Sælir Vaktarar
Svona í framhaldi af minni spurningu um daginn varðandi að setja Bluetooth í BMW E90 bíl þá var mér bent á að setja bara Bluetooth to FM thingy í bílinn í staðinn fyrir að eyða fullt af peningum í hitt.
Því spyr ég ykkur, hvað hefur fólk verið að kaupa í þessu? Hvað eru góð kaup? Hef séð að einhver svona tæki eru með mic fyrir símtöl. Hvernig er það að koma út?
Kv. Elvar
Bluetooth to FM í bíl
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Bluetooth to FM í bíl
Ég og 3 aðrir sem ég þekki erum að nota þennan https://www.aliexpress.com/item/3267472 ... 4c4dt1QwEE
Virkar merkilega vel sem FM sendir. Getur haft hann bæði á kínversku og ensku með hreim Símtöl eru hræðileg í þessu þar sem míkrafónninn er í sjálfri græjunni sem er vanalega á fáránlegum stað. Hinsvegar tengist þetta símanum alltaf strax.
Fyrstu sekúndurnar sem tækið er að fara í gang þá sýnir það voltin í bílnum, getur komið sér vel ef maður heldur að bíllinn sé ekki að hlaða geyminn nægilega vel (taka græjuna úr sambandi og stinga aftur í samband til að sjá núverandi volt).
Virkar merkilega vel sem FM sendir. Getur haft hann bæði á kínversku og ensku með hreim Símtöl eru hræðileg í þessu þar sem míkrafónninn er í sjálfri græjunni sem er vanalega á fáránlegum stað. Hinsvegar tengist þetta símanum alltaf strax.
Fyrstu sekúndurnar sem tækið er að fara í gang þá sýnir það voltin í bílnum, getur komið sér vel ef maður heldur að bíllinn sé ekki að hlaða geyminn nægilega vel (taka græjuna úr sambandi og stinga aftur í samband til að sjá núverandi volt).
Síðast breytt af GullMoli á Fös 09. Okt 2020 13:26, breytt samtals 1 sinni.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Bluetooth to FM í bíl
Ég á svona gaur eins og Gullmoli er að vísa í. Virkaði mjög vel í bílnum sem ég var að nota þetta í en hef ekki not fyrir þetta lengur ef þú vilt kaupa þetta á 1500kall.
Bara enska röddin með kínverska hreiminum í þessari græju þegar þú tengir er krónanna virði
Bara enska röddin með kínverska hreiminum í þessari græju þegar þú tengir er krónanna virði
Re: Bluetooth to FM í bíl
Ég keypti Roidmi 3S um daginn.
Hljóðið úr honum er ágætt - en...
Appið sem þú átt að nota til að breyta um FM rás er ekki lengur í boði á App Store og eitthvað "Xiaomi Home" app sem maður á að nota í staðinn styður ekki þennan kubb! Ég er því fastur á FM 96,4 með miklum truflunum frá Létt Bylgjunni eða hverju sem er þarna nálægt sem gerir kubbinn í raun ónothæfann.
Þá er hann mjög lengi að bípa og dingla eitthvað þegar ég set bílinn í gang, jafnvel eftir að ég er búinn að para og byrjaður að spila eitthvað í gegnum hann.
Veit ekki hvort þessi kaup séu lágpunktur ársins en sennilega í öðru sæti á eftir heimsfaraldri.
Hljóðið úr honum er ágætt - en...
Appið sem þú átt að nota til að breyta um FM rás er ekki lengur í boði á App Store og eitthvað "Xiaomi Home" app sem maður á að nota í staðinn styður ekki þennan kubb! Ég er því fastur á FM 96,4 með miklum truflunum frá Létt Bylgjunni eða hverju sem er þarna nálægt sem gerir kubbinn í raun ónothæfann.
Þá er hann mjög lengi að bípa og dingla eitthvað þegar ég set bílinn í gang, jafnvel eftir að ég er búinn að para og byrjaður að spila eitthvað í gegnum hann.
Veit ekki hvort þessi kaup séu lágpunktur ársins en sennilega í öðru sæti á eftir heimsfaraldri.
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Tengdur
Re: Bluetooth to FM í bíl
Svona FM sendar eru ekkert frábærir. Eiginlega pínu drasl. En þessir 2k ali sendar eru ekkert mikið verri en 8k elko dót
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Bluetooth to FM í bíl
Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé drasl.
Ég er búinn að kaupa núna tvö stykki seinasta árið. Gaf annað því mér fannst svo mikil snilld hvað það væri mikil framför í þessu seinustu ár og vildi deila gleðinni.
Ef ég ætti að kaupa í dag þá fengi ég mér eitt af BT 5.0 af Ali frá Baseus
Ég er búinn að kaupa núna tvö stykki seinasta árið. Gaf annað því mér fannst svo mikil snilld hvað það væri mikil framför í þessu seinustu ár og vildi deila gleðinni.
Ef ég ætti að kaupa í dag þá fengi ég mér eitt af BT 5.0 af Ali frá Baseus