Hejhej
Hvaða ódýru músarmottum mæliði með?
Var að breyta setupinu mínu og þarfnast nú músarmottu, hvað á maður að horfa á og hvað ekki?
Sé nokkrar cheap as fuck til sölu hjá Tölvulistanum (það er eina tölvubúðin hérna á Selfossi eins og er), en ég bara kann ekki nógu vel á svona dót til þess að vita hvað er gott og hvað er ekki.
Ég veit vel að þessi ákvörðun er svo sem ekki neitt á við hvaða CPU eða hvaða GPU maður á að kaupa en mig langar samt að fá ykkar álit á þessu dóti öllu saman.
Er með einhverja Trust mús sem ég keypti á 3k í Tölvulistanum. Hún er fín, eini gallinn er að því hún er þráðlaus þá finnst mér ég þurfa að skipta um batterý í henni full oft..... .... einnig er scroll takkinn sjálfur byrjaður að vera með vesen. https://tl.is/product/maxtrack-wireless-mouse
Svo langar mig einnig að fá ráðleggingar með hvaða bang for the buck, góðu og alhliða mýs maður ætti að horfa til næst þegar maður fer útí þær pælingar. Ég fýla dótið mitt þráðlaust, bara svona FYI
Og svo eru það lyklaborðin. Mig langar í baklýsingu, það er aðal málið. Þarf ekki að vera eitthvað super fancy beyond that en það væri fínt ef það væri annað hvort hægt að taka numb padið af eða að það væri ekkert svoleiðis/utanáliggjandi.
Eins og ég segi þá væri það plús ef dótið fæst í Tölvulistanum en annars þá ætti að vera lítið mál að panta dótið á netinu eða gera sér ferð í bæinn eftir þessu dóti.
Takk fyrir!
Hvaða ódýru lyklaborðum/músum/mottum mæliði með?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 13
- Skráði sig: Mán 07. Sep 2020 19:26
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða ódýru lyklaborðum/músum/mottum mæliði með?
https://elko.is/nos-musarmotta-xxl-nosmpxxl396163
https://elko.is/logitech-g305-bradjl-leikjamus-sv
https://elko.is/adx-talnabor-slaust-rgb ... nkey266254
https://elko.is/logitech-g305-bradjl-leikjamus-sv
https://elko.is/adx-talnabor-slaust-rgb ... nkey266254
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Hvaða ódýru lyklaborðum/músum/mottum mæliði með?
G305 er besta mús sem ég hef notað yfir heildina litið. Fer aldrei aftur í þráðaða/þunga/stóra mús. Á hlægilegu verði m.v. gæði hjá coolshop.is.
https://www.coolshop.is/vara/logitech-g ... ck/AG3E4Z/
Getur keypt Lithium AA battery á ca. 500 kr. stk sem munu endast þér ca. 5-24 mánuði eftir því hvað þú notar hana mikið. Ég notaði mína stanslaust í 5 mánuði í leikjaspilun og skrifstofuvinnu og batterýið entist samt í fimm mánuði.
https://elko.is/varta-rafhl-lithium-4x-aa
Svo er ég búinn að vera að nota stærstu ADX músamottuna (90cm*40cm) frá Elko í mörg ár og hún er akkúrat á 50% afslætti í augnablikinu svo það er líklega ekki hægt að finna betri díl.
https://elko.is/adx-lava-leikjamusamotta-x-large
https://www.coolshop.is/vara/logitech-g ... ck/AG3E4Z/
Getur keypt Lithium AA battery á ca. 500 kr. stk sem munu endast þér ca. 5-24 mánuði eftir því hvað þú notar hana mikið. Ég notaði mína stanslaust í 5 mánuði í leikjaspilun og skrifstofuvinnu og batterýið entist samt í fimm mánuði.
https://elko.is/varta-rafhl-lithium-4x-aa
Svo er ég búinn að vera að nota stærstu ADX músamottuna (90cm*40cm) frá Elko í mörg ár og hún er akkúrat á 50% afslætti í augnablikinu svo það er líklega ekki hægt að finna betri díl.
https://elko.is/adx-lava-leikjamusamotta-x-large
Re: Hvaða ódýru lyklaborðum/músum/mottum mæliði með?
Sharkoon lyklaborðin hjá Kísildal eru heví næs og ódýr! Að mínu mati amk mæli með. Flott customizable baklysing lika.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða ódýru lyklaborðum/músum/mottum mæliði með?
Besta motta sem ég hef átt er stálmotta sem ég keypti fyrir tilviljun þegar ég kíkti inn í Computer.is fyrir ca 2 árum. Er enn með hana í dag og hún þolir allt. Ég get sett sjóðandi pott ofan á hana eða eldloga og hún er ósnortin. Það er sama hvað er á hana, og hversu margar rispur eru, hún er enn eins og daginn sem ég fékk hana í hvernig hún respondar við músinni. Ein bestu kaup sem ég hef gert í lífi mínu. Kostaði eitthvað fyrir ofan þúsund kall, 2.490 sýnist mér. https://www.computer.is/en/brand/perixx
Þetta er svona stálflötur sem músin 'glidar' vel og auðveldlega á, sama hvað.
Þetta er svona stálflötur sem músin 'glidar' vel og auðveldlega á, sama hvað.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða ódýru lyklaborðum/músum/mottum mæliði með?
Bestu mýs sem ég hef átt eru Logitech, þær þola nánast endalausar barsmíðar (MX518 sáluga) og nánast engin batterí (M705). Er með M705 og á meðan lyklaborðið sem fylgdi með henni drapst frekar fljótlega hefur þessi mús lifað af að detta í gólfið sirka daglega í ca 3 ár. Detta í gólfið eða vera óvart hrint í gólfið eða vegginn á óteljandi mögulega vegu. Hún þarf svo lítið batterí að þú getur hirt AA batterí sem liggur úti á götu, hálfdautt og tómt, og sett í hana, og það getur keyrt hana í nokkra daga (sem er einmitt það sem ég er að gera). Skrunhjólið á henni er svo það þægilegt að þú munt ekki vilja öðruvísi skrunhjól aftur, af því að þú getur stilt hraðann á því svo auðveldlega. En ef ég væri að fara uppfæra í dag myndi ég vilja prófa https://elko.is/tolvur/mys-og-lyklabord ... s-mouse-bk sem er dýrasta músin í þessari línu, með sömu hugmyndina bakvið skrunhjólið. Það er að mínu mati ekkert vit í öðru en að hafa þráðlausa mús, mikið þægilegra að finna ekki fyrir þráð. Jafnvel þó þú sért alltaf með músina á sama stað.