Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Klemmi » Mið 21. Okt 2020 15:54

Sæl veriði,

við vorum að bæta inn á Vaktina nýjung sem ég hef verið að dúlla mér við að smíða síðustu vikur.

Þetta er í grunninn einföldun á PCPartPicker, nema fyrir Ísland, þ.e. gerir notendum kleift að púsla saman heilli tölvu, og á sama tíma að sjá allar vörur í viðeigandi flokk. Þegar íhlutur er valinn og settur í buildið, þá uppfærist urlið í vafranum, og það url má senda á aðra, sem þá geta séð valda íhluti.

Ég lagði ekki mjög mikið púður í framendann, hvorki hönnunina eða útfærsluna, og hugmyndin er að hafa það repoið á Github opið, þannig að ef einhver hér á Vaktinni hefur áhuga á að betrumbæta viðmótið, bjóða upp á betri filteringu, raða niðurstöðum eftir öðru en verði, gera síðuna meira mobile friendly o.s.frv. þá er sjálfsagt að gera pull-request, þannig að þetta yrði hægt og rólega að community verkefni :)

Að sama skapi væri gaman seinna meir að hafa einhver basic compatibility test, s.s. að socket milli örgjörva og móðurborðs sé rétt, eða að þú parir ekki DDR3 vinnsluminni við DDR4 móðurborð o.s.frv.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, hlakka til að heyra hvernig ykkur lýst á.

Linkur á Builderinn, sem er einnig í headernum hliðiná Verðvaktinni:
https://builder.vaktin.is

Og svo sýnidæmi um link með tilbúnu buildi:
https://builder.vaktin.is/build/EF732

Linkur á framenda repo-ið (já, ég hef ekki einu sinni skellt í readme):
https://github.com/Klemminn/pc-builder-client

Bestu kveðjur,
Klemmi




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf halipuz1 » Mið 21. Okt 2020 15:56

Flott framtak!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16586
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2140
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf GuðjónR » Mið 21. Okt 2020 16:06

Þetta er glæsilegt hjá klemma!
Þið gætið þurft að „clear cache“ á browser til að sjá hnappinn.
Viðhengi
Screenshot 2020-10-21 at 16.04.24.png
Screenshot 2020-10-21 at 16.04.24.png (94.56 KiB) Skoðað 18462 sinnum




raggzn
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Júl 2007 10:18
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf raggzn » Mið 21. Okt 2020 16:09

Þetta er snilld, virkilega vel gert




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 251
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Hallipalli » Mið 21. Okt 2020 16:16

Geggjað!!!

Tók eftir þessu

https://snipboard.io/WFieQo.jpg

vel þröngt




chebkhaled
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 15. Feb 2010 21:16
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf chebkhaled » Mið 21. Okt 2020 17:58

Flott tól.
vel gert :happy




Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Uncredible » Mið 21. Okt 2020 18:12

Þetta tól er algjör snilld. Vel gert!




Selsker
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Lau 17. Okt 2015 13:50
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Selsker » Mið 21. Okt 2020 18:25

Hrikalega líst mér vel á þetta



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1746
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Kristján » Mið 21. Okt 2020 18:39

Geggjað :D




Hausinn
FanBoy
Póstar: 715
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 157
Staða: Tengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Hausinn » Mið 21. Okt 2020 19:01

Virkar mjög vel. Frábær framkoma. :D



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Viktor » Mið 21. Okt 2020 19:02

Glæsilegt, hvað tók þetta langan tíma? :baby


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf audiophile » Mið 21. Okt 2020 19:18

Djöfulsins snilld er þetta! Flott framtak!


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Klemmi » Mið 21. Okt 2020 19:59

Sallarólegur skrifaði:Glæsilegt, hvað tók þetta langan tíma? :baby


Samkvæmt Github byrjaði ég á þessu 1. október, og viðurkenni að fullmikill hluti frítímans hefur farið í þetta :)

Giska á að forritunin hafi verið kannski 30-40 tímar og skráning á upprunalegu vöruframboði (vörunum sem eru skráðar inn núna) aðrir 20 tímar.

Scraperinn skilar s.s. öllu framboði frá verslununum, en svo þarf handvirkt að stofna vörurnar sjálfar og setja á þá eiginleikana, þar sem upplýsingarnar eru misgóðar á síðum verslana, og í sumum tilfellum þarf maður að Googla vörurnar til þess að finna það sem maður leitar að...

Eftir að búið er að skrá vöru, þá sér scraperinn um að uppfæra verð og framboð, þ.e. merkja vöru disabled ef hún er ekki lengur inni hjá verslun.
Síðast breytt af Klemmi á Mið 21. Okt 2020 20:00, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf rapport » Mið 21. Okt 2020 20:32

OSOM - Ég vil bara fá paypal hlekk og fá að styrkja þetta framtak, þetta er akkúrat það sem þarf til að halda íhlutamarkaðinum hér innanlands gangandi.




Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Klemmi » Mið 21. Okt 2020 20:51

rapport skrifaði:OSOM - Ég vil bara fá paypal hlekk og fá að styrkja þetta framtak, þetta er akkúrat það sem þarf til að halda íhlutamarkaðinum hér innanlands gangandi.


Þakka gott boð og falleg orð :)

Það er þó líklega best að við spörum peningana fyrir næstu málsókn hjá GuðjóniR og Vaktinni... getur ekki verið langt í næsta Buy.is :-"



Skjámynd

beggi702
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mán 31. Maí 2010 01:31
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf beggi702 » Mið 21. Okt 2020 20:59

Vel gert, kann að meta þetta



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf DaRKSTaR » Mið 21. Okt 2020 21:10

snilld


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Viktor » Mið 21. Okt 2020 21:14

Klemmi skrifaði:Scraperinn skilar s.s. öllu framboði frá verslununum, en svo þarf handvirkt að stofna vörurnar sjálfar og setja á þá eiginleikana, þar sem upplýsingarnar eru misgóðar á síðum verslana, og í sumum tilfellum þarf maður að Googla vörurnar til þess að finna það sem maður leitar að...

Eftir að búið er að skrá vöru, þá sér scraperinn um að uppfæra verð og framboð, þ.e. merkja vöru disabled ef hún er ekki lengur inni hjá verslun.


Næs.

Ef þú setur handavinnuna fram á einhvern dummy proof hátt þá geturðu örugglega fengið fleiri til að hjálpa með það.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16586
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2140
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf GuðjónR » Mið 21. Okt 2020 21:29

Klemmi skrifaði:Það er þó líklega best að við spörum peningana fyrir næstu málsókn hjá GuðjóniR og Vaktinni... getur ekki verið langt í næsta Buy.is :-"

:wtf




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf halipuz1 » Mið 21. Okt 2020 21:49

GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:Það er þó líklega best að við spörum peningana fyrir næstu málsókn hjá GuðjóniR og Vaktinni... getur ekki verið langt í næsta Buy.is :-"

:wtf


Haha núna er ég forvitinn....

En, skiptir ekki máli. :)



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Danni V8 » Fim 22. Okt 2020 02:17

Geggjað framtak!


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf darkppl » Fim 22. Okt 2020 02:41

Þetta er geggjað.
Ein spurning þó er hægt að bæta við öðrum SSD, SS velja 2 eða fleiri SSD/HDD diska eða fleiri annars er þetta rosalega gaman að fá þetta.


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|


Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf Klemmi » Fim 22. Okt 2020 08:40

darkppl skrifaði:Þetta er geggjað.
Ein spurning þó er hægt að bæta við öðrum SSD, SS velja 2 eða fleiri SSD/HDD diska eða fleiri annars er þetta rosalega gaman að fá þetta.


Takk fyrir :)

Nei, ég ákvað að hafa það ekki með, allavega í þessari fyrstu útgáfu, þar sem það flækir bæði bakenda og framenda. Möguleiki að ég bæti því við seinna, en þori ekki að lofa því 8-[



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf hagur » Fim 22. Okt 2020 08:48

What a man! Mjög flott :)



Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Vaktin Builder - Nýjung á vaktinni

Pósturaf kusi » Fim 22. Okt 2020 09:46

Þetta er frábært framtak og vel gert!

Eitt sem ég sakna aðeins, og mætti gjarna vera í verðvaktinni líka, eru að fram komi einhver benchmark tala fyrir örgjörvana (t.d. passmark) þannig að maður sjái aðeins betur samband verðs og afkasta.