Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf appel » Lau 12. Sep 2020 22:00

Keypti fyrir hálfu ári síðan (hérn á vaktinni) 43" Dell professional skjá (P4317Q). Þar sem svona stórir skjáir eru frekar óvenjulegir og flestir veigra sér við að fá sér slíkan þá vildi ég aðeins deila reynslunni minni af honum.

Margir myndu segja að 43" skjár sé alltof stór, og ég var einn af þeim. Ég var stórefins um að ég gæti vanist svona stórum skjá. Hafði séð svona 43" skrímsli í tölvulistanum, einhvern ódýran philips va led skjá, og ég var ekki hrifinn af honum, virkaði bara einsog sjónvarp á mig.

En af einhverjum ástæðum þá vissi ég að myndgæðin í svona Dell professional skjáum væru allt önnur en það sem maður sér í svona ódýrari VA led skjáum, og ég ákvað að taka sjénsinn og keypti þennan Dell skjá.

Þar á undan hafði ég verið með dual 27" benq va led skjái (FHD), nokkuð gamlir, og vildi fá eitthvað betra. Að horfa á svona gamlan VA led benq skjá var einsog að horfa á ljósabekk, alltof bjart blátt ljós. Ég keypti 34" ultra-wide IPS skjá og líkaði uppfærslan mjög vel, sérstaklega myndgæðin og ljósbirtan, sem voru miklu betri en í þessum benq va led skjáum. En það sem mér mislíkaði við ultra wide var að öll videó voru í 16:9 og ef maður setti þau í fullscreen þá voru þau í raun minni en á 27" skjá! Þar sem ég horfi einnig þó nokkuð á vídjó í tölvunni þá vildi ég fara aftur í 16:9 skjá en bara stærri.

Hvað myndgæðin varðar þá var þetta stórt stökk. Myndgæði á nýjum professional IPS skjá vs. gamall VA led skjár er bara djók að tala um. Ef manni er annt um augun þá fer maður í vandaðan IPS skjá. Líklega eru nýrri VA led skjáir skárri í dag.

En aftur að skjástærðinni. 43" er vissulega stórt, og fyrstu dagana var einsog ég væri kominn með viewscreen í Enterprise fyrir framan mig. Svo mikið pláss fyrir allskonar glugga. En eftir 6 mánuði er ég löngu búinn að venjast þessu, og í raun hefur þessi skjástærð haft mjög jákvæð áhrif á alla mína notkun og upplifun.

Ath að ég spila lítið af leikjum þannig að ég vel ekki skjái miðað við tölvuleikjanotkun, heldur desktop aðallega, productivity vinnslu, myndgæði.
En ég horfi líka mjög mikið á vídjó núna, mun meira en ég gerði. Á einnig 75" sjónvarp en ég kýs frekar að horfa á sjónvarpsefni í tölvuskjánum.

Annað sem þarf að hafa í huga er borðið sem skjárinn er á. Ég var með 60m borð á dýpt, það er ónothæft fyrir svona stóri skjái. Þú þarft í raun minnst 80cm, og ég fékk mér þannig borð (sérpantaði 240x80 cm borð) og það virkar vel. Borðið mætti vera dýpra, 85-90cm, og þá erum við komnir í borðstofuborðsdýpt í raun. 80 cm gengur upp fyrir mig þar sem herbergið er ekki það stórt.

Tilfinningin að nota svona stóran skjá, þetta er einsog að setjast fyrir framan alvöru battlestation. Færð ekki sömu tilfinningu á minni skjáum.

Annað tengt 4K upplausninni, þá er punktastærðin nokkuð eðlileg natively, þ.e. þarft ekki að upscala UI einsog er á minni skjám með 4K upplausn. Svo lengi sem menn séu með sæmilega sjón.


tldr, já, ég mæli tvímælalaust með 43" skjá fyrir þá sem hafa borðpláss og nota desktop mikið og vilja hágæðaskjá og mikil myndgæði. Myndi ekki segja að þetta sé fyrir tölvuleikjaspilara. Hinsvegar þarf að velja réttan skjá, mæli tvímælalaust með þessum Dell professional skjáum, get ekki sagt að ég mæli með öðrum því ég hef ekki séð eða notað aðra, en IPS er nauðsyn tel ég. Tekur smá tíma að venjast stærðinni en þú vilt ekki fara til baka í minni eftir að hafa notað svona stóran í einhvern tíma.

Settuppið:
bigbossdesk.jpg
bigbossdesk.jpg (173.57 KiB) Skoðað 2426 sinnum


*-*

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf kiddi » Lau 12. Sep 2020 22:35

Takk fyrir þetta :) Gaman að fá svona real life review. Ég hef einmitt oft labbað framhjá þessum skjám fussandi "Piff.. alltof stórt, ég fæ bara í hálsinn" - en gaman að sjá að það þarf ekki endilega að vera svo.



Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Fletch » Lau 12. Sep 2020 22:39

ég er að nota 48" OLED sem computer monitor :8)

HDR gaming á OLED er bara magnað, hrikalega flott! :twisted:


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf appel » Lau 12. Sep 2020 22:49

Fletch skrifaði:ég er að nota 48" OLED sem computer monitor :8)

HDR gaming á OLED er bara magnað, hrikalega flott! :twisted:


Er það TV? Ég geri mikinn greinarmun á því hvort um TV sé að ræða eða monitor fyrir desktop notkun. Ef þú ert í gaming þá gengur það upp, en í desktop notkun er stór munur. Veit svosem ekki hvernig OLED kemur út í svona desktop notkun þó, en útaf burnin áhættu þá myndi ég ekki nota OLED í desktop.

Ég veit að sumir nota tengja tölvuna sína í svona TV og sætta sig við myndgæðin, en í mínum huga er þetta einsog að tengja PC tölvu við túbusjónvarp, myndgæðin eru á allt öðru leveli heldur en desktop monitor.


*-*

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Fletch » Lau 12. Sep 2020 22:59

appel skrifaði:
Fletch skrifaði:ég er að nota 48" OLED sem computer monitor :8)

HDR gaming á OLED er bara magnað, hrikalega flott! :twisted:


Er það TV? Ég geri mikinn greinarmun á því hvort um TV sé að ræða eða monitor fyrir desktop notkun. Ef þú ert í gaming þá gengur það upp, en í desktop notkun er stór munur. Veit svosem ekki hvernig OLED kemur út í svona desktop notkun þó, en útaf burnin áhættu þá myndi ég ekki nota OLED í desktop.

Ég veit að sumir nota tengja tölvuna sína í svona TV og sætta sig við myndgæðin, en í mínum huga er þetta einsog að tengja PC tölvu við túbusjónvarp, myndgæðin eru á allt öðru leveli heldur en desktop monitor.


þetta er LG CX OLED TV, í stuttu máli er upplifunin stórkostleg :8)
Búinn að eiga allskonar skjái gegnum tíðina og þetta image quality er bara light years ahead vs IPS/TN/VA panels

þetta er TV já en með fullt af gaming features,
4k @ 120Hz
G-Sync/Freesync
HDR / HDR10 / HGiG / Dolby Vision
Low Latency gaming mode
BFI

1ms response time, zero ghosting issues, ekki til nein IPS glow/backlight bleed issue, eða VA black smearing

nokkur basic atriði sem þú getur fylgt ef þú hefur áhyggur af burn-in
- nota innbyggður burnin prevention feature'ana í TVinu
- ekki skilja tækið eftir með static mynd í langan tíma
- slökktu á tækinu (sleep) ef það er ekki notkun


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Fletch » Lau 12. Sep 2020 23:01

ps, ekki að ástæðu lausu að Nvidia notað LG OLED tæki til að fá WOW factor þegar þeir voru að sýna 3000 línuna á kynningunni núna í sept :D


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf appel » Lau 12. Sep 2020 23:06

kiddi skrifaði:Takk fyrir þetta :) Gaman að fá svona real life review. Ég hef einmitt oft labbað framhjá þessum skjám fussandi "Piff.. alltof stórt, ég fæ bara í hálsinn" - en gaman að sjá að það þarf ekki endilega að vera svo.


Fyrir gæja einsog þig þá myndi ég tvímælalaust mæla með svona skjá.

Maður er ekkert að fá í hálsinn af þessu. Maður notar hálsinn ekkert meira en ef maður er að nota 27". Maður skiptir skjásvæðinu bara upp aðeins, fókuserar á ákveðna glugga.

Ég fékk meira í hálsinn að vera með dual 27" skjái, því vegalengdin horizontally var miklu meiri en á 43" skjá. Það fer mun betur með hálsinn að auka vertical skjáplássið og minnka horizontal skjáplássið. Margir klikka á þessu og fá sér hvað 49" ultra mega wide skjái sem eru rosalega lágir á hæðina en víðir á lenginda. Þú endar á að vera rotera hausnum hægri og vinstri á fullt. Mjög óþægilegt.
Ef þú ert með dual 27" þá er betra fyrir hálsinn og augun að stafla þeim upp/niður frekar en hægri/vinstri.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf appel » Lau 12. Sep 2020 23:19

Fletch skrifaði:
appel skrifaði:
Fletch skrifaði:ég er að nota 48" OLED sem computer monitor :8)

HDR gaming á OLED er bara magnað, hrikalega flott! :twisted:


Er það TV? Ég geri mikinn greinarmun á því hvort um TV sé að ræða eða monitor fyrir desktop notkun. Ef þú ert í gaming þá gengur það upp, en í desktop notkun er stór munur. Veit svosem ekki hvernig OLED kemur út í svona desktop notkun þó, en útaf burnin áhættu þá myndi ég ekki nota OLED í desktop.

Ég veit að sumir nota tengja tölvuna sína í svona TV og sætta sig við myndgæðin, en í mínum huga er þetta einsog að tengja PC tölvu við túbusjónvarp, myndgæðin eru á allt öðru leveli heldur en desktop monitor.


þetta er LG CX OLED TV, í stuttu máli er upplifunin stórkostleg :8)
Búinn að eiga allskonar skjái gegnum tíðina og þetta image quality er bara light years ahead vs IPS/TN/VA panels

þetta er TV já en með fullt af gaming features,
4k @ 120Hz
G-Sync/Freesync
HDR / HDR10 / HGiG / Dolby Vision
Low Latency gaming mode
BFI

1ms response time, zero ghosting issues, ekki til nein IPS glow/backlight bleed issue, eða VA black smearing

nokkur basic atriði sem þú getur fylgt ef þú hefur áhyggur af burn-in
- nota innbyggður burnin prevention feature'ana í TVinu
- ekki skilja tækið eftir með static mynd í langan tíma
- slökktu á tækinu (sleep) ef það er ekki notkun


Ég væri alveg til í að sjá OLED skjá sem tölvuskjá, ég er mjög fljótur að sjá hvort þetta sé málið, einsog er sagt, I'll believe when I see it. Menn hafa misjafna standarda hvað þetta varðar.
Ég hef séð myndgæði á svona LCD TV af sambærilegri stærð og þeim skjá sem ég er með, bæði 4K, og það er ekki hægt að bera þetta saman. Túbusjónvarpsgæði, bjart og flöktandi vs. einsog að horfa á tímarit, stöðug mynd og allt skýrt.


*-*

Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Fletch » Lau 12. Sep 2020 23:22

Velkominn að sjá þetta í action :8)


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf einarhr » Lau 12. Sep 2020 23:27

Ég uppfærði um áramót úr 23" í 34" og var mikið að spá í 27" þar sem mér fannst 34" vera svo stór en sá ekki eftir því um leið og ég fór að nota hann, 2k 144hz þvílík upplifun í tölvuleikjaspilun og almennri notkun.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf appel » Lau 12. Sep 2020 23:32

Fletch skrifaði:Velkominn að sjá þetta í action :8)

Takk, mun eflaust þiggja það tilboð :) Veit að oled er gott, en held að burnin sé alltaf risk fyrir professional notendur sem eru í sömu forritum alla daga.
Svo er lítið framboð af minni tækjum í oled á markaðnum, 48" er með því minnsta sem er í boði.
Ég held að mini led eigi eftir að taka markaðinn "by storm" innan örfárra ára, áður en oled nær að komast þangað (þ.e. desktop monitor markaðinn).


*-*


Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Bourne » Sun 13. Sep 2020 06:35

Fletch skrifaði:
appel skrifaði:
Fletch skrifaði:ég er að nota 48" OLED sem computer monitor :8)

HDR gaming á OLED er bara magnað, hrikalega flott! :twisted:


Er það TV? Ég geri mikinn greinarmun á því hvort um TV sé að ræða eða monitor fyrir desktop notkun. Ef þú ert í gaming þá gengur það upp, en í desktop notkun er stór munur. Veit svosem ekki hvernig OLED kemur út í svona desktop notkun þó, en útaf burnin áhættu þá myndi ég ekki nota OLED í desktop.

Ég veit að sumir nota tengja tölvuna sína í svona TV og sætta sig við myndgæðin, en í mínum huga er þetta einsog að tengja PC tölvu við túbusjónvarp, myndgæðin eru á allt öðru leveli heldur en desktop monitor.


þetta er LG CX OLED TV, í stuttu máli er upplifunin stórkostleg :8)
Búinn að eiga allskonar skjái gegnum tíðina og þetta image quality er bara light years ahead vs IPS/TN/VA panels

þetta er TV já en með fullt af gaming features,
4k @ 120Hz
G-Sync/Freesync
HDR / HDR10 / HGiG / Dolby Vision
Low Latency gaming mode
BFI

1ms response time, zero ghosting issues, ekki til nein IPS glow/backlight bleed issue, eða VA black smearing

nokkur basic atriði sem þú getur fylgt ef þú hefur áhyggur af burn-in
- nota innbyggður burnin prevention feature'ana í TVinu
- ekki skilja tækið eftir með static mynd í langan tíma
- slökktu á tækinu (sleep) ef það er ekki notkun


Núna er ég smá forvitinn, hefuru þurft að keyra skjáinn eitthvað í 1440p til að ná góðu frame rate-i, ef svo, hvernig lítur það út?

Mig langar svoldið að fara í 38" ultra-wide 1600p, þeir eru á svipuðu verði og LG CX tækið, hefuru einhvern samanburð við ultra-wide?



Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Fletch » Sun 13. Sep 2020 10:52

Bourne skrifaði:Núna er ég smá forvitinn, hefuru þurft að keyra skjáinn eitthvað í 1440p til að ná góðu frame rate-i, ef svo, hvernig lítur það út?


Allt sem ég hef prófað ræður 2080 Ti við í 4k, er oftast 60-120 fps, ég hef prófað 1440p og það kemur merkilega vel út, scaler'inn í TV'inu er mjög góður

Ég bíð hins vegar spenntur eftir 3000 línunni frá Nvidia og mun uppfæra um leið og ég get, aðalega útaf HDMI 2.1, en 2080Ti styður bara HDMI 2.0b, sem þýðir að ég þarf að keyra annað hvort 4k@60Hz með HDR eða 4k@120Hz án HDR (4:2:0, ekki full RGB). Þetta er limitation á bandbreitt í HDMI 2.0b (18Gbits vs 48Gbits í HDMI 2.1). Með HDMI 2.1 geturu semsagt keyrt 4k@120Hz HDR (full RGB 4:4:4)
Ég vel frekar atm að keyra í 4k@60Hz HDR, HDR'ið er bara svo magnað í OLED, leikir sem styðja ekki HDR eða eru meira compatitive keyri ég 4k@120Hz

Bourne skrifaði:Mig langar svoldið að fara í 38" ultra-wide 1600p, þeir eru á svipuðu verði og LG CX tækið, hefuru einhvern samanburð við ultra-wide?


ég hef mjög góða reynslu af ultrawide, verið með ultrawide seinustu 3 árin ca, var fyrst með ASUS PG348Q og svo LG 34GK950F, var einmitt að skoða 1600p ultrawide skjái líka (LG 38GL950G-B).

Ultrawide make'ar meiri sens í mörgum leikjum en ég fattaði skemmtilegan fídus í Nvidia control panel, Adjust desktop size and Position.
Þar með resize möguleikanum get eg stillt á ultrawide 3840x1620, er þá með ca 42" ultrawide OLED skjá :8)
Kemur mjög flott út, black bars að ofan og neðan, en það truflar ekkert þar sem maður sér þá ekki, sérstaklega í dimmu herbergi þar sem black á OLED er totally black.

Féll svo fyrir BFG skjám og fékk mér Acer Predator CG437K, 43" VA panel, en skilaði honum fljótt útaf gsync flickering issues og hræðilegu VA black smearing, sá þá OLED tækið í ELKO og fór að rannsaka að nota þau sem PC monitor.

kostir sem ég sé
- Myndgæði
- infinite contrast ratio, perfect blacks
- fullt af gaming features, gert fyrir next-gen consoles og pc, td. 4k@120Hz, Gsync/Freesync, BFI
- HDR, yfir 800nits, HDR10, Dolby Vision, HGiG
- instant response time (1ms)
- Perfect viewing angles
- almost perfect color accuracy
- engin IPS glow/backlight bleed / VA black smearing / TN viewin angles issues

gallar sem ég sé
- risk of burnin
- minnsta OLED tækið í dag er 48"

Ef þú ert að skoða þetta mæli ég með
- vera með djúpt skrifborð, lágmark 80cm
- getur keypt tækið í ELKO t.d., ert þá með 30 daga skilarétt (ég gerði það, eftir 2min í notkun ákvað ég að skila því ekki)


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf GuðjónR » Sun 13. Sep 2020 11:56

appel skrifaði:....

Þetta er mjög snyrtilegt og flott hjá þér. :happy
Myndi ekki treysta OLED sem tölvuskjá, efast um að ég myndi fá mér annað OLED ef ég væri í þeim sporum að kaupa nýtt sjónvarp.
Það er ekki spurning hvort heldur bara hvenær burnin á sér stað.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Bourne » Sun 13. Sep 2020 16:31

Fletch skrifaði:
Bourne skrifaði:Núna er ég smá forvitinn, hefuru þurft að keyra skjáinn eitthvað í 1440p til að ná góðu frame rate-i, ef svo, hvernig lítur það út?


Allt sem ég hef prófað ræður 2080 Ti við í 4k, er oftast 60-120 fps, ég hef prófað 1440p og það kemur merkilega vel út, scaler'inn í TV'inu er mjög góður

Ég bíð hins vegar spenntur eftir 3000 línunni frá Nvidia og mun uppfæra um leið og ég get, aðalega útaf HDMI 2.1, en 2080Ti styður bara HDMI 2.0b, sem þýðir að ég þarf að keyra annað hvort 4k@60Hz með HDR eða 4k@120Hz án HDR (4:2:0, ekki full RGB). Þetta er limitation á bandbreitt í HDMI 2.0b (18Gbits vs 48Gbits í HDMI 2.1). Með HDMI 2.1 geturu semsagt keyrt 4k@120Hz HDR (full RGB 4:4:4)
Ég vel frekar atm að keyra í 4k@60Hz HDR, HDR'ið er bara svo magnað í OLED, leikir sem styðja ekki HDR eða eru meira compatitive keyri ég 4k@120Hz

Bourne skrifaði:Mig langar svoldið að fara í 38" ultra-wide 1600p, þeir eru á svipuðu verði og LG CX tækið, hefuru einhvern samanburð við ultra-wide?


ég hef mjög góða reynslu af ultrawide, verið með ultrawide seinustu 3 árin ca, var fyrst með ASUS PG348Q og svo LG 34GK950F, var einmitt að skoða 1600p ultrawide skjái líka (LG 38GL950G-B).

Ultrawide make'ar meiri sens í mörgum leikjum en ég fattaði skemmtilegan fídus í Nvidia control panel, Adjust desktop size and Position.
Þar með resize möguleikanum get eg stillt á ultrawide 3840x1620, er þá með ca 42" ultrawide OLED skjá :8)
Kemur mjög flott út, black bars að ofan og neðan, en það truflar ekkert þar sem maður sér þá ekki, sérstaklega í dimmu herbergi þar sem black á OLED er totally black.

Féll svo fyrir BFG skjám og fékk mér Acer Predator CG437K, 43" VA panel, en skilaði honum fljótt útaf gsync flickering issues og hræðilegu VA black smearing, sá þá OLED tækið í ELKO og fór að rannsaka að nota þau sem PC monitor.

kostir sem ég sé
- Myndgæði
- infinite contrast ratio, perfect blacks
- fullt af gaming features, gert fyrir next-gen consoles og pc, td. 4k@120Hz, Gsync/Freesync, BFI
- HDR, yfir 800nits, HDR10, Dolby Vision, HGiG
- instant response time (1ms)
- Perfect viewing angles
- almost perfect color accuracy
- engin IPS glow/backlight bleed / VA black smearing / TN viewin angles issues

gallar sem ég sé
- risk of burnin
- minnsta OLED tækið í dag er 48"

Ef þú ert að skoða þetta mæli ég með
- vera með djúpt skrifborð, lágmark 80cm
- getur keypt tækið í ELKO t.d., ert þá með 30 daga skilarétt (ég gerði það, eftir 2min í notkun ákvað ég að skila því ekki)


Takk fyrir geggjað svar.
Ég er að pæla í þessu helst sem vinnuskjá og vera með 3-4 glugga með nægt vinnupláss á öllum.
En auðvitað myndi maður nota þetta í leiki líka. Ég get fengið LG CX 48 á 1450$ en LG 38GN950-B á 1400$, hjartað segir CX 48" en heilinn segir 38GN950-B.

Ég sé að á YouTube eru að menn voru að nota 1440p 120hz 60-117 fps með G-sync því það var ekki hægt að nota G-sync á 4k yfir 60hz.
Kemur HDMI 2.1 til með að styðja 4k 120hz með Gsync, HDR og öllu heila klabinu?

Edit: Bonus spurning: Er vesen með glampa á sjónvarpinu ef það er gluggi að lampi nálægt? Það lítur út fyrir að vera háglans á myndum.
Síðast breytt af Bourne á Sun 13. Sep 2020 18:24, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Fletch » Sun 13. Sep 2020 17:33

Bourne skrifaði:
Takk fyrir geggjað svar.
Ég er að pæla í þessu helst sem vinnuskjá og vera með 3-4 glugga með nægt vinnupláss á öllum.
En auðvitað myndi maður nota þetta í leiki líka. Ég get fengið LG CX 48 á 1450$ en LG 38GN950-B, hjartað segir CX 48" en heilinn segir 38GN950-B.

Ég sé að á YouTube eru að menn voru að nota 1440p 120hz 60-117 fps með G-sync því það var ekki hægt að nota G-sync á 4k yfir 60hz.
Kemur HDMI 2.1 til með að styðja 4k 120hz með Gsync, HDR og öllu heila klabinu?

Það kom firmware á sjónvarpið sem bætti við freesync og Gsync alla leið uppí 120Hz (VRR range'ið er 40-120Hz). Með HDMI 2.0b er ekki hægt að hafa HDR og 120Hz í gangi í einu, getur alltaf haft gsync í gangi.
semsagt
4k@60Hz G-Sync HDR (4:4:4)
eða
4k@120Hz G-Sync noHDR (4:2:0)

Bourne skrifaði:Edit: Bonus spurning: Er vesen með glampa á sjónvarpinu ef það er gluggi að lampi nálægt? Það lítur út fyrir að vera háglans á myndum.


ekki fundið fyrir því, myndi segja það glampi lítið á það
Síðast breytt af Fletch á Sun 13. Sep 2020 17:36, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf Viktor » Sun 13. Sep 2020 20:43

Looking good.

Nú vantar bara þráðlausa mús og lyklaborð :D


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Pósturaf hagur » Sun 13. Sep 2020 21:18

Ég er mjög ánægður með minn 40" 4K Philips skjá, en myndi vilja hafa hann curved. Þegar maður er kominn í svona stærðir þá er curved ótrúlega þægilegt. Var með 34" curved ultra-wide skjá í vinnunni í nokkra mánuði og það var ótrúlega þægilegt, mun betra en 2x27" skjáirnir sem ég er yfirleitt með í vinnunni.