Varðandi GPU kaup

Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Reputation: 4
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Varðandi GPU kaup

Pósturaf Sveinn » Mán 18. Maí 2020 11:42

Ég er mikið að velta fyrir mér GPU's. Þetta er mikil fjárfesting og væri ég til í að vita ykkar skoðun. Tökum tvö kort, GTX 1660 SUPER og GTX 1080 (non-Ti). Nú er 1080 kortið orðið fjögurra ára gamalt, og væriru að kaupa það á svipaðan/sama pening og nýtt GTX 1660 SUPER í ábyrgð. Mér sýnist öll benchmark próf sýna að 1080 kortið performi betur í leikjum, en, það er fjögurra ára gamalt.

Er það þess virði að kaupa fjögurra ára gamalt kort á sama pening og nýtt kort í ábyrgð þótt það performi betur?
Hversu mikið lengur get ég treyst á að 1080 kortið haldi áfram að performa (nú veit ég ekki um líftíma GPU's almennt séð)?
En þegar kortið er orðið 1080-Ti? Er það þá þess virði?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Klemmi » Mán 18. Maí 2020 11:51

GTX 1080 er mikið öflugra kort, og þar sem þau eru á svipuðu verði, þá er price/performance að sama skapi umtalsvert betra á GTX 1080 kortinu.

Að öðru leyti er þetta bara lotterí. GTX 1080 kortið gæti bilað eftir viku, en það gæti líka keyrt flott í 10 ár í viðbót.
GTX 1660 kortið gæti líka bilað eftir 2 ár og 1 mánuð, þegar það er nýrunnið úr ábyrgð, eða gæti keyrt flott í 10+ ár.

Það er ómögulegt að segja, en ég myndi sjálfur frekar taka GTX 1080 kortið og vona það besta...

Að því sögðu, þá ber ég enga ábyrgð á því ef að kortið bilar fljótlega 8-[ 8-[ 8-[




Skjámynd

Höfundur
Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Reputation: 4
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Sveinn » Mán 18. Maí 2020 12:09

Klemmi skrifaði:GTX 1080 er mikið öflugra kort, og þar sem þau eru á svipuðu verði, þá er price/performance að sama skapi umtalsvert betra á GTX 1080 kortinu.

Að öðru leyti er þetta bara lotterí. GTX 1080 kortið gæti bilað eftir viku, en það gæti líka keyrt flott í 10 ár í viðbót.
GTX 1660 kortið gæti líka bilað eftir 2 ár og 1 mánuð, þegar það er nýrunnið úr ábyrgð, eða gæti keyrt flott í 10+ ár.

Það er ómögulegt að segja, en ég myndi sjálfur frekar taka GTX 1080 kortið og vona það besta...

Að því sögðu, þá ber ég enga ábyrgð á því ef að kortið bilar fljótlega 8-[ 8-[ 8-[


Skil þig! Þetta myndband er samt non-Super 1660. Hér er samanburður:




Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Dropi » Mán 18. Maí 2020 12:10

1080 er hraðara kort en líka heitara og auðvitað þarftu að kæla það meira, sennilega huga að viðhaldi eins og að athuga kælikrem og passa að allt sé hreint og fínt.

Það ætti að vera nokkuð öruggt að horfa til GTX 980, 1080 gæti mögulega verið hlutfallslega jafn gott jafn lengi og það kort, það myndi kannski gefa þér smá innsýn í hversu mikið líf er eftir í því. 980 er 2 árum eldra en 1080.

Edit: 8GB á 1080 vs 6GB á 1660 Super gæti haft eitthvað að segja í hærri upplausn
Síðast breytt af Dropi á Mán 18. Maí 2020 12:12, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Klemmi » Mán 18. Maí 2020 13:15

Sveinn skrifaði:Skil þig! Þetta myndband er samt non-Super 1660.


Ah mín mistök!

Munurinn er þá minni, en ég held að ég myndi samt taka GTX 1080 :)



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf jonsig » Mán 18. Maí 2020 19:29

átti Vega64 ekki að vera slakara en gtx1080?

https://www.youtube.com/watch?v=UAN841y8Mo0
Síðast breytt af jonsig á Mán 18. Maí 2020 19:29, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Klemmi » Mán 18. Maí 2020 19:35

jonsig skrifaði:átti Vega64 ekki að vera slakara en gtx1080?


Sýnist að GTX 1080 afkasti aðeins betur í flestum leikjum, en þó einhverjar undantekningar.

Ath. að þetta er bara einn leikur, Rage 2, ekkert óeðlilegt við að kort séu að standa sig misvel í ákveðnum leikjum :)



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf jonsig » Mán 18. Maí 2020 19:41

Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:átti Vega64 ekki að vera slakara en gtx1080?


Sýnist að GTX 1080 afkasti aðeins betur í flestum leikjum, en þó einhverjar undantekningar.

Ath. að þetta er bara einn leikur, Rage 2, ekkert óeðlilegt við að kort séu að standa sig misvel í ákveðnum leikjum :)


Já, minnti að það átti að vera mikið verra í gaming



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Dropi » Þri 19. Maí 2020 09:47

jonsig skrifaði:
Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:átti Vega64 ekki að vera slakara en gtx1080?


Sýnist að GTX 1080 afkasti aðeins betur í flestum leikjum, en þó einhverjar undantekningar.

Ath. að þetta er bara einn leikur, Rage 2, ekkert óeðlilegt við að kort séu að standa sig misvel í ákveðnum leikjum :)


Já, minnti að það átti að vera mikið verra í gaming


AMD FineWine(r) ;) mér leist ekkert á Vega til að byrja með, en þegar það var orðið 1,5 ára gamalt og rigndi inn ódýrum mining kortum á ebay var það frábær fjárfesting.
Síðast breytt af Dropi á Þri 19. Maí 2020 09:47, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf kiddi » Þri 19. Maí 2020 10:32

Mitt 1080 Ti er að verða 2,5 árs gamalt, keypti það nýtt á 130þ. í janúar 2018. Það er bara örlítið hægara en 2080 Super sem kostar 145þús+ nýtt í dag svo ég verð að segja að þetta 1080 kort hefur reynst hin fínasta fjárfesting. Mér finnst eins og árum áður að maður hafi verið að kaupa nýtt GPU á ársfresti nánast til að vera boðlegur, en hér er ég 2,5 árum síðar og alsæll með nákvæmlega enga uppfærsluþörf. Ég er að spila á 27" 144hz skjá. Mæli með notuðu 1080 allan daginn, jafnvel þó það sé ekki Ti.
Síðast breytt af kiddi á Þri 19. Maí 2020 10:32, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Dropi » Þri 19. Maí 2020 11:03

kiddi skrifaði:Mitt 1080 Ti er að verða 2,5 árs gamalt, keypti það nýtt á 130þ. í janúar 2018. Það er bara örlítið hægara en 2080 Super sem kostar 145þús+ nýtt í dag svo ég verð að segja að þetta 1080 kort hefur reynst hin fínasta fjárfesting. Mér finnst eins og árum áður að maður hafi verið að kaupa nýtt GPU á ársfresti nánast til að vera boðlegur, en hér er ég 2,5 árum síðar og alsæll með nákvæmlega enga uppfærsluþörf. Ég er að spila á 27" 144hz skjá. Mæli með notuðu 1080 allan daginn, jafnvel þó það sé ekki Ti.


Svakaleg ending, þessi 1080Ti kort detta ekki niður í verði nema 3000 serían verði jafn brjálæðislega góð og menn halda fram. Þá er alltaf spurning hvort nvidia hækki ekki bara verðin eins og þeir eru vanir :-k


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Kull
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi GPU kaup

Pósturaf Kull » Þri 19. Maí 2020 12:04

Félagi minn keypti fyrir mig 1080ti founders edition í USA í apríl 2017, er búinn að skipta út öllu í vélinni síðan þá nema skjákortinu :)