nonesenze skrifaði:ef maður væri að kaupa svona fyrir fermingagjöf. hvað ætti maður að velja? 14 ára en samt flott og best fyrir þann aldur?
kannski zero 8
nonesenze skrifaði:ef maður væri að kaupa svona fyrir fermingagjöf. hvað ætti maður að velja? 14 ára en samt flott og best fyrir þann aldur?
rapport skrifaði:Af reynslu...hobbý útgáfur eru hobbý útgáfur...
Ef það á að nota þetta af alvöru, kaupa alvöru græju
DoofuZ skrifaði:rapport skrifaði:Af reynslu...hobbý útgáfur eru hobbý útgáfur...
Ef það á að nota þetta af alvöru, kaupa alvöru græju
Ég vil svoldið fara milliveginn. Kíkti í Ellingsen í gær og prófaði allt frá Zero 8 uppí Zero 10 hjá þeim sem var mjg gaman Finnst Zero 10 vera aðeins of mikið alvöru fyrir mig, gæti allt eins fengið mér krossara miðað við þyngdina og útlitið á því Fannst bremsan á því líka vera aðeins of góð, ekki nógu mjúk, en starfsmaður sagði mér að það væri auðvitað hægt að stilla bremsuna til. Ætlaði svo að reyna að finna munin á Zero 8 (350w mótor) og Zero 8 Boost/Super Boost (500w mótor) en gat nú ekki alveg verið að hoppa á milli hjólana endalaust
Líst annars ágætlega á Zero 9 og Xiaomi Pro, er ekki meira vit í Zero 9? Það er með 600w mótor á meðan Xiaomi Pro er bara með 300w en samt er drægnin 5 km minni, kannski vegna þess að Zero 9 er þyngri (18 kg á móti 14.2 kg)? Svo er Zero 9 líka rúmlega tvöfalt dýrara, er það peninganna virði? Er aðgengi að varahlutum, support og firmware hakki jafn gott fyrir þau bæði? Og er hægt að tengja síma við Zero hjól eins og er hægt að gera við Xiaomi hjól til að sjá hvert maður hefur farið og þess háttar?
Og ef ég fer í Zero hjól, væri þá eitthvað vit í því að fara í 8 Super Boost frekar en 9? Einhver finnanlegur munur þar?
DoofuZ skrifaði:...
Stuffz skrifaði:þegar þú segir 8 boosted ertu að tala um 8X, ég veit bara um zero 8 or zero 8X, myndi sjálfur taka 8X framyfir 9 ef er til hérlendis, allt með góðri fjöðrun sem þreytir iljar/hné/mjaðmir minna á lengri leiðum er ég ánægður með.
1kujo skrifaði:Er x10 cappað í 25km/h?
DoofuZ skrifaði:Ég sé að samkvæmt electric-scooter.guide þá eru Zero hjólin ekki vatnsheld en Xiaomi hjólin eru það (IP54), er þá ekki í lagi að nota Zero hjól í rigningu? Og er það rétt hjá mér að Zero hjólin eru ekki með Bluetooth tengimöguleika eins og Xiaomi svo maður getur ekki skrásett allar ferðir í appi?
Þessi tvö atriði skipta mig miklu máli, app tengjanleiki samt minna en vatnsheldni.
Og er auðveldara að sjá á skjáinn á Xiaomi hjólunum? Það skiptir líka máli.
Langar að kaupa hjól sem fyrst en er með smá valkvíða
gnarr skrifaði:Stuffz skrifaði:þegar þú segir 8 boosted ertu að tala um 8X, ég veit bara um zero 8 or zero 8X, myndi sjálfur taka 8X framyfir 9 ef er til hérlendis, allt með góðri fjöðrun sem þreytir iljar/hné/mjaðmir minna á lengri leiðum er ég ánægður með.
Zero 8 er í rauninni önnur lína en Zero 8X, með allt öðruvísi dempun og er bara eiginlega ekkert sambærilegt við 8X.
Zero 8 kemur í þremur útgáfum Zero 8 (36v 10A) Zero 8 Boosted (48v 10A) og Zero 8 Super Boosted (48v 16A).
Zero 8X kemur í tveimur útgáfum Zero 8X (52v 18A) og Zero 8X Boosted (52v 26A).
Þetta er Zero 8:
Þetta er Zero 8X:
rapport skrifaði:Af reynslu...hobbý útgáfur eru hobbý útgáfur...
Ef það á að nota þetta af alvöru, kaupa alvöru græju
natti skrifaði:En... to the point... jújú, hobby vs "alvöru græja".
Er ég einn um að finnast verðin á "alvöru græjunum" út úr kortinu?
Hlaupahjól á svipuðu verði og vel með farinn notaður bíll eða mótorhjól?
Klemmi skrifaði:..
Það er örugglega rétt hjá þér að verðið miðast að mestu leyti við framboð og eftirspurn. Það er ákveðið hype í kringum þetta, og allt uppselt, svo auðvitað selja þeir þetta bara á því verði sem þeir geta
..
ColdIce skrifaði:Þyrfti að henda upp verðvakt fyrir þetta
Viggi skrifaði:Það eru ný alvöru hjól að fara að koma á markað hérna nún. Kaabo Mantis 10 Dual Pro verður pottþétt mitt næsta hjól eftir frekar misheppnaða m365 pro reynslu. Mun betri díll líka þar sem þetta hefur meiri drægni en zero 10x.
https://thruman.is/
Viggi skrifaði:Það eru ný alvöru hjól að fara að koma á markað hérna nún. Kaabo Mantis 10 Dual Pro verður pottþétt mitt næsta hjól eftir frekar misheppnaða m365 pro reynslu. Mun betri díll líka þar sem þetta hefur meiri drægni en zero 10x.
https://thruman.is/
Viggi skrifaði:Öll þesi hjól verða skrúfuð niður í max 25km/h en það eru leiðir hjá því. En það er engin skráningaskylda á þessum hjólum en ef þú kaupir eithvað hér eða flytur inn sem ferið yfir það þá þarftu að skrá það sem mótorhjól eða eithvað slíkt