Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Skjámynd

Höfundur
Zakkimann
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mið 30. Sep 2020 11:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Zakkimann » Þri 10. Nóv 2020 18:03

Verið sælir kæru vaktarar,
Er einhver gild ástæða á bak við það að verslanir á Íslandi eru að selja nýju ryzen örgjörvana á mun hærra verði en í evrópu. Það virðist vera að í evrópu er t.d. 5600x að fara á 309 evrur sem eru u.þ.b. 50.000. Og okkar yndislegu tölvuíhlutaverslanir eru að stimpla að lágmarki 64.500 krónur á þetta. Má þetta bara? Er ekki hægt að fara fram á einhverja massívar hóppantanir á tölvuíhlutum frá erlendum fyrirtækjum og skera þannig út þennan millimann?



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf thrkll » Þri 10. Nóv 2020 18:15

Við búum reyndar í frjálsu markaðshagkerfi þar sem öllum er frjálst að gera "massívar hóppantanir" frá erlendum fyrirtækjum án þess að fara fram á það við einhvern ;D

En ég hélt annars alltaf að verðin í þessum tölvuverslunum væru nokkuð sanngjörn miðað við samkeppnina á þessum markaði. Er það eitthvað vitlaust ályktað hjá mér?



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Nariur » Þri 10. Nóv 2020 18:40

Tja. Verðið á 5600X er $300. Það er um 50.000 með vsk., án sendingar. Verslanir úti eru með sína álagningu, svo þessi örgjörvi er með ca. 10.000 krónur, eða 20% af verði í AUKA álagningu, sem er út úr kortinu finnst mér.
Ef tölvuverslanir á Íslandi væru með sanngjörn verð, þau mega alveg vera hærri en úti, Ísland er dýrt, þá myndi ég versla við þær. Þær ákveða hinsvegar að verðleggja sig úr allri samkeppni og okra frekar á fólki sem veit ekki betur.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Dr3dinn » Þri 10. Nóv 2020 19:18

Sá nú oft bara 10-15þ króna mun á 5900 og 5950x... og veistu ég nenni ekki að standa í tollstjóra fyrir þann pening. (plús ábyrgar pakkinn sem ég met meira en 5000kr virði hér heima)

300USD er 42þ + sending (2000-5000kr) + vskur... jú 50þ er kannski ódýrt bara...

Held að verðlagning verður almennt röng / ekki lág...meðan það er skortur á þessari vöru....


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf chaplin » Þri 10. Nóv 2020 19:28

Sko, við erum að tala um glænýjan örgjörva sem er uppseld nánast allstaðar í heiminum, þar sem þeir er ekki uppseldir eru þeir oftast annað hvort eingöngu í boði fyrir það land sem er að selja þá eða seld á hærra verði en við erum að sjá hér á landi. Það er ein verslun hér á landi sem virðist eiga Ryzen 5000 línuna á lager, það getur vel verið að þeir hafi borgað "premium" verð til að trygga sér eintök, þeir voru einnig í boði hjá þessari verslun aðeins tveimur dögum eftir að örgjörvarnir kom út sem þýðir að þeim voru líklegast sendir með priority flugi.

$299 á kreditkorta genginu gera 42.069 kr, priority flug er líklegast um $30 sem gera þá 56.400 - 57.400 kr m. vsk (aðvita mv. bara við að panta eitt stykki sem er ekki raunin). Síðan þarf að leysa þetta úr tollinum (eða önnur gjöld). Að "smyrja" á svona nýja vöru uþb. 10-15% sem sér um að greiða laun, rekstur, ábyrgð, leigu, tryggingar, lager ofl. finnst mér alls ekkert svo galið.

Öllum er velkomið að kaupa þá þá sjálfir á netinu og spara sér smá aur þegar þeir koma aftur á lager erlendis - persónulega ætla ég bara að bíða og vonast til þess að þeir nálgist þau verð á Intel örgjörvum með sambærilegt MSRP. :)



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Njall_L » Þri 10. Nóv 2020 19:29

Vil koma aðeins inn og taka reyna að útskýra aðeins þessa verðlagningu en vil þó taka fram að allt sem ég skrifa er eitthvað sem ég tel og held frekar heldur en eitthvað sem ég veit fyrir víst.

Þó svo að ég sé hlynntur því borga aðeins meira fyrir vöru og "versla við kaupmanninn á horninu" til að halda honum lifandi og geta fengið hands-on reynslu og þjónustu nálægt mér þá er ég alveg sammála um að þetta verðdæmi sem hér er tekið með Ryzen 5000 eigi alveg rétt á að vera í umræðunni þar sem verðin eru vissulega umtalsvert hærri hérlendis þegar þau eru borin saman við verð í Evrópu og miðað við margar aðrar vörur.

Hinsvegar tel ég að svo stöddu að það sé eðlileg útskýring fyrir þessum verðmun á þeim tímapunkti þegar þetta er skrifað.

Og hefst þá útskýringin. Frá því að umræddir örgjörvar voru kynntir þangað til þeir komu í sölu á heimsvísu, 5.11.2020, birti enginn íslenskur söluaðili nokkur verð sem segir okkur að líklegast hafi enginn fengið endanlega úthlutun í pöntun frá sínum birgjum með endanlegum verðum. Þetta má styðja með því hversu lítið stock virðist hafa verið af þessum örgjörvum á heimsvísu fyrst um sinn og því erfitt að áætla hvað hvert markaðsvæði gæti hafa fengið mörg eintök.

Þann 5.11.2020 birta þó Kísildalur verð, fyrstir allra söluaðila hérlendis, og bjóða upp á forpantanir hjá sér. Daginn eftir, þann 6.11.2020, afhenda þeir síðan fyrstu eintökin! Ég endurtek, daginn eftir að ein heitasta PC vara ársins fer í sölu í heiminum afhenda Kísildalur fyrstu örgjörvana út um dyrnar hjá sér. Á sama tíma er enginn annar söluaðili hérna heima búnir að birta verð eða opna á forpantanir hjá sér. Hvað segir þetta okkur? Jú, Kísildalur hafa að öllum líkindum (tek sérstaklega fram að ég veit þetta ekki beint heldur áætla) tekið fyrstu örgjörvana einhverjar óhefðbundnar leiðir til að geta boðið upp á þá á svona snemma.

Það að taka örgjörva, eða aðrar vörur, með óhefðbundnum leiðum bætir að sjálfsögðu við kostnaðinn en þau sem vilja fá vöruna strax í hendurnar sætta sig þá væntanlega við að borga aðeins meira til að geta gert slíkt.

Hvernig spilar þetta inn í "almennt verðlag" á örgjörvunum eins og er hér til umræðu? Jú, vegna þess að Kísildalur eru fyrstir til að birta verð sem eru tiltölulega há þá eru það verðin sem hinir söluaðilarnir miða við í sinni verðlagningu. Þegar þetta er skrifað eru bæði Tölvulistinn og Tölvutek búnir að birta verð og eru bæði yfir verði Kísildals, hinsvegar bendir ekkert til þess að þessir aðilar hafi fengið einhver "early" eintök og bjóða nú upp á forpöntun/skráningu sem afhendist þegar þeir fá örgjörvana með sínum hefðbundnu leiðum.

Nú gæti einhver spurt sig: "Af hverju eru þá ekki þeir söluaðilar sem taka örgjörvana með hefðbundnum leiðum að bjóða þá ódýrari?" og því mætti svara með: "Af hverju ættu þeir?" Þessir örgjörvar munu allir seljast upp á því verði sem sett er á þá fyrst um sinn, þangað til að markaðurinn mettast. Þeir sem vilja kaupa bara þau eintök sem eru til þegar þau eru til, þannig virkar "supply and demand". Þegar markaðurinn mettast hinsvegar og örgjörvarnir fara að vera til sem lagervara má áætla að verðin lækki, en ekki mikið fyrr.

En annað mál varðandi verð á öðrum vörum í tölvuverslunum hérlendis. Þar verð ég að gefa íslenskum kaupmönnum stórt hrós. Var að fara í gegnum nýtt build fyrir Ryzen 5000 og sama hvað ég reyndi í íhlutavali tókst mér ekki að finna hlutina í það nægilega mikið ódýrari erlendis frá til þess að það meikaði sens að panta þaðan. Í heildina hefði ég sparað mér örfáa þúsundkalla með því að panta að utan og mögulega ekki neitt þegar búið væri að taka tollskýrslugerð og slíkt í reikninginn. Íslensku verðin voru einfaldlega mjög góð og ég get sótt ábyrgðarþjónustu í heimabyggð ef þess þarf.

Tek aftur fram að allt sem ég skrifa er eitthvað sem ég tel og held frekar heldur en eitthvað sem ég veit fyrir víst og ég tala alls ekki fyrir hönd neinnar tölvuverslunar eða með beinni vitneskju.

Til að svara OP síðan beint
Zakkimann skrifaði:Má þetta bara? Er ekki hægt að fara fram á einhverja massívar hóppantanir á tölvuíhlutum frá erlendum fyrirtækjum og skera þannig út þennan millimann?

Já, þetta má að sjálfsögðu í frjálsu markaðskerfi eins og bent hefur verið á. En varðandi hóppöntunina, nei sennilega er það ekki hægt eða mjög erfitt. Íslenskar tölvuverslanir eru eiginlega bara þessi hóppöntun sem þú talar um. Þeir panta í magni, selja síðan og taka smá hlut fyrir. Ég veit svosem ekki hvernig þú sérð fyrirkomulag á svona hóppöntun fyrir þér en ætlaru þér að sjá um slíka pöntun frítt og koma út á núlli kostnaðarlega sér en í miklu tapi í tíma? Eða ætlaru þér að leggja "sanngjarnt" ofaná hverja vöru til að standa á móti kostnaðnum sem þessu fylgir? Ertu þá ekki bara orðinn tölvuverslun í bílskúrnum hjá þér?
Síðast breytt af Njall_L á Þri 10. Nóv 2020 20:01, breytt samtals 2 sinnum.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Nariur » Þri 10. Nóv 2020 20:18

Njall_L skrifaði:Var að fara í gegnum nýtt build fyrir Ryzen 5000 og sama hvað ég reyndi í íhlutavali tókst mér ekki að finna hlutina í það nægilega mikið ódýrari erlendis frá til þess að það meikaði sens að panta þaðan.


Hvar fannst þú móðurborð eða ryzen 5000 örgjörva á Íslandi á mannsæmandi verði?
Þetta er tugum þúsunda ódýrara að utan.

Mér finnst reyndar að þessar verslanir megi bara pakka saman og fara heim ef þær geta ekki einu sinni fengið úthlutun af svona vörum fyrir release day. Hvað er pointið? Almennt er þetta samt góð greining hjá þér og örugglega rétt.

Við megum samt ekki gleyma að við erum að bera saman verð úr íslenskri búð annars vegar og verð út úr búð úti með tilheyrandi álagningu og kosnaði þeirra (þeir þurfa líka að borga sendingarkostnað) og sendingu til Íslands og tollgjöld. Það er svigrúm til staðar fyrir verslanirnar að hafa tekjur. Það er ekki eðlilegur samanburður að taka bara verð út úr búð, bæta við vaski og sendingu og segja svo "þeir þurfa álagninu til að borga fyrir húsnæði o.s.frv.". Það er þegar til staðar.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Njall_L » Þri 10. Nóv 2020 20:22

Nariur skrifaði:
Njall_L skrifaði:Var að fara í gegnum nýtt build fyrir Ryzen 5000 og sama hvað ég reyndi í íhlutavali tókst mér ekki að finna hlutina í það nægilega mikið ódýrari erlendis frá til þess að það meikaði sens að panta þaðan.

Hvar fannst þú móðurborð eða ryzen 5000 örgjörva á Íslandi á mannsæmandi verði?
Þetta er tugum þúsunda ódýrara að utan.

Var svo heppinn að fá 5600X í Kísildal en hann er fyrir utan þennan verðsamanburð minn þar sem ég hafði ekkert til að miða við þegar ég gerði samanburðinn, hefði mátt taka það betur fram í fyrra innleggi. Móðurborðið fékk ég í Tölvutek. Vissulega þegar horft er á móðurborðið stakt er ódýrara að panta það að utan en þegar maður horfir á alla hlutina sem þarf í build (fyrir utan CPU) reiknaðist mér að það væri hagstæðast að kaupa bara hérna heima.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf jonsig » Þri 10. Nóv 2020 21:43

Mér finnst merkilegt hvað svona "ónauðsynlegar" premium vörur eru í mikilli eftirspurn,bæði hér og erlendis. Það er eins og fólk sláist um að eyða atvinnuleysisbótunum sínum í bæði skjákort og örgjörva og síminn pay á rest... þá kannski útaf einhverri múgæsings vitleysu ?

margt er skrýtið í kýrhausnum.
Síðast breytt af jonsig á Þri 10. Nóv 2020 21:44, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf kiddi » Þri 10. Nóv 2020 22:01

jonsig skrifaði:Mér finnst merkilegt hvað svona "ónauðsynlegar" premium vörur eru í mikilli eftirspurn,bæði hér og erlendis. Það er eins og fólk sláist um að eyða atvinnuleysisbótunum sínum í bæði skjákort og örgjörva og síminn pay á rest... þá kannski útaf einhverri múgæsings vitleysu ?

margt er skrýtið í kýrhausnum.


Íslendingar eyddu 200.000.000.000, já, tvö hundruð MILLJÖRÐUM erlendis í fyrra, í flug, hótel og erlendan gjaldeyri. Þessi peningur fór ekki mikið úr landi núna í ár. Þessi 80% þjóðarinnar sem hafa haldið vinnunni í ástandinu eru almennt búin að auka neyslu um allt að 30%. Ég veit um eina stóra tækniverslun hér á Íslandi sem græddi meira núna í september, heldur en í nokkrum desembermánuði, ever. Og þetta er ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar í heiminum er fólk að eyða meira í græjur því það er ekki að ferðast. Það eru biðlistar eftir ótrúlegustu hlutum í dag, t.d. var Canon nýlega að gefa út myndavél sem kostar $3700 og hún selst upp jafnóðum og hún kemur af færibandinu og biðlistar úti um allan heim.

En svo er annað sem ber í huga að erlendar netverslanir birta ekki alltaf verð með virðisauka og sumar jafnvel ekki með tolli, eftir því hvar við á. Þannig að þó að þið sjáið vöru auglýsta á $299 í fylki X, þá er ekki þar með sagt að íbúi í fylki X fái þessa vöru á $299 heldur bætist svo við söluskattur hjá viðkomandi. Ein bresk hljóðfæraverslun sem ég hef verslað við skynjar að ég kem frá Íslandi og tekur sjálfkrafa burt VSK af verðum hjá sér, en sá sem er staddur í Bretlandi sér hærra verð en ég, með vsk.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 10. Nóv 2020 22:24

jonsig skrifaði:Mér finnst merkilegt hvað svona "ónauðsynlegar" premium vörur eru í mikilli eftirspurn,bæði hér og erlendis. Það er eins og fólk sláist um að eyða atvinnuleysisbótunum sínum í bæði skjákort og örgjörva og síminn pay á rest... þá kannski útaf einhverri múgæsings vitleysu ?

margt er skrýtið í kýrhausnum.


verður örugglega slatti af tölvudóti til sölu þegar covid endar, hehe.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf jonsig » Þri 10. Nóv 2020 22:39

Ég ætlaði nú bara að eiga fasteignina mína skuldlausa sem fyrst. En klárlega er rtx3090 ofar á forgangslistanum hjá öðrum og því ekki heimskulegt að nota tekjuskatts afborganirnar mínar í vaxtaniðurgreiðslur hjá sér.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf urban » Þri 10. Nóv 2020 22:49

jonsig skrifaði:Ég ætlaði nú bara að eiga fasteignina mína skuldlausa sem fyrst. En klárlega er rtx3090 ofar á forgangslistanum hjá öðrum og því ekki heimskulegt að nota tekjuskatts afborganirnar mínar í vaxtaniðurgreiðslur hjá sér.


Alls ekki rétti staðurinn til þess að tala niður fólk að eyða peningum í tölvuvörur.

En sjáðu til, það að það seljir einhverjir tugir af 3090 kortum er bara ekkert merkilegt.
Helduru virkilega að það séu ekki einhverjir af ríkasta 1% tölvunördar ?

Hellingur af fólki hérna sem að munar ekkert um að eyða nokkrum hundruðum þúsunda í hobbýin sín.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf jonsig » Þri 10. Nóv 2020 23:01

Ég er sjálfur að eyða í allskonar rugl, keypti nú tvö vega64 á sínum tíma en þá áraði töluvert betur, ég er aðallega gáttaður yfir þessu spreði á þessum krepputímum. Ég held í flestum tilvikum séu þetta einstaklingar sem hafa einmitt ekki neitt efni á þessu.



Skjámynd

steinarsaem
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 16:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf steinarsaem » Þri 10. Nóv 2020 23:04

5900x hjá kísildal 114k
5900x hjá overclockers.uk 560 pund eða 103-104k

4% hærri vsk hér en í uk þannig að ég sé ekki alveg hvernig hægt sé að kalla þetta MIKIÐ dýrara.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 10. Nóv 2020 23:39

jonsig skrifaði:Ég ætlaði nú bara að eiga fasteignina mína skuldlausa sem fyrst. En klárlega er rtx3090 ofar á forgangslistanum hjá öðrum og því ekki heimskulegt að nota tekjuskatts afborganirnar mínar í vaxtaniðurgreiðslur hjá sér.


sumir hafa bara meira á milli handana en aðrir, þannig er lífið.

ég hef svosem ekkert notað vélina hjá mér í mikið annað en youtube gláp so far, kannski nota ég hana í ekkert meira, hver veit :)


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Sinnumtveir » Mið 11. Nóv 2020 01:09

Þessir örgjörvar eru sama sem ófáanlegir allstaðar erlendis nema á uppsprengdu verði á ebay. Lægsta "buy it now" verðið á 5600x sem ég fann á ebay var $483. Semsagt ef menn verða bara að fá amd r5k örgjörva strax er Ísland besti staðurinn til að kaupa hann útí búð.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf urban » Mið 11. Nóv 2020 07:39

jonsig skrifaði: keypti nú tvö vega64 á sínum tíma en þá áraði töluvert betur,


þá áraði betur fyrir þig augljóslega..
Helduru að það ári ömurlega fyrir alla núna ?


jonsig skrifaði: Ég held í flestum tilvikum séu þetta einstaklingar sem hafa einmitt ekki neitt efni á þessu.

Í alvörunni gaur ??

Ef að ríkasta prósentið myndi kaupa sér 3090 kort, þá væru 3300 svoleiðis kort hér á landi.
Ég efast um að þau nái 100.

Helduru virkilega að það séu ekki nokkrir tugir aðila sem að geta leyft sér að henda nokkur hundruð þúsundum í hobbýið sitt ?

vá hvað þú hljómar öfundsjúkur, sér í lagi þegar að þú hefur sjálfur augljóslega eytt fleiri hundruð þúsunda í áhugamálið þitt.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Zethic
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Zethic » Mið 11. Nóv 2020 09:34

jonsig skrifaði:Ég er sjálfur að eyða í allskonar rugl, keypti nú tvö vega64 á sínum tíma en þá áraði töluvert betur, ég er aðallega gáttaður yfir þessu spreði á þessum krepputímum. Ég held í flestum tilvikum séu þetta einstaklingar sem hafa einmitt ekki neitt efni á þessu.


Djöfull ertu toxic gæi. Hvert einasta skiptið sem þú tjáir þig endar það með einhverjum leiðindum

En að efninu. Ekki gleyma að fyrirtæki fá vörur stundum frá mismunandi heimshornum. Gjaldmiðlar sveiflast mis mikið og svo er flutningskostnaður oft grimmur þegar búðir fá hraðflutning
Að finna ódýrustu voruna og bera saman án flutnings og vsk er ósanngjarn samanburður. Og búðir þurfa líka að hagnast, annars væru þær ekki til og þjónusta/störf ekki heldur



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf jonsig » Mið 11. Nóv 2020 09:36

Zethic skrifaði:Djöfull ertu toxic gæi. Hvert einasta skiptið sem þú tjáir þig endar það með einhverjum leiðindum


:lol: Málfrelsið er osom þangað til einhver mætir með aðrar skoðannir, kannast við þetta.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf GullMoli » Mið 11. Nóv 2020 09:59

jonsig skrifaði:
Zethic skrifaði:Djöfull ertu toxic gæi. Hvert einasta skiptið sem þú tjáir þig endar það með einhverjum leiðindum


:lol: Málfrelsið er osom þangað til einhver mætir með aðrar skoðannir, kannast við þetta.


Já þegar þín skoðun er að skammast í fólki fyrir að eyða pening í áhugamálið sitt, á vefspjalli tileinkuðu því áhugamáli.

"Kannast við þetta" = ættir þá að vita betur en að vera með leiðindar/neikvæðar athugasemdir (t.d. þegar Templar var að sýna 3090 kortið sitt #-o). Stundum er í lagi að hugsa hvað þér finnst, án þess að deila því :)


Þessi "kreppa" þín er mismikil eftir landsvæðum, eflaust finnst meira fyrir henni á landsbyggðinni.
https://www.vb.is/frettir/liflegur-fast ... er/164710/


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf jonsig » Mið 11. Nóv 2020 10:26

Ég er hræddur um að margir hérna leggi virkilega metnað í að reyna misskilja mig.

Ég tók það framm með Templar að það var "Jók". Samt fóru einhverjir í fýlu.
Í þessu tilviki var ég bara "gáttaður á einhverju sem ég skil ekki" kreppa 30þús manns á atvinnuleysisskrá., samt seljast svona munaðarhlutir eins og heitar lummur.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf einarhr » Mið 11. Nóv 2020 13:10

jonsig skrifaði:Ég er hræddur um að margir hérna leggi virkilega metnað í að reyna misskilja mig.

Ég tók það framm með Templar að það var "Jók". Samt fóru einhverjir í fýlu.
Í þessu tilviki var ég bara "gáttaður á einhverju sem ég skil ekki" kreppa 30þús manns á atvinnuleysisskrá., samt seljast svona munaðarhlutir eins og heitar lummur.


Eins og bent hefur verið á hér áður er fullt af fólki sem á peninga fyrir svona og það er hægt að spara peninga með þvi að drekka td ekki áfengi, elda sem mest heima, eiga ekki bíl, fara ekki til útlanda árlega og stunda ekki grasreykingar og snorta ekki Kókaín og eiga því fullt af peningum.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf Klemmi » Mið 11. Nóv 2020 13:25

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!

Verður þessi umræða virkilega endurvakin í hvert einasta skipti sem það kemur ný lína á markaðinn?

Já, hlutir eru almennt dýrari á Íslandi.
Já, það eru góðar og gildar ástæður fyrir því.
Já, þú getur pantað að utan, mér og mínum algjörlega að meinalausu.
Nei, ég nenni ekki að hlusta á það að þér finnist þetta ósanngjarnt og að þú gætir nú leiðbeint verslunareigendum um hvernig eigi að reka verslun á Íslandi.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

Pósturaf vesi » Mið 11. Nóv 2020 16:33

jonsig skrifaði:Ég er hræddur um að margir hérna leggi virkilega metnað í að reyna misskilja mig.

Ég tók það framm með Templar að það var "Jók". Samt fóru einhverjir í fýlu.
Í þessu tilviki var ég bara "gáttaður á einhverju sem ég skil ekki" kreppa 30þús manns á atvinnuleysisskrá., samt seljast svona munaðarhlutir eins og heitar lummur.



Verður áhugavert að vita hvað nýi Iphone ríkur fljótt út.
Mér hefur alltaf fundist það ágætis mælikvarði á kreppu.


MCTS Nov´12
Asus eeePc