Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Skjámynd

Höfundur
Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Templar » Mið 25. Nóv 2020 19:32

Frá Intel yfir til AMD.

Sælir, smá texti til þeirra sem hafa átt Intel í mörg ár en eru að hugsa um að uppfæra og eru að skoða Ryzen.

Átti seinast Athlon FX-51 frá 2003, eftir það Intel alltaf. Fékk mér Ryzen 5950X núna og fór frá annars fínum Intel 10900K, ekkert að þeim örgjörva en það sem kom mér mest á óvart er eftirfarandi:
1: Ryzen 5950X hitnar alveg en maður mælir strax að kerfið keyrir kaldara á heildina, allt græðir á þessu, GPU klokkar hærra, móðurborðið er ekki að sjóða eins og ég lennti einu sinni í að VRM yfirhitnaði (9900K), kerfið er hljóðlátara ef þú vilt að það sé það. Meiri hraði og lægra RPM osf.
2: Ryzen platforminn er mjög þroskaður, það er ekkert byrjunar kjaftæði sem þú ert að glíma við, ein EXE frá AMD með nýjustu reklunum, BIOS í móðurborðum mjög þroskuð, súper hraði á öllu hreinlega, ekkert svona "hic-up" á einu né neinu eins og maður var búinn að klína á AMD vs. Intel. Hreinlega virkar betra og meiri gæði ef eitthvað í öllu, hlutverkum hefur verið snúið, AMD er smurðara og fágaðra núna í mörgu.
3: OC, fikt, leikir og almenn vinnsla. AMD virðist vera einfaldlega betra í nákvæmlega öllu með nýja 5000 series í vinnustöðvum/leikjatölvum. AMD Master forritið er skemmtilegt fikt forrit ef þú nennir ekki að fikta í OC í BIOS, ef þú nennir geturðu hækka lowest FPS um slatta með smá Memory Tune sem er eins einfalt og það verður ef þú hefur á annað borð ratað inn í BIOSið, stórt samfélag sem er þó ennþá minna en Intel og fyrir vikið eru menn hressari og alltaf einhver sem nennir að spara þér tíma með smá hints og tricks.

Hvað bíður Intel? Rocket Lake kemur á næsta ári, takmarkast við 8 core, þetta er 10nm hönnun sköluð upp í 14nm og því toppar þetta í 8 core CPU, ekki meira pláss einfaldlega þarna í z490 sökkul. Gott IPC upgrade klárlega en þetta verður ekki nóg, AMD setur út á sama tíma Ryzen 5000 XT eða eitthvað álíka og tryggir sér forskotið aftur eða bang for the buck krúnuna. Ég held þó með veskinu mínu og vona að Intel geri góða hluti og ekki taki við 10 ára AMD rúst sem gengur frá Intel endanlega því þurfum við samkeppni, sjá skjákortin t.d. hvað er að gerast þar (ef menn gætu nú framleitt nóg).
Ég hreinlega get staðfest fyrir menn sem eiga Intel og eru að skoða með skipti í AMD að hægt er að leggja frá sér allan ótta við einhver leiðindi og vesen tengd AMD, það er ekkert þarna að og gamla AMD mýtan er dauð. Ryzen 5000 platforminn er einfaldlega það besta sem hægt er að kaupa í dag vil ég meina og maður finnur það strax og maður byrjar að nota þetta og leika sér.
Ekki hika við að kaupa AMD ef þið sem eruð á Intel eruð að horfa í þá átt, AMD er staðfest hvað mig varðar hér með.

Góða skemmtun yfir jólin til ykkar sem eruð núna að fara að uppfæra í desember, þetta verða leikjajól svo sannarlega!


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf GuðjónR » Mið 25. Nóv 2020 19:47

Flott samantekt hjá þér.



Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf jojoharalds » Mið 25. Nóv 2020 19:59

Er sjálfur búin að vera "early adopter " í ryzen fékk mér 1700x strax þegar þetta kom út og hefur þetta ekki verið eins gott þá og þetta er núna,
ég viss í byrjun að þetta væri ekki 100% klárt en ég vissi lika að amd voru ákveðnir í að þróa þetta í þetta " þroskaða " kerfi sem þetta er í dag,
uppfærði fyrir stuttu í 3800x og er það míklu betra en first gen svaka munur á x370 og x570 plattforminu,einnig tók ég eftir að amd er búin að laga helling í minnis stuðning og ýfir höfuð oc stöðuleikanum í þessu.

ég mun klárlega uppfæra í 5000 línuna á nýja árinu.
Viðhengi
AMD_CEO_Lisa_Su_20130415_cropped.jpg
AMD_CEO_Lisa_Su_20130415_cropped.jpg (221.93 KiB) Skoðað 2571 sinnum


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Fletch » Mið 25. Nóv 2020 20:38

AMD líka duglegir að koma með nýjungar, voru að kynna PBO 2 fyrir 5000 línuna :)

https://www.tomshardware.com/news/amd-i ... emendously


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf DaRKSTaR » Mið 25. Nóv 2020 20:44

ég verð að fara að reka mína amd vél í samband og sjá hvernig hún virkar, playstation 5, það telur með ekki satt? :)


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Mossi__ » Mið 25. Nóv 2020 21:11

Templar skrifaði:Frá Intel yfir til AMD. [...]


Áreiðanlegri heimildir vart hægt að finna en Templar.



Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Reputation: 22
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Bengal » Mið 25. Nóv 2020 21:48

Þarf ég að kaupa radeon skjákort ef ég fer í Ryzen 5000 ?

Ég er nefnilega bara búinn að vera í intel og er kominn á þann
stað að þurfa uppfæra.


    CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf SolidFeather » Mið 25. Nóv 2020 21:51

Bengal skrifaði:Þarf ég að kaupa radeon skjákort ef ég fer í Ryzen 5000 ?


Nei, auðvitað ekki.




addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf addon » Mið 25. Nóv 2020 23:51

SolidFeather skrifaði:
Bengal skrifaði:Þarf ég að kaupa radeon skjákort ef ég fer í Ryzen 5000 ?


Nei, auðvitað ekki.


AMD eru samt með eitthvað system "smart memmory access" (eða álíka) þar sem skjákortin fá boost með nýju 5000 línunni
þannig að það parar mjög vel saman að vera með bæði AMD skjákort og örgjörva




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf kjartanbj » Mið 25. Nóv 2020 23:57

Ef maður fengi bara 5950X einhverstaðar , er að bíða eftir að svoleiðis fáist



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Dropi » Fim 26. Nóv 2020 09:27

addon skrifaði:
SolidFeather skrifaði:
Bengal skrifaði:Þarf ég að kaupa radeon skjákort ef ég fer í Ryzen 5000 ?


Nei, auðvitað ekki.


AMD eru samt með eitthvað system "smart memmory access" (eða álíka) þar sem skjákortin fá boost með nýju 5000 línunni
þannig að það parar mjög vel saman að vera með bæði AMD skjákort og örgjörva


https://www.tomshardware.com/news/amd-allows-SAM-on-nvidia-gpus

SAM er bara PCI-E staðall, alveg eins og FreeSync er DisplayPort staðall. Ég er 100% AMD og hef verið lengi, en rétt skal alltaf vera rétt. Ég bíð alltaf í svona 1 ár með að uppfæra búnaðinn minn, keypti 2600 þegar hann var á 20.000 kall 7-8 mánuðum áður en 3000 launchaði. Keypti Vega56 af miner og bumpaði það í 64 bios rúmu ári eftir að það launchaði.

Early adopter vesenið á ekki við um mig og ég er mjög mjög ánægður með mína núverandi og fyrrverandi (HD6950, R9 280X, RX 580) AMD íhluti .

Gaman að sjá þessa jákvæðni í samantekt, ég deili þessum skoðunum og AMD er einhvernveginn bæði búið að vera fyrir mig tinkerers dream auk þess að vera hörku góðir stock (sérstakleg CPU).
Síðast breytt af Dropi á Fim 26. Nóv 2020 09:28, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 100
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Dr3dinn » Fim 26. Nóv 2020 09:35

Er eimmit að bíða eftir að geta fengið 5900x og mögulega fyrsta amd skjákortið... er á biðlistum hérlendis og erlendis... það er varla sjens að fá nýju amd vörurnar akkúrat núna. :baby :baby

CPU = mögulega fyrir jól!

GPU... veit engin neitt, einn aðili erlendis nefndi lok feb gætu þeir fengið kort....

Svolítil frumskógur í móðurborðunum skal ég viðurkenna og verðlagning á þeim virðist vera vilta vestrið. Sérstaklega varðandi vram útfærslur og gæði.

Búinn að taka ca 20klst í yfirferð á móðurborðum og verð og gæði, fer eiginlega bara ekkert saman í 550 vs 570 línunum, sá að jaytwocent var að vara við 550 og supporti með vram og gpu og hvatti alla til að taka 570x sem ætla að taka amd cpu+gpu saman... svo stendur allt annað í næsta reviewi sem maður horfi á. Sum 550 móðurborðin eru að koma betur út í OC og benchum?

En flott samantekt og ég get ekki beðið eftir að komast í að uppfæra :)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Dropi » Fim 26. Nóv 2020 09:43

Dr3dinn skrifaði:Búinn að taka ca 20klst í yfirferð á móðurborðum og verð og gæði, fer eiginlega bara ekkert saman í 550 vs 570 línunum


Asrock hafa verið, að mér skilst, lang bestir í support á BIOS og ASUS hafa komið mjög illa út. Það er brandari sem gengur að ASUS AMD biosinn er uppfærður af sumarstarfsmanni (low level intern). Mitt borð er B450M, mid-end borð, og hefur fengið stöðugar uppfærslur fyrir allar nýjar gerðir örgjörva og mun styðja 5000 línuna (nýr bios kom fyrir nokkrum dögum en ekki sá sem bætir við 5000 support).

Templar er líka með Asrock borð sé ég. Sterk meðmæli frá mér.
Síðast breytt af Dropi á Fim 26. Nóv 2020 09:45, breytt samtals 2 sinnum.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 100
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Dr3dinn » Fim 26. Nóv 2020 11:40

Dropi skrifaði:
Dr3dinn skrifaði:Búinn að taka ca 20klst í yfirferð á móðurborðum og verð og gæði, fer eiginlega bara ekkert saman í 550 vs 570 línunum


Asrock hafa verið, að mér skilst, lang bestir í support á BIOS og ASUS hafa komið mjög illa út. Það er brandari sem gengur að ASUS AMD biosinn er uppfærður af sumarstarfsmanni (low level intern). Mitt borð er B450M, mid-end borð, og hefur fengið stöðugar uppfærslur fyrir allar nýjar gerðir örgjörva og mun styðja 5000 línuna (nýr bios kom fyrir nokkrum dögum en ekki sá sem bætir við 5000 support).

Templar er líka með Asrock borð sé ég. Sterk meðmæli frá mér.


Takk fyrir þetta vinur.

einhver reynsla á mid/high tier msi?

Hef haft fína reynslu af þeim með intel, verið að bjóða mér MSI MAG B550 Tomahawk á flottu verði.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf Dropi » Fim 26. Nóv 2020 11:48

Dr3dinn skrifaði:
Dropi skrifaði:einhver reynsla á mid/high tier msi?

Hef haft fína reynslu af þeim með intel, verið að bjóða mér MSI MAG B550 Tomahawk á flottu verði.


Ekki í áratug rúman, átti síðast AMD MSI borð fyrir Athlon 64 árið 2005. En ég hef heyrt góða hluti um Tomahawk borðin.

Edit: ekki eins og það eigi eftir að kvikna í ASUS borðunum, ég skrifa þetta á vinnuvélina mína sem er 3700X / ASUS PRIME X570-P Móðurborð
Ég bara vel ekki ASUS heima hjá mér, en í vinnuni er ég ekkert að fikta og hún hefur gengið hiklaust.
Síðast breytt af Dropi á Fim 26. Nóv 2020 11:54, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Frá Intel yfir í AMD, mín reynsla.

Pósturaf addon » Fös 27. Nóv 2020 09:56

Ég vara menn við brand loyalty í þessum tækni heimi... það eiga öll fyrirtæki til með framleiða rjúkandi niðurgang öðru hvoru, sama hversu góða sögu það hefur.
Mæli með að skoða reveiws fyrir hverja vöru sem þú ert að spá í að kaupa, gæti alltaf verið nýr verkefnastjóri eða eitthvað sem skítur upp á bak :megasmile