Ég er 190 og yfir 80kg og þetta þarf að geta haldið hraða upp brekku þó það sé mótvindur.
Þegar ég skoða hvað er í boði þá sýnist mér þetta vera voða mikið villta vestrið og erfitt að vita hvað er gott og hvað ekki svo mér datt í hug að athuga hvort einhver ykkar hér hafið reynslu af þessum mismunandi hjólum?
Ég hef smá reynslu af Xiaomi 365 en mér finnst það of máttlaust, hugsanlega er Pro útgáfan bara málið en ég hef líka alveg áhuga á þessum hjólum sem eru að koma núna sem eru enn öflugri, og svo vil ég hjól sem er ekki komið í döðlur eftir ár af notkun, þolir bleytu og hægt er að fá parta í
