Kvöldið, mig vantar ráð. ég er að reyna að koma netið niður í herbergi sem ég er með í kjallaranum í húsinu hjá mér, ég er á 2. hæð.
Næ að finna signalið á wifi-inu mínu, stundum.. það er ss það tæpt að ég næ ekki að tengjast því.
Net yfir rafmagn er líklega ekki option þar sem það eru 3 öryggi á milli routers og herbergissins (grein sem router er á - aðal öryggi íbúðar - öryggi herbergis(sem er í annarri töflu))
Er eina optionið fyrir mig að koma snúru niður og setja upp access point eða er til einhver amplifyer eða eitthvað sem ég gæti nýtt mér ?
Ég er enþá með stock routerinn frá símanum
Net niður 2 hæðir
Re: Net niður 2 hæðir
Var í svipuðum pælingum í fyrra en hafði ekki möguleika á að koma snúru á milli. Enda því í 4G router í herberginu niðri og site-to-site VPN tenginu á honum við netið í íbúðinni sem er ofar í húsinu, það hefur ekki klikkað og stendur sig vel.
Hinsvegar ef þú hefur tök á því að koma snúru niður þá væri það og aðgangspunktur í herberginu niðri sennilega besti möguleikinn.
Hinsvegar ef þú hefur tök á því að koma snúru niður þá væri það og aðgangspunktur í herberginu niðri sennilega besti möguleikinn.
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Nörd
- Póstar: 102
- Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
- Reputation: 27
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Net niður 2 hæðir
Sammála síðasta ræðumanni, hinsvegar er gott að benda á að ef þú tekur 4G router og ætlar að nýta eitthvað magn af bandvídd á honum ert þú sennilega kominn í pakka uppá 10þ á mánuði fyrir utan vinnuna við að setja upp site-to-site vpn.
Þá er spurning hvort það myndi ekki borga sig að jafnvel fá rafvirkja í að leggja netstreng þangað niður ef þú hefur ekki tök á því sjálfur.
Kostnaðarlega séð ert þú að tala um sirka 10þ á mánuði fyrir 4G router og allt búið.
Ef þú tekur streng er þetta að koma streng þangað niður og versla AP, þá erum við að tala um í kringum 20þ fyrir AP og sennilega um 30þ ef þú færð rafvirkja í strenginn.
Þá er spurning hvort það myndi ekki borga sig að jafnvel fá rafvirkja í að leggja netstreng þangað niður ef þú hefur ekki tök á því sjálfur.
Kostnaðarlega séð ert þú að tala um sirka 10þ á mánuði fyrir 4G router og allt búið.
Ef þú tekur streng er þetta að koma streng þangað niður og versla AP, þá erum við að tala um í kringum 20þ fyrir AP og sennilega um 30þ ef þú færð rafvirkja í strenginn.
Re: Net niður 2 hæðir
Strákurinn skrifaði:.....hinsvegar er gott að benda á að ef þú tekur 4G router og ætlar að nýta eitthvað magn af bandvídd á honum ert þú sennilega kominn í pakka uppá 10þ á mánuði.....
Mörg símfélög sem bjóða upp á að fá aukakort tengt áskriftinni í símanum þínum þar sem aukakortið samnýtir gagnamagnið. Ég sem dæmi borga 3.190kr fyrir ótakmarkað net í símanum og síðan 590kr á mánuði fyrir aukakortið sem er í 4G routernum.
Þetta er vissulega þörf ábending ef OP ætlar að skoða þessa leið þar sem kostnaðurinn getur mjög fljótt farið upp úr öllu valdi, en flest símfélaganna eru farin að bjóða upp á einhverskonar svona aukaþjónustu fyrir sumarbústaði, spjaldtölvur o.s.f.v. sem væri alveg þess virði að skoða.
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Nörd
- Póstar: 102
- Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
- Reputation: 27
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Net niður 2 hæðir
Klárlega, fer mikið eftir hvaða tilgangi þetta herbergi mun gegna.
Ef það þarf bara að komast inná netið fyrir smá netflix og facebook og jafnvel ekki komast inná neinar innri þjónustur þá er klárlega einfaldast að fara þessa leið.
Ef hugsunin er að hafa þjón þarna eða vélar sem munu taka 1TB í bandvídd á mánuði væri best að fara í að tengja þetta við núverandi netkerfi.
Ef það þarf bara að komast inná netið fyrir smá netflix og facebook og jafnvel ekki komast inná neinar innri þjónustur þá er klárlega einfaldast að fara þessa leið.
Ef hugsunin er að hafa þjón þarna eða vélar sem munu taka 1TB í bandvídd á mánuði væri best að fara í að tengja þetta við núverandi netkerfi.
Re: Net niður 2 hæðir
Þú gætir gert tilraunir með staðsetningu á ráter/AP áður en þú ferð í 4G. Ef íbúð og herbergi hafa glugga á sömu hlið húss, gæti gengið að vera með AP í glugganum. AP í forstofu gæti líka virkað. Þú getur prófað að færa ráterinn á þessa staði til að sjá signalið í herberginui, þó hann sé ekki tengdur við ljósleiðarann.
Síðast breytt af Hizzman á Fös 06. Nóv 2020 11:14, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 298
- Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
- Reputation: 12
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Net niður 2 hæðir
Ef þú ert með aðgang að opnanlegum gluggum á báðum stöðum á sömu hlið húsins þá væri vert a skoða að setja upp þráðlausa brú á milli, persónulega færi ég beint í Unifi fyrir það, góð verð og topp búnaður. Kostar ekkert mánaðarlega
-
- Besserwisser
- Póstar: 3170
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Net niður 2 hæðir
Njall_L skrifaði:Var í svipuðum pælingum í fyrra en hafði ekki möguleika á að koma snúru á milli. Enda því í 4G router í herberginu niðri og site-to-site VPN tenginu á honum við netið í íbúðinni sem er ofar í húsinu, það hefur ekki klikkað og stendur sig vel.
Hinsvegar ef þú hefur tök á því að koma snúru niður þá væri það og aðgangspunktur í herberginu niðri sennilega besti möguleikinn.
Hvernig router-a ertu að tengja í þinni uppsetningu (site-to-stite vpn tengja) ?
"Site-to-site vpn tenginu á honum" Varstu ekki alveg örugglega að tengja þig yfir public internetið í gegnum site-to-site vpn ? eða varstu bara að tengja routerinn með snúru við hinn ?Edit: Sorry með mig , las núna "hafði ekki möguleika á að koma snúru á milli" , þá ertu greinilega að tengjast yfir public internetið
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 07. Nóv 2020 11:24, breytt samtals 2 sinnum.
Just do IT
√
√
Re: Net niður 2 hæðir
Hjaltiatla skrifaði:Njall_L skrifaði:Var í svipuðum pælingum í fyrra en hafði ekki möguleika á að koma snúru á milli. Enda því í 4G router í herberginu niðri og site-to-site VPN tenginu á honum við netið í íbúðinni sem er ofar í húsinu, það hefur ekki klikkað og stendur sig vel.
Hinsvegar ef þú hefur tök á því að koma snúru niður þá væri það og aðgangspunktur í herberginu niðri sennilega besti möguleikinn.
Hvernig router-a ertu að tengja í þinni uppsetningu (site-to-stite vpn tengja) ?
"Site-to-site vpn tenginu á honum" Varstu ekki alveg örugglega að tengja þig yfir public internetið í gegnum site-to-site vpn ? eða varstu bara að tengja routerinn með snúru við hinn ?Edit: Sorry með mig , las núna "hafði ekki möguleika á að koma snúru á milli" , þá ertu greinilega að tengjast yfir public internetið
Já, er að tengjast yfir public netið. Er með TP-Link Archer MR400 4G router á öðrum staðnum og UniFi Secure Gateway á hinum.
Löglegt WinRAR leyfi