Hæ
Er með NordVPN og er að hugsa um að fá mér MI TV box. Meðal annars ætla ég að nota það ef ég er erlendis og vil horfa á RÚV, einnig erlendar myndir. Einnig horfum við aðeins á erlenda þætti í danska sjónvarpinu og notum þá danska tekstann. Að gera þetta beint í Android spjaldtölvu gengur vel. Hef heyrt að þetta gangi ekki með MI TV boxinu þó það sé með NordVPN. Sjónvarpsefni sem sé með land-takmörkun sé lokað.
Er einhver hér sem þekkir þetta eða nennir að gá að hvort þetta sé reyndin.
kv.
XYZ
MI box S og NordVPN
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 327
- Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
- Reputation: 72
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: MI box S og NordVPN
Ég hef verið að nota þetta. Þú þarft að setja upp NordVpn í dns stillingarnar á Mi Box til að það virki. svo er hægt að hafa Nord vpn bara stillt á ísland þegar þú ert að horfa á innlent efni, en veiturnar beita ýmsum aðferðum til að vinna á þessu, svo það er ekki víst að þetta virki alltaf.