Forvitni um rafhjólaleigur

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf netkaffi » Mið 16. Sep 2020 18:56

Semi-review. Rakst á Hopp niðri í bæ, tók eftir að það er frítt að prófa í 2 skipti í gegnum Nova hjá Hopp. Hljólið virkar geggjað vel, geggjað gaman, og öflugt, maður skíst yfir allt í miðbænum og myndi ég segja jafnvel milli bæja ef hleðslan er nóg (alrei lent í að hún klárist við að ferðast milli 104 og 101 RVK). En svo sá ég núna nýverið önnur hjól sem eru gul, merkt Wind. Er einhver búinn að prófa það? Ég sé svo frétt í dag að það séu tvær aðrar leigur. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... anadarins/

Ég fann ekki appið hjá Wind eftir margra daga leit á playstore og google.com en svo fann ég það eftir að bæta Mobility við eftir að ég sá það nafn hjá MBL.is. Glatað að sjá hjólin út um allan bæ en fá engar leiðbeiningar um hvernig maður getur leigt þau og finna ekkert í símanum við leit fyrr en að rekast á fullt nafn í fréttum. Svo stendur ekki einu sinni verðið svo að ég sjái neinstaðir í appinu þeirra.
Edit: Verðið er 32 kr/mín eftir 100 kr startgjald. Sbr. 30 kr/mín hjá Hopp með 100 kr startgjald.

Eruð þið með einhverjar skoðanir á þessum leigum? Sem einhver sem veit ekkert um rafhjól, hvað eru þetta öflug/dýr hjól sem þær eru að leigja? Mér finnst eins og skúturnar hjá Hopp séu eitthvað dýrari en 200.000 kr týpa, getur það verið? Er maður almennt að fá svipað hjól á undir 250.000 ef maður kaupir sjálfur eða slakara?
Síðast breytt af netkaffi á Mið 16. Sep 2020 19:02, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf dori » Mið 16. Sep 2020 20:42

Það er QR kóði á hjólunum sem beinir þér í appið (of seint fyrst þú er búinn að finna það en í framtíðinni með svona).

Ég hef prófað bæði. Svipuð gæði finnst mér. Wind hjólin náttúrulega öll glæný akkúrat núna þannig að þau eru kannski aðeins fínni. Mér finnst leiðinlegt hvað bæði dala þegar það er jafnvel bara smá brekka (ég er reyndar yfir 100kg en mér finnst samt að þau mættu halda >20km/klára upp smá aflíðandi).

Hopp er íslenskt, ef ég þyrfti að velja á milli beggja myndi ég líklegast taka það en svo er það líka örlítið ódýrara og appið er aðeins meira smooth.

Fannst Zolo talsvert lakara en Hopp þegar ég prófaði það. Hef ekki prófað þetta fjórða.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf netkaffi » Mið 16. Sep 2020 21:12

Já ok, ég er tanngrannur og alveg mikið léttari en þú, það er eins og að vera á fljúgandi skýji fyrir mig að vera á þessu. :lol:



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16586
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2140
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf GuðjónR » Mið 16. Sep 2020 22:12

1100 hlaupahjól í bænum fyrir lok mánaðar, fer þetta ekki allt þráðbeint á hausinn?
Phun intended!



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Viktor » Mið 16. Sep 2020 22:52

GuðjónR skrifaði:1100 hlaupahjól í bænum fyrir lok mánaðar, fer þetta ekki allt þráðbeint á hausinn?
Phun intended!


Það eru meira en 150.000 bílar, svo þetta er í rauninni ekki neitt. Tekur nánast ekkert pláss og er hræódýrt í rekstri - ólíkt bílunum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Viggi
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Viggi » Mið 16. Sep 2020 23:11

Endaŕ þetta ekki bara eins og hjólaleigur kínverjana :D
Viðhengi
original.jpg
original.jpg (275.83 KiB) Skoðað 4569 sinnum
Síðast breytt af Viggi á Mið 16. Sep 2020 23:12, breytt samtals 2 sinnum.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Klemmi » Mið 16. Sep 2020 23:37

Hvernig og hversu oft er þetta hlaðið?
Eru starfsmenn að rúnta og sækja þetta, hlaða, og fara með aftur út eða hvaða system er á þessu?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf hagur » Fim 17. Sep 2020 07:21

Klemmi skrifaði:Hvernig og hversu oft er þetta hlaðið?
Eru starfsmenn að rúnta og sækja þetta, hlaða, og fara með aftur út eða hvaða system er á þessu?


Já, c.a svona eins og þú lýsir.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf pepsico » Fim 17. Sep 2020 07:53

Það minnkar vonandi með tíma en það þykir greinilega svakalega fyndið þessa stundina að setja þessi hjól á hliðina og alveg fyrir göngustíga og brýr.
Ég labba mikið og finnst ég vera í partastarfi að reisa þau við og láta þau til hliðar. Hlýtur að vera alveg ömurlegt fyrir fólk í hjólastólum að lenda í þessu.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf jericho » Fim 17. Sep 2020 08:13

Klemmi skrifaði:Hvernig og hversu oft er þetta hlaðið?
Eru starfsmenn að rúnta og sækja þetta, hlaða, og fara með aftur út eða hvaða system er á þessu?


Áður fyrr var þetta svona með eldri kynslóðum hjóla. Nú eru hjólin með útskiptanlegu batterí og starfsfólk flakkar á milli með ný batterí og þurfa ekki að sækja sjálft hjólið.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf kjartanbj » Fim 17. Sep 2020 09:39

Plís bara ekki kalla þetta skútur eða rafskútur, þetta eru rafhlaupahjól




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Klemmi » Fim 17. Sep 2020 09:42

kjartanbj skrifaði:Plís bara ekki kalla þetta skútur eða rafskútur, þetta eru rafhlaupahjól


Við notum orðið skotta. Því maður skottast á þessu, og auðvelt að henda þessu í skottið á bíl.

Skotta.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Mossi__ » Fim 17. Sep 2020 10:19

Klemmi skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Plís bara ekki kalla þetta skútur eða rafskútur, þetta eru rafhlaupahjól


Við notum orðið skotta. Því maður skottast á þessu, og auðvelt að henda þessu í skottið á bíl.

Skotta.


Ef þetta á ekki skilið Fálkaorðuna þá veit ég ekki hvað!



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6497
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf gnarr » Fim 17. Sep 2020 11:37

GuðjónR skrifaði:1100 hlaupahjól í bænum fyrir lok mánaðar, fer þetta ekki allt þráðbeint á hausinn?
Phun intended!


Hvert hjól er notað circa 10 sinnum á dag að meðaltali miðað við tölur frá Hopp. Svo að ég stórlega efast um að þetta sé á leiðinni á hausinn.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf netkaffi » Fim 17. Sep 2020 11:47

Ég kalla þetta oft óvart rafhjól, en þetta er náttúrulega raftæki á hjólum, hehe. Þetta er allavega ekki þríhjól. Scooter á ensku. Skúta er fínt finnst mér, rafhlaupahjól er svoldið minna þjált. Ég held að íslenskuhreinnotkunarstefna sé alveg vonlaus svona til lengri tíma litið. Íslendingar ættu bara að taka upp ensku, málið okkar mun aldrei halda við orðaforða útheimsins og við erum bara að gera hlutina erfiðari fyrir okkur og viljum halda í málið af vana og nostalgíu og þjóðbálkarímynd. En það er náttúrulega efni í annan þráð.

Styð 'skotta' líka, en það er auðveldara að segja skúter.




Viggi
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Viggi » Fim 17. Sep 2020 12:44

Kalla þetta bara rafskutlur. Lýsir þessum tækjum vel


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf kjartanbj » Fim 17. Sep 2020 17:00

Rafskúta er bara svo vont, skúta er bátur , oft eru rafmótorar aukalega á seglskútum, mér er sama hvort þetta er kallað rafhlaupahjól eða skotta en hitt er bara vont




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf netkaffi » Fim 17. Sep 2020 21:16

Rafskutla er frábært. Rafskotta líka. Held að ég muni nota rafskotta héðan í frá.
Síðast breytt af netkaffi á Fim 17. Sep 2020 22:32, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf kusi » Fös 18. Sep 2020 11:22

Mér finnst eins og ég hafi lesið um daginn að endingartíminn á einu hjóli séu nokkrir mánuðir. Er þetta örugglega umhverfisvænt?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf pepsico » Fös 18. Sep 2020 11:52

Eitthvað sem er notað margoft á dag í sex mánuði er að nýtast mun betur en t.d. öll reiðhjólin sem eru keypt og notuð þrisvar á ári.
Þetta er allavega ekki neitt neitt í samanburði við það þegar fólk er að ferðast eitt í bíl á 1.300 kg. einkabifreið. Umhverfisvænna en margt--en ekki allt. Hlýtur að vera af hinu góða ef þetta hefur einu sinni smá lækkandi áhrif á einkabílanotkun.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf jericho » Fös 18. Sep 2020 12:24

kusi skrifaði:Mér finnst eins og ég hafi lesið um daginn að endingartíminn á einu hjóli séu nokkrir mánuðir. Er þetta örugglega umhverfisvænt?


Hopp er enn að keyra á hjólum sem þeir fengu fyrir ári síðan, þótt flest hjólin þeirra séu frá því í sumar. Þannig að það er kominn endingartími upp á 12 mánuði a.m.k.

Hver þarf endingartíminn að vera til að þetta teljist umhverfisvænt, að þínu mati?



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf netkaffi » Fös 18. Sep 2020 13:24

Það er geggjað að vera á þessu. Mæli með fyrir alla að prófa þetta (bara passa sig á að sum hjólin fara hratt). Ég velti því samt fyrir mér hvernig þetta verður þegar (ef) hálkan kemur. Líklegast kemur einhver hálka þó að sumir vetrir séu mjög mildir og frostlausir á Íslandi. Hvernig eru tækin að fara drífa á þessu? Vel? Ég get ímyndað mér að maður komist ansi mikið á hjólinu hjá Hopp, það er ansi kröftugt og sýnist mér sver dekk m.v. dekkin á skottum sem maður er að sjá í sölu almennt. Get líka ímyndað mér að það sé meiri slysahætta, auðveldara að missa stjórn í snjó og slabbi. Ég held að ég splæsi mér í góðan hjálm! Svona hjálm sem ver hökuna líka og allt það (mótorhjóla eða svipaður þannig hjálmur fyrir reiðhjól). Er ekki hægt að fá hjálma með Augmented Reality? (Jæja það er kannski efni í annan þráð.) Eru ekki til skutlur með vetrardekkjum eða gerðar fyrir vetraraðstæður?



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf stefhauk » Fös 18. Sep 2020 13:43

Hvað verður um þetta þegar snjórinn og hálkan kemur varla er þetta mikið nothæft þá?




Viggi
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Viggi » Fös 18. Sep 2020 13:45

netkaffi skrifaði:Það er geggjað að vera á þessu. Mæli með fyrir alla að prófa þetta (bara passa sig á að sum hjólin fara hratt). Ég velti því samt fyrir mér hvernig þetta verður þegar (ef) hálkan kemur. Líklegast kemur einhver hálka þó að sumir vetrir séu mjög mildir og frostlausir á Íslandi. Hvernig eru tækin að fara drífa á þessu? Vel? Ég get ímyndað mér að maður komist ansi mikið á hjólinu hjá Hopp, það er ansi kröftugt og sýnist mér sver dekk m.v. dekkin á skottum sem maður er að sjá í sölu almennt. Get líka ímyndað mér að það sé meiri slysahætta, auðveldara að missa stjórn í snjó og slabbi. Ég held að ég splæsi mér í góðan hjálm! Svona hjálm sem ver hökuna líka og allt það (mótorhjóla eða svipaður þannig hjálmur fyrir reiðhjól). Er ekki hægt að fá hjálma með Augmented Reality? (Jæja það er kannski efni í annan þráð.) Eru ekki til skutlur með vetrardekkjum eða gerðar fyrir vetraraðstæður?
kaupir þér 10.3" kubbadekk og ferð í næstu hjólabúð og kaupir naggla og þá ertu góður í hálkunni. Myndi ekki pæla í neinu öðru en dual motor hjóli. Er sjálfur með mantis dual 1000w og fynst það alveg perfect. Eina að framljósin eru ekki nógu góð í skamdeginu.
ISK 1,684 51%OFF | 20000 Lums Bicycle Light L2/T6 USB Rechargeable 5200mAh Bike Light Waterproof LED Headlight Power Bank Bike Accessories
https://a.aliexpress.com/_mrrkOYj


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Forvitni um rafhjólaleigur

Pósturaf Nariur » Fös 18. Sep 2020 14:37

Viggi skrifaði:
netkaffi skrifaði:Það er geggjað að vera á þessu. Mæli með fyrir alla að prófa þetta (bara passa sig á að sum hjólin fara hratt). Ég velti því samt fyrir mér hvernig þetta verður þegar (ef) hálkan kemur. Líklegast kemur einhver hálka þó að sumir vetrir séu mjög mildir og frostlausir á Íslandi. Hvernig eru tækin að fara drífa á þessu? Vel? Ég get ímyndað mér að maður komist ansi mikið á hjólinu hjá Hopp, það er ansi kröftugt og sýnist mér sver dekk m.v. dekkin á skottum sem maður er að sjá í sölu almennt. Get líka ímyndað mér að það sé meiri slysahætta, auðveldara að missa stjórn í snjó og slabbi. Ég held að ég splæsi mér í góðan hjálm! Svona hjálm sem ver hökuna líka og allt það (mótorhjóla eða svipaður þannig hjálmur fyrir reiðhjól). Er ekki hægt að fá hjálma með Augmented Reality? (Jæja það er kannski efni í annan þráð.) Eru ekki til skutlur með vetrardekkjum eða gerðar fyrir vetraraðstæður?
kaupir þér 10.3" kubbadekk og ferð í næstu hjólabúð og kaupir naggla og þá ertu góður í hálkunni. Myndi ekki pæla í neinu öðru en dual motor hjóli. Er sjálfur með mantis dual 1000w og fynst það alveg perfect. Eina að framljósin eru ekki nógu góð í skamdeginu.
ISK 1,684 51%OFF | 20000 Lums Bicycle Light L2/T6 USB Rechargeable 5200mAh Bike Light Waterproof LED Headlight Power Bank Bike Accessories
https://a.aliexpress.com/_mrrkOYj


Ég verð að mæla gegn því að skipta um dekk á leiguskottum.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED