Er eitthvað vit í þessari fartölvu ?

Allt utan efnis

Höfundur
trunt
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 21. Jún 2020 19:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Er eitthvað vit í þessari fartölvu ?

Pósturaf trunt » Sun 21. Jún 2020 21:14

Sæl ágæta vakt,

https://www.amazon.com/gp/product/B0862 ... L0J9&psc=1
þessi vél er á 1600 dollara svo má bæta við sendingakostnaði (myus.com einhverjir smáaurar) og svo vaskur ofan á það, reikna með henni á 280þúsund hingað komin, sem reynir á efri þolmörk þau sem ég er til í að leggja út fyrir svona ferðavél.

Ég þarf að geta spilað leiki (þá nýjustu, ekkert endilega hraða fps leiki (þarf því ekki mjög hátt hz)), ég þarf að geta forritað á vélinni (stærri skjár betri en minni skjár), hún má vera þung (ekki mikið á flakki) og það þyrfti að vera ágætis geymslupláss á henni (eða möguleiki á að bæta því við)

Minni þarf að vera amk. 16gb að mínu mati(jafnvel hægt að teigja sig í átt að 32gb), örgjörvi þarf ekki að vera 10. kynslóð, fínt að vera með að minnsta kosti 1070 kort eða meira, ssd startup drif og möguleika á stærra geymsludrifi.

Ef einhver er með tillögu að vél sem hentar þessum skilum, þá endilega látið það í ljós :)