Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2020 13:16

Ætla að flusha út bremsuvökvanum á Skoda, google frændi segir mér að það séu 0.8L af bremsuvökva á kerfinu.
Þarf maður þá ekki að kaupa 2 lítra til að vera öruggur?

Mæliði með einhverjum sérstökum vökva eða skiptir það engu máli svo lengi sem hann er Dot 4 eða Dot 5.1?
Eða þessi nýji Bosch ENV4 sem Kemi selur?

Bæklingurinn segir:
The brake fluid must comply with the following standards or specifications:
› VW 50114;

› FMVSS 116 DOT4.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf mjolkurdreytill » Fim 17. Sep 2020 13:27

FMVSS 116 DOT 4
SAE J 1704 (2004)
ISO 4925:2005 (E)

Þetta eru alþjóðastaðlar fyrir DOT vökva. Veit ekki hvort þetta sé sami staðallinn (í mismunandi kerfum) eða sambærilegir staðlar.

VWG selur sína eigin "formúlu" og Hekla væntanlega líka en fyrir mínar tvær krónur þá myndi ég bara nota DOT 4/5.1 frá virtum framleiðanda.

https://www.theskodashop.co.uk/products ... e-fluid-1l



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2020 16:02

Okay, er þá ekki málið að taka einhvern DOT 5.1 frá þekktum framleiðanda, hann er hitaþolnari og því minni líkur á loftbólumyndun ef ég skil þetta rétt...



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf Viktor » Fim 17. Sep 2020 16:08

Svo er alltaf hægt að renna við á næstu smurstöð \:D/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2020 16:18

Sallarólegur skrifaði:Svo er alltaf hægt að renna við á næstu smurstöð \:D/

Er að fara að skipta um klossa og diska, ætla að græja þetta í leiðinni. ;)




Gummiv8
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Þri 11. Des 2018 16:13
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf Gummiv8 » Fim 17. Sep 2020 16:23

Mæli með að kaupa svona, gerir þetta verk mjög létt https://www.motiveproducts.com/collecti ... eeder-kits



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2020 16:58

Gummiv8 skrifaði:Mæli með að kaupa svona, gerir þetta verk mjög létt https://www.motiveproducts.com/collecti ... eeder-kits

Já eflaust, en samt overkill að eiga svona.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf slapi » Fim 17. Sep 2020 17:56

Það á ekki að blanda dot 4 og 5.1 saman
Ef bæklingurinn segir dot 4 þá á að fara dot 4




raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf raggos » Fim 17. Sep 2020 18:27

þú mátt ekki blanda saman dot 5 við hinar gerðirnar 3,4,5.1.
Þú finnur engann mun á skoda að nota bara e-n ódýran generic bremsuvökva. Þú þarft helst meira hitaþol á bíl sem er í miklum brekkuakstri eða í kappakstri þar sem hitaþolið er meira. Hins vegar lækkar hitaþol allra dot vökva hratt með árunum svo eftir ca ár er munurinn á 4 og 5.1 búinn að minnka töluvert.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf Danni V8 » Fim 17. Sep 2020 18:46

Dot4, 1L er nóg.

Og áður en þú tekur bremsudælurnar af til að skipta um klossana, mæli ég með að prófa að losa loftnipplana þar sem þeir eru oft mjööög ryðgaðir fastir á svona gömlum bílum og enda með að slitna. Mjög happa glappa hvernig gengur að losa þá.

Annars á ég svona þrýstikút sem situr bara að safna ryki inní geymslu hjá mér ef þér langar að fá hann lánaðan og nennir að rúnta í Bryggjuhverfið.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf roadwarrior » Fim 17. Sep 2020 19:34

Hvaða DOT gerð þú átt að nota getur þú séð með því að skoða lokið á forðabúrinu fyrir bremsurnar. Aldrei að nota aðra DOT gerð en stendur á forðabúrslokinu. Hvaða tegund það er skiftir ekki máli (framleiðandi) en DOT gerðin er áríðandi!!

brake-fluid.jpg
brake-fluid.jpg (26.88 KiB) Skoðað 3946 sinnum
Síðast breytt af roadwarrior á Fim 17. Sep 2020 19:36, breytt samtals 1 sinni.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf mjolkurdreytill » Fim 17. Sep 2020 21:19

Eru sumir hérna ekki að rugla saman DOT 5 og DOT 5.1 sem eru ólíkir vökvar ?

Ef þú þarft að blæða bremsurnar þá ertu líklegast alltaf að fara að nota meira en þessa 800 mL þegar þú lofftæmir. 1L gæti sloppið en ekki öruggt ?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2020 22:53

Danni V8 skrifaði:Dot4, 1L er nóg.

Og áður en þú tekur bremsudælurnar af til að skipta um klossana, mæli ég með að prófa að losa loftnipplana þar sem þeir eru oft mjööög ryðgaðir fastir á svona gömlum bílum og enda með að slitna. Mjög happa glappa hvernig gengur að losa þá.

Annars á ég svona þrýstikút sem situr bara að safna ryki inní geymslu hjá mér ef þér langar að fá hann lánaðan og nennir að rúnta í Bryggjuhverfið.

Fallega boðið, en er ekki öruggast að nota gömlu aðferðina, fá einhvern tíl að stíga á bremsuna, tappa smá af skrúfa fyrir og sleppa ... endurtaka það skrilljón sinnum...

Hvort á ég að kaupa þessa:
https://kemi.is/verslun/smurefni-oliuvo ... magn=1-ltr
Eða þessa:
http://www.autoparts.is/is/wolf-brake-fluid-dot-34-1l




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf littli-Jake » Fös 18. Sep 2020 12:03

Hvort heldur sem er.
Stendur ekki Dot X á lokinu fyrir bremsuvökvan í scoda?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf GuðjónR » Sun 20. Sep 2020 16:43

littli-Jake skrifaði:Hvort heldur sem er.
Stendur ekki Dot X á lokinu fyrir bremsuvökvan í scoda?

Jú það stendur DOT4
Keypti tvo lítra af Wolf DOT4 til að vera öruggur. :happy




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf nonesenze » Mán 21. Sep 2020 01:28

Kaupa alla nýja loft nippla og byrja á hjólinu sem er lengst frá forðabúrinu. Með nýja klossa og diska a öllum hjólum a vökvinn að vera a max í forðabúrinu. Og fer svo niður með tímanum þegar klossar eyðast upp. Oft ef það er ljós í mælaborði. Þa kviknar það með þessu ef það er ekki nemi í klossanum
Síðast breytt af nonesenze á Mán 21. Sep 2020 01:29, breytt samtals 1 sinni.


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf Squinchy » Mán 21. Sep 2020 08:56

GuðjónR skrifaði:
Gummiv8 skrifaði:Mæli með að kaupa svona, gerir þetta verk mjög létt https://www.motiveproducts.com/collecti ... eeder-kits

Já eflaust, en samt overkill að eiga svona.


1L kókflaska og 50cm slanga sem passar upp á bleed nippilinn gerir það sama en kostar 100kalla :) og ef maður hefur ekki hjálparfót til að pressa á bremsuna þá virkar spíta milli petals og sætis :D


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf GuðjónR » Þri 06. Okt 2020 12:53

Þá eru bremsurnar komnar í lag, voru greinilega orðnar slappar svo ekki sé fastar að orðið kveðið...
Viðhengi
bremsur1.jpeg
bremsur1.jpeg (344.14 KiB) Skoðað 3263 sinnum
bremsur2.jpeg
bremsur2.jpeg (566.64 KiB) Skoðað 3263 sinnum
bremsur3.jpeg
bremsur3.jpeg (248.89 KiB) Skoðað 3263 sinnum
bremsur4.jpeg
bremsur4.jpeg (248.74 KiB) Skoðað 3263 sinnum
bremsur5.jpeg
bremsur5.jpeg (215.13 KiB) Skoðað 3263 sinnum
bremsur6.jpeg
bremsur6.jpeg (241.32 KiB) Skoðað 3263 sinnum




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf B0b4F3tt » Þri 06. Okt 2020 14:32

Þetta er allhressilegur munur :)

En til lukku með nýju bremsurnar.

Kv. Elvar



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf audiophile » Þri 06. Okt 2020 17:57

Sjiii. Þetta var ónýtt :o


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Pósturaf pattzi » Þri 06. Okt 2020 20:22

Þetta virðist hafa verið vel nýtt

Annars Dot 4 og dot 5.1 fínn á skoda