falcon1 skrifaði:Þannig að Seðlabankinn í raun gengisfellir krónuna um 15% og í leiðinni skapar verðbólgu sem hækkar svo íbúðalán almennings. Frábært!
Þið misskiljið. Ef Seðlabankinn myndi ekki gríða inní ( í báðar áttir ) að vegna þess hversu lág veltan er á krónu viðskiptum þá myndum við vera með einn daginn gengið 120 og svo næsta daginn gengið 160.
Eins og er til að halda genginu á krónunni hærra ( til þess að minnka verðbólgu ) hefur Seðlabankinn beðið lífeyrissjóðina um að kaupa engan gjaldeyri sem myndi lækka gengi krónunar. Seðlabankinn gerir reglulega kannanir um væntingar á gengi Evru og er að halda henni í þema við það. Krónan er bara "compas" á hvernig Íslenskt efnahagslíf gengur vs aðra markaði og eins og er þá er 10% af GDPinu okkar horfið ( ferðaþjónusta ). Ég er persónulega mjög twisted með hvað mér finnst um Íslensku krónuna.
Á einn veginn finnst mér pirrandi sem Íslenskum þegn að þurfa að borga álag á launin mín fyrir það að vera með Íslenska krónu ( húsnæðislán eru dýrari hér )
Enn á hinn veginn finnst mér frábært hvað Íslenska krónan leyfir okkur með minni sársauka að raunverðmeta landið. Ég er með laun í EUR, í landi sem er með frekar diverse efnahag ( þýskaland ), og gengið gjaldmiðlsins flökktir með gengi stærstu landanna ( og flökktir mjög lítið þar sem að aðrar non EURO ríkisstjórnir hedga sig oft í EUR og USD ). Þetta er ágætt fyrir Þýskaland þar sem að fullt af hlutum þurfa að faila í einu til að skapa mikið vesen.
Enn fyrir þjóðir eins og Grikki þar sem 20% af efnahaginum er túrismi, og stór hluti er skipaflutningar að þá getur þetta verið bara mjög erfitt. Þegar þeim gengur illa fellur gjaldmiðilinn ekki neitt, sem þýðir að þau geta aðallega unnið með það að lækka laun einstaklinga með afli, segja upp og skera niður grimmt.
Ég get alveg tekið upp conspiracy hattinn minn oft, enn Seðlabankinn er bara gera það sem hægt er að gera akkurat núna. Og þeir munu pottþétt vernda gengi krónunar þegar seinna tekur á árið ef að innsveifla gjaldeyris gerist ekki.