar. Ég myndi ekki taka hann ef hann hefur verið í gangi hjá þeim til lengri tíma nema að fá meira slegið af verðinu.

Ef hann hann var ekki í sambandi/gangi og lítur annars vegar vel út og ekki rispaður eða álíka þá er þetta fínt og ég myndi ekki pæla í því.


Einmitt þetta sem mér finnst svo lélegt við þetta. Ef þetta hafði bara verið tekið fram hafði ég keypt annars staðar á nánast sama verði.

Á ennþá eftir að athuga með stöðuna á honum en mér finnst frekar lítið að fá aðeins 6000 kr afslátt af sýningareintaki.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 02. Des 2020 13:37

Get ekki séð neitt athugavert við þetta. Þú færð tækifæri á að kaupa sýningareintak á enn lægra verði en cybermonday tilboðið. Þeir hefðu alveg eins getað sagt þér "því miður þá var röng lagerstaða hjá okkur og skjárinn er því miður ekki til". Það er ekki þeirra að passa að þú getir mögulega hoppað í aðra verslun til að kaupa skjá þar.

Varðandi hvort sýningareintaks afslátturinn sé góður...venjulega myndi maður miða við venjulegt verð, ekki cybermonday verðið, svo rúmlega 22% afsláttur er ekkert slæmt miðað við sýningareintak.

Hvernig sem fór þá er lögbundin 2 ára ábyrgð á skjánum.
Síðast breytt af gRIMwORLD á Mið 02. Des 2020 13:42, breytt samtals 2 sinnum.


IBM PS/2 8086


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Klemmi » Mið 02. Des 2020 13:41

Ekkert óeðlilegt við þetta, þó það sé vissulega fúlt að hafa misst af öðrum tilboðum.

Getur alltaf komið upp að lagerstaða sé ekki rétt, leiðinlegt þó að lenda í því.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Mossi__ » Mið 02. Des 2020 13:50

OP pantaði samt *ekki* sýningareintak.

Hann pantaði nýjan skjá en Tölvulistinn er að láta hann fá sýningareintak.

Það eru ekki heiðarlegir viðskiptahættir.

Tölvulistinn á að láta hann fá nýjan skjá þar sem hann er að kaupa nýjan skjá. (Skv síðunni þeirra er hann til a lager í Reykjavík).




Höfundur
svampur
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 24. Nóv 2020 22:04
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf svampur » Mið 02. Des 2020 13:57

gRIMwORLD skrifaði:Get ekki séð neitt athugavert við þetta. Þú færð tækifæri á að kaupa sýningareintak á enn lægra verði en cybermonday tilboðið. Þeir hefðu alveg eins getað sagt þér "því miður þá var röng lagerstaða hjá okkur og skjárinn er því miður ekki til". Það er ekki þeirra að passa að þú getir mögulega hoppað í aðra verslun til að kaupa skjá þar.

Varðandi hvort sýningareintaks afslátturinn sé góður...venjulega myndi maður miða við venjulegt verð, ekki cybermonday verðið, svo rúmlega 22% afsláttur er ekkert slæmt miðað við sýningareintak.

Hvernig sem fór þá er lögbundin 2 ára ábyrgð á skjánum.


Mér persónulega finnst það á þeirra ábyrgð. Finnst mjög lélegt hjá þeim að lagerstaða sé ekki rétt vegna þess að sýningareintak er partur af lagerstöðu. Finnst einnig ekki sambærilegt að miða við upprunalega verð þar sem hann er ekki keyptur á því verði. Hann er keyptur á 76 þúsund svo þetta er um 8% afsláttur sem mér finnst ekki mikið fyrir sýningareintak. Kannski er ég að horfa eitthvað viltaust á þetta en ég er allavega drullu fúll út í tölvulistann.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Lexxinn » Mið 02. Des 2020 14:12

Mossi__ skrifaði:OP pantaði samt *ekki* sýningareintak.
Hann pantaði nýjan skjá en Tölvulistinn er að láta hann fá sýningareintak.
Það eru ekki heiðarlegir viðskiptahættir.
Tölvulistinn á að láta hann fá nýjan skjá þar sem hann er að kaupa nýjan skjá. (Skv síðunni þeirra er hann til a lager í Reykjavík).

Enda er ekki verið að láta hann fá notaðan skjá, það er verið að bjóða honum sýningareintakið í staðinn svo hann geti fengið skjáinn sem hann langar í á ennþá meiri afslætti en cybermonday tilboðið var.


svampur skrifaði:Mér persónulega finnst það á þeirra ábyrgð. Finnst mjög lélegt hjá þeim að lagerstaða sé ekki rétt vegna þess að sýningareintak er partur af lagerstöðu. Finnst einnig ekki sambærilegt að miða við upprunalega verð þar sem hann er ekki keyptur á því verði. Hann er keyptur á 76 þúsund svo þetta er um 8% afsláttur sem mér finnst ekki mikið fyrir sýningareintak. Kannski er ég að horfa eitthvað viltaust á þetta en ég er allavega drullu fúll út í tölvulistann.

Mistök gerast og það er líklegt að lagerstaðan sé handvirk, til þess eru talningardagar hjá svona fyrirtækjum. Einnig er sýningareintak hluti af lagerstöðu þar sem hún fer inn í kerfið þegar 50skjáir eru keyptir inn, alltaf áætlað að selja það. Einnig er þetta 8% auka afsláttur umfram það sem upphaflega var í boði, fullt verð á skjánum er 90þ.

Leiðilegt að lenda í svona en getur alltaf gerst.
Síðast breytt af Lexxinn á Mið 02. Des 2020 14:13, breytt samtals 1 sinni.




Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Uncredible » Mið 02. Des 2020 14:22

Mjög leiðinlegt að lenda í þessu, en ég myndi persónulega ekki taka á móti svona vöru sem hefur verið sýningarvara.

Því skjárinn hefur væntanlega verið í gangi og er líftími vörunnar oftast bundið við það hversu lengi skjárinn hefur verið í gangi. Og það eru alveg pottþétt einhverjar rispur og annað sem má sjá á skjánum.

En mér finnst TL vera síst að þessum tölvuverslunum sem ég hef verslað við.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Mossi__ » Mið 02. Des 2020 15:00

Lexxinn:

Sýningareintakið hefur að öllum líkindum verið í gangi frá opnun verslunarinnar til lokunar, og eitthvað umfram, með Sleep Mode af, fra því hann var settur upp. Sem við vitum ekki hvað eru margir klst, en það er x klukkustundir í rýrnun. (Ég amk man ekki til þess að hafa mikið farið í tölvuverslun þar sem slökkt er á öllum skjám).

Og Tölvulistinn er að selja rýrnaða vöru á sama verði og nýja. Þeir bjóða honum auka 6.000 kr afslátt sem sáttamiðlun. Þeir mega eiga það að þeir eru ekki að reyna að hylma yfir mistökin. En a móti, skv síðunni þeirra eiga þeir svona skjá ennþá til lager.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html

Fínt að lesa 4. Kafla og áfram þar.

Hefði Tölvulistinn látið OP vita áður en greiðslan hefði farið fram væri staðan önnur. En OP borgaði fyrir nýjan hlut og Tölvulistinn er að reyna að afhenda honum rýrnaðan hlut..

Plús þetta opnar fyrir möguleikann á að Tölvulistinn reyni að stinga sér undan ábyrgð komi svo upp einhver galli inna 2ja ára frá sölu. Það er seinni tíma vesen.




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf k0fuz » Mið 02. Des 2020 16:44

Ég yrði allavega mjög fúll.. myndi ekki taka þennan skjá með svona litlum afslætti.. myndi kannski taka hann með 30-50% afsl. af verðinu sem þú ætlaðir að kaupa hann á en ekki 6k afsl..

Annað skrítið sem ég spurði TL.is útí nýverið. PSU með 10 ára ábyrgð frá framleiðanda er bara með 7ára ábyrgð hjá þeim.. eftir það þarf kaupandi að hafa sjálfur samband við framleiðanda :shock: voða lélegt finnst mér.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf rickyhien » Mið 02. Des 2020 17:04

k0fuz skrifaði:Ég yrði allavega mjög fúll.. myndi ekki taka þennan skjá með svona litlum afslætti.. myndi kannski taka hann með 30-50% afsl. af verðinu sem þú ætlaðir að kaupa hann á en ekki 6k afsl..

Annað skrítið sem ég spurði TL.is útí nýverið. PSU með 10 ára ábyrgð frá framleiðanda er bara með 7ára ábyrgð hjá þeim.. eftir það þarf kaupandi að hafa sjálfur samband við framleiðanda :shock: voða lélegt finnst mér.


lögbundin ábyrgð er bara 2 ára þannig að fyrirtækin ÞURFA ekki gera neitt eftir það held ég ...gott hjá þeim ef maður fær eitthvað eftir 2 ár :P

já sammála um að OP ætti ekki að taka þennan 6þús afsl., ég myndi bara biðja um endurgreiðslu eða afsl. á einhverju öðru, það er ekki eins og þau séu að fara gefa manni eitthvað frítt. OP getur líka prufað að spurja hvort þau geta ekki bara pantað inn nýja eintak eða eru þau að hætta með þessari vöru?




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf k0fuz » Mið 02. Des 2020 17:13

rickyhien skrifaði:
k0fuz skrifaði:Ég yrði allavega mjög fúll.. myndi ekki taka þennan skjá með svona litlum afslætti.. myndi kannski taka hann með 30-50% afsl. af verðinu sem þú ætlaðir að kaupa hann á en ekki 6k afsl..

Annað skrítið sem ég spurði TL.is útí nýverið. PSU með 10 ára ábyrgð frá framleiðanda er bara með 7ára ábyrgð hjá þeim.. eftir það þarf kaupandi að hafa sjálfur samband við framleiðanda :shock: voða lélegt finnst mér.


lögbundin ábyrgð er bara 2 ára þannig að fyrirtækin ÞURFA ekki gera neitt eftir það held ég ...gott hjá þeim ef maður fær eitthvað eftir 2 ár :P

já sammála um að OP ætti ekki að taka þennan 6þús afsl., ég myndi bara biðja um endurgreiðslu eða afsl. á einhverju öðru, það er ekki eins og þau séu að fara gefa manni eitthvað frítt. OP getur líka prufað að spurja hvort þau geta ekki bara pantað inn nýja eintak eða eru þau að hætta með þessari vöru?


Nefndi aldrei að þeir þyrftu þess en ef þeir eru að þessu á annað borð afhverju ekki að fara alla leið? Lélegt finnst mér. Kísildalur t.d. fer alla leið með þetta af minni reynslu með RAM sem var með lífstíðarábyrgð. Just saying..


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf rapport » Mið 02. Des 2020 18:15

TL þarf ekki að bjóða sýningareintakið, þeir eru að redda málunum.

Þeir munu þurfa að græja annað sýningareintak sem selja þarf á afslætti seinna = þeirra viðbótarkostnaðru við þessa leið er ekki bara þessar 6þ. kr.

En TL hefði hugsanlega betur átt að endurgreiða alla upphæðina strax og bjóða svo sýningaskjáinn, finnst þeir ekki hafa neinn rétt á að geyma peninginn á meðan málið er í limbó.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf chaplin » Mið 02. Des 2020 18:28

Af því sem ég best veit er vefverslun TL ekki tengt við birgðastöðu í rauntíma heldur uppfærð handvirkt þannig svona hluti geta alveg gerst.

Mér finnst þetta samt ekkert lélegt þannig séð af TL, ef þeirra lausn hentar þér ekki þá áttu auðvita rétt á endurgreiðslu. Leiðinlegt mál samt sem áður, smá langsótt að heyra í Att og spyrja hvort þeir geti reddað þér en alls ekkert að því að prufa. :)




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Mossi__ » Mið 02. Des 2020 18:45

Öllu eðlilegra hefði verið að bakfæra greiðsluna strax og vandamálið kom í ljós og senda E-mail

"Því miður rákum við augun í það varan er ekki til a lager. En við erum tilbúnir að selja sýningareintakið a Cyber Monday afslætti +6.000 kr afslætti ofaná" eða eitthvað þvíumlíkt.

En ekki halda peningnum á meðan þeir geta ekki afgreitt vöruna og að bíða eftir hvort hann vilji sýningareintakið.

Mjög furðulegir viðskiptahættir.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf jonsig » Mið 02. Des 2020 18:56

Þarna hirtu þeir söluna af heiðarlegum seljanda líklega. Ég myndi hiklaust athuga:
http://www.neytendastofa.is/um-okkur/ka ... g-thjonus/

því miður þarf að fara þessa leið annars endurtekur þetta sig.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf DaRKSTaR » Mið 02. Des 2020 19:02

biddu þá bara um að slá meira af honum, annann 10 þús kall og þú sért sáttur, segir þeim að þú hefðir keypt hann hjá att hefirðu vitað að þetta væri sýningareintak sem þú værir að fara fá frá tölvulistanum.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


moltium
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 13. Apr 2015 23:49
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf moltium » Mið 02. Des 2020 19:05

Klemmi skrifaði:Ekkert óeðlilegt við þetta, þó það sé vissulega fúlt að hafa misst af öðrum tilboðum.

Getur alltaf komið upp að lagerstaða sé ekki rétt, leiðinlegt þó að lenda í því.


+1 á þetta.

Tala nú ekki um þegar það er svartur föstudagur og svo beint cyber monday og það var fyrir ekkert alltof rólegt hjá þessum tölvufyrirtækjum að gera á þessum tímum.

Skil þig líka fullkomnlega, spurning um að reyna ná inn aðeins meiri afslætti ef hann er búinn að standa lengi í verslun og þú ekki sáttur með núverandi tilboð.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf Mossi__ » Mið 02. Des 2020 19:06

DaRKSTaR skrifaði:biddu þá bara um að slá meira af honum, annann 10 þús kall og þú sért sáttur, segir þeim að þú hefðir keypt hann hjá att hefirðu vitað að þetta væri sýningareintak sem þú værir að fara fá frá tölvulistanum.


... þ.e.a.s. ef hann er sáttur við að kaup sýningareintak.

(Ég væri það ekki)