Ný tölva endurræsir sig í leikjum


Höfundur
tandrit
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2020 13:56
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf tandrit » Sun 15. Nóv 2020 16:20

Góðan dag,

Ég fann svipað vandamál hér á síðunni eftir stutta leit en það var krítískur munur á því og mínu vandamáli svo ég vona að einhver hér geti hjálpað mér.

Ég var að setja upp tölvu fyrir viku síðan sem er að endurræsa sig í ákveðnum leikjum. Ég get spilað LoL frekar lengi og ekkert kemur upp á en í hvert skipti sem ég ræsi Metro Exodus næ ég að spila í ca 5-10 mínútur þar til að vélin endurræsir sig. Einnig hef ég verið að lenda í því að hljóðið versnar með tímanum í leiknum (clipping og choppy hljóð - hljómar eins og digital truflanir).

- AMD Ryzen R5 3600x með stock cooler,
- ASUS TUF GTX1660 SUPER OC þriggja viftu kæling,
- ASRock B550 Phantom Gaming 4 án wifi,
- Corsair vengeance DDR4 3600 16gb (2x8gb),
- Coolermaster MWE 750 Gold,
- Kingston 960 gb ssd

Ekkert overclock á GPU, Memory né CPU

Þegar ég fékk íhlutina var galli á skjákortinu þar sem viftu kapall var ekki tengdur og því voru vifturnar alltaf í botni þegar vélin ræsti sig inn í windows. Ég var búinn að spila á henni Metro Exodus í góðan tíma en hafði ekki upplifað neitt crash þá. Ég fór svo með vélina í Tölvutækni þar sem ég keypti GPU-ið þar sem þessi galli fannst en þeir kipptu honum í lag og nú keyrir kælingin rétt en aftur, ég er að upplifa þessi restart.

Það sem ég er búinn að gera:
  • Keyra Unigine Heaven í rúmlega klukkutíma 3x sinnum, í eitt skiptið restartaði hún sér - CPU temp að meðaltali ca 65-66 gráður með spike í 75 af og til í ca 1 sek. GPU temp í kringum 75 gráður eftir þennan klukkutíma.
  • Monitora og logga temps í spilun á Metro með MSI afterburner fram að crash en get ekki séð neitt athugavert í þeim gögnum varðandi hitastig né notkun
  • Uppfæra MOBO bios
  • Uppfæra alla driver-a sem tengjast móðurborði og skjákorti
  • Keyra Cinebench 5x

Í Cinebench crashar tölvan alltaf, oftast í pass 3 en hefur komið fyrir í pass 1. Ég var farinn að hallast að því að ég hafi fengið lélegt PSU en svo mundi ég að ég spilaði Metro í dágóðan tíma áður en ég lét líta á skjákortið án þess að fá crash. Skjákorts galli myndi samt koma mér á óvart þar sem að Cinebench veldur restart í öll skipti sem ég keyri það og ef ég skil þetta rétt er það eingöngu að prófa CPU.

Eit enn, þegar ég var að tengja alla PSU kapla eru 2 12v tengi á móðurborðinu, annarsvegar merkt ATX12V1 sem er 8 pinna tengi og hinsvegar ATX12V2 sem er fjögurra pinna tengi og ég tengdi bara í 8 pinna tengið. Getur verið að það vanti bara að tengja í þetta ATX12V2 og að PSU nái ekki að supply-a nógu mikið afl og slökkvi á tölvunni?

Hefur þú kæri lesandi góða hugmynd um hvað sé að eða hugmynd að fleiri prófunum sem ég get gert til þess að njörva niður vandamálið?



Skjámynd

dabbihall
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mán 04. Apr 2016 12:06
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf dabbihall » Sun 15. Nóv 2020 17:07

Hljomar eins og cpu vandamal ef cinabench crashi velina alltaf, myndi skoða bios stillingarnar, jafnvel byrja á að setja amd high performance power stilkinguna og profa að keyra aftur, sækja ryzen master og velje precision boost og velja apply og keyra aftur. Og monitora temps og volt


5800x3d | dr pro 4 | RTX 4080 |1tb 980 pro | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg-35wn75c-b


andriki
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf andriki » Sun 15. Nóv 2020 17:07

ef þú ert að nota þú búin að kveikja á xmp profile a raminu, prófaðu þá að lækka hraðan á því í 3200mhz



Skjámynd

Viggosson
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Sun 07. Júl 2019 23:51
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf Viggosson » Sun 15. Nóv 2020 17:25

Getur prófað að keyra memtest86+ til að athuga hvort minni séu í lagi.

fara í Bios og resetta honum í default stillingu og prófa eins og andriki sagði setja minnið í 3200mhz.

fara yfir allar powertengingarnar í tölvunni, þetta vandamál kom upp eftir að tölvan var tekin í sundur og sett saman aftur
aftengdu allt og smelltu því aftur í samband, ATX12V2 header þarf ekki vera tengdur, sem lengi sem ATX12V1 er með sitt 8pin tengi tengt
svo ef þetta er modular aflgjafi þá athuga tengingarnar á aflgjafanum.

Taka minnið úr og setja það aftur í sínar réttu raufar

getur byrjað á þessu :)




McBain
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Sun 27. Apr 2003 19:29
Reputation: 2
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf McBain » Sun 15. Nóv 2020 19:14

Sum þessi corsair minni eru drasl hef lent í því ef þetta er hynix minni




Höfundur
tandrit
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2020 13:56
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf tandrit » Mán 16. Nóv 2020 13:29

Prófaði að rífa alla kapla úr sambandi og setja aftur í samband, athugaði líka tenginguna aftan á modular PSU. Ég tengdi svo allt aftur og ræsti vélina og þá komst hún í gegnum cinebench svo ég lét vaða á Metro Exodus. Náði að spila töluvert lengur en venjulega en fékk samt sem áður restart. Ég setti svo minnið í 3200 eins og andriki bennti á og vélin náði Cinebench í gegn aftur. klukkan var orðin helvíti margt svo ég náði ekki að prófa leikinn en geri það í kvöld og kem með update.




andriki
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf andriki » Fim 19. Nóv 2020 16:44

tandrit skrifaði:Prófaði að rífa alla kapla úr sambandi og setja aftur í samband, athugaði líka tenginguna aftan á modular PSU. Ég tengdi svo allt aftur og ræsti vélina og þá komst hún í gegnum cinebench svo ég lét vaða á Metro Exodus. Náði að spila töluvert lengur en venjulega en fékk samt sem áður restart. Ég setti svo minnið í 3200 eins og andriki bennti á og vélin náði Cinebench í gegn aftur. klukkan var orðin helvíti margt svo ég náði ekki að prófa leikinn en geri það í kvöld og kem með update.

Hvernig fór?




Gemini
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf Gemini » Fim 19. Nóv 2020 23:12

Ég man nú ekki til þess að hafa séð tölvu endurræsa sér útaf minnisvandamálum (nema bluescreen sé stilltur þannig). Standardinn er að fá page fault villuboð.
Ef tölvan er ekki að ná að koma upp með bláskjá villuboð og ekkert skráist um þetta í event viewer myndi fyrsta sem ég athuga vera aflgjafinn. Það getur þó einnig verið móðurborð eða örgjörvi. Ég vann á tölvuverkstæði í mörg ár og man ekki til þess að örgjörvi hafi bilað á þennan hátt heldur en auðvitað er það mögulegt.
Ef þú átt enga varahluti til að skipta út myndi ég t.d. prófa að fjarlægja skjákort og sjá hvort hún lifi af örgjörvaprófið yfir nótt. Ef hún hættir að endurræsa við þessa breytingu ertu nær því að finna vandann og aflgjafi væri mjög líklegur en einnig auðvitað skjákortið sjálft.




andriki
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf andriki » Fös 20. Nóv 2020 00:13

Gemini skrifaði:Ég man nú ekki til þess að hafa séð tölvu endurræsa sér útaf minnisvandamálum (nema bluescreen sé stilltur þannig). Standardinn er að fá page fault villuboð.
Ef tölvan er ekki að ná að koma upp með bláskjá villuboð og ekkert skráist um þetta í event viewer myndi fyrsta sem ég athuga vera aflgjafinn. Það getur þó einnig verið móðurborð eða örgjörvi. Ég vann á tölvuverkstæði í mörg ár og man ekki til þess að örgjörvi hafi bilað á þennan hátt heldur en auðvitað er það mögulegt.
Ef þú átt enga varahluti til að skipta út myndi ég t.d. prófa að fjarlægja skjákort og sjá hvort hún lifi af örgjörvaprófið yfir nótt. Ef hún hættir að endurræsa við þessa breytingu ertu nær því að finna vandann og aflgjafi væri mjög líklegur en einnig auðvitað skjákortið sjálft.

Amd 3600x er ekki með onboard graphics þannig það væri ekki hægt



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf CendenZ » Fös 20. Nóv 2020 11:46

Gerðu eitt einfalt áður en þú ferð í allar hefðbundnar æfingar, myndi opna kassann og byrja spila GPU heví leik og fylgjast með hvort allar þrjár vifturnar á skjákortinu séu að snúast. Mér finnst ólíklegt að þetta sé minnið því þá kæmu random restart, ekki bara í leik.

Þegar vélar drepa á sér í miðjum leik er það _nánast_ alltaf of mikill hiti á CPU eða GPU eða þá að aflgjafinn ekki að gefa nægilegan straum. Þessi PSU ætti að gefa nægilega mikið afl frá sér nema hann sé bilaður eða rangt tengdur, og þá kemur það í ljós þegar skjákortið byrjar að krefjast meira afl frá honum, (eða þá rangt tengt í skjákortið, sem er reyndar ekki auðvelt þegar það er bara 1x 8p tengi) Ef hiti á CPU/GPU er vandamál kemur það vanalega fram í logg og en ef PSU-ið gefur ekki nægilega frá sér kemur að ekki fram

Ef þú prufar stresstest með öðru skjákorti útilokar það ekki PSU, því væntanlega er skjákortið sem þú færð lánað ekki jafn öflugt og þitt og dregur þ.a.l. ekki nægilega mikið til að reyna á PSU-ið

Er þetta nýr PSU ?

PS:
Skjákortið fer úr að draga 15w idle upp í 130w þegar það fer í load, þess vegna gæti þetta bæði verið PSU/hitavesen og þar sem þú getur spilað í 60 mín og þá fer allt í steik finnst mér líklegt að þetta sé PSU sem hitnar of mikið og drepur á sér. Ef þú nærð að spila með opin kassa án þess að það drepst á vélinni má alveg hugsa að PSU-ið sé vandamálið
Síðast breytt af CendenZ á Fös 20. Nóv 2020 11:50, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
tandrit
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2020 13:56
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf tandrit » Mán 23. Nóv 2020 13:44

Ég lækkaði minnishraðann eins og Andríki mælti með. Eftir að hafa spilað þokkalega mikið síðan þá hef ég ekki lennt í restart. Ég er búinn að vera að monitor-a hitann á CPU og GPU í þessum sessionum sem ég hef tekið og meðal temp er ca 75 á bæði cpu og gpu.

Þetta virðist hafa leyst vandamálið, allavega hefur þetta ekki komið upp síðan en þá spyr ég af forvitni. Hefur einhver hugmynd um afhverju þessi lausn virkar?




Höfundur
tandrit
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2020 13:56
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf tandrit » Mán 23. Nóv 2020 13:47

andriki skrifaði:
tandrit skrifaði:Prófaði að rífa alla kapla úr sambandi og setja aftur í samband, athugaði líka tenginguna aftan á modular PSU. Ég tengdi svo allt aftur og ræsti vélina og þá komst hún í gegnum cinebench svo ég lét vaða á Metro Exodus. Náði að spila töluvert lengur en venjulega en fékk samt sem áður restart. Ég setti svo minnið í 3200 eins og andriki bennti á og vélin náði Cinebench í gegn aftur. klukkan var orðin helvíti margt svo ég náði ekki að prófa leikinn en geri það í kvöld og kem með update.

Hvernig fór?


Þetta virðist hafa leyst vandamálið, ekkert komið fyrir aftur síðan ég lækkaði hraðann. Takk fyrir ábendinguna




andriki
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva endurræsir sig í leikjum

Pósturaf andriki » Mán 23. Nóv 2020 16:03

tandrit skrifaði:
andriki skrifaði:
tandrit skrifaði:Prófaði að rífa alla kapla úr sambandi og setja aftur í samband, athugaði líka tenginguna aftan á modular PSU. Ég tengdi svo allt aftur og ræsti vélina og þá komst hún í gegnum cinebench svo ég lét vaða á Metro Exodus. Náði að spila töluvert lengur en venjulega en fékk samt sem áður restart. Ég setti svo minnið í 3200 eins og andriki bennti á og vélin náði Cinebench í gegn aftur. klukkan var orðin helvíti margt svo ég náði ekki að prófa leikinn en geri það í kvöld og kem með update.

Hvernig fór?


Þetta virðist hafa leyst vandamálið, ekkert komið fyrir aftur síðan ég lækkaði hraðann. Takk fyrir ábendinguna

Það var lítið :happy
Síðast breytt af andriki á Mán 23. Nóv 2020 16:38, breytt samtals 1 sinni.