Val á skjá. Leikir eða litir?


Höfundur
Omerta
has spoken...
Póstar: 151
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf Omerta » Þri 09. Jún 2020 19:46

Daginn.

Ég er að leita að skjá fyrir konuna en hún notar tölvuna bæði til þess að vinna ljósmyndir sem og að spila leiki. Flest allt sem ég skoða er annað hvort fókuserað á gamers (hátt refresh rate etc.) eða listamenn (gott sRGB coverage t.d.). Í fullkomnum heimi værum við að tala um bæði. 24"-27" skjá, 1440p, 144hz, 1ms og mjög nákvæmir litir fyrir myndvinnslu. En ef þetta skrímsli er til grunar mig líka að það kosti sitt. Hvar er sweet spot hérna? Sem dæmi, flestir skjáir sem gera út á gott sRGB coverage eru með 5ms respose time. Fyrir manneskju sem spilar skotleiki á netinu (er samt ekki going pro, aðallega L4D, Payday og slíkt) og er vön 60hz, finnur maður mikinn mun á 1ms og 5ms? Og hversu slæmir eru litirnir (með tilliti til atvinnu af myndvinnslu eða prenti) á þessum vinsælu 144hz skjám sem eru að seljast á 40-60k út í búð?

Öll hjálp vel þegin.




eythor511
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Fös 15. Okt 2010 22:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf eythor511 » Þri 09. Jún 2020 22:01

Fyrir góða liti, betra viewing angle og fallegri mynd myndi ég alltaf kjósa IPS skjá frekar en TN skjá. Þessir skjáir sem eru 1ms 144/240 Hz eru flest allir með TN panel en skjáir gerðir fyrir myndvinnslu eru oftar en ekki IPS. Sjálfur nota ég IPS skjá (þrátt fyrir að spila tiltölulega reglulega CS) þar sem myndin er mun betri í öllu sem ég geri frekar en að hafa svakalega hraða uppfærslu á skjárömmum sem gagnast mér engöngu (að mestu leyti) þegar ég er að spila hraða leiki.

Myndi mæla með IPS fyrir konuna, en er augljóslega biased svar hjá mér. PLS panelar frá samsung eru víst líka mjög svipaðir IPS í flestu og hafa líka þann galla að refresh rate og response time eru hægari. Getur googlað muninn á panel týpum (IPS, PLS, VA, TN, etc.) og skoðað hvað fólki finnst, en hugsa að það muni hjálpa gífulega fyrir myndvinnslu að kaupa skjá sem er gerður með það í huga að sýna réttu liti og góðann contrast óhað viewing angle en bara hjálpa smá að hafa mjög hraðann skjá í leikjum.



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Tengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf Zorglub » Mið 10. Jún 2020 01:50

Grunnspurningin er hvað þetta má kosta ;)
Glatað að vinna myndir á hefðbundnum leikjaskjá en hinsvegar orðið ágætis framboð af 144 IPS skjám sem sameina þetta ágætlega, er sjálfur á einum slíkum.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf Manager1 » Mið 10. Jún 2020 02:52

Það er til slatti af 144hz IPS skjáum, bara spurning hvað þú vilt borga mikið. Ég er með 27" Acer Predator 165hz, 4ms og IPS. Kostaði reyndar 80-100k fyrir 2-3 árum en hann hentar fullkomnlega fyrir bæði leiki og myndvinnslu.

Munurinn á 5ms og 1ms er afskaplega lítill og ólíklegt að þú takir eftir honum. Það er líklegra að þú takir eftir muninum á TN panel og IPS.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf Bourne » Mið 10. Jún 2020 04:59

Það er í raun engin ástæða í dag til þess að taka TN skjá í Júní 2020, IPS eru orðnir nánast 100% jafn hraðir í response tíma og refresh rate. Þeir eru hinsvegar aðeins dýrari.

1080p IPS 144hz og 240hz eru orðnir algengir, nóg til af þeim!
Þeir fara að vera aðeins dýrari þegar þú ert kominn í 1440p IPS 144hz.

TN skjáir eru einfaldlega langflestir augnkrabbamein í allt nema þegar þú ert að spila leiki :) ... ef hún er að vinna ljósmyndir geturu gleymt því að taka TN skjá. Ég myndi ekki einu sinni mæla með TN skjá ef hún væri bara að vinna í word og skoða vísi.

IPS leikjaskjáirnir eru ekki alveg jafn nákvæmir og 60hz IPS myndvinnsluskjáir yfir höfuð en komast ansi nálægt.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf gnarr » Mið 10. Jún 2020 08:18

IPS skjáir eru ekki endilega betri en TN skjáir. Skjár er svo miklu meira en bara filtering filman.

Hérna er góður samanburður á þremur IPS skjáum og TN skjá:


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf kiddi » Mið 10. Jún 2020 08:47

Hér er ljómandi góður 27" 1440p 144hz IPS leikjaskjár á þolanlegu verði:
https://www.tl.is/product/lg-ultragear- ... eikjaskjar

Verandi atvinnumaður í myndvinnslu (video) og með ljósmyndun sem hobbí þá kæmi aldrei til greina að kaupa TN skjá, bara aldrei nokkurntíman. Að því sögðu á ég reyndar professional broadcast monitor með TN filmu sem kostar meira en allt tölvusetuppið mitt x2, en það er önnur saga.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 10. Jún 2020 09:36

kiddi skrifaði:Hér er ljómandi góður 27" 1440p 144hz IPS leikjaskjár á þolanlegu verði:
https://www.tl.is/product/lg-ultragear- ... eikjaskjar

Verandi atvinnumaður í myndvinnslu (video) og með ljósmyndun sem hobbí þá kæmi aldrei til greina að kaupa TN skjá, bara aldrei nokkurntíman. Að því sögðu á ég reyndar professional broadcast monitor með TN filmu sem kostar meira en allt tölvusetuppið mitt x2, en það er önnur saga.

Ég er einmitt með þennan skjá og er bara mjög sáttur við hann.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf Hannesinn » Mið 10. Jún 2020 10:02

kiddi skrifaði:Hér er ljómandi góður 27" 1440p 144hz IPS leikjaskjár á þolanlegu verði:
https://www.tl.is/product/lg-ultragear- ... eikjaskjar

Verandi atvinnumaður í myndvinnslu (video) og með ljósmyndun sem hobbí þá kæmi aldrei til greina að kaupa TN skjá, bara aldrei nokkurntíman. Að því sögðu á ég reyndar professional broadcast monitor með TN filmu sem kostar meira en allt tölvusetuppið mitt x2, en það er önnur saga.

Hardware Unboxed tóku þennan fyrir í september í fyrra og niðurlagið þeirra var að þetta sé einn besti gaming skjárinn sem er í boði.

Fyrir þá sem hafa áhuga, -> https://www.youtube.com/watch?v=T5Loh7vOcVM
Síðast breytt af Hannesinn á Mið 10. Jún 2020 10:03, breytt samtals 1 sinni.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf audiophile » Mið 10. Jún 2020 13:45

Ég er með einn IPS og einn TN 144hz og það er svo mikill munur á myndgæðum að ég myndi aldrei detta í hug að reyna að vinna ljósmyndir í TN skjánum. Verð samt að segja að ég væri helst til í bara einn góðan 27-32" IPS 1440p 144hz skjá. Þeir eru bara ennþá frekar dýrir hér á landi.


Have spacesuit. Will travel.


eythor511
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Fös 15. Okt 2010 22:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf eythor511 » Fim 11. Jún 2020 00:09

1440 lóðréttir pixlar er must, það kemst ekkert fyrir á 1080 pixla imo. Það er sami munur á þessum tveim kostum og var á milli SD og HD back in the day. Myndi því velja 1440p skjá yfir 1080p óháð öllu öðru.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf appel » Fim 11. Jún 2020 00:20

Ekki átt TN panel, en átt VA led panel skjái og unnið við slíka.
Hef einnig átt IPS panel skjái og unnið við slíka.

Ég myndi ALDREI fá mér neitt annað en IPS panel skjái héðan í frá. Myndgæðin eru bara svo miklu betri og miklu þægilegra að vinna við þetta.

Þó það kosti auka framerate í leikjum þá skiptir það ekki svo miklu máli, nema maður sé í virkilega competitive leikjum og það skiptir mann mestu máli.


*-*


eythor511
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Fös 15. Okt 2010 22:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf eythor511 » Fim 11. Jún 2020 00:25

Þá er lokasvarið einfaldlega kaupa IPS 1440p með eins mörg Hz og budget leyfir :!:



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 11. Jún 2020 09:43

Sjálfur er ég að leita mér að skjá bæði fyrir vinnu og casual tölvuleikjaspilun.
Ég er líklegast að fara að versla þennan:https://www.dell.com/en-us/work/shop/dell-24-monitor-p2419h/apd/210-aqdx/monitors-monitor-accessories

Hins vegar er aðal fókusinn á vinnu partinn (ekki tölvuleikjaspilun).


Just do IT
  √


Höfundur
Omerta
has spoken...
Póstar: 151
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf Omerta » Lau 13. Jún 2020 23:17

Takk fyrir góð svör. Þessir IPS skjáir sem ég finn sem tikka í öll boxin eru heldur dýrir. Held að ég reyni þá að finna 60hz skjá með sæmilegum svartíma en góðum litum.

Þessi ætti að gera gott mót fyrir verð?
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/To ... 425.action




eythor511
Fiktari
Póstar: 72
Skráði sig: Fös 15. Okt 2010 22:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Pósturaf eythor511 » Sun 14. Jún 2020 10:47

Mjög flottur skjár myndi skella mér á hann ef standurinn skiptir ekki máli (hann er ekki með height adjustment)

getur einnig skoðað:

Lenovo ThinkVision P27q skjár 27" QHD 2560x1440 DP/HDMI
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 700.action
Þessi er mjög svipaður og þessi sem þú bentir á nema með betri stand og einhverjum extra features, 65.000 Kr.

Asus 27" PB278QV 2560X1440 IPS 100%sRGB 75Hz
https://www.computer.is/is/product/skja ... 0srgb-75hz,
Þessi er svipaður og þessir fyrir ofan nema að mínu mati ekki jafn sexý, 55.000 Kr.

Samanburður
https://www.displayspecifications.com/e ... 33ad12df09

Myndi skoða sérstaklega standinn, útlitið, verðið og hvort þú viljir hafa freesync.
Þessi lenovo hjá origo virðist ekki styðja freesync, þessi Asus er með eitthvað sem þeir kalla Adaptive-Sync veit ekki hvort það sé einhvað sem virkar jafn vel og freesync certified skjáir.