[YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól


Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Runar » Fös 01. Maí 2020 13:37

Ég sá eitthvað á netinu fyrir löngu, ekki hugmynd um hvort það virkar, en prófaðu að taka teygju, flata hliðina yfir skrúfuna, og svo seturðu sexkantinn ofan í, þannig að teygjan er á milli sexkantsins og skrúfunnar. Þetta á víst að fylla upp í skemmdirnar á skrúfunni til að hjálpa sexkantinum að fylla betur í gatið.

Vonandi skildist þetta :)

Ákvað að google'a þetta snöggvast til að leyfa þér að sjá þetta betur, vonandi hjálpar þetta:
https://www.google.com/search?q=rubber+band+and+stripped+screw&client=firefox-b-d&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjkzfy65JLpAhUERxUIHUhiDp4Q_AUoAXoECA8QAw&biw=2030&bih=912



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Stuffz » Fös 01. Maí 2020 14:19

chaplin skrifaði:Besta ráð sem ég get gefið varðandi að skipta um dekk er að setja högg á sexkantana og lyklana sem þið notið til að losa skrúfu, bolta og rær.

T.d. rærnar sem halda dekkjunum, setja lykil utan um rærnar og nota hamar til að berja á lykilinn til að losa rærnar.

Til að losa skrúfna á myndinni er hægt að nota hamar og slá létt á sexkantinn eða gera "snöggan" rykk, annars endur þú líklegast með að strípa hausinn. Þú getur þó reynt að ná henni úr með því að hamra 1mm stærri sexkant í hausinn, ef þú nærð smá gripi þá áttu að geta að losað hana. Ef það gengur ekki þá get ég lánað þér bolt extractor. :)


góðir punktar, prófa þetta takk

hmm ætli sé hægt að fá nýja skrúfu hérlendis?

Runar skrifaði:Ég sá eitthvað á netinu fyrir löngu, ekki hugmynd um hvort það virkar, en prófaðu að taka teygju, flata hliðina yfir skrúfuna, og svo seturðu sexkantinn ofan í, þannig að teygjan er á milli sexkantsins og skrúfunnar. Þetta á víst að fylla upp í skemmdirnar á skrúfunni til að hjálpa sexkantinum að fylla betur í gatið.

Vonandi skildist þetta :)

Ákvað að google'a þetta snöggvast til að leyfa þér að sjá þetta betur, vonandi hjálpar þetta:
https://www.google.com/search?q=rubber+band+and+stripped+screw&client=firefox-b-d&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=2ahUKEwjkzfy65JLpAhUERxUIHUhiDp4Q_AUoAXoECA8QAw&biw=2030&bih=912


gæti virkað takk
Síðast breytt af Stuffz á Fös 01. Maí 2020 14:21, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Viggi » Fös 01. Maí 2020 14:54

Talandi um dekkjaskipti. Mæli með að henda 10 tommu dekkjum undir. Bæði verður ferðin minna bumpy og maður kemst hraðar. Sem verður varla fyr en á næsta ári miðað við hvað allt er lengi á leiðinni núna :popeyed
Viðhengi
Screenshot_20200501-144919_AliExpress.jpg
Screenshot_20200501-144919_AliExpress.jpg (466.89 KiB) Skoðað 8248 sinnum


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Sun 03. Maí 2020 14:06

Viggi skrifaði:Talandi um dekkjaskipti. Mæli með að henda 10 tommu dekkjum undir. Bæði verður ferðin minna bumpy og maður kemst hraðar. Sem verður varla fyr en á næsta ári miðað við hvað allt er lengi á leiðinni núna :popeyed


Ég keypti 10" dekk í fyrra en ég fæ mig ekki til þess að skipta um dekk á meðan það er í lagi með dekkin sem eru undir núna, sérstaklega ef dekkin sem ég keypti myndu svo ekki passa undir því afturfelgan sem fylgdi með sem átti að passa á hjólið passaði ekki. #-o


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Viggi » Sun 03. Maí 2020 16:07

chaplin skrifaði:
Viggi skrifaði:Talandi um dekkjaskipti. Mæli með að henda 10 tommu dekkjum undir. Bæði verður ferðin minna bumpy og maður kemst hraðar. Sem verður varla fyr en á næsta ári miðað við hvað allt er lengi á leiðinni núna :popeyed


Ég keypti 10" dekk í fyrra en ég fæ mig ekki til þess að skipta um dekk á meðan það er í lagi með dekkin sem eru undir núna, sérstaklega ef dekkin sem ég keypti myndu svo ekki passa undir því afturfelgan sem fylgdi með sem átti að passa á hjólið passaði ekki. #-o


Það á að vera mun léttara að setja þessi á en minni dekkinn. Keyptirðu annars ekki svona spacer á afturbrettið því annars passar afturdekkið ekki á. Getur annars farið með hjólið á dekkjaverkstæði með hjólið því það er martröð að losa boltana á dekkjunum.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Sun 03. Maí 2020 19:03

Viggi skrifaði:Það á að vera mun léttara að setja þessi á en minni dekkinn. Keyptirðu annars ekki svona spacer á afturbrettið því annars passar afturdekkið ekki á. Getur annars farið með hjólið á dekkjaverkstæði með hjólið því það er martröð að losa boltana á dekkjunum.


Það er ekkert mál að ná boltunum af með því að festa lykil utan um boltana og slá á lykilinn með hamri. Ég keypti spacer fyrir afturstuðarann og standarann. Það sem ég nenni ekki er að losa slöngurnar af felgunum, og ef dekkin passa ekki á (of mjó, of há etc) að þurfa þá að setja gömlu slöngurnar aftur á felgurnar. Síðast þegar ég skipti um dekk skar ég slöngurnar af því ég náði ekki ventlunum í gegn.

Fer í þetta þegar það springur á hjá mér. :)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf ColdIce » Sun 03. Maí 2020 19:37

Á einhver auka sett af 10” dekkjum, slöngum og spacers og er til í að selja?


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Yawnk » Sun 10. Maí 2020 17:54

Hefur einhver flashað nýju firmware'i á nýtt M365 Pro sem að er með 1.6.8?
Vantar að auka við aflið og auka hámarkshraðann.

https://m365.botox.bz/
Veit af þessari síðu, en hún býður ekki upp á svona nýlegt firmware?
Síðast breytt af Yawnk á Sun 10. Maí 2020 18:08, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

stefankarl
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Fim 20. Des 2012 17:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf stefankarl » Þri 12. Maí 2020 14:42

Klemmi skrifaði:Held að þetta sé besta verð sem ég hef séð á Pro útgáfunni:
64.990kr

https://vefverslun.siminn.is/vara/rafma ... pro-utgafa

Komið í 79.990kr




tolvunord
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 03. Feb 2011 00:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf tolvunord » Mið 20. Maí 2020 08:09

Virkilega gaman að skoða þennan þráð... ég er með pro útgáfuna og varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að það sprakk á framdekkinu hjá mér á leið í vinnuna í gær (Mosó -> Ármúli).

Ég er því að skoða solid dekk, en ég finn ekkert nema hjá tunglskin.is og þar kemur ekki fram hvort dekkin sem þeir eru með passi líka á pro útgáfuna... google segir að þetta sé sama stærð, en langaði að heyra álit þeirra sem allt virðast vita um þessa græjur :D




Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Viggi » Mið 20. Maí 2020 12:10

Myndi ekki fara í hörðu dekkin svaðalega hart að keyra á þessu þar sem það eru engir demparar en keyptu sett af 10 tommu dekkjum á þetta. Mun meiri dempun og fær örlitið meiri hraða úr hjólinu. farðu svo á verkstæði mii.is og láttu skipta um dekk þar sem er hrútleiðinlegt að gera það sjálfur. ruggl erfit að koma ventlinum í gegn


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Stuffz » Lau 06. Jún 2020 23:54

Er þetta M365 þarna í fréttinni?



Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf ColdIce » Sun 07. Jún 2020 05:38

Stuffz skrifaði:Er þetta M365 þarna í fréttinni?


Já non-pro


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Stuffz » Sun 07. Jún 2020 18:35

ColdIce skrifaði:
Stuffz skrifaði:Er þetta M365 þarna í fréttinni?

...
Já non-pro


já hélt það líka, það er víst hægt að detta á öllu

annars þá eru til fake/clone af m365 sem eru ekki eins örugg, ef eitthver hefði t.d. pantaði eitthvað svona dirt cheap dót beint frá kína.



hjálmar skiptir höfuðmáli það er allavegana lærdómurinn í þessu.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Mán 08. Jún 2020 21:04

Aww yeah! Mii.is komnir með pumpuna!

https://mii.is/collections/aukahlutir/p ... table-pump


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf bjornvil » Þri 27. Okt 2020 09:25

Sælir, dóttur minni langar í svona Xiaomi M365 (hvítt verður það að vera), ég sé að Elko og Nova og fleiri eru að selja þessi hjól á 49.900 kr. Sumstaðar eru þau mun dýrari. Ég er að velta fyrir mér hvort þessi hjól verði nokkuð ódýrari en þessi 50 þúsund kall? Er einhver séns að það verði t.d. Black Friday díll á þeim einhverstaðar?




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1082
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf netkaffi » Þri 27. Okt 2020 09:44

bjornvil skrifaði:Sælir, dóttur minni langar í svona Xiaomi M365 (hvítt verður það að vera), ég sé að Elko og Nova og fleiri eru að selja þessi hjól á 49.900 kr. Sumstaðar eru þau mun dýrari. Ég er að velta fyrir mér hvort þessi hjól verði nokkuð ódýrari en þessi 50 þúsund kall? Er einhver séns að það verði t.d. Black Friday díll á þeim einhverstaðar?

Ég skal selja þér mitt á 40.000, það er reyndar svart. Búinn að nota það nokkrum sinnum.



Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf bjornvil » Þri 27. Okt 2020 10:21

netkaffi skrifaði:
bjornvil skrifaði:Sælir, dóttur minni langar í svona Xiaomi M365 (hvítt verður það að vera), ég sé að Elko og Nova og fleiri eru að selja þessi hjól á 49.900 kr. Sumstaðar eru þau mun dýrari. Ég er að velta fyrir mér hvort þessi hjól verði nokkuð ódýrari en þessi 50 þúsund kall? Er einhver séns að það verði t.d. Black Friday díll á þeim einhverstaðar?

Ég skal selja þér mitt á 40.000, það er reyndar svart. Búinn að nota það nokkrum sinnum.


Takk fyrir, en hún er hörð á því að það verði að vera hvítt, og ég ætla að kaupa nýtt í þetta skiptið :)




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf Hizzman » Þri 27. Okt 2020 10:50

Viggi skrifaði:Myndi ekki fara í hörðu dekkin svaðalega hart að keyra á þessu þar sem það eru engir demparar en keyptu sett af 10 tommu dekkjum á þetta. Mun meiri dempun og fær örlitið meiri hraða úr hjólinu. farðu svo á verkstæði mii.is og láttu skipta um dekk þar sem er hrútleiðinlegt að gera það sjálfur. ruggl erfit að koma ventlinum í gegn


Já ventillinn er erfiður! Endaði með að stækka gatið með borvél!



Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf bjornvil » Mán 02. Nóv 2020 14:04

Ég festi kaup á svona hjóli um daginn. Það fylgdu með auka dekk, virka flatari og grófara mynstur. Einhver með reynslu af því að skipta á þessi dekk?



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: [YouTube / Review] Xiaomi M365 rafmagnshlaupahjól

Pósturaf chaplin » Mán 02. Nóv 2020 16:01

Hizzman skrifaði:
Já ventillinn er erfiður! Endaði með að stækka gatið með borvél!


Gerði það sama á mínu M365! "Rétta" leiðin er víst að taka cover-ið af mótornum, fjarlægja plastið sem er hjá ventlinum en ég náði ekki cover-inu af svo ég reif upp borinn. :lol:

bjornvil skrifaði:Ég festi kaup á svona hjóli um daginn. Það fylgdu með auka dekk, virka flatari og grófara mynstur. Einhver með reynslu af því að skipta á þessi dekk?


Ef þú ætlar að vera á hjólinu í vetur þá myndi ég líklegast skoða það að setja lengd dekk á hjólið, hef aftur á móti enga reynslu af slíkum dekkjum. Ég myndi persónulega ekki fara í það að skipta út stock dekkjunum fyrir þau sem fylgdu með, ég er nokkuð viss um að þetta eru sömu dekkin. Ef þú vilt skipta að þá er mjög erfitt að skipta um dekk á hjólinu nema það sé búið að breyta hönnuninni. ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS