Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf appel » Sun 18. Okt 2020 17:44

https://www.ruv.is/frett/2020/10/18/sen ... vini-sinum

Stundum finnst mér einsog þetta fólk sem starfi hjá tollinum vakni á morgnanna og ákveði að vera vont við aðra.
Ætti bara að leggja þetta embætti niður, engin þörf á þessu. Þetta embætti er bara djók.

Ég var með eina vöru fasta í tollinum því þeir gátu ekki flokkað vöruna í réttan tollflokk, val milli tveggja tollflokka, sem báðir voru í 0% og hafði engin áhrif á aðflutningsgjöldin. Skil ekki hvaða hlutverki þeir gegna annað en að áreita saklausan almúgan. Þetta er svona Joker í því hvort þú getir pantað vöru á netinu eða ekki, tollurinn gæti gert allt upptækt og þú færð ekkert! Það vantar að auka rétt almennings þarna gagnvart tollinum, neytendavernd, tollurinn hefur alltof mikil völd og virðist kæra sig kollóttan um hag annarra.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf GuðjónR » Sun 18. Okt 2020 18:17

Austur-Þýskaland 1954 hvað?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf appel » Sun 18. Okt 2020 18:40

Svo þoli ég ekki að þurfa alltaf að senda á póstinn eða annan póstdreifingaraðila reikning fyrir vörunni, þegar þetta kemur allt skýrt fram á pakkanum sjálfum, reikningurinn er viðhengdur á pakkanum sjálfum ásamt skýringu á innihaldi. Samt þarf maður að senda þetta til þeirra í tölvupósti. Óskiljanlegt!

Ég held að kerfið hérna á Íslandi sé doldið sett upp þannig að þér er refsað fyrir að panta erlendis frá, það sé reynt að koma í veg fyrir að þú sért að panta svona á netinu. Reynt að búa til eins marga þröskulda og hægt er, og hrasir þú um einn þá ferðu aftur á byrjunarreit eða varan gerð upptæk.


Annars, ég hef fengið senda svona "afmælisgjöf" erlendis frá, og það hefði getað endað illa. Þegar ég sótti pakkann hjá póstinum þá var afar hjálpsöm kona og hún ýjaði að því að ég ætti að segja að þetta væri afmælisgjöf, sem það var ekki, en það myndi einfalda allt, því það er heimilt að fá senda erlendis frá afmælisgjöf upp að einhverju hámarki. Það er basically ekki hægt að fá sent bara eitthvað frá vini erlendis frá, kerfið skilur það ekki. Ef þú vilt að eitthvað festist í tollinum þá eru það þannig pakkar, sent frá vini, enginn reikningur né neitt.

Þetta er náttúrulega bara svo fornaldarlegt gerræðislegt kerfi, kommúnískt og fasískt í alla staði, 1950's style kúgunar kerfi.


*-*

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf jonsig » Sun 18. Okt 2020 18:50

Ég hef staðið í stappi við þá útaf þeir hafa verið að opna box með viðkvæmum rafeindabúnaði og skemmt þau við að opna og setja saman með gömlu bílskúrs skrúfjárni og ekki þorað að setja "opnað vegna tollskoðunnar" miða á eftirá. Og kennt tollinum úti um það.

Boxin á vegum fyrirtækis, sem ég vann hjá og endaði þetta hjá einhverjum yfir tollara sem sagðist hafa tekið munnlega skýrslu um málið við sína menn og fyrst toll miðinn var ekki á þá væru þetta ekki þeir..

Bara róbotanum að kenna hjá mouser electronics, eða einhverjum huldumönnum í þýskalandi sem eru að eltast við hálft gramm að hámarki per box og stúta 500k við það með ryðguðu risa skrúfjárni :face




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 18. Okt 2020 19:53

appel skrifaði:Svo þoli ég ekki að þurfa alltaf að senda á póstinn eða annan póstdreifingaraðila reikning fyrir vörunni, þegar þetta kemur allt skýrt fram á pakkanum sjálfum, reikningurinn er viðhengdur á pakkanum sjálfum ásamt skýringu á innihaldi. Samt þarf maður að senda þetta til þeirra í tölvupósti. Óskiljanlegt!


Ég lenti einu sinni í því að vara sem ég pantaði kom frá Japan til Reykjavíkur, tollurinn hunsaði skráninguna á pakkanum og sendi mér beiðni í bréfpósti. Sú beiðni barst mér 3-4 dögum eftir dagsetningu. Ég sendi tollinum/póstinum kvittun (man ekki hvort netskráningin var komin inn á postur.is). Frá því að pakkinn kemur til landsins og þangað til ég fæ vöruna í hendurnar líður meira en heil vinnuvika þannig að ég fékk vöruna í viku "n+2" eftir að hún komst til landsins. Þegar ég loksins fékk vöruna í hendurnar þá var að sjálfsögðu skýrslan frá japan á pakkanum, alveg 100% rétt skráð. Pakkinn þurfti að fara frá Rvk til AK.

Annað dæmi. Ég fékk tilkynningu um póstsendingu og kröfu um að skila reikningi. Ég var búinn að panta fleiri en einn hlut og upplýsingarnar í bréfinu voru vægast sagt gagnslausar. Sendandinn var N.N og þyngd sendingar var 0,002 kg (núll komma núll núll tveir) eða 2 grömm. Ég hef samband við póstinn og spyr hvort ég geti fengið nánari upplýsingar, 2 grömm hljóti að vera bréf (held reyndar að bréf sé þyngra). Þjónustuverið hjá póstinum segir mér að þetta séu bara upplýsingarnar á pakkanum, enginn hafi vigtað sendinguna og að ég verði bara að veita heimild til að opna pakkann. Þegar ég fæ svo pakkann í hendurnar þá sé ég að sendandi var skráður, þyngdin var skráð og verðmætið var skráð. Ég mátti borga aukalega 500 krónur fyrir að láta opna sendinguna.

Ég fékk svo aftur um daginn kröfu um reikning, aftur var pakkinn skráður sem 2 grömm. Ég held hreinlega að tölvukerfið hjá póstinum noti kommuna til að marka þúsund en ekki sem brot. Þannig að pakki sem er 1-2 kg sé skráður sem 0,002 kg (2 kg)

Ég hef hinsvegar ákveðinn skilning á því að tollurinn sé ekki að taka þessar skráningar á pökkunum gildar, sérstaklega ef pakkarnir eru að koma frá kína eða lykta þannig. Yfirleitt þegar maður fær pakka frá kína þá er oftar en ekki verðmætið skráð einhverjir nokkrir $.

Það sem ég hef hinsvegar ekki skilning á er af hverju sumir pakkar koma í gegn og aðrir ekki. Það finnst mér óþolandi og bera þess vott að það séu engar staðlaðar reglur heldur fari þetta bara eftir því hversu vel stemmd manneskjan er sem tollafgreiðir.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1082
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf netkaffi » Sun 18. Okt 2020 22:10

Það er nettó verra fyrir Íslendinga, sem búa á eyju án landamæra við önnur lönd, að hafa tollinnheimtu. Það ætti auðvitað að vera fólk sem leitar að sprengjum og spilliefnum og þannig, en það er ekki tollur og tollinnheimta. Tollinnheimta er gömul hefð þar sem t.d. lénsherrar og lávarðar rukkuðu gjald af venjulegu fólki fyrir að ferðast yfir landamæri sín. Peningarnir voru svo helst notaðir í hernað sennilega.

En við eigum ekki að vera berja á sjálfum okkur með því að gera allt dýrara við að búa hérna, á afskekktri (nema væri fyrir flug) eyju rétt hjá Grænlandi og Norður Pólnum.
Síðast breytt af netkaffi á Sun 18. Okt 2020 22:11, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf appel » Sun 18. Okt 2020 22:40

Hef lent í því að eiga fá pakka afhentan á föstudegi, en fæ svo að vita að ákveðið hefði verið að pakkinn fær í tollskoðun og ég fái ekki fyrr en á miðvikudaginn eftir. ](*,) þetta eru snillingar í að pirra mann.

Já það er fyndið að fylgjast með tracking á pakka sem virðist geta ferðast þúsundir kílómetra með viðkomu í 5 löndum og með 20 stoppum og kemur til landsins 2-3 daga frá pöntun, en situr svo fastur hjá Póstinum í 5 daga. Átta mig illa á hverskonar rugl kerfi þessi íslenski Póstur er með sem veldur því að meira en helmingur tímans frá pöntun til afhendingar sé útaf Póstinum, hafa þessir snillingar ekki áttað sig á því að það er óeðlilegt?


*-*

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf Pandemic » Sun 18. Okt 2020 23:15

Fékk gallað borð í borðspili í Nexus og fór með það til þeirra og öll sendingin var gölluð. Hafði samband við framleiðanda sem segist ætla að senda mér nýtt borð fyrir borðspilið í hvelli. Fæ sendinguna og á henni stendur "replacement part 0$" og bréf með afsökunarbeiðni frá útgefandanum.
Sendi tollinum kvittunina fyrir þessu og útskýringu á því að ég væri með gallað pappaborð í höndunum sem færi bara í tunnuna og þeir væru að senda mér nýtt pappaborð sem hefur ekkert gildi nema í samhenginu við alla hina 100 hlutina í borðspilinu.
Ég vissi ekki hvert tollarinn ætlaði að fara. Auðvitað ætti ég að senda pappaborðið tilbaka á móti varahlutnum. Eftir 4-5 tölvupósta þá bjóða þeir mér að koma uppá höfða og "eyða/skemma/henda" borðinu fyrir framan tollara. Svo það skrítna í þessu öllu saman þá kom sendingin 2-3 dögum eftir þau samskipti án þess að ég hefði eitthvað með málið að gera.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf agnarkb » Mán 19. Okt 2020 00:28

Sumarið 2017 kaupi ég AM4 móðurborð en vantaði AM4 bracket fyrir Noctua kælinguna sem ég var með. Noctua eru mikilir snillingar og voru að bjóða fólki sem áttu Am4 móðurborð og kælingu frá þeim frítt bracket. Kom til landsins fljótlega eftir pöntun en þá tók við nánast súrrealísk atburðarás. Sendi nokkra pósta til tollara og svo til Noctua Support og langar mig að skilja hér eftir loka póstinn sem ég fékk frá þeim. Fór svo í gegn á endanum eftir að ég áframsendi þetta á tollinn. Eftir að ég hafði bara keypt mér svona bracket á Overclockers.

noctua.PNG
noctua.PNG (31.25 KiB) Skoðað 4511 sinnum


Svo annað tilvik, pínu öðruvísi, fjölskylda mín á hús í litlu sveitarfélagi í Noregi og fyrir ári síðan þá fluttum við heim stein frá þeim stað til þess að nota sem legstein á leiðið hans pabba en hann hafði alltaf talað um að hann vildi fá stein þaðan. Flutt heim hnökralaust með Eimskip en svo kom tilkynning frá tollinum, þeir vildu fá reikning með kaupverði svo þeir gætu reiknað út tollinn af grjótinu........... ](*,)
Var svo hleypt í gegn þegar ég útskýrði fyrir þeim að þætti væri steinn tekinn á landareign okkar í Noregi og útskýrði líka tilganginn fyrir sendingunni. Þær upplýsingar voru skrifaðar á shipping seðlinum á kassanum sem steinninn var í.........


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


Danni1804
Græningi
Póstar: 36
Skráði sig: Mið 07. Okt 2020 17:46
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf Danni1804 » Mán 19. Okt 2020 03:19

Ég pantaði málverk erlendis frá fyrir rúmum mánuði sendi reikning og númer sendingar á tollinn.
Svarið:
"Sæll,

Samkvæmt matvælastofnun er organic grass-fed óheimilt til innflutnings, þess vegna bjóðum við þér að annaðhvort endursenda sendinguna (á þinn kostnað) eða farga því sem er óheimilt."

Sendingin seinkaði um dag því þeir hafa farið á mis með númerið mitt og haldið að ég hafi pantað lífrænt kjöt. Samt sem áður voru þeir með reikning og lýsingu í fyrsta meilinu.

Mér finnst best að panta bara af Amazon, flýgur í gegn um þessa vitleysinga.


Intel i7 9700K • ZOTAC Gaming Twin Edge OC RTX 3060 Ti • Gigabyte Z390 AORUS ELITE-CF• G Skill Trident Z RGB 16GB DDR4 3600MHz • Samsung 970 Evo Plus 1000GB • Corsair h100i • Seasonic Focus Gold 750W • Meshify C fractal

Acer Predator 240hz IPS 24.5" • Razer Naga • Steelseries Arcis Pro


KristinnK
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 94
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf KristinnK » Mán 19. Okt 2020 08:24

appel skrifaði:Ég held að kerfið hérna á Íslandi sé doldið sett upp þannig að þér er refsað fyrir að panta erlendis frá, það sé reynt að koma í veg fyrir að þú sért að panta svona á netinu. Reynt að búa til eins marga þröskulda og hægt er, og hrasir þú um einn þá ferðu aftur á byrjunarreit eða varan gerð upptæk.


Bingó. Þangað til ca. 2013/2014 þá komu litlir pakkar til mín frá Kína beint inn um lúguna. Ég keypti ýmislegt smádót fyrir einn eða tvo dali sem myndi kosta 500-1000 krónur í smásölu hérna heima, sparaði mér ófáu þúsundkallana. Líklega hefur einhverjum hagsmunaaðilum á smásölumarkaði fundist um of þegar vefverslun jókst mikið á þessum árum, og beðið vini sína í stjórnmálum um að biðja Póstinn um að vinsamlegast stoppa alla þessa pakka og leggja í það minnsta á 500 kr. afgreiðslugjald til að standa vörð um smásöluálagningu. Bjarni Ben og félagar gerðu svo gott um betur þegar þeir leyfðu Póstinum að byrja að rukka 800 krónur í viðbót per Kínasendingu.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf hagur » Mán 19. Okt 2020 08:32

Hef nú reyndar sjaldan lent í einhverju svona veseni með tollinn/póstinn, en þeir týndu nú reyndar einu sinni pakkanum mínum, sem fannst svo reyndar líklega hátt í 2 vikum seinna. En það var "honest" mistake hugsa ég. Það sem mér finnst aðallega skrítið er ósamræmið í afhendingu. Stundum fæ ég miða inn inn um lúguna um að það bíði mín pakki á pósthúsinu. Stundum fæ ég SMS um að pakkinn sé kominn í bíl og verði keyrður til mín á milli 17-22 í dag. Stundum fæ ég SMS um að pakkinn sé kominn í póstbox. Mér hefur ekki tekist að spotta patternið hérna. Ég vil *alltaf* fá þetta bara í póstboxið, sem er í göngufæri við mig.

En þetta er líklega ástæðan fyrir því að ég er til í að borga premium til að fá DHL/Fedex/UPS shipping. Þeir nánast elta mann uppi til að koma pakkanum í hendurnar á manni á sem skemmstum tíma.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf worghal » Mán 19. Okt 2020 09:12

mín verstu samskipti við tollinn var þegar ég setti spurningarmerki við "10% tollur/skattur á flutningsgjöld" en þegar ég fékk sendingar sem voru með free shipping þá settu þeir bara 10% ofan á heildarverðið bara af því bara og þegar ég bað um útskýringu og benti á að ég hafi ekki borgað fyrir neina sendingu, þá sögðu þeir "því miður þá er þetta svona, einhver borgaði fyrir sendingu og það þarf að tolla/skatta það" ](*,) ](*,) ](*,)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf mort » Mán 19. Okt 2020 09:39

Þetta er svo mikið computer says no kerfi, ég pantaði sérsmíðaðan hlut frá tjékklandi og partur af honum var brotinn, shit happens. Gaurinn sendi þá replacement part sem var smá stykki úr postulíni - auðviðtað bara free of charge, enginn sendingarkostnaður og enginn reikningur. Þetta tiltölulega stuttu efir að þeir lokuðu tollafgreiðslunni upp á höfða. Eftir nokkra daga að skrifast á við póstinn - þar sem ég lýsti þessu aftur og aftur, þá vildu þeir að ég kæmi með brotna hlutinn niður á pósthús svo þeir gætu tekið við honum og hent, og þá afhent varahlutinn. Ég var þá út á landi og var ekki alveg að nenna þessu. Fékk tjékkan til að útbúa reikning fyrir hlutnum og senda mér. Setti þann reikning inn og þá sagði tollurinn að þeir tækju hann ekki gildan... engin ástæða. Ég bað þá bara um að endursenda pakkann.... Og fékk aftur annað stykki sent með sama reikning og ég reyndi að nota.... aaaaalveg


---

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf ZiRiuS » Mán 19. Okt 2020 09:44

Ég hef aldrei lent í svona veseni áður. Einu sinni var ég að panta nokkrar vörur í einu sem voru ekki með tracking og pósturinn sendi mér mail og bað um reikning og ég er nokkuð viss um að þetta hafi ekki einu sinni verið réttur reikningur sem ég sendi þeim en pakkinn flaug samt í gegn.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1047
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf brain » Mán 19. Okt 2020 13:28

Það má ekki gleyma að tollverðir vinna eftir tollalögum.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2005088.html

Það er ekki þeirra að sleppa gjöldum t.d. varðandi gjafir.

8. Gjafir sem sendar eru hingað til lands í eftirfarandi tilvikum:
a. Gjafir sem aðilar búsettir erlendis senda hingað til lands eða hafa með sér frá útlöndum af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni, enda sé verðmæti gjafarinnar ekki meira en [13.500 kr.] 2) Sé verðmæti gjafar meira en [13.500 kr.] 2) skal gjöf þó einungis tollskyld að því marki sem hún er umfram þá fjárhæð að verðmæti. Brúðkaupsgjafir skulu vera tollfrjálsar þótt þær séu meira en [13.500 kr.] 2) að verðmæti, enda sé að mati [tollyfirvalda] 6) um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða.
b. Gjafir til mannúðar- og líknarstarfsemi, enda sé um að ræða vöru sem nýtt er beint til viðkomandi starfsemi, svo og gjafir sem sendar eru hingað frá útlöndum og góðgerðarstofnanir eða aðrir slíkir aðilar eiga að annast dreifingu á til bágstaddra.
c. Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki.

Auðvitað finnst okkur þetta oft ósangjarnt, en það er ekki við þá að sakast.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf worghal » Mán 19. Okt 2020 13:59

brain skrifaði:Það má ekki gleyma að tollverðir vinna eftir tollalögum.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2005088.html

Það er ekki þeirra að sleppa gjöldum t.d. varðandi gjafir.

8. Gjafir sem sendar eru hingað til lands í eftirfarandi tilvikum:
a. Gjafir sem aðilar búsettir erlendis senda hingað til lands eða hafa með sér frá útlöndum af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni, enda sé verðmæti gjafarinnar ekki meira en [13.500 kr.] 2) Sé verðmæti gjafar meira en [13.500 kr.] 2) skal gjöf þó einungis tollskyld að því marki sem hún er umfram þá fjárhæð að verðmæti. Brúðkaupsgjafir skulu vera tollfrjálsar þótt þær séu meira en [13.500 kr.] 2) að verðmæti, enda sé að mati [tollyfirvalda] 6) um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða.
b. Gjafir til mannúðar- og líknarstarfsemi, enda sé um að ræða vöru sem nýtt er beint til viðkomandi starfsemi, svo og gjafir sem sendar eru hingað frá útlöndum og góðgerðarstofnanir eða aðrir slíkir aðilar eiga að annast dreifingu á til bágstaddra.
c. Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki.

Auðvitað finnst okkur þetta oft ósangjarnt, en það er ekki við þá að sakast.

það er enginn að segja að það séu engin lög eða reglur hvað að þetta sé vandamálið.
málið er bara það að tollurinn eins og hann leggur sig sem stofnun er kengþroskaheft appart sem getur varla fylgt sínum eigin reglugerðum, hvað þá að sýna smá þjónustulund, ég hef fleyri dæmi þar sem það er bókstaflega kallað til yfirheyrslu vegna útskipta á xbox tölvu og það var bókstaflega alveg eins og í einhverri súrealískri bíómynd. Þeir hafa staðið í hótunum og leiðindum og hreynlega halda að þeir séu einhverskonar yfirvald sem ræður öllu og nú skalt þú bara lúta þeim, þitt val hvort það sé sleipiefni eða ekki.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf mjolkurdreytill » Mán 19. Okt 2020 14:06

brain skrifaði:Það má ekki gleyma að tollverðir vinna eftir tollalögum.

[...]

Auðvitað finnst okkur þetta oft ósangjarnt, en það er ekki við þá að sakast.


Gjöldin eru eitt og mega vera öllum ljós, það er ekki vandamálið hérna að mínu mati.

Það sem er frekar vandamálið er að tollarar séu ekki að vinna vinnuna sína og haldi sendingum í skemmri eða lengri
tíma fyrir engar réttlætanlegar sakir.




trusterr
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fös 17. Apr 2015 18:32
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf trusterr » Mán 19. Okt 2020 14:35

Ég þurfti að greiða toll af RMA skjákorti sem ég sendi til EVGA þegar ég fékk það aftur og þeim var alveg sama um að þetta var útaf viðgerð. heill 24þúsund kall.

En svo er mikið vandamál að sendingar frá kína eru að koma og þeir setja 0,1-1$ sem verð á vöru sem í raun kostaði meira og tollurinn stoppar þær sendingar og vilja fá kvittun. Held að það sé helsta ástæða fyrir þessu rugli að þeir treysta ekki hvað er á sendingum og bitnar svo á öllum.


10900K - ASUS Z490-E Gaming - EVGA 1080Ti FTW3 - 32GB 4x8 DDR4-3000( :thumbsd ) Corsair D Platinum - Samsung 970 EVO Plus 1TB - EVGA SuperNOVA P2 850W - ASUS PG279Q - Lian Li 011 Dynamic

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf rapport » Mán 19. Okt 2020 15:13

Maður kannast við fyrirtæki sem eru í innflutningi þar sem tollurinn stjórnar öllu með endalausri afskiptasemi með tilheyrandi kostnaði fyrir fyrirtækið.

Á sama tíma kemst samkeppnisaðili viðkomandi upp með alskonar.

Það virðist sem að eftirlit og aðgerðir tollsins séu óskipulagðar, misjafnar, persónubundnar og óstaðlaðar með öllu.

Hef heyrt frá aðilum sem hafa verið að flytja inn kerrur að sumir njóti trausts og allt rúlli hratt og vel en aðrir séu læstir inni milli þess að fá týpu/gerð samþykkta og að fá skoðun, bæði verður að gerast á undan = ekki hægt að fá týpuna samþykkta fyrr en hún hefur verið skoðuð og ekki hægt að skoða hana fyrr en hún hefur verið skráð... (eða eitthvað álíka).

Yfirvöld á Íslandi mættu eyða 5 milljörðum á ári í að samþætta alla gagnaöflun frá borgurunum og fyrirtækjunum í landinu og ég er nokkuð viss um að samfélagið kæmi út í plús í það heila.

Svona rugl er virkilega dýrt in the long run.

Hversu margar klst. af vinnu, óþarfa geymslu og flutningum eru t.d. vegna þessa eina máls?



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1047
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf brain » Mán 19. Okt 2020 15:25

trusterr skrifaði:Ég þurfti að greiða toll af RMA skjákorti sem ég sendi til EVGA þegar ég fékk það aftur og þeim var alveg sama um að þetta var útaf viðgerð. heill 24þúsund kall..



Rétta leiðin til að þurfa ekki að greiða gjöld aftur er að fylla út útflutningskýrslu og sýna hana þegar vara kemur aftur til landsins.
Ef viðgerð hefur farið fram þá greiðiru vsk af henni, en ef þú færð nýja vöru af sama, þá greiðir þú ekkert.

Vara sem á ábyrgðartíma er send utan til viðgerðar vegna galla skal við innflutning undanþegin tolli, enda séu að mati tollyfirvalda] færðar fullnægjandi sönnur fyrir að viðgerðin sé viðkomandi að kostnaðarlausu og ábyrgð innifalin í upphaflegu tollverði vörunnar.
Ákveði erlendur seljandi gallaðrar vöru að afhenda nýja vöru í stað þess að framkvæma viðgerð á gallaðri vöru skal tollur falla niður af hinni nýju vöru að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
1. Hin gallaða vara skal vera í ábyrgð samkvæmt lögbundinni eða samningsbundinni skyldu seljanda á þeim tíma sem hún er send utan eða henni fargað undir tolleftirliti. Ekki skal farga gallaðri vöru fyrr en að fenginni skriflegri staðfestingu seljanda um að hann muni afhenda nýja vöru í stað þeirrar gölluðu og óski ekki eftir að fá hina gölluðu vöru í hendur.




trusterr
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fös 17. Apr 2015 18:32
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf trusterr » Mán 19. Okt 2020 15:52

brain skrifaði:
trusterr skrifaði:Ég þurfti að greiða toll af RMA skjákorti sem ég sendi til EVGA þegar ég fékk það aftur og þeim var alveg sama um að þetta var útaf viðgerð. heill 24þúsund kall..



Rétta leiðin til að þurfa ekki að greiða gjöld aftur er að fylla út útflutningskýrslu og sýna hana þegar vara kemur aftur til landsins.
Ef viðgerð hefur farið fram þá greiðiru vsk af henni, en ef þú færð nýja vöru af sama, þá greiðir þú ekkert.

Vara sem á ábyrgðartíma er send utan til viðgerðar vegna galla skal við innflutning undanþegin tolli, enda séu að mati tollyfirvalda] færðar fullnægjandi sönnur fyrir að viðgerðin sé viðkomandi að kostnaðarlausu og ábyrgð innifalin í upphaflegu tollverði vörunnar.
Ákveði erlendur seljandi gallaðrar vöru að afhenda nýja vöru í stað þess að framkvæma viðgerð á gallaðri vöru skal tollur falla niður af hinni nýju vöru að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
1. Hin gallaða vara skal vera í ábyrgð samkvæmt lögbundinni eða samningsbundinni skyldu seljanda á þeim tíma sem hún er send utan eða henni fargað undir tolleftirliti. Ekki skal farga gallaðri vöru fyrr en að fenginni skriflegri staðfestingu seljanda um að hann muni afhenda nýja vöru í stað þeirrar gölluðu og óski ekki eftir að fá hina gölluðu vöru í hendur.


Þeir hjá EVGA settu inn lýsingu á vöruni að þetta væri tengt viðgerð með risa merkingu og ætti ekki að greiða toll af því og allstaðar annarstaðar í heiminum er það bara nóg en ekki hér heima.


10900K - ASUS Z490-E Gaming - EVGA 1080Ti FTW3 - 32GB 4x8 DDR4-3000( :thumbsd ) Corsair D Platinum - Samsung 970 EVO Plus 1TB - EVGA SuperNOVA P2 850W - ASUS PG279Q - Lian Li 011 Dynamic


Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 245
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf Hallipalli » Mán 19. Okt 2020 16:00

Ég fór erlendis til systur minnar eitt sumarið. Gleymdi leðurjakkanum minum hja henni. Ætlaði bara pikka upp næst þegar ég færi en vegna Covid-19 lét eg hana bara senda mer hann.

Boom stoppaður i tollinum og ég útskýrði mitt mál þeir vildu fá kvittunn (jakkinn var keyptur um 2010 í KÓS) ég átti ekki kvittun en syndi þeim að jakkinn er sendur frá aðila sem er fjölskyldumeðlimur hja mer.

Vildu að ég borgaði 15.000kr í toll því þeir verðmátu eldagamlan augljóslega notaðan leðurjakka á sturlaðan hátt.

Endaði með að láta senda hann til baka og hann er enþá erlendis.

Tollarar eru mjög sérstök tegund



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf worghal » Mán 19. Okt 2020 17:39

Hallipalli skrifaði:Ég fór erlendis til systur minnar eitt sumarið. Gleymdi leðurjakkanum minum hja henni. Ætlaði bara pikka upp næst þegar ég færi en vegna Covid-19 lét eg hana bara senda mer hann.

Boom stoppaður i tollinum og ég útskýrði mitt mál þeir vildu fá kvittunn (jakkinn var keyptur um 2010 í KÓS) ég átti ekki kvittun en syndi þeim að jakkinn er sendur frá aðila sem er fjölskyldumeðlimur hja mer.

Vildu að ég borgaði 15.000kr í toll því þeir verðmátu eldagamlan augljóslega notaðan leðurjakka á sturlaðan hátt.

Endaði með að láta senda hann til baka og hann er enþá erlendis.

Tollarar eru mjög sérstök tegund

Einmitt þetta, senda þetta svo til baka með tilheyrandi kostnaði, klappa sér á bakið og kalla verkið vel unnið!


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Einhverjir með svona sögur af íslenska tollinum?

Pósturaf Hizzman » Mán 19. Okt 2020 18:21

Þetta er allt dæmigert fyrir opinbera starfsmanninn. Allt er túlkað eins þröngt og mögulegt er. Lítill eða engin svegjanleiki. Engum fyrirspurnum er svarað nema á almennum nótum eða með vísun í lög eða reglugerð. Svona er apparatið bara. Það er svosem hægt að skilja þetta að hluta. Allur liðlegleiki eða frávik er fordæmi sem annar getur tekið og vísað í. Þeir eru bara að passa eigið rassgat, ef þeir gera eitthvað sem er ekki skothelt er það ávísun á vandræði fyrir þá. Það eru sérstakar týpur sem endast í svona starfi.