Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf rapport » Mán 05. Okt 2020 19:10

Daginn

Hvaða spekka er eðlilegt að gera við kaup á fartölvum fyrir stóran vinnustað í dag?

1) Þær þurfa að vera meðfærilegar (hvaða spekkar eru sanngjarnir í þykkt og þyngd?)
2) i5 eða i7 og þá hvaða (8 eða 10gen)? Hvenær þarf venjulegur notandi i7?
3) Skjástýring ( ef það er USB-c dokka, er það þá ekki dokkan sem keyrir skjáina? EÐA þarf Thunderbolt, og er það ekki flókið í deployment?
4) USB-C straumbreytir/hleðsla?
5) vPro -> ISIP (intel stable image platform ?)
6) 13,3" eða 14" og er 1080p nóg?
7) LAN tengill? (fyrir SCCM straujun, OSD yfir wifi = no no)
8) Baklýst íslenskt lyklaborð
9) 720p myndavél + mic
10) HDMI, DP eða USB-C skjámerki?

Er svo eitthvað sem ætti að vera nr. 11+ ?

Markmiðið er að vélarnar séu sambærilegar fínni línum helstu framleiðenda, þetta séu flottar, penar og öflugar vélar án þess að fara út í einhverjar öfgar.

Hugsanlega verði fari í Hotseat fyrirkomulag = fólk mun pakka þeim í tösku/kassa á hverjum degi = þær eiga ekki að vera með umgjörð sem beyglast eða rispast auðveldlega.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 05. Okt 2020 19:34

Gætir bætt við:
11) Hversu mikið vinnsluminni (Persónulega tel ég að 16 gb sé lágmark í dag)
12) SSD/NVME og hversu stór diskur (Rosalega persónubundið hvað hentar og hvað aðili er að gera)

Reikna með að þú ert að leita að "Base" vélum sem flestir geta notað, þótt raunveruleikinn sé sá að við erum öll einstök snjókorn með sérþarfir :)


Just do IT
  √

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf Revenant » Mán 05. Okt 2020 20:28

Thunderbolt dokka gefur þér meiri möguleika varðandi fjölda skjáa og uplausn. USB-C dokka (þ.e. displaylink) virkar en video merkið er þjappað áður en það er sent yfir USB-C snúruna.

Þetta fer í raun mjög eftir eðli fyrirtækisins hvaða kröfur eru gerðar. Ef flestir á vinnustaðnum eru að nota Office pakkan þá dugar nánast hvaða "business" vél sem er með 16GB RAM, 256GB disk og i5 örgjörva. Varðandi skjástærð/upplausn þá fer það eftir hvort fólk sé að vinna með tölvuna með 2 skjái (auka + fartölva), aukaskjár eingöngu eða eingöngu fartölvuskjár.

Síðan finnst mér skipta máli að það sé TPM (fyrir Bitlocker) og það er bónus að mínu mati að hafa IR myndavél og fingrafaralesara fyrir Windows Hello.

Síðan eru ýmis smáatriði sem geta pirrað fólk eins og t.d. FN takkinn á Thinkpad tölvum er lengst til vinstri neðst (ekki CTRL) eða það er ekkert RJ45 tengi á tölvunni sjálfri (aðeins í gegnum dokku/skott).



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf Viktor » Mán 05. Okt 2020 21:08

Veit bara að Thinkpad eru alls ekki eins frábærar og margir vilja meina.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf dadik » Mán 05. Okt 2020 23:07

Tjahh, okkar reynsla (250 hausa hugbúnaðarhús) af Thinkpad er reyndar bara fín. Notum bara T, X og P línurnar.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf rapport » Þri 06. Okt 2020 00:27

Þetta þarf að fara í útboð =. Ekki hægt að handvelja týpu.

Kröfurnar þurfa að vera almennar en góðar



Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf asgeireg » Þri 06. Okt 2020 00:29

Ég sé um innkaup í UT deildinni þar sem ég vinn.

Tökum mest i7, aðalega til að lenda ekki í vandamálum með að geta ekki látið aðra hafa vélina t.d ef einhver hættir með nýlega vél.

Við tökum mest 14" en workstation vélar eru yfirleitt 15".

FHD er málið í fartölvu, ég var að fá eina sem er 4K 14" bara því FHD var ekki til... allt skalað upp í 200% svo maður geti notað skjáinn. Svo frekar spara í að taka ekki 4K og taka i7 í staðinn. Eins er minna scale vesen á milli skjá frá FHD yfir á UHD t.d.

Tek usb-c dokkur fyrir vélar sem eru ekki með extra skjákorti, thunderbolt fyrir þær erum eru með skjákorti.

512 SSD m.2 tekur því ekki að spara í því, einhverjir þúsundkallar.

16GB minni er minimum í dag, held t.d að Origo er hætt að taka lappana með minna minni en það.

Ekker mál að nota SCCM með usb-ethernet korti --- svo bara koma sér í Autopilot og hætta þessu skúringaveseni :megasmile

Þyngd og þykt... tek bara það sem er til í búðinni, er núna með T14s hún er reyndar mega nice hvað hún er létt og nett en 150gr til og frá er enginn show stoper.

Og með hvaða merki þú átt að taka... þetta bilar allt ... bara heppni ef einhver árgerð er betri en önnur, búinn að vera með HP, DELL og LENOVO í rekstir og þetta er alltaf það sama, rafhlöður og diskar algengast, stundum skjáir. td. ThinkPad P52s með 80 svoleiði rúmlega 50 búnar að vera með vesen síðan þær voru keyptar og þurftu flestar að fara í móðurborðskipti vegna hönnunargalla.


Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.


Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf Kristján » Þri 06. Okt 2020 01:01

fingrafaralesara!!! og eða MS Hello

fór í gömlu vinnuna mína sem sumarstarfsmaður og fékk vél sem var ekki með fingrafaralesaea og lyklilorða reglurnar útí hött, als ekki gaman að skrifa það alltaf inn :D



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf dori » Þri 06. Okt 2020 16:43

Mín reynsla er að 250GB diskur getur verið pirrandi lítill. Fer auðvitað smá eftir því hvað er unnið á vélinni, kannski ekki allir sem þurfa að hafa visual studio, intellij, JDK og nokkrar útgáfur af dotnet sdk.

Var allavega með 250GB disk og lenti nokkrum sinnum í vandræðum með að þurfa að henda dóti og í hvert skipti varð það meira vesen en þar áður. Er með 500GB í dag og er ekki nálægt því en hef verið yfir 250 síðan bara mjög fljótlega eftir að ég fékk vélina.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf rapport » Mið 07. Okt 2020 12:29

asgeireg skrifaði:Ég sé um innkaup í UT deildinni þar sem ég vinn.

Tökum mest i7, aðalega til að lenda ekki í vandamálum með að geta ekki látið aðra hafa vélina t.d ef einhver hættir með nýlega vél.



Fyrir skrifstofuvinnslu "hjá hinu opinbera" þá held ég að i7 sé overkill í 95% tilvika, enda sárafá "office" forrit sem geta keyrt multithreaded og sárasjaldan sem fók er að keyra tvö eða fleiri forrit í þungri vinnslu.


Ég er að reyna að stilla upp kröfum sem tryggja ferðavél með góðu build quality, sbr. Latitude 7xxx eða 9xxx, HP EliteBook, Lenovo T eða sambærilegar vélar.

Við virðumst vera lenda í vandræðum þar sem chipsett af 10gen fyrir fartölvur er ekki með RJ45(LAN) sem var standard krafa í fyrri útboðum.


Þetta horfir kannski örðuvísi við opinberum aðila, við getum ekki handpikkað vélar úti í búð, við þurfum að kortleggja hvaða þarfir við erum með og biðja um tilboð, sá ódýrasti fær svo samninginn.

Sem er gott og gilt, en þetta bítur okkur írassgatið ef við gleymum að gera kröfu um eitthvað sem skiptir okkur máli.

Við höfum t.d. brennt okkur á að fá vélar með USB netskottum, þær voru til vandræða (fyrirmína tíð á þessum vinnustað samt).

Það er t.d. beint samband milli þykktar og build quality, þynnri vélar er næstum alltaf = betri vélar.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf Viktor » Mið 07. Okt 2020 13:05

Ef ég væri að setja fram kröfur myndi ég vilja setja fram lágmarksbirtu af skjá.

Ég er með T470 sem er eitthvað um 220 nits og hann er algerlega ónothæfur nema í myrkri.

Fingrafaraskanninn virkar í svona 30% tilvika.

Snertiflöturinn er á stærð við frímerki og er mjög ónákvæmur, klikkar oft þegar maður heldur og dregur o.þ.h.

Innbyggða batteríið hætti að virka á innan við ári og hún nær svona 2 klst. án hleðslu.


Baklýsingin á lyklaborðinu slekkur á sér í hvert skipti sem hún fer á sleep eða restart og maður þarf að kveikja á því handvirkt svona 10x á dag ef maður vill nota það.

Hátalarnir hljóma eins og heimasími á speaker mode.

Mér finnst ótrúlegt hvað Thinkpad fær mikið hype. Fyrir mér er þetta eins og að fara 15 ár aftur í tímann.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise fartölvur - Spekkar ?

Pósturaf raggos » Fim 08. Okt 2020 11:03

Af hverju eru menn að velta fyrir sér i5 eða i7 í tengslum við þessar fartölvur fyrir venjulega avg notendur.
Lengi vel var eini munurinn HT en nú er kannski verið að tala um 100-200Mhz í boost klukku sem ekki nokkur maður tekur eftir mun á.
Ég myndi mikið frekar horfa til fjölda raunkjarna og hraða á SSD sem performance indicator sem og hversu gott lyklaborð og skjár er