Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf littli-Jake » Þri 09. Okt 2018 08:46

Steini B skrifaði:Keypti 265/50 R19 Nokian Hakkapelitta 8 SUV frá https://www.camskill.co.uk/ á ca 145þ. til mín
Sambærileg stærð kostar 205þ. hjá Max1


Þetta hljóta að vera með kaupum ársins. Hakkapelitta eru rosalega góð


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf Sidious » Mán 05. Okt 2020 14:40

Heyrði um daginn að það væri verið að spá sérstaklega slæmum vetri.
Er kominn í vetrardekkja hugleiðingar fyrir bíldrusluna. Vill helst vera á ónelgdum (fer ekkert út úr bænum) en samt eins öruggum dekkjum og hægt er.
Er fólk með einhver tips hvert sé best að fara og kaupa dekk? Er Costco kannski ennþá lang hagstæðast?

Necroed \:D/



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf vesi » Mán 05. Okt 2020 16:47

Sidious skrifaði:Heyrði um daginn að það væri verið að spá sérstaklega slæmum vetri.
Er kominn í vetrardekkja hugleiðingar fyrir bíldrusluna. Vill helst vera á ónelgdum (fer ekkert út úr bænum) en samt eins öruggum dekkjum og hægt er.
Er fólk með einhver tips hvert sé best að fara og kaupa dekk? Er Costco kannski ennþá lang hagstæðast?

Necroed \:D/


ég er enn svo fúll út í dekkjaverkstæðin hérna heima að ég fer í costco,, jafnvel þó þeir myndu hækka verðin.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Viggosson
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Sun 07. Júl 2019 23:51
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf Viggosson » Mán 05. Okt 2020 19:27

Keypti mér yokohama ig55 undir kia rio, bara kaupa góð dekk sparar mest á þeim.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf ColdIce » Mán 05. Okt 2020 20:51

ig55 eru frábær dekk og Nokian hakkapelliitta líka


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf dadik » Mán 05. Okt 2020 23:17

Costco er nánast án undantekninga langbesti díllinn einfaldlega af því að verðið er gott og þeir eru með Michelin.

Ef þið skoðið review á dekkjum (t.d. https://www.tyrereviews.co.uk/ sem eru ma. með þýsku prófanirnar) þá eru Michelin yfirleitt í top 3 - sama hvort það eru sumar, vetrar eða heilsársdekk. Vænt ending á þessum dekkjum er líka yfirleitt með því hæsta sem gerist þannig að jafnvel þó þau séu dýr í upphafi vegur endingin það upp. Ég keyrði t.d. á Pilot Alpin í ca. 75.000 km.


ps5 ¦ zephyrus G14


B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf B0b4F3tt » Þri 06. Okt 2020 06:18

Svo er líka fínt að panta dekk að utan. Hef verið að panta dekk frá http://www.camskill.co.uk. Hingað komið til lands þá hef ég verið að spara sirka 10 þúsund per dekk. Þetta kemur með Fedex á nokkrum dögum. Mjög fín þjónusta.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 06. Okt 2020 06:52

mitchelin ice x nelgd eru best að mínu mati, er á akureyri og veturinn síðasti var hundleiðinlegur, sást ekki í autt malbik hérna frá lok okt framm á vor.
er á civic type r, notaði hann daglega síðasta vetur, flott grip og ekkert vesen.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf jericho » Þri 06. Okt 2020 16:55

Fór í Costco áðan. Þau voru með Michelin Alpin 6 heilsársdekk og Michelin X-Ice nagladekk (ekki til án nagla). Ég keypti Alpin 6 og verðið var tæp 35þús per stykki af 215/50 R17 - komin undir bílinn (2ja vikna biðtími).
Síðast breytt af jericho á Þri 06. Okt 2020 16:56, breytt samtals 1 sinni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf Njall_L » Þri 06. Okt 2020 20:38

Tek undir það sem aðrir hafa sagt um ágæti Costco.

Fór til þeirra í lok september og keypti Michelin Alpin 6 ónelgd vetrardekk sem ég ætla að nota sem heilsársdekk í stærðinni 215/65 R16.
Samtals kostuðu þau 109.596kr hjá Costco komin undir (4x 26.299kr fyrir dekkin og 4.400kr fyrir umfelgun, jafnvægisstillingu og skiptingu).

Sami pakki hefði kostað 138.550 hjá N1 samkvæmt verði á netinu hjá þeim (4x 31.990kr fyrir dekkin og 10.590kr fyrir umfelgun, jafnvægisstillingu og skiptingu)

Ég skoðaði einnig að panta þau hjá Camskill og þá hefði verðið verið 109.701kr komin heim en ekki komin undir (4x £83,17 fyrir dekkin og £150 fyrir sendingarkostnað (bæði verð án vsk í Bretlandi) og miðað við gengið £1 = 183,28kr)

Að auki hef ég sjaldan verið jafn sáttur með þjónustu á nokkru dekkjaverkstæði og hjá Costco, fékk fylgiblað með öllum upplýsingum um hvað var gert, þrýsting í dekkjum (framan og aftan) og hversu mikið var hert. Þar að auki horfði ég á starfsmanninn herða með herslumæli en ekki bara hakkast felguboltunum með loftlykli þangað til allt væri hert í drasl.

Í stuttu máli, verðið mjög gott miðað við aðra söluaðila og þjónustan algjörlega til fyrirmyndar, mun sjálfur fara aftur til þeirra og hiklaust mæla með þeim.


Löglegt WinRAR leyfi


agust1337
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf agust1337 » Þri 06. Okt 2020 21:32

Mér líkar vel við dekkin sem ég keypti, Nokia WR 3


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf Henjo » Mið 07. Okt 2020 01:01

Njall_L skrifaði:Tek undir það sem aðrir hafa sagt um ágæti Costco.

Fór til þeirra í lok september og keypti... mun sjálfur fara aftur til þeirra og hiklaust mæla með þeim.


Er algjörlega sammála. Costco er eina dekkjaverkstæðið sem ég hef farið á þar sem það eru ekki algjörir vitleysingar að vinna sem herða dekkinn til helvítis og láta alltof mikið loft í þau. Ég sagði við manninn á verkstæðinu hjá þeim þegar ég fór með minn þangað að herða ekki endlaust, bara smá. ég myndi herða sjálfur eftirá. Hann horfði á mig skringilega og sagði mér að hann myndi herða nákvæmlega það sem framleiðandinn segir til um að herða.

Fékk síðan blað með bílnum þar sem stóð hvernig bíll þetta er og hversu mikið á að herða boltana, og loftþrýsting í dekkjum. Aldrei annað hef ég upplifað á Íslandi.

Topp þjónusta, frábær dekk og besta verðið.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf GullMoli » Mið 07. Okt 2020 08:47

Henjo skrifaði:
Njall_L skrifaði:Tek undir það sem aðrir hafa sagt um ágæti Costco.

Fór til þeirra í lok september og keypti... mun sjálfur fara aftur til þeirra og hiklaust mæla með þeim.


Er algjörlega sammála. Costco er eina dekkjaverkstæðið sem ég hef farið á þar sem það eru ekki algjörir vitleysingar að vinna sem herða dekkinn til helvítis og láta alltof mikið loft í þau. Ég sagði við manninn á verkstæðinu hjá þeim þegar ég fór með minn þangað að herða ekki endlaust, bara smá. ég myndi herða sjálfur eftirá. Hann horfði á mig skringilega og sagði mér að hann myndi herða nákvæmlega það sem framleiðandinn segir til um að herða.

Fékk síðan blað með bílnum þar sem stóð hvernig bíll þetta er og hversu mikið á að herða boltana, og loftþrýsting í dekkjum. Aldrei annað hef ég upplifað á Íslandi.

Topp þjónusta, frábær dekk og besta verðið.



Hef heyrt einmitt það sama um Costco, það er allt gert nákvæmlega eftir bókinni.. hverjum einasta bíl flett upp og hert nákvæmlega eins og á að gera. Mörg dekkjaverkstæði hérna heima virka eins og algjörir aulabárðar í samanburði.

Versta reynslan mín er sennilegast af Max1 uppá höfða,

Í fyrsta skiptið sem ég keypti dekk af þeim þá var eitt þeirra í 53 psi sem er vel yfir hámarki (kíkti strax eftir skiptin þar sem ég treysti þeim ekki), og hin dekkinn svona hér og þar um 30 psi).

Í næsta (og seinasta skiptið) tók þá 4 tilraunir að ballancera dekk til þess að átta sig á því að það væri gallað.. (ég fór burt á bílnum, kom aftur því hann skoppaði eins og kengúra) kemur svosum fyrir. Hinsvegar þegar ég er að labba út til þess að prufa og staðfesta að þetta sé í lagi, eftir þessa uppgötvun, þá heyri ég einn sölumanninn skamma þann sem ég hafði verið að tala við, um að hann ætti að passa sig að segja að þetta skeði aldrei. Svo kom ég inn til þess að láta vita að bíllinn væri loksins hættur að skoppa þá fékk ég að heyra að þetta hefði nú svo sannarlega aldrei komið fyrir áður.

Djöfull vildi ég óska þess að Costco væru með Nokian dekkin.. en ég versla amk ekki við Max1 aftur og mæli ekki með því.
Síðast breytt af GullMoli á Mið 07. Okt 2020 08:49, breytt samtals 2 sinnum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Kull
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf Kull » Mið 07. Okt 2020 09:25

Costco er með fín verð og flott dekk. Get ekki verið sammála með góða þjónustu.

Ég mætti þegar ég átti pantaðan tíma, skildi bílinn eftir og fór svo að versla í rólegheitunum, kom aftur eftir hálftíma og þá var ekkert búið að gera. Gaurinn sem var að vinna þarna fannst dekkin sem ég hafði keypti vera of stór fyrir bílinn, hélt að þau myndu ekki passa. Eftir að ég hafði sýnt honum límmiðann í sílsanum á hurðinni að þetta var bara standard stærð á þennan bíl þá sættist hann á að reyna setja þetta undir. Hefði haldið að starfsmaður á dekkjaverkstæði hefði fattað að skoða í hurðina sjálfur.

Þá kom næsta vandamál, lyftan sem þeir eru með komst ekki undir bílinn, nýlegur BMW með m-sport fjöðrun. Okkur tókst á endanum að koma lyftunni undir með því að ég lyfti bílnum og hann tróð litlum handlyftara undir. Eftir það fór ég fram að bíða meðan þessi eini starfsmaður dundaði sér við að umfelga. Eftir góðar 45 min bið þá var bíllin loksins tilbúinn, þá einhverjum einum og hálfum tíma frá því að ég hafði mætt á staðinn.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf ZiRiuS » Mið 07. Okt 2020 12:48

Hvar er góður díll að skipta um dekk ef maður hefur ekki keypt þau í Costco?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf mjolkurdreytill » Mið 07. Okt 2020 12:55





blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Dekk fyrir veturinn - Besti díllinn?

Pósturaf blitz » Mið 07. Okt 2020 12:56

ZiRiuS skrifaði:Hvar er góður díll að skipta um dekk ef maður hefur ekki keypt þau í Costco?


Ég hef verið sáttur við vinnubrögðin hjá þeim í Dekkjahúsinu (http://dekkjahusid.is/).

Ég gerði einusinni þau mistök að fara á þann stað sem kom best út úr verðlagskönnun ASÍ og fékk bílinn til baka á rispuðum felgum :thumbsd
Síðast breytt af blitz á Mið 07. Okt 2020 12:57, breytt samtals 1 sinni.


PS4